Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 52. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995
13
Iþróttir:
Og reykingar unglinga
Læknisfræðilegum og vísinda-
legum rannsóknum hefur miðað
hratt fram á síðustu árum. Jafn-
framt hefur mönnum orðið æ betur
ljóst hve mikil skaðsemi og óholl-
usta fylgir tóbaksreykingum.
Áhættan á heilsutjóni eykst eftir
því sem meira er reykt. 25 ára karl-
maður styttir t.d. lífshkur sínar um
8 ár með því að reykja 40 sígarettur
á dag samkvæmt upplýsingum hjá
Krabbameinsfélaginu. Það eru ekki
bara lungnasjúkdómar sem hrjá
þann sem reykir.
Dánartíðni vegna kransæðasjúk-
dóma er t.d. mun hærri hjá þeim
sem reykja en þeim sem ekki
reykja og tapaðir vinnudagar eru
mun fleiri hjá reykingamönnum en
þeim sem ekki reykja. Um leið og
þekking okkar á skaðsemi reyk-
inga eykst verður okkur ljóst hve
Kjallarinn
Magnús Oddsson
varaforseti ÍSÍ
„Góður iþróttaþjálfari leggur ríka
áherslu á heilbrigt líferni. Það er hluti
af þjálfuninni og gerir íþróttaiðkand-
ann hæfari til að ná árangri."
Reykingar ungs fólks
lækka meö aukinni íþróttaástundun

26,2
. ps
¦f?;'f\ -y:f":Í  c:'
¦¦¦¦¦¦'::-;v-

i^ai
mikill vágestur þær eru og þungur
baggi á þjóðfélaginu. Það eru því
slæmar frértir, ef réttar eru, að
reykingar unglinga séu farnar að
aukast á ný, eftir að þær höfðu
minnkað á undanförnum árum.
Ungur nemur
-gamalltemur
Forvarnir á þessu sviði eru því
afar þýðingarmiklar og mikilvægt
að unglingar venji sig ekki á reyk-
ingar, því stór hluti reykinga-
manna hefur einmitt ánetjast þeim
á unglingsárunum. Gamla orðtakið
„Hvað ungur nemur gamall tem-
ur" er hér í fullu gildi.
Ýmis samtök hafa unnið gott
starf með áróðri gegn reykingum
unglinga og áríðandi er að æsku-
lýðssamtök beiti sér á þessum vett-
vangi. fþróttahreyfingin, sem er
langfjölmennasta unglingahreyf-
ingin, gegnir því þýðingarmiklu
hlutverki. Þar er íþróttaþjálfarinn
í lykilhlutverki, því hann er oft
góður vinur unglinganna og ljóst
er að þeir taka mikið tillit til þess
sem hann segir.
Áhrif þjálfarans
Góður íþróttaþjálfari leggur ríka
áherslu á heilbrigt líferni. Það er
hluti af þjálfuninni og gerir íþrótta-
iðkandann hæfari til að ná ár-
angri. Það sýnir sig hka að íþrótta-
þjálfarar unglinga leggja mikla
áherslu á þennan þátt í starfi sínu.
Hin víðtæka könnun „Ungt fólk
'92" leiddi t.d. í Ijós að í 8. bekk
leggja 67% þjálfara mjög mikla
áherslu á heilbrigt líferni og 23%
til viðbótar leggja frekar mikla
áherslu á þennan þátt.
Samtals eru það 90% þjálfara sem
í starfi sínu leggja áherslu á heil-
brigt líferni. Arangurinn lætur
heldur ekki á sér. standa. Unglingar
temja sér holla lifnaðarhætti og
einn þáttur þess er að neyta síður
vímuefna, þar með talið aö draga
úr reykingum eða reykja ekki. -
Þeim mun meira sem unglingar
stunda íþróttir, því minna er um
reykingar.
Sama könnun og áður er vísað til
leiddi t.d. í ljós að í 10. bekk reykja
daglega 26,2% þeirra sem aldrei
stunda íþróttir utan skyldutíma í
skóla. Af þeim sem stunda íþróttir
sjaldnar en einu sinni í viku reykja
daglega 18,6% og hjá þeim sem
stunda íþróttir einu sinni í viku er
hlutfalhð komið niður í 13,9%. Enn
lækkar það hjá þeim sem stunda
æfingar tvisvar sinnum í viku og
fer niður í 12,7% og hjá þeim sem
stunda íþróttir þrisvar í viku niður
í 10,9%.
