Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 88. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 18. APRÍL 1995
Fréttir
Þorgeir vill ekki vera Þorgeirsson:
Málf arsf asistar höf ðu
af mér kosningaréttinn
- segir Þorgeir Þorgeirson sem kaus ekki og er enn upp á kant við kerfið
_ „Nafh mitt hefur veriö ritskoöað.
Ég tel mig eiga rétt á að tjá hugsun
mína með því hvernig ég rita nafhið
mitt. Nafnið er hins vegar ritskoðað
og það líð ég ekki," segir Þorgeir
Þorgeirson rithöfundur sem enn á
ný er kominn upp á kant við kerfið
því hann neitar að skrifa fööurnafn
sitt í eignarfalli, Þorgeirsson, eins og
talið er rétt samkvæmt íslenskri
málhefð. Frá árinu 1985 hefur hann
kosið að rita föðurnafn sitt Þorgeir-
son. Hann hefur tilkynnt þjóðskrá
að þanhig skrifi hann föðurnafnið en
því fæst ekki breytt í þjóðskránni
vegna þ^ss að það samræmist ekki
íslenskri málhefö að mati manna-   Þorgeir Þorgeírson rithöfundur.
nafnanefndar. Arið 1990, ári áður en
mannanafhalögin tóku gildi, hafði
Þorgeir hins vegar fengið vegabréf
hjá lögreglusrjóra. Þar er hann skrif-
aður Þorgeirson.
Þegar Þorgeir mætti á kjörstað í
nýafstöðnum alþingiskosningum var
enginn Þorgeirson á kjörskránni, en
það nafh mátti þó greinilega lesa í
löglegu vegabréfi sem hann framvís-
aði til að fá atkvæðaseðil. í kjör-
skránni var bara að finna Þorgeirs-
son pg það sætti Þorgeir sig ekki við
og kaus því ekki. Aðstoðarstúlka
bauð honum að strika bara yfir ann-
að s-ið en það þáði Þorgeir ekki enda
segir hann það ólóglegt að breyta
kjörskránni. „Þessir málfarsfasistar
höfðu af mér kosningaréttinn því ég
framvísaði löglegu vegabréfi með
mínu rétta nafhi."
Þorgeir segir að mannanafnalögin
frá 1991 séu brot á srjórnarskránni
og brot á Mannréttindasáttmála Evr-
ópu. Þaö hafi hann látið hlutlausa
aðila skoða. í lögunum sé ákvæði um
að nota skuU eignarfall í föðurnafhi.
„í mínu tilfelli varðar það lífsskoðun
mína hvort ég nota eignarfall eða
stofhsamsetningu. Þessir öfgamenn
í mannanafnanefhd virðast hafa al-
gert einræðisvald um túlkun í þess-
um málum. Þetta er svona svipað og
hjá Khomeini á sínum tíma," segir
Þorgeir.
Þorgeir hefur vísað málinu til um-
boðsmanns Alþingis en málið hefur
enn ekki fengið afgreiðslu þar.
- Af hverju viltu frekar skrifa föður-
nafhið þitt með einu essi?
„Ég tel að eignarfallið sé arfur frá
tímum þrælahalds þegar ein persóna
átti aðra. Ég vil breyta því en vil hins
vegar ekki eyðileggja nafnaheföina.
Þetta er rétt málfræði. Ég geri þetta
vegna sannfæringar minnar. Það er
óleyfileg niðurlæging að neita mér
um þetta."
-Ari
2 ára fangelsi fyrir grófa tilraun til nauðgunar við Rauðavatn í júlí:
Tannför sönnun í árásarmáli
- konan heyrði bein brotna er maðurinn sló höfði hennar ítrekað í jörðina
37 ára Reykvíkingur, Kristinn
Styrmisson, hefur verið dæmdur í 2
ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgun-
ar og stórfellda líkamsárás við
Rauðavatn aðfaranótt sunnudagsins
10. júlí síðastliðins. Hann var jafn-
framt dæmdur til að greiða fórnar-
lambinu 700 þúsund krónur í skaða-
bætur.
Vitni í málinu, íbúi í Seláshverfi,
kvaðst hafa séð umrædda konu koma
skríðandi yfir götuna við Rauðavatn
umrædda nótt. Þegar haft var tal af
henni sagði hún að kunningi manns-
ins síns hefði ráðist á sig og nauðgað
sér. Lögregla flutti hana á slysadeild.
