Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 52. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						34
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995
Afmæli
Þórður Jónsson
Þórður Jónsson, forstöðumaður
þjónustusviðs hjá Visa íslandi, til
heimiiis að Melbæ 21, Reykjavík, er
fimmtugurídag.
Starfsferill
Þórður fæddist við Framnesveg-
inn í Reykjavík og ólst upp í vestur-
bænum. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR1965 og viðskiptafræðiprófi
fráHÍ1970.
Þórður starfaði hjá SÍS frá 1970
og var þar forstöðumaður tölvu-
deildar 1976-83, skrifstofusrjóri
Arnarflugs hf. 1983-90 og er for-
stöðumaður þjónustusviðs hjá Visa
Íslandifrál990.
Þórður æfði og keppti í knatt-
spyrnu með KR frá unga aldri. Hann
lék nær tvö hundruð leiki með
meistaraflokki KR á árunum
1963-72, auk leikja með úrvalshðum.
Þórður sat í aðalstjórn KR1972-76,
í stjórn knattspyrnudeildar KR
1976-80, í srjórn íþróttabandalags
Reykjavíkur 1988-94 ogí ritnefhd
um sögu bandalagsins, íþróttir í
Reykjavík, sem út kom 1994. Þá sat
hann í stjórn Skýrslutæknifélags
íslánds 1975-79.
Fjölskylda
Þórður kvæntist 19.12.1970 Björgu
Kofoed-Hansen, f. 18.7.1948, þjón-
ustufulltrúa og framhaldsskóla-
kennara. Hún er dóttir Agnars
Kofoed-Hansen flugmálasrjóra og
Bjargar Kofoed-Hansen húsmóður.
Dætur Þórðar og Bjargar eru Hild-
ur, f. 2.12.1%7, tískumarkaðsfræð-
ingur, við störf í London; Björg Sig-
ríður Anna, f. 24.7.1972, við nám í
sjúkraþjálfun í Danmörku; Bergljót,
f. 8.1.1975, verslunarskólanemi.
Systir Þórðar er Áslaug, f. 16.4.
1938, skrifstofustjóri á Seltjarnar-
nesi.
Foreldrar Þórðar: Jón Oddsson, f.
23.12.1908, d. 21.5.1988, verkstjóri
við Vélsmiðjuna Héðin hf., og Berg-
ljót Björnsdóttir, f. 28.3.1911, hús-
móðir.
Ætt
Jón var sonur Odds, hafharfógeta
í Reykjavík, Jónssonar og Guðríðar
Þórðardóttur, hafnsögumanns í
Ráðagerði við Reykjavík, bróður
Jóns í HJíðarhúsum, Péturs, fbður
Þórðar í Oddgeirsbæ, og bróður
Guðmundar, bæjarfulltrúa á Hóln-
um í Reykjavík, föður Helga Steff-
ensens, læknis á Siglufirði, og Sig-
þrúðar, móður Valdimars, læknis á
Akureyri, föður dr. Jóns Steffensens
læknaprófessors og helsta hvata-
manns að Læknasafninu í Nesi við
Seltjörn. Þórður var sonur Þórðar,
lóðs í Borgarabænum í Reykjavík,
Guðmundssonar, útgerðarmanns
og verslunarmanns í Marteinsbæ,
syðst á Glasgow-lóðinni í Reykjavík,
Bjarnasonar. Móðir Þórðar í Ráða-
gerði var Vilborg Jónsdóttir frá
Arnarhólskoti.
Bergljót er dóttir Björns, b. á Hna-
usum í Þingi, Magnússonar, hrepp-
stjórá á Hnausum, Steindórssonar,
b. í Þórormstungu, Snæbjörnsson-
ar, b. á Gilsstöðum í Vatnsdal, Snæ-
björnssonar, prests í Grímstungu,
Halldórssonar.
