Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 52. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995
Fréttir
Dregið úr Qárveitingu til heilbrigðismála:
Uppsagnir og samdrátt
ur hjá sjúkrahúsunum
- óhjákvæmilegt að draga úr þjónustu, segja forstöðumenn sjúkrahúsanna
„Vegna niðurskurðar á fjárveiting-
um, sem nemur um 125 milljónum
króna á þessu ári, verðum við að
draga verulega saman seglin. Niður-
skurður á launalið er á milli 40 og
50 milbónir króna og því verðum við
að fækka starfsfólki sem nemur 40
stöðugildum. Það verður gert með
því að ráða ekki í störf sem losna.
Það mildar nokkuð þessar aðgerðir.
Hins vegar ney ddumst við til að segj a
upp 10 manns um mánaðamótin,"
sagði Jóhannes Pálmason, fram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans.
Hann er hér að tala um Sjúkrahús
Reykjavíkur sem er Landakot og
Borgarspítaknn.
Hann sagði að reynt yrði að dreifa
niðurskurðinum á alla þætti í rekstri
sjúkrahúsanna. Hann sagði aö þetta
yrði gert í ákveðnum hlutföllum
milli rekstrarþátta. Það teldu menn
koma betur út og vera minni skerð-
ing á þjónustu en að loka einhverjum
deildum.
„Við þurfum að skera niður sem
nemur 250 til 300 miUjónum króna.
Við höfum ekki gripið til uppsagna
en við munum skera mjög niður í
afleysingastörfum í sumar. Við erum
að skera niður á öllum sviðum eins
og við mögulega getum. Það þýðir
auðvitað lokun einhverra deilda og
minni þjónustu en ella," sagði Davíð
Á. Gunnarsson, forsrjóri Ríkisspítal-
anna, í samtali við DV.
Hann sagðist ekki þora að fullyrða
að komist yrði hjá uppsögnum. Reynt
yrði fyrst að spara á öðrum sviðum
og þá sem fyrr segir í sumarafleys-
mgum.
„Við eigum að vísu eftir að fá um
það nánari fyrirmæli frá heilbrigðis-
og fjármálaráðuneytum hvað menn
vilja langt í þessum samdrætti,"
sagöi Davíð Á. Gunnarsson.
Jönköpingmálið:
Gatenga
skýringu
gefiðá
hátterni
„Maðurinn gat enga skýringu gefið
á hátterni sínu um kvóldið og mundi
reyndar minnst af því sjálfur sem
hafði komið fyrir. Hann er í jafnvægi
núna og rámar í að hafa verið boðið.
inn til konunnar sem býr á móti hon-
um. Bæði búa þau í leiguhúsnæði.
Hann var drukkinn þegar hann var
handtekinn og hátterni hans gaf til
kynna að hann hefði neytt annarra
vímuefna," segir John Henrik
Stigemir, yfirmaður rannsóknarlög-
reglunnar í Jönköping.
Akvörðun saksóknara lá ekki enn
fyrir í morgun um hvort krafist yrði
gæsluvarðhaldsúrskurðar     yfir
manninum sem lagði tvær íbúðir í
Jönköping í Svíþjóð í rúst og hótaði
konu lífláti með hníf á lofti. Hann
verður þó í haldi í dag.
Viö yfirheyrslur sagði konan, sem
maðurinn réðst á, aö þau hefðu
drukkið vín og sterkan bjór og síðan
hefði maöurinn tekið inn róandi lyf.
Maðurinn komst yfir flösku í íbúð
konunnar sem Stigemir sagði að
hefði ekki innihaldið vín heldur
sterkt áfengi blandað einhverju.
Innihald flöskunnar var sent í efna-
greiningu í gær og lá niðurstaða
hennar ekki fyrir í morgun.
fbúðin, sem maðurinn bjó í, er gjör-
samlega í rúst. Hún er í eigu annars
íslendings sem ekkert vildi tjá sig
um málið þar sem leigjandinn var
vinur hans. Ekki er vitað til þess að
maðurinn, sem missti srjórn á skapi
sínu með þessum afleiðingum, hafi
fyrr gert það né komið við sögu lög-
reglu. Hann mun hafa flutt til Sví-
þjóðar fyrir um mánuði.
-PP
Þrir ungir sveinar brugöu undir sig betri fætinum í gær á öskudaginn og klæddust gervi ræningja i Húsdýragarðin-
um. Tveir þeirra voru heldur glæpalegir og brugou nælonsokk yflr höfuðiö og báru merki og töskur frá Skeljungi.
Nöfn liggja ekki fyrir en skyldi rannsóknarlögreglan vita af þessu?                                DV-mynd BG
Ellilífeyrisþegi fékk milljónir í Gullpotti:
Ætlar að kaupa bfl
fyrir peningana
„Hann var að spjallá við okkur í
klukkutíma og ákvað að eyða 2.000
kalli. Hann fór í kassa sem heitir
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 99-1640.