Hjá þeim sem stunda æfingar 4-5
sinnum í viku fer hlutfalhð niður
í 7,6% og hjá þeim sem stunda
íþróttaæfingar daglega er það kom-
ið niður í 5,6%. Athyglisvert er hve
fylgnin er mikil. Því oftar sem
unglingarnir stunda íþróttir, því
minna reykja þeir.
Magnús Oddsson
Hverjir stjórna Islandi?
Fyrir nokkrum vikum kom út
skýrsla Samkeppnisráðs um
stjórnunar- og eignatengsl í ís-
lensku atvinnulífi. í ljós kom að
hópur 50 karla situr í yfir 300
stjórnunarstöðum í fyrirtækjum og
fjármálastofnunum bæði á vegum
hins opinbera og einkageirans.
Konur voru örfáar eða 1,9% þeirra
sem stjórna í þeim fyrirtækjum og
stofnunum sem kannaðar voru.
Þetta eru sláandi tölur og vekja
spurningar um það hverjir stjórna
hér á landi og hvernig á því stend-
ur að hlutur kvenna er svo rýr.
í landinu gilda jafnréttislög sem
m.a. leggja þær skyldur á hendur
ríkisins að jafna sem mest hlut
kvenna og karla í opinberum ráð-
um og nefndum. Jafhréttisáætlun
ríkisstjórnarinnar hefur verið
samþykkt í tvígang en hún gerir
ráð fyrir áætlunum innan ríkis-
stofnana til að jafna hlut kynjanna.
Þrátt fyrir lögin sýna tölur að kon-
ur eru einungis 16% þeirra sem
sitja í stjórnum, ráðum og nefndum
á vegum ríkisins. Því nær sem
kemur fjármálaheiminum fækkar
konum.
Jafnréttislögin þverbrotin
Jafnréttislögin ná til vinnumark-
aðarins í heild og samkvæmt þehn
ber fyrirtækjum rétt eins og hinu
opinbera að gæta þess að konum
sé ekki mismunað. Það er stað-
reynd að jafnréttislögunum er
mjög slælega framfylgt. Afar htið
er um það að konur leiti réttar síns
fyrir dómstólum og hvorki Jafn-
Kjallaririn	1  Glerþakið ósýnilega         Motors, Chrysler eða Donna Karan Á Norðurlöndunum er almennt   og spyrja: Hver er hlutur kvenna í viðurkennt að konum beri iafn   stiórnunarstöðnm hér? Hvað enið	
R«~      fW**   H		ilutur og körlum. Sænskar konur  þið að gera til að framfylgja lögum? eiga heimsmetið í hlut kvenna á   Hvar er ykkar jafnréttisáætlun? Djóðþinginu og í ríkisstjórninni eru   Fyrirtæki sem standa sig illa kom-afn margar konur og karlar. í   ast á svartari hsta og geta átt yfir Noregi hefur kvótum verið beitt og  höfði sér lögsókn. Það þykir vont þannig hefur hlutur kvenna í   mál, þvíjafnréttiog'srjórnunarstUl stjómum og ráðum aukist veru-   kvenna er „in" og dómar iðulega lega. í Bandaríkjunum hefur um   dýrkeyptir. nokkurra ára skeið verið mikil
		„Þrátt fyrir lögin sýna tölur að konur eru einungis 16% þeirra sem sitja í
Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans í Reykjavík		stj órnum, ráðum og nefndum á vegum ríkisins. Því nær sem kemur fjármála-heiminum fækkar konum."
réttisráð né félagsmálaráðuneytið
beita sér nægjanlega til að tryggja
framkvæmd laganna. Enn einu
sinni hefur verið staðfest í ítarlegri
könnun hve launamunur kynjanna
er mikill hér á landi og að hann
vex með aukinni menntun. Það er
eitthvað mikið að í samfélagi sém
lætur slíkt viðgangast áratugum
saman þrátt fyrir öfluga kvenna-
baráttu. Hér sitja þeir við völd sem
hvorki vilja sjá né heyra og er ná-
kvæmlega sama um réttlæti og
jöfhuð. Samanburður hvort sem er
við Norðurlöndin eða Bandaríkin
er afar óhagstæður og okkur til
skammar.