Móðir Berglj ótar var Ólafia Lárus-
dóttir, prests í Selárdal og kennara
í Reykjavík, Benediktssonar, prests
í Selárdal, Þórðarsonar, ættfbður
Kjarnaættarinnar, Pálssonar. Móð-
ir Ólafíu var Ólafia Sigríður Ólafs-
dóttir, dómkirkjuprests í Reykjavík
og konungskjörins alþm., Pálsson-
ar, prests í Ásum, Ólafssonar, b.
þar, Pálssonar. Móðir Páls var
Helga Jónsdóttir eldprests Stein-
grímssonar. Móðir Olafs dóm-
kirkjuprests var Kristín, systir Þur-
íðar, langömmu Vigdísar forseta.
Þóröur Jonsson.
Kristín var dóttir Þorvalds, prests
og skálds í Holti, Bövarssonar,
prests í Holtaþingum, Presta-
Högnasonar, prests á Breiðabólstað,
Sigurðssonar. Móðir Ólafar Sigríðar
var Guðrún Ólafsdóttir Stephen-
sens, sekretéra í Viðey.Magnússon-
ar, konferensráðs í Viðey, Olafsson-
ar, stiftamtmanns og ættfóður
. Stephensenættarinnar, Stefánsson-
ar.
Þórður og Björg taka á móti gest-
um í KR-heimilinu við Frostaskjól í
dagmillikl. 17.30 og 20.00.
Sveinn Kristinsson
Sveinn Kristinsson, fyrrv. ritsrjóri
og blaðamaður, Þórufelli 16, Reykja-
vík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Sveinn fæddist á Hjaltastöðum í
Skagafirði og ólst upp í Skagafirðin-
um við almenn sveitastörf og síðan
öll almenn störf. Hann flutti tvítug-
ur til Reykjavíkur, lauk stúdents-
prófi frá MR1951 og lagði um skeið
stund á íslensk fræði og lögfræði við
HÍ. Þá hefur hann unnið að sagn-
fræðirannsóknum í seinni tíð, m.a.
viðHÍ.
Sveinn var annar útgefanda og
ritstjóri Skákritsins 1950-53, ásamt
Þóri Ólafssyni hagfæðingi. Hann
var skrifstofumaður á Keflavikur-
flugvetö 1953-55 og hjá SÍS í Reykja-
vík 1956-63 en hefur síðan stundað
blaðamennsku, kennslu, ritstörf og
þýðingar.
Sveinn skrifaði skákþætti í Morg-
unblaðið og Þjóðviljann, var fast-
ráðinn blaðamaður við Morgun-
blaðið um skeið og flutti fjölda fyrir-
lestra í Ríkisútvarpiö, einkum á ár-
unum 1960-77. Þá var hann bóka-
vörður á Landsbókasafninu 1987-88.
Sveinn var í hópi snjöllustu skák-
manna hér á landi á sjötta áratugn-
um. Hann varð skákmeistari Taflfé-
lags Reykjavíkur árin 1951 og 1957,
tefldi með skáklandsUðinu 1953 og
fyrir íslands hönd á stúdentaskák-
mótinu í Lyon 1955. Eftir hann hafa
birst smásögur, kvæði og ýmsar
greinar í blöðum og tímaritum.
Fjölskylda
Sveinn kvæntist 29.8.1964 Jó-
hönnu Jónsdóttur, f. 6.9.1934, skrif-
stofumanni. Hún er dóttir Sturlu
Jóns Þórarinssonar, sjómanns og
skólaumsjónarmanns í Bolungarvík
og síðar í Hafharflrði, og k.h., Alf-
heiðar Einarsdóttur núsmóður.
Dóttir Sveins og Jóhönnu var Álf-
heiður Þorbjörg, f. 1964, d. sama ár.
Systkini Sveins sem upp komust
voru Eiríkur, f. 1916, d. 1994, nor-
rænufræðingur og kennari; Hjör-
leifur, f. 1918, d. 1992, bóndi; Þor-
björn, f. 1921, kennari, Jökull, f. 1935,
vistmaður á Sólborgu á Akureyri.
Foreldrar Sveins voru hjónin
Kristinn Jóhannsson, f. 2.12.1886,
d. 4.2.1941, bóndi og verkamaður,
síðast á Sauðárkróki, og Aldís
Sveinsdóttir, f. 13.10.1890, d. 1.11.