Þar kom í ljós að hún var með mikla
áverka - tvær sprungur í höfuðkúpu,
glóðarauga báðum megin auk áverka
í andliti, mar á útlimum og á baki
og flís hafði brotnað úr beini í ökla.
Fyrir dómi sagði konan að hún
heföi farið í bíltúr með manninum
um kvöldið aö Rauðavatni. Maður-
inn hefði lagst ofan á sig en hún beð-
iö hann um að hætta. Síðan hefði
hann sest á maga hennar, haldið
höndum niðri og slegið hana í andlit-
ið og þá slegið höfði hennar ítrekað
í jörðina - hún sagðist hafa heyrt
bein í höfði sér brotna. Þá hefði hann
tekið um háls og hár hennar og sagt:
„ef þú liggur ekki kyrr, drep ég þig".
Eftir þetta sagðist konan hafa slegið
til mannsins og sparkað og hún taldi
sig jafnframt hafa bitið manninn á
a.m.k. tveimur stöðum. Hún sagði
hann hafa komið fram vilja sínum.
Maðurinn neitaði að hafa ekið með
konunni að Rauðavatni og sagði
áverkana, sem tannlæknir staðfesti
að væru mjög hklega tannför eftir
konuna, ýmist eftir að hann heföi
brennt sig á púströri eða rekið sig
utan í trjágreinar eða fall.
Þar sem ekki fundust fullnægjandi
sýni úr manninum á konunni sem
bentu til að um samfarir hefði verið
að ræða var ekki talið sannað að
hann hefði komið fram vilja sínum.
Hins vegar var hann sakfelldur fyrir
tilraun til nauðgunar með hliðsjón
af áverkum á konunni og áverkun-
um á honum sjálfum, m.a. tannför-
um konunnar'. Dómurinn sakfelldi
hann einnig fyrir stórfellda líkams-
árás. Konan fór fram á eina milljón
króna í skaðabætur en dómurinn
dæmdi manninn til að greiða henni
700 þúsund krónur.
Kristinn hefur hlotið 27 refsidóma
fyrir ýmis brot, aðallega skjalafals,
þjófnað, fjársvik og ölvunarakstur.
Refsingin taldist hæfileg 2 ára fang-
elsi en 16 daga gæsluvarðhald, sem
hann sætti vegna nauðgunarmáls-
ins, kemur til frádráttar.
(                   -Ótt
Sprautaði
táragasi
áþrjá
Lögreglan hanatók 16 manns
og færði á lögreglustöðina eftir
háreysti fyrir utan hús við Lang<
höltsveg í Reykjavík snemraa á
laugarðagsmorgun.
Samkvæmi haföi verið í húsinu
um hóttina og hafði hópur fólks
safhast saman fyrir utah íbuðiná
um hálfátta á laugardagsmorgtm
í trássi viö viljahúsráðanda. Lög-
regla var samstundis kvödd á
staðinn og ákvað að færa fólkið í
fangaklefa.
Meðan lögreglan var að störf-
um náöi einn gestanna táragas-
brúsa af lögreglumanni og
sprautaöi úr honum á tvo lög-
reglumenn og einn hinna handte-
knu.. Mönnunum varð ekki
meint af en fóru þó á slysadeiid.
-GHS
í dag mælir Dagfari
Tíðindalaus stjórnarmyndun
Helstu fréttir sjónvarps og útvarps
yfir páskahátíðina voru þær að
segja frá því að ekkert væri að
frétta af stjórnarmyndun. Það var
ekki nema von. Veslings frétta-
mennirnir héldu, eins og þjóðin
öll, að Alþýðuflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn stæöu í stjórnar-
myndunarviðræðum. Þaö héldu
kratarnir líka og Jón Baldvin sinnti
kínverska utanríkisráðherranum í
góðri trú um hann væri áfram ut-
anríkisráðherra. Og allir sögðu að
srjórnarmyndunarviðræður hefðu
farið vel af stað og menn væru að
ræða málin og ekkert var því til
fyrirstöðu að Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðuflokkur héldu srjórnarsam-
starfinu áfram og gætu sameigin-
lega tekið á móti kínverskum utan-
ríkisráðherrum næstu fjögur árin.