39,90 kr. mínútan.

r ö ú ú
FÓLKSINS
99-16-00
Hefur Norðurlandaráð
nn hlutverki að gegna?
i gtafrgna kerflnu me6 tðnvalsslma geta nýtt sér þassa þjónustu.
Davíð Oddsson og fékk 287.450 krón-
ur úr honum. Hann gleymdi náttúru-
lega búðarferðinni og náði í pening-
ana en kom aftur til að segja pkkur
að hann hefði fengið þetta borgað út
og ákvað að skipta 600 krónum í við-
bót. Hann setti þær í annan kassa
og fékk 8.049.000 krónur. Karlgrey-
inu bara dauðbrá," segir Magnús
Halldórsson, veitingamaður í Ölveri
í Reykjavík.
ElbUífeyrisþegi á niræðisaldri
þurfti að skjótast í 10/11-búðina í
Glæsibæ skömmu eftir hádegi á
¦ þriðjudag. Maðurinn er málkunnug-
-ur veitingamönnunum í Ölveri og fór
þangað í kaffisopa. Efrir klukkutíma
stopp setti hann peninga í spilakassa
- og hafði silfurpottinn upp úr krafs-
inu. Maðurinn fór og leysti pening-
ana út og kom afrur til að fara í búð-
ina og láta kunningja sina vita að
hahn væri búinn að jafna sig. í leið-
inni fór hann í spilakássann Ross
Perot, sem heitir eftir bandarískum ¦
forsetaframbjóðanda, og hafði átta
milljónir í vinning.
„Hann hafði orð á því að hann ætl-
aði að kaupa sér nýjan bíl úr kassan-
um í fyrsta skipti því það væri svo
mikið viðhald á tiu ára gömlum bíl
sem hann á. Hann sagðist aldrei ætla
að koma nálægt spilakössum meir.
Hann væri allt í einu orðinn svo nísk-
ur eftir að hafa unnið allar þessar
milljónir," segir Magnús.
Gullpotturinn hefur aldrei áður
komið upp í spilakassa í Ölveri en
56 silfurpottar hafa gengiö þar út.
Það er rúmlega 12 prósent af öllum
silfurpottum sem hafa komið upp í
spilakössum frá því spilakassarekst-
ur Gullnámunnar hófst.
Skíðasvæðiö í Bláfjöllum:
íathugunað
sprengja
hengjurnar
- segjr fólkvangs vörðurinn
„Það er í athugun hvort hægt er
að sprengja niður hengjurnar eða
með hvað hætti er hægt að bægja
hættunni frá. Snjóflóðasérfræðingur
Veðurstofunnar er að skoða það
ásamt okkar mönnum til hvaða ráða
sé hægt að grípa," segir Þorsteinn
Hjaltason, fólkvangsvörður á skíða-
svæðinu í Bláfjöllum.
Lokað hefur verið ótímabundið
tveimur svæðum innan skíðasvæðis-
ins vegna snjóflóðahættu. Þau eru
sunnan við topplyftu Ármanns og í
Eldborgargili og verða lyftur ekki
keyrðar þar.
Þorsteinn segir snjóflóð sem féll
innan svæðisins hafi orðið til þess
að menn hafi endurmetið öryggis-
þáttinn á svæðinu.
„Eftir að snjóflóðið féll eftir hádegi
á sunnudag-verðum við að reikna
með að hætta sé á ferðum þar sem
við höfðum áður tahð að öryggi væri
tryggt. Aðalatriðið er að tryggja ör-
yggi fólks á svæðinu," segir Þor-
steinn.                  -rt
_ Stuttarfréttir
HættfráPóstínum
Páll Magnússon hefur sagt upp
störfum sem armar ritstjóri
Morgunpóstsins. Um leið hættu
tveir blaðamenn einnig.
Refsingyfirvofandi
íslendingar e^a yfir höfði sér
:harðar refsiaðgerðir Evrópusam-
¦handsins ef; srjórnvöld sam-
þykkja ekki tilsk|pun sambands-
íns um takmörkun vinnutíma.
Stöð 2 greindi frá þessu,
Lántilálvers
; Sighvatur Bjorgvinssön iðnað-
arráðherra nefur rætt við Jón
iSigurðsson, bankasrjóra Nor,
íræna fjárfestmgarbankans, um
ián ttl stækkun álversins í
Straumsvík.
Frjálsrædiiflugi
Lokahönd verður lögð í dag á
samninga milh íslands og Banda-
rikjanna um frjálsræöi í flugi.
Þetta kom fram á Sjónvarpinu.
Leiðtogi danskra íhaldsmanna
segir að Norðurlandaráðsþingið í
Reykjavik sé algjörlega mis-
heppnað.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40