1977, húsmóðir.
Ætt
Kristinn var sonur Jóhanns bónda
Jónassonar, b. í Miðsitju, Jónsson-
ar, prests á Miklabæ, Jónssonar,
bróður Bjargar, ömmu Stefáns Stef-
ánssonar, langafa Sigurðar Bjarna-
sonar, fyrrv. alþm. og sendiherra.
Móðir Jóhanns var Hólmfríður,
systir Jóhannesar sýslumanns,
langafa Matthíasar Johannessens,
skálds og ritstjóra. Hólmfríður var
dóttir Guðmundar, b. á Miklahóli,
bróður Halls, langafa Páls Péturs-
sonar þingflokksformanns. Guð-
mundur var sonur Jóns, hrepp-
srjóra á Bjarnastöðum, Jónssonar,
fjórðungslæknis Péturssonar.
Móðir Kristins var Margrét Jóns-
dóttir Skúlasonar, skálds á Ög-
mundarstöðum, og Guðrúnar Guð-
mundsdóttur úr Hörgárdal.
Aldis var dóttir Sveins, kennara
frá Skatastöðum, Eiríkssonar af ætt
Sveins Pálssonar landlæknis. Móðir
Aldísar var Þorbjörg, systir Þóreyj-
Sveinn Kristinsson.
ar, móður Elínborgar Lárusdóttur
skáldkonu. Þorbjörg var dóttir
Bjarna Hannessonar, prests á Ríp,
Bjarnasonar, bróður Eiríks á Stað-
arbakka, langafa Jóns Þorlákssonar
forsætisráðherra og Bjargar, móður
SigurðarNordals.
Sveinn og Jóhanna verða með
heitt á könnunni á heimih sínu, eft-
irkl. 20.00 ídag.
Hl hamingju með
afmælið 2. mars
80 ára
Birna Lárusdóttir,
Froöasundi 10A, Akureyri.
75ára
Jónas Aðais teinsson,
Brúarlandi I, SvalbarðshreppL
Jór u nn Jónsdóttir,
Hringhraut 45, Reykjavflt.
70ára
Stefunia Þ. Árnadóttir,
Ægisíðu 46, Reykjavík
Guðmundur ErusmusHon, ~ -
Syðri-Fljótum, SkaftárhreppL
60 ára
SjöfnGeirdal,
Suöurgötu 109, Akranesi.
Hafdis Ingvarsdóttir,
Austur$trönd2, SeltjamarnesL
50ára
Itúnar Pálsson,
Fagrabergi 58, Hafiiarfirði.
Reynir Palsson,
Hverfisgötu 22B, HafharfirðL
MúmiFriðriksson,
Heiðarlundi 7F; Akureyri.
Ásta Kristin Krfstjánsdót.tir,
Túngötu8, Reykjavik,
Aagol Emilsdóttir,
Faxatúni 16, Garöabæ.
Sigríður Sigurðardóttir,
Háaleitisbraut 28, Reykjavík.
Gigja Karelsdóttir,
Kveldúlfegötu 24, Borgamesi.
40ára_________
J ó na Bj örk S t efánsdó 11 ir,
BanriahUð26, Reykjavík.
Svanur Lindal Hauksson,
Ve8turgötu 69, AkranesL
Sigurjón Ingi Haraidsson,
Klausturhvamnii 32, HafharfirðL
Sigurður Nikutás Einarsson,
Laugavegl 49, Reykjavík
Hannes Rikarösson,
Kjarrvegi l, Reykjavík.
Árnl Jónsson Sigurösson,
Ofanleiti 27, Reykjavik.
JÞóra Björk Jónsdóttir,
Garðhusi, Seyluhréppi.
Sigurður R. G uðmu n dsso n,
Strandgötu 19, íaafiröi.
Karólinu Krist í n Jósepsdót tir,
Lækjargötu 34C, HafharfirðL
Andlát
Óli Magnús Isaksson
ÓU Magnús ísaksson, fyrrv. for-
srjóri, Dyngjuvegi 4, Reykjavík, lést
í Reykjavík 21.2. sl. UtfÖr hans fór
fram frá Áskirkju í gær.
