Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 6
26 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 Sýningar Ásmundarsafn Þar stendur yfir. samsýning á verkum Asmundar Sveinssonar (1893-1982) og Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals (1885-1972) undir yfirskriftinni „Nátt- úra/Náttúra" þar sem sýnt er fram á sérstæð tengsl þeirra við íslenska nátt- úru i verkum sinum. Sýningin stendur til 14. maí og er opin daglega kl. 13-16. Baðhúsið Ármúla17 Hildur Waltersdóttir myndlistarkona hefur opnað sýningu á nýjum verkum í Baðhúsinu. Verkin eru unnin bæði I ollu á striga og kol á pappír. Aðalþema sýningarinnar er mannsllkaminn en einnig tekur Hildur önnur myndefni fyrir. Café Mílanó Faxafenl 11 Þar stendur yfir sýning á verkum Linu Rutar Karlsdóttur. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, kl. 9-23.30 þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud. og laugard. og kl. 9-23 sunnud. Café17 Laugavegi Ingi Örn Hafsteinsson sýnir verk sín í Café 17. Sýningin samanstendur af 14 blekteikningum sem eru i grafískum stil. Sýningin stendur til 18. apríl og er opin á verslunartfma verslunarinnar 17. Gallerí Allrahanda Akureyrl Þar stendur yfir málverkasýning Glgju Baldursdóttur. Sýningin verður opin alla daga kl. 14-18 og lýkur sunnudag- inn 9. apríl. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvik Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axelsdóttur, Helgu Ármannsdóttur, El- ínborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Margrétar Salome. Gallerliö er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Fold Laugavegl 118d I Galleri Fold eru til sýnis verk eftir ýmsa listamenn. Galleríið er opið alla daga kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Greip Þar stendur yfir myndlistarsýning Aðal- heiðar Valgeirsdóttur. Á sýningunni eru myndir unnar með blandaðri tækni á pappír. Sýningin stendur til 9. aprll og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15, sfmi 21425 Gallerlið er opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Gallerí List Skipholtl 50b Gallerlið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga kl. 11-14. Sýningar I gluggum á hverju kvöldi. Gallerí Regnbogans Þar stendur yfir málverkasýning á verk- um Tryggva Ólafssonar. Á sýningunni verða málverk Tryggva auk frummynda af myndskreytingum hans I Ijóðabók Thors Vilhjáímssonar, Snöggfærðum sýnum. Galleri Regnbogans er ávallt opið þegar kvikmyndasýningar standa yfir. Galleri Sólon (slandus Sýningu Jónasar Viðars Sveinssonar lýkur mánudeginn 10. aprll. Á sýning- unni eru 11 málverk máluð með bland- aðri tækni. Gallerí Stöðlakot Þar stendur yfir sýning á olíu- og grafík- verkum eftir Sveinbjörgu Hallgrims- dóttur. Sýninguna nefnir Sveinbjörg Tveir heimar. Sýningin stendur til 17. apríl og er opin daglega frá kl. 14-18. Gallerí Úmbra Amtmannstíg 1, Rvik Þórdls Elln Jóelsdóttir sýnir verk sln I Gallerl Ombru. Myndirnará sýningunni eru unnar með gouache- og vatnslitum á glerplötu og þrykktar á þunnan papp- fr. Sýningin er opin þriðjudaga til laug- ardaga kl. 13-18. sunnudaga kl. 14-18. Listhúsið í Laugardal Engjateigl 17, siml 680430 Þar stendur yfir myndlistarsýning á verkum eftir Sjofn Har. Sýningin ber yfirskriftina „Islensk náttúra, Islenskt landslag". Sýningin er opin virka daga kl. 13^18 og laugardaga kl. 11-16. Kirkjuhvoll- listasetur Merfcigerði 7, Akranesl Sjpfn Har. sýnir verk sln. Á sýningunni eru nýjar ollumyndir og myndir unnar á handgerðan papplr með bleki. Sýn- ingin stendur til 9. aprll og er opin dag- lega kl. 16-18 og um helgar kl. 15-18. .istasafn Einars Jónssonar Njaröargötu, slml 137S7 Safnið er opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga. Inngangur er frá Freyjugötu. Magnús Tómasson opnar sýningu á Kjarvalsstöðum á laugardag. DV-mynd ÞÖK Kjarvalsstaðir: Stærsta verkið vegur þijú tonn „Það er