En svo kom allt í einu í ljós í
gærdag að þessar stjórnarmyndun-
arviðræður 'voru plat. Þær voru
alls ekki þær'stjórnarmyndunar-
viðræður sem menn héldu að færu
fram. Það voru allt aðrar stjórnar-
myndunarviðræður sem áttu sér
stað, sem sé miUi sjálfstæðismanna
og framsóknar, og það voru alvöru-
viðræðurnar sem fóru fram hjá
fjölnúðlum og fréttamönnum s'em
höfðu tekið feil á stjórnarmyndun-
arviðræðum.
Þetta gátu menn auðvitað sagt sér
strax. Sjálfstæðisflokkurinn púkk-
ar ekki upp á flokka sem tapa og
Framsóknarflokkur pukkar ekki
upp á flokka sem eru í srjórnarand-
stöðu. Framsóknarflokkurinn
hafði að vísu lofað að reyna að
mynda vinstri srjórn eftir kosning-
ar, en það var bara loforð og vinstri
flokkarnir gátu sagt sér það strax
að Framsókn fer ekki að mynda
stjórn meö vinstri flokkum þegar
hún getur myndað srjórn með
íhaldinu.
Hvers vegna ætti Sjálfstæðis-
flokkurinn að fara í stjórn með
krötum sem eru búnir að vera til
vandræða í heilt kjörtímabil og
vilja bara nota Sjálfstæðisflokkinn
til að halda áfram að skandalísera
í ríkisstjórn? Og hvers vegna ætti
FramsóknarJlokkurinn að fara í
stjórn með Ólafi Ragnari og Jó-
hönnu ög Jóni Baldvin þegar þessir
flokkar eru allir ólmir í að komast
í stjórn með Davíð? Af hverju ætti
Framsókn ekki að vilja fara í stjórn
með Davíð úr því hinir virja fara i
stjórn með Davíð?
Þetta er heldur ekki spurning um
þaö hver vilji fara í stjórn með
Davíð heldur hvern Davíð vill taka
í stjórn með sér. Davíð vill ekki
kratana og hann vill ekki komm-
ana og Jóhanna vill ekki Davíð og
þegar Davíð kýs að starfa með
Framsókn, hví skyldi þá Framsókn
ekki vilja starfa með Davíð?
Þetta er í rauninni eina stjórnin
sem hægt er að mynda hér með
góðu móti. Það gátu kjósendur sagt
sér sjálfir og í rauninni óþarfi að
halda kosningar til að finna það
út aö íhald og framsókn eru
stærstu flokkarnir og þeir eru þeir
einu sem geta myndað tveggja
flokka stjórn án þess að vera stöö-
ugt að nigla með minni flokka sem
eru árangurslaust búnir að reyna
að vera nógu stórir til að starfa
með íhaldinu.
Davíð vill Halldór og Halldór vill
Davíö og þetta verður pottþétt
srjórn sem heldur öllu til haga,
hvort heldur það er kvótinn eða
landbúnaðarframleiðslan, og það
veröur ekkert múður með Evrópu-
samband og það verður ekkert sem
hróflar við öruggum meirihluta
þessarar ríkisstjórnar langt fram á
næstu öld.
Og það er ekki vegna þess að
þessir tveir flokkar séu að taka sér
völdin. Þaö var þjóðin og kjósendur
sem færðu flokkunum sigurinn og
atkvæðin og völdin á silfurfati af
því þjóðin vill að þeir Davíð og
Halldór gangi í eina sæng. Þeir
hafa holdafarið til þess, þeir hafa
vinsældirnar til þess og þeir hafa
alla hina flokkana á móti sér til
þess að þetta takist. Satt að segja
er Dagfari alveg hissa á því að eng-
um skyldi hafa dortið þetta fyrr í
hug.
Stjórnarmyndun Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar er svo sjálf-
sagt mál að það þóttu ekki fréttir
um hátíðarnar. Það er í rauninn
engin frétt að þeir sem mynda ekki
stjórn skuh hafa talað saman um
að mynda stjórn meðan Davíð var
að tala við Framsókn um að mynda
stjórn. Það gerðist ekkert um pásk-
ana í stjórnarmyndunarviöræðum
nema það smáræði eitt og sér að
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur ákváðu að mynda stjórn.
Það tók því varla að minnast á það.
Dagfari
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40