Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Ója fnaðar-samningar Nýgerðir kjarasamningar voru alls ekki jöfnunar- eða láglaunasamningar eins og aðilar vinnumarkaðarins fullyrtu við undirritun þeirra. Nánari skoðun leiðir 1 ljós, að þeir auka ójöfnuð í þjóðfélaginu, breikka bilið milli hinna lægst launuðu og hinna, sem betur mega sín. Fljótlega kom í ljós, að skattafrádráttur lífeyrissjóðs- greiðslna var þyngri á metunum en hin sérstaka krónu- hækkun láglauna. Enn síðar kom til viðbótar í ljós, að ýmis sérmál, sem samið var um í leiðinni, bæta kjör ýmissa vel settra hópa, en ekki láglaunafólksins. Það er ekki nýtt, að stéttaskipting sé aukin með sam- einuðu átaki aðila vinnumarkaðarins. Það nýja er, að þessir aðilar ljúga miklu kaldar en áður um niðurstöður og afleiðingar samninga sinna. Þeir eru komnir út í að segja, að hvítt sé svart og að svart sé hvítt. Erfitt er að greina milh blekkingar og sjálfsblekkingar í túlkun aðila vinnumarkaðarins á niðurstöðum kjara- samninganna. Einstakhngar í þeirra röðum voru búnir að benda á hinn aukna ójöfnuð fyrir undirritun samning- anna. En foringjamir heyrðu ekki eða vildu ekki heyra. Spjótin hljóta einkum að beinast að hinum réttnefndu verkalýðsrekendum, sem hafa árum og sumir áratugum saman stundað sjónhverfmgar og leikaraskap gagnvart umbjóðendum sínum. Þeir taka í nefið og tala digur- barkalega, en eru láglaunafólki verri en alls engir. Það er háðulegur og réttur dómur um störf verkalýðs- rekenda, að Pálmi í Hagkaupi og Jóhannes í Bónusi hafa hvor um sig gert meira fyrir láglaunafólk í landinu en allir verkalýðsrekendur aldarinnar samanlagðir. Hags- muna alþýðu er víða gætt, en ekki í stéttarfélögum. Tólfta janúar birtist hér í blaðinu ítarleg fréttaskýr- ing, þar sem spáð var fyrir um feril og niðurstöðu kjara- samninganna. Þar var í smáatriðum sagt fyrir um dans- inn, sem stiginn mundi verða fram og aftur í viðræðum deiluaðila. Allt stóðst þetta eins og stafur á bók. Blaðamaðurinn spáði meðal annars rétt um fyrsta útspil vinnuveitenda, milhspil viðræðna um sérkjör, verkfahsboðun og hótanir svonefnds Flóabandalags og endanlega niðurstöðu um nýhðin mánaðamót. Þetta var hægt, af því að blaðamenn þekkja leikaraskapinn. Samningsaðhar léku hlutverk í leikriti, sem stóð írá miðjum janúar fram í febrúarlok. Leikritið hefur þetta venjulega efni, að fjallið skekst og fæðist htil mús. Þetta sjónarsph byggist á þjóðarsátt um léleg lífskjör, þjóðar- sátt um varðveizlu hins gamla á kostnað hins nýja. Þjóðarsáttin hefur blómstrað árum sanian. Að henni standa ríkisrekendur, atvinnurekendur og verkalýðsrek- endur með óbeinum stuðningi þjóðarinnar. Sáttin er mynduð th vamar nokkrum úreltum homsteinum hag- kerfis, sem heldur lífskjörum þjóðarinnar í skefjum. Þjóðarsáttin felur í sér, að brenna skal á hverju ári nálægt 20 mihjörðum í sérstöku thstandi kringum land- búnaðinn, halda skal úti óhagkvæmu skömmtunarkerfi í sjávarútvegi, ekki skal taka fullan þátt í gölþjóðlegu efnahagssamstarfi og ekki skal rækta framtíðargreinar. Skoðanakannanir sýna raunar, að þessi dýra þjóðar- sátt nýtur í hehd og í einstökum atriðum mikhs fylgis meðal fólks. Það er því sanngjamt, að þjóðin borgi þjóðar- sáttina í lélegum og stöðnuðum lífskjörum. Nýju kjara- samningamir era eðhlegur þáttur þjóðarsáttarinnar. Málsaðhar telja hentugt að halda uppi langvinnu sjón- arspih við kjarasamninga, th þess að fólk og jafnvel þeir sjálfir ímyndi sér, að stormur sé í vatnsglasinu. Jónas Kristjánsson Greiðsluaðlögun Greiðsluerfiöleikar heimilanna hafa skapað neyðarástand á þús- undum heimila í landinu þar sem gjaldþrot blasir við mörgum þeirra. Onnur meginástæðan fyrir greiðsluerfiðleikum heimilanna birtist í göllum húsbréfakerfisins, styttri lánstíma, hærri vöxtum og þar af leiðandi aukinni greiðslu- byrði. Hin er atvinnuleysið, stór- hækkaðir skattar, auknar álögur í heilbrigðis- og menntamálum, lækkun bama- og vaxtabóta og vaxandi kjaraskerðing. Það þarf því að grípa til margra og víðtækra ráðstafana. Ráðstafana þar sem áhersla verði lögð á eftirfarandi: Atvinna í stað atvinnuleysis Atvinnustefnu sem skapar ný störf fyrir þá sem nú eru atvinnu- lausir og þá sem eru að koma nýir inn á vinnumarkaðinn. Setja þarf lög um greiðsluaðlögun sem gefur einstaklingum í alvarlegum greiðsluerfiðleikum möguleika á því að ná stjóm á fjármálum