Starfsferill
ÓUfæddistáEyrarbakka26.1.1878
og var þar til sex ára aldurs en fór
þá til móðurbróður síns, Sigurðar
Ólafssonar, b. á Nesi við Nesrjörn á
Seltjarnarnesi, og ólst þar upp til
sextánáraaldurs.
ÓU gekk í VÍ og útskrifaðist þaðan
1914 en starfaði síöan hjá Garðari
Gíslasyni í hálft annað ár. Áratuga-
afskipti hans af bílainnflutningi hóf-
ust er hann kom til 'starfa hjá
frænda sínum, Jónatan Þorsteins-
syni, á Laugavegi 31, en Jónatan var
annar fyrsti bílainnflyrjandi hér á
landi og flutti þá inn bíla af gerðinni
Willys Overland.
ÓU var síðan forsrjóri rrjá Sveini
Egjlssyni þar sem hann starfaði til
1946. Hann keypti Bílaverkstæðið
Þrótt ásamt Sigfúsi Bjarnasyni og
nefndu þeir fyrirtækið Steftíi hf. en
þar var Óli forsrjóri til 1952. Óli seldi
svo Sigfúsi sinn hlut en starfaöi hjá
bifreiðadeild Heklu eftir það til 1991
er hann lét af störfum, níutíu og
þriggjaára.
Fjölskylda
Kona Óla var Unnur Ólafsdóttir,
f. 1897, d. 1983, listakona, dóttir Ól-
afs Ásbjarnarsonar frá Ýtri-Njarð-
vík, kaupmanns í Reykjavík, og k.h.,
Vigdísar Ketilsdóttur úr Höfnum.
Alsystkini Óla: Ingjbjörg, f. 3.9.
1893, d. 7.7.1979, húsfreyja á Melstað
í Miðfirði, var gift séra Jóhanni Kr.
Briem og áttu þau fjögur börn; Nils,
f. 3.3.1893, d. 16.2.1991, lengi versl-
unarsrjóri fyrir Garðar Gíslason í
Ólafsvík og síðar starfsmaður hjá
Sfldarútflutningsnefhd á Siglufirði,
síðast búsettur í Garðabæ, var
kvæntur Steinunni Stefánsdóttur
úr Fljótum og eru börn þeirra fjög-
ur; Júha Guðrún, f. 4.11.1895, d.
1919; Ólöf, f. 21.9.1900, d. 1.5.1987,
var gift Einar Krisrjánssyni á Siglu-
firði, Akureyri og loks í Reykjavík
en börn þeirra eru þrjú; Bogi, f. 8.2.
1905, d. 11.12.1951, búsettur á Siglu-
firði, Akureyri og í Reykjavík.
Foreldrar Óla voru Isak Jakob
Jónsson frá Vindási í Holtum, f. 7.11.
1852, d. 9.6.1912, verslunarmaður
hjá Lefoli-verslun á Eyrarbakka, og
s.k.h., Ólöf Ólafsdóttir frá Árgils-
stöðum í Hvolhreppi, f. 11.11.1859,
d. 5.5.1945, húsmóðir.
Ætt
Föðurforeldrar Óla voru Jón, b. á
Vindási í Landsveit, Þorsteinsson,
b. þar Pálssonar, og Karen, dóttir
ísaks Bonnesen, sýslumanns á VeUi
Oli Magnús Isaksson.
í Hvolhreppi, og konu hans, Önnu
Kristínar Ohlmann.
Móðursystir Óla var Sesselja,
móðir Ólafar, móður HaUgríms
Helgasonar tónskálds, Ástríðar,
ekkju Hans G. Andersen, og Sigurð-
ar, fyrrv. stjórnarformanns Flug-
leiða hf. Móðurbróðir Óla var Berg-
steinn, faðir Gizurar, fv. hrl., fbður
Bergsteins brunamálavarðar og Sig-
urðar sýslumanns.
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40