vissulega gaman að vinna úr þessu íslenska gijóti en oft er erf- itt að fá efni sem er ósprungið. Á sýningunni verða sjö verk en það stærsta er í kringum þrjú tonn. Það er gert úr stuðlabergsdrang sem er fjórir og hálfur metri á lengd og stendur úti í vatnskari," segir Magn- ús Tómasson listamaður sem opnar sýningu á Kjarvalsstöðum á laugar- dag kl. 16. Magnús Tómasson var einn af stofnendum SÚM-hópsins á sjöunda áratugnum. Þessi hópur, sem nú er orðinn að nokkurs konar goðsögn í íslensku listalífi, braut upp hið langa tímabil, þar sem abstrakt-málverkið hafði ráðið ríkjum og kynnti þjóðinni í einu vetfangi ýmsar framsæknar listastefnur nútímans. Allt frá þeim tíma hefur Magnús Tómasson ekki hætt að koma listunnendum á óvart, oft með einkar gáskafullum skúlpt- úr-myndhvörfum. Verk hans eru oft með frásagnarkenndum blæ, ýmist eru þau eins og lítil ljóð eða jafnvel stuttar frásagnir, full af svartri kímni, eða verk hans eru stór úti- verk, unnin úr efnivið sjálfrar nátt- úrunnar. „Verkunum er ætlað að geta staðið inni sem úti. Þau eru yfirleitt unnin úr náttúrusteini og ryðfríu stáh, steypujámi og bronsi. Eitt verkanna er úr bronsi og íslensku silfurbergi og gijóti,“ segir Magnús. Norræna húsið: Sam- sýning fjögurra í Norræna húsinu verður opnuð sýning á verkum Bjöms Bjamar, Hafsteins Austmanns, Helga Gísla- sonar og Valgerðar Hauksdóttur á laugardag kl. 15. Á sýningmmi verða olíumálverk, akrýlmyndir, skúlptúr- ar og grafik. í kynningu segir K. Torben Ras- mussen, forstjóri Norræna hússins, að litaspil, frelsi og víðátta leiki á strengi í sýningunni. Allir hafa hsta- mennimir haldið flölmargar sýning- ar og tekið þátt í útstilhngum og ótal samsýningum. Dúkristur í Slunka- ríki Guðbjörg Ringsted sýnir dúkristur í Slunkaríki á ísafirði. Sýningin verður opnuð kl. 16 og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 16-18. Guðbjörg hefur tekið þátt í ah- mörgum samsýningum. Hún hefur haldið fimm ehikasýningar og er auk þess félagi í íslenskri grafík. Margrét og Steve voru tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir við- byggingu við tískuverslunina Eva- Company. Kjarvalsstaðir: í hlutarins eðli í vesturforsal Kjarvalsstaða verðrn- opnuð á laugardag sýning sem ber heitið í hlutarins eðh. Það er sýning á ljósmyndum, líkönum og tihögu- verkefnum eftir Studio Granda sem er hópur arkitekta. Margrét Harðar- dóttir og Steve Christer stofnuðu hópinn en tímamót urðu á ferh þeirra er þau hlutu fyrsta sæti í sam- keppninni um Ráðuhús Reykjavikur. Á laugardag verður einnig opnuð sýning nokkurra hstamanna á ís- lenskri abstraktlist á Kjarvaisstöö- um. Á sýningunni gefst tækifæri til að skoða hvemig íslenskir samtíma- hstamenn hafa endurskoðað hið óhlutdræga myndmál og gætt það persónulegum hugmyndum sínum. Sýningamar verða báðar opnaðar kl. 16 og em opnar daglega frá kl. 10-18. Samspil tóna og mynda: Menningar- dagará Hominu Samvinna norska myndhstar- mannsins Silje Sagfjære og tónhstar- mannanna Asbjöms Johannesens, Vigleiks Stcraas og Bjöms Alter- haugs hefur fætt af sér hstform þar sem tónhst og myndhst leika saman og renna í eitt. Á láugardag fremja listamennimir geming sinn í veitingahúsinu Hom- inu og hefst flutningurinn kl. 21. Myndverkin eftir Shje Sagfjæra, sem einnig átti frumkvaeðið að þessu hstformi, byggjast á myndum af tón- hstarmönnum við flutning listar sinnar. Þær sýna upplifun myndhst- armannsins á konserti með tríóinu. Jazz-tríóið leikur einnig á Jazzbam- um í Lækjargötu á fóstudag frá kl. 23. Þrír penslar í Lísthúsinu Listklúbburinn Þrír penslar heldur fyrstu sýningu sína í Listhúsinu í Laugardal á laugardag kl. 14. Lista- menn Þriggja pensla eru Þóra Katrín Kolbeins, Kristján Ami Ingólfsson og Páh Hilmar Kolbeins. Þau hafa undanfarin ár unnið saman undir leiðsögn Sveinbjöms Þórs hstmál- ara. Sýningin er opin daglega frá kl. 13-18 og henni lýkur 20. apríl. Sýningar