sín- um. Húsnæðisstofnun verði fengið inýtt hlutverk sem ráðgjafar- og lendurreisnarstöð heimilanna með það að markmiði að grípa til björg- unaraðgerða til að aðstoða fólk við að greiða úr skuldavandamálum heimilanna. Gripiö verði til víð- tækra skuldbreytinga sem geta fal- ið í sér að vöxtum og/eða lánstíma sé breytt, skuld sé fryst um tíma á meðan fólk leitar lausnar á tíma- hundnum erfiðleikum. Lánstími í húsbréfakerfinu, sem nú er 25 ár, verði lengdur í 35-40 ár. Frumvarp um greiðsluað- lögun Við þingmenn Framsóknar- flokksins höfum lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um greiðsluaðlögun. Frumvarp sem ríkisstjómin hefur lofað í langan Kjallarirm Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- fiokksins í Reykjavík tíma. Þar sem svo stutt var eftir af þingi töldum við nauösynlegt aö slíkt frumvarp yrði flutt og fengist samþykkt sem lög frá Alþingi. Tilgangur frumvarpsins er að gefa þeim einstaklingum sem eru í alvarlegum og viðvarandi greiðslu- erfiðleikum möguleika á því að ná stjóm á fjármálum sínum. í fram- varpinu er lagt til að lögfestar verði reglur um greiðsluaðlögim þar sem skulduram verði hjálpað til að komast út úr mesta svartnættinu. Markmiðið með greiösluaðlögun- inni er að skuldari fái lánskjörum breytt þannig að greiðsluhyrði verði léttari. í frumvarpinu er lagt til að skapað verði virkt úrræði fyrir stjómvöld til að aöstoða þá einstaklinga og fjölskyldur í land- inu sem lent hafa í alvarlegum fjár- hagserfiðleikum við að ná fótfestu á ný í þjóðfélaginu. Breyting á láns- kjörum getur falið í sér að vöxtum og/eða lánstíma sé breytt eða skuld lækkuð eða fryst um tíma á meðan fólk leitar lausnar á tímabundnum erfiðleikum t.d. vegna atvinnuleys- is, veikinda og fleira. Tilgangur greiðsluaðlögun- ar. Greiðsluaðlögun kemur aðeins til greina hafi hún í för meö sér ávinn- ing fyrir skuldara, lánardrottna og samfélagið í heild. Ávinningur fyr- ir skuldarana verði sá að þeir geti staðið í skilum með skuldina, ávinningur fyrir lánardrottnana verði sá aö líkur á endurgreiðslu aukist og ávinningur samfélagsins verði sá að færri þurfi að leita á náðir félagsmálastofnana. Það er mat okkar framsóknar- manna sem flytjum þetta frumvarp að nú sé tími kannana og skoðana á ástandinu liðinn. Aðstæður fólks- ins hggi fyrir og ástæður greiðslu- erfiðleikanna séu kunnar og því sé nú runninn upp tími aðgerða og því er þetta framvarp um greiöslu- aðlögun lagt fram á Alþingi. Finnur Ingólfsson „I frumvarpinu er lagt til að skapað verði virkt úrræði fyrir stjórnvöld til að aðstoða þá einstaklinga og fjölskyld- ur í landinu sem lent hafa 1 alvarlegum fjárhagserfiðleikum við að ná fótfestu á ný í þjóðfélaginu.“ Skoðanir aimarra Miðstýring Jóhönnu „Stöðugar fréttir af sundrangu og óánægju berast úr herbúðum Þjóðvaka. Þaö kemur ekki á óvart: lýðræðisleg vinnubrögð virðast ekki höfð í miklum hávegum, heldur er öllu starfi og framboðsmálum miðstýrt af Jóhönnu Sigurðardóttur og örfáum sam- herjum hennar. Á Suðurlandi fór fram forval meðal flokksmanna. Niðurstöður þess era hundsaðar, og fyrir liggur að nokkur hópur mun segja skilið viö Þjóðvaka. Sama var uppi á teningnum í Reykjanes- kjördæmi þar sem Jóhanna þröngvaði Ágústi Ein- arssyni í efsta sætið, í trássi við þorra liðsmanna Þjóðvaka.“ Úr leiðara Alþýðublaðsins 1. mars. Raunverulegt ástand „Nú sjást þess því miður merki að loðnuvertíð verði ekki sú gullkista sem reiknað var með, en spá- in um framvinduna gerði ráö fyrir að hin hagstæða þróun í sjávarútvegi árið 1994 héldi áfram á næsta ári. Hið raunverulega ástand i atvinnumálum er þannig aö 6000 manns eru atvinnulausir og tekjur í þjóðfélaginu hafa stórminnkað. Við þessu era ekki til einfaldar lausnir. Hins vegar hefur ríkisstjórnin ekki haft þá forastu um að skapa skilyrði fyrir nýjum fyrirtækjum og nýsköpun sem æskilegt heföi verið.“ Úr leiðara Tímans 1. mars. Ótti við reikningasúpu „Ég veit að sú harða barátta sem kennarar era nú í snýst ekki aöeins um réttindi þeirra sjálfra og hærri krónutölu í léttar pyngjur heldur líta kennar- ar svo á að hér sé háð vamarbarátta fyrir íslenskt skólakerfi. Kennarar þurfa að geta sinnt starfi sínu af alúð og án þess að vera beygðir af ótta við reikn- ingasúpu daglegs lífs eða örþreyttir af aukavinnu.“ Dóra Bjarnason, dósent við KHÍ, í Mbl. 1. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.