umræða um „glerþakið" (The
Glass Ceiling), ósýnilega valdaþak-
ið sem konum gengur svo illa að
komast upp á, en þar er allt mor-
andi í körlum. Chntonstjórnin hef-
ur brugðist við þessu og í kvenna-
deild atvinnumálaráðuneytisins er
verkefni í gangi sem ber heitið
„glerþakið". Lög eru í gildi sem
banna hvers konar mismunun á
grundvelh htarháttar eða kynferð-
is. Þau lög hafa dugað konum vel
fyrir dómstólum og þess er krafist
að fyrirtæki framfylgi lögunum. í
þessu landi frelsisins fara fulltrúar
ráðuneytisins í heimsókn í fyrir-
tæki, hvort sem það er General
Konurtilvalda
Það er hlutverk stjórnvalda að
setja lög, en þau eiga líka að sjá til
þess að lögum sé framfylgt. Könn-
un Samkeppnisráðs og nýleg
launakönnun Jafnréttisráðs sýna
svo ekki verður um villst að tími
aðgerða er runninn upp á íslandi.
Það þarf að breyta hugarfari
stjórnenda í garð kvenna, það þarf
aðsjá til þess að lögum sé fram-
fylgt og konur þurfa að fylgja kröf-
um sínum mun betur eftir en þær
gera nú. Við þurfum konur til
valda, konur sem vilja breyta!
Kristin Ástgeirsdóttir
Slgurjón Bencdikts-
son, bæjarlulltrúi Sjáll-
stæóisllokksins.
Meðog
ámóti
Húsavík: Viðræður við fleiri
söluaðila sjávarafurða
Eðlifegur
hlutur
„í fyrsta
Iagi er það
eðlilegur
hlutur í við-
skiptum að
leita bestu
kosta sem
bjóðast
hverju sinni
Þar af leið'
anditelégþað
viðskiptávit-
leysu sem
gersthefurað
einumaðiia, í
þessu tiifeíli
Islenskum sjávarafurðum hf., sé
tilkynnt að hann muni koma til
með að njóta viðskipta sem skipta
báða aðila mjog miklu raáli. Það
er host að núverandi ástand, að
stór sölufyrirtækí bítist um góöa
framleiðendur, mun Hða hjá þeg-
ar kemur fram á sumariö og þeir
sem ekki taka þátt i þessum leik
mína eru að dæma sig úr leik.
Fyrirtækin þrjú á Húsavik, Fisk-
iðjan,Höfðiogíshaf,eigaað sækj-
ast eftir hagkvæmustu skihnál-
ura fyrir sig og viðskiptum við
þann söluaöila sera er ölhúínn
að koma inn i rekstur beirra meö
fjármagn og rétta þau við meö
nýsköpun, fjárraagni og hug-
myndum. Mér er nákvæmlega
sama hvort viðkomandi aðih
heifir Koíkrabbi, Smokkfiskur,
Kolsmokkur eða bara Húsvískur
marhnútur, það sem skiptir okk-
ur'raáli.er það sem skilar okkur
arði og aukinni atvinnu. Og bin
pólitfsku öfl eiga áð koma sér út
úr rekstri þessara fyrirtækja."
Góðviðskipti
viðfS
„Ég er á
raóti þessu
vegna þess að
við höfura í
langan tíraa
átt ágæt við-
skipti við ís-
knskar sjáv-
arafurðir hf.
um sölumál
og raarkaðs-
setningu. Ég
met það
þarraig að þaö
sé eðlilegt að
ræöa við
þehnan aöila fyrst og kanna
hversu langt er hægt að komast
Maiið snýst um það að við höfural
hug á að fá aukið hlutafé iFisk--
jðjusaraiagið. Áður en við föruraí
tú. aö ræða við Solumiðstöð;
toaðfrystihúsanna á því að:
kanna hvort við náum ekki við-
unandi niðurstöðum í viðræðum
við íslenskar sjávarafurðir. Ef út
ur þeim viðræðum kemur eitt-
hvað sem við Húsvíkingar verð-
um ekki sáttir við þá eigum við
að sjálfsögðu aðra möguleika og
þa er ekkert sjálfsagðara en snúa
sér að viðræðum við aöra aðila
um þessi mál. Mér finnst eðlilegt
- að því gefnu að við verðum sátt-
ir við rdðurstöður viðræðna við
ÍS - aö við höldum áfram^við-
skiptura við það fyrirtæki. Ég er
lika sannfærður um að íslenskar
sjávarafurðir gera sér greín fyrir
því að við eigum Qeiri kosta völ
ef okkur tekst ekki að ná skyn-
samlegri lendingu í þessu málL"
Stotán Hautdason, bæj-
arf ulltrút Framsóknar.
(lokksins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40