Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 11 DV Fréttir Hótelgestur á Flughóteli í Keflavík: í stað teiknimyndar horfðu börnin á svæsna klámmynd - engin íslensk lög um gervihnattasjónvarp „Við fórum niður að borða og skild- um eftir tvö börn uppi á herbergi þar sem þau voru aö horfa á teiknimynd í sjónvarpinu. Þegar við komum upp aftur þá rak mig í rogastans því að teiknimyndin var horíin af skjánum en í staðinn komin ein sú svæsnasta klámmynd sem ég hef séð og börnin sátu yfir þessum ófógnuði. Þama voru lesbísk atriði og fleira sem ekki á að koma fyrir augu barna," segir maður á fertugsaldri sem var hótel- gestur á Flughóteh í Keflavík fyrir skömmu. Hann og unnusta hans höfðu tekið að sér að gæta tveggja barna vinkonu sinnar, sjö ára drengs og 12 ára stúlku. Þau voru gestir á hótelinu þegar fyrrgreint atvik átti sér stað. Maðurinn, sem ekki viU láta nafns síns getið að sinni, segist vera mjög undrandi á að hótelið skuh vera með svona „þjónustu" á opinni rás. Hann segir umrædda sýningu hafa verið á Film Net, sem er gervihnattasjón- varp. Hann segir sýninguna hafa verið fyrir klukkan 11 um kvöldið. „Mér er stórlega misboðið og ég skil ekki hvaða siðferði er þarna að baki. Það er verið að gera upptækar spólur á myndbandaleigum hér og þar og í mörgum tilvikum er þar um að ræða mun vægara klám en þama var á skjánum," segir hann. Á Flug- hóteh í Keflavík fengust þær upplýs- ingar að nefnd sjónvarpsrás væri til staöar og opin hótelgestum. Útsend- ingar væm þó ekki fyrr en um eða eftir miðnætti. Steinþór Júhusson hótelstjóri segir leitt ef þetta hafi valdið gestum ama. „ Við erum með Film Net og það eru einhveijar bláar myndir þar tvisvar í viku. Ég veit ekki betur en þetta sé á flestum hótelum. Mér þykir mjög leitt ef þetta hefur valdið einhverjum gestum okkar ama,“ segir Steinþór. Auður Eydai, forstöðumaður Kvik- myndaeftirhts ríkisins, segir að eng- in íslensk lög nái yfir útsendingar gervihnattasjónvarps. Þetta sé vandamál sem þurfi að taka á. „Um íslenskar sjónvarpsstöðvar ghda útvarpslög en um gervihnatta- stöðvar gfida ekki íslensk lög. Kvik- Bragi Valgeirsson. DV-mynd Júlfa Snjall Maðberi DV á Höfn Bragi Valgeirsson er hörkudugleg- ur og vinsæh strákur á Höfn sem ber út DV th áskrifenda við nokkrar göt- ur þar. Fljótt eftir flug er blaðið kom- ið til áskrifenda en svo var ekki allt- af hér áður fyrr. Bragi er 12 ára og hefúr mikinn áhuga á körfubolta en boltinn verður að bíða þegar DV er annars vegar. Vinnan fyrst - síðan leikurinn, segir þessi áhugasami blaðberi. myndaeftirhtið hefur aldrei gripið inn í mál sem tengjast slíkum útsend- ingu, en við höfum margbent á þessi mál og þau þarfnast skoðunar. Eg sá það á norsku hóteh að þegar kom að útsendingu Fhm Net á efni sem ekki er ætlað börnum, þá var settur svart- ur femingur yfir myndflötinn. Þær skýringar fylgdu að samkvæmt norskum lögum væri þetta efni sem útsending væri bönnuð á,“ segir Auöur. -rt EKKI UTSALA BARA GÓÐ VERÐ Star LC 20 Nettur heimilisprentari á frábæru verði. 9 nála -180 stafir/sek - 1Ö" vals - tekur tvírit - traktor fyrir samhangandi tölvupappír - einblaðamötun - g, hentar fyrir DOS og Windows forrit Ta^ar/ca<j ftiagn! Eigum fyrirliggjandi mikið úrval prentara á ótrúlegu verði. Litaprentarar Bleksprautuprentarar Nótu- og gíróseðlaprentarar Laserprentarar frá kr. 16.900 frá kr. 23.900 frá kr. 29.900 frá kr. 66.900 NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan Verslunin er opin á laugardögum frá kl. 10:00 - 14:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.