Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995
Iþróttir
i>v
John Rhodes, þjálfari ÍR, var valinn besti leikmaður stjömuleiksins og hér hangir hann í köriunni eftir að hafa
lekið frákast með tilþrifum.                                                       D V-myndir Brynjar Gauti
Mikið skorað í stjörnuleik KKÍ:
Stigin urðu tæplega
fjögur hundruð
Róbert Róbertsson skrifar:
B-riöillinn haföi betur gegn A-riðl-
inum í stjörnuleik KKÍ í Laugardals-
höll á laugardag. Úrvalslið B-riðils-
ins sigraði eftir tvíframlengdan leik,
199-198, en eftir venjulegan leiktíma,
4x12 mínútur, var staðan jöfh,
165-165. Eftir framlengingu var enn
jafnt, 183-183, en leikmenn B-riðils-
ins höfðu betur f lok annarrar fram-
lengingar.
Leikurinn var á léttu nótunum eins
og hefð er fyrir í svona leikjum en
hann varð þó aldrei eins skemmtileg-
ur og srjörnuleikir fyrri ára. Þó var
mikið skorað og hittni leikmanna
með ágætum, enda var varnarleikur-
inn ekki tekinn mjög alvarlega. Oft
sáust skemmtileg tilþrif hjá leik-
mönnum en þau hefðu mátt vera
fleiri og það vantaði virkilega skpnd-
in og gamansöm atriði þó að John
Rhodes hefði gert sitt í þeim efhum.
Rhodes, sem lék með B-liðinu, var
valinn maður leiksins og er hann vel
að þeim titli kominn. John Torrey
og Lenear Burns sýndu einnig
skemmtileg tilþrif og léku vel fyrir
B-liðið.
Kristinn Friðriksson lék best í A-
liðinu en hann skoraði 10 þriggja
stíga körfur í leiknum. Rondey Rob-
inson lék einnig prýðilega með A-
liðinu.
í leikhléi á stjörnuleiknum fór fram
kepþni í 3ja stiga skotum og bar hinn
nýi leikmaður Hauka, Mark Hadden,
sigur úr býtum. Hadden er mjög ht-
skrúðugur leikmaður og það hefði
verið gaman að sjá hann leika í
srjörnuleiknum. í troðslukeppninni
sigraði Raymond Hardin, Snæfelh,
en Rondey Robinson varð í öðru sæti.
Stig A-liðsins: Kristinn 51, Robin-
son 33, Anderson 27, Teitur 23, Pétur
22, Thompson 19, Jóhannes 9, Brynj-
ar 6, Sigfús 4, Jón Arnar 4.
Stig B-liðsins: Burns 35, Rhodes 30,
Guðjón 26, Torrey 25, Marel 23, Bow
23, Guðmundur 18, Falur 8, Jón Örn
5, Jón Kr. 5 og Ólafur 1.
Sundmót fatlaðra í Malmö:
Sigrún og Bára
settu heimsmet
Sigrún Huld Hrafnsdóttír og Bára B. Erlingsdóttir úr Ösp setru báðar
heimsmet í sundi þroskaheftra á Malmö Open, sundmóti fatlaðra sem
lauk í Svíþjóð í gær.
Sigrún synti 50 metra skriðsund á 32,54 sekúndum og Bára synti 50
metra flugsund á 38,67 sekúndum.
Ennfremur setti Hilmar Jónsson úr Ösp íslandsmet í 50 metra bringu-
sundi þroskaheftra, 38,54 sekúndur.
Skagf irsku bræð>
urnir settu met
Efnilegir bræður úr Skagafirði,
Sveinn og Björn Margeirssynir, settu
báðir met í 1.000 metra hlaupi innan-
húss á móti sem haldið var í Kapla-
krika á föstudagskvöldið.
Sveinn setti bæði drengja- og ungl-
ingamet, 2:37,3 mínútur, og Björn
setti sveinamet, 2:42,1 mínútu. Sig-
mar H. Gunnarsson úr UMSB sigraði
í hlaupinu á 2:35,4 mínútum, sem er
ekki langt frá íslandsmeti. Sveinn
varð þriðji og Björn fimmti.
Eygerður Halldórsdóttir úr Aftur-
eldingu, sem er aðeins 12 ára, bætti
stelpnametið í 1.000 metra hlaupi um
10 sekúndur á sama móti. Eygerður
varö önnur í hlaupinu á 3:26,9 mínút-
um en Laufey Stefánsdóttir, sem er
gengin til liðs við FH úr Fjölni, sigr-
aði á 3:05,4 mínútum.
Steinn Jóhannsson, FH, sigraöi í
800 metra hlaupi á 2:02,0 mínútum.
Eggert Bogason, FH, sigraði í kúlu-
varpi karla með 15,59 metra.
Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK, sigr-
aði í kúluvarpi kvenna með 11,68
metra.
Bjarni Þór Tr.austason, FH, sigraði
í langstökki með 6,80 metra.
Friðgeir Halldórsson, USAH, sigr-
aði í stangarstökki með 4,10 metra.
Hjalti tapaði í
úrslitum um brons
Hjaltí Ólafsson úr Þórshamri hafnaði í fjórða sæti í -75 kg flokki á opna
flnnska meistaramótínu í karate sem fram fór í gær. Hjaltí lagði þrjá
fyrsru mótherja sína en raætti siðan Timanen, besta karatemanni Finna,
í úrsHtaviðureign um bronsverðlaunin og beið lægri hlut fyrir honum.
Halldór Svavarsson var einnig á meðal þátttakenda en féll strax úr
keppni.
Gunnar og Helga unnu tvöf alt
Gunnar Gunnarsson úr UFA á
Akureyri og Helga Halldórsdóttir úr
FH urðu bæði tvöfaldir íslandsmeist-
arar í atrennulausum stökkum á
föstudagskvöldið en þá fór meistara-
mótið fram í Kaplakrika í Hafnar-
firði.
Gunnar stökk 3,19 metra í lang-
stökki og 9,01 metra í þrístökki.
Helga stökk 2,77 metra í langstökki
og 8,03 metra í þrístökki. ,
Magnús Hallgrímsson, HSK, sigr-
aði í hástökki karla, stökk 1,55 metra.
Vigdís Guðjónsdóttir, HSK, sigraði
í hástökki kvenna, stökk 1,30 metra.
Þátttakendur á mótinu voru aðeins
tíu að þessu sinni.
^JLiMÆk fk\
Raymond C. Hardin úr Snæfelli fór
á kostum (troðslukeppninni og hér
tryggir hann sér sigurinn.
Golf:
Úlfarfékk
30 þúsund
Úlfar Jónsson náði að komast í
verðlaunasæti í fyrsta Tommy
Armour golfmótinu sem lauk á
Wedgefield veliinum í Orlando á
fimmtudagskvöldið. Það er í röð
af mótum atvinnumanna og þrjá-
tiu fyrstu fá peningaverðlaun, og
hafnaði Úlfar í 26. sæti af 115
keppendum, sem færði honum
rúmlega 30 þúsund krónur. Úlfar
lék á 221 höggi en Brad Lehman
sigraði á 211 höggum.
Tveir aðrir Islendmgar tóku
þátt Í mótinu. Jón Karlsson lék á
231 höggi og Sigurjón Arnarson á
236höggum.
Úlfar og Sigurjón munu taka
þátt í þessari mótaröð næsru
mánuðina en Jón verður með í
2-5 mótum til viðbótar oger síðan
væntanlegur heim.
Óvenju slæmar aðstæður voru
í Orlando síðasta keppnisdaginn
en framan af degi var hávaðarok
og hiti um frostmark.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28