Kjarvalsstaðir Laugardaginn 8. apríl kl. 16 verða opn- aðar þrjár sýningar á Kjan/alsstöðum. I vesturforsal er sýning er ber heitið I hlutarins eðli þar sem starfandi arkitekt- um og hönnuðum er boðið að sýna verk sín á hliðstæðum forsendum og listamönnum í öðrum greinum sjónlista. í Miðsal verður sýning á verkum Magn- úsarTómassonar og í Vestursal sýning- in Islensk abstraktlist - endurskoðun. Sýningarnar standa til 7. maí og eru opnar kl. 10-18. Hafnarborg Textílfélagið er 20 ára um þessar mund- ir og sýnir af því tileíni verk félags- manna f Hafnarborg. I Textilfélaginu eru 37 félagar sem vinna ýmist að hönnun nytjahluta eða að frjálsri myndlist. Sýningin stendur til 17. apríl og er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Listasafn íslands Á efri hæð Listasafns Islands stendur yfir sýningin Náttúrustemningar Nínu Tryggvadóttur 1957-1967. Sýningin stendur til 7. maí og er opin daglega nema mánudaga kl. 12-18. Listasafn Kópavogs- Gerðarsafn Hamraborg 4, sími 44501 Þar stendur yfir málverkasýning Eliasar B. Halldórssonar. Sýningin er i öllum þremur sölunum í Listasafni Kópavogs. Sýning stendur til 20. apríl og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Listhús 39 Strandgötu 39, Hafnarfiröi Nú stendur yfir Ijósmyndasýning Jean-Yves Courageux. Myndirnar eru allar úr ferðum Jean-Yves til suðurhluta Alsírs. Sýningin stendur til 17. apríl og er opin virka daga kl. 10-18, laugar- daga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Gangurinn Rekagranda 8 Um þessar mundir stendur yfir sýning á málverkum Karinar Kneffel. Karin Kneffel er þýskur listamaður sem býr I Dússeldorf. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Gerðubergi 3-5 Þar stendur yfir myndlistarsýning Pét- urs Arnars Friðrikssonar. Þar hefur verið sett upp „tilraunastofa" þar sem gerðar verða athuganir á Ijósi og ýmsum eigin- leikum þess sem framkvæmdar verða af tölvuvæddum átjándu aldar visinda- manni. Sýningin er opin kl. 13-19 mánudaga - fimmtudaga og kl. 13-16 föstudaga - sunnudaga. Sýningunni lýkur 23. april. Mokka Ljósmyndarinn Malika hefur unnið sérstakt verkefni fyrir Mokka sem er að skrásetja hin mismunandi afbrigði sa- dómasókisma í undirheimum New York. Á sýningunni verða einnig verk eftir súpermasókistann Bob Flanagan og drottnara hans, Sheree Rose. Sýn- ingin stendur til 22. aprll. Nesstofusafn Neströö, Seltjarnarnesl Safnið opið samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar í síma 611016. Norræna húsið Laugardaginn 8. april verður opnuð sýning á verkum Björns Birnis, Haf- steins Austmanns, Helga Gíslasonar og Valgerðar Hauksdóttur. Sýningin stendur til 23. apríl og er opin daglega kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b, Rvlk Nemendur Fjöltæknideildar Myndlista- og handiðaskólans verða með listvið- burð undir heitinu „Marmúlaði". I dag verður opnuð gerningahátið kl. 18 þar sem framdir verða gerningar. Jafnframt verður sýning á verkum nemendanna í húsinu og sýnd verða myndbands- verk. Hátiðinni lýkur sunnudaginn 9. april. Húsið verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarl., sími 54321 Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18. Safn Ásgríms Jónssonar Bergstaöastrætt 74 Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar. Sýningin stendur til 7. maí og er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30-16. Veitingastaðurinn 22 Þar stendur yf ir myndlistarsýning Valtýs Þórðarsonar (Dilla). Á sýningunni eru 24 ollupastelmyndir á karton. Sýningin er opin frá kl. 12 virka daga og kl. 18 um helgar. Sýningin stendur til 15. apríl. Við Hamarinn Strandgötu 50, Hafnarfiröi Þar stendur yfir málverkasýning Sig- tryggs Bjarna Baldvinssonar. Sýningin er opin frá kl. 16-20 virka daga og um helgar frá kl. 14-20. Lokað er mánu- daga. Sfðasti sýningardagur er 9. april.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.