Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 90. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995
11
Meiuúng
Asmundur Sveinsson.
Náttúrusýn Ásmundar og
Kjarvals í Ásmundarsafni
í Ásmundarsafni hefur undanfarið staðið yfir sýning þar sem verkum
tveggjahelstu meistara íslenskrar myndlistar, þeirra Jóhannesar Kjarv-
als og Ásmundar Sveinssonar, er teflt saman. Sýningin var áður í Lista-
safni Akureyrar og er samstarfsverkefm' þess og Listasafns Reykjavíkur
- Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns. Sýningin mun auk þess hafa fariö til
Prag og Edinborgar og er því öðrum þræði hugsuð sem kynning á ís-
lenskri list erlendis. Undirritaður hefur áður fjallað um sýninguna í Lista-
safhi Akureyrar og verður hér að nokkru vísað í þá umfjöllun og borið
saman hvernig sýningin virkar í þessum tveimur söfnum.
Náttúra - náttúra
Titill sýningarinnar er Náttúra - náttúra og á að undirstrika að báðir
listamennirnir vinna út frá náttúrunni og landinu í verkum sínum og
tengdu hinni nýju módernísku sýn. Með eilítilli fyrirhöfh og stórum
skammti af áræði hefði verið hægt að gera sýningu þessa að því sem
henni virðist hafa verið ætlað; að sviðsetja sjónleik frá fjórða og fimmta
áratugnum þar sem tröll Ásmundar fara hamfórum í fjöllum Kjarvals.
Þó bætt hafi verið við verkum frá því á Akureyri og hálfhringsvíðáttan
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
í Ásmundarsafni hjálpi mikið til við að gera sjóndeOdarhring úr verkum
Kjarvals, eru höggmyndir Ásmundar allar handan veggjar og samspil
nánast ekkert á milli verka listamannanna. Val á verkum virðist að auki
handahófskennt og helst sætir tíðindum sýning á steinum Ásmundar
uppi undir hvolfþakinu, en ekkert er þar sem svo mikið sem minnir á
Rjarval.
Ólíkur stíll
Það er helst í anddyrinu að verk listamannanna tveggja nái eitthvaö
að kallast á. Þar svífur Skjaldbreiður Kjarvals frá 1957-62 frá veggnum
á móts við afsteypur nokkurra verka Ásmundar, sem þó hafa ekki tilskil-
ið vægi sakir smæðar. Stíll listamannanna er það ólíkur að hreint ekki
er gefið mál að samspil gangi upp. Þegar sýningar eru skipulagðar með
það fyrir augum að gera slíka tilraun er frumskyldan að kanna grundvöll-
inn. Sýningunni fylgir ítarleg og innbundin skrá með ritsmíð Kristínar
G. Guðnadóttur um náttúrusýn Kjarvals og grein eftir Gunnar Kvaran
sem áður birtist í bók um náttúruna í list Asmundar.
Sameiginlegt viðlangselni í listinni
Sameigjnleg niðurstaða þessara greina er í sem stystu máli sú að hér sé
í báðum tílvikum um að ræða næma listamenn sem ólust upp í faðmi
náttúrunnar og líta á hana sem eiginlegt viðfangsefni sitt í listinni. Því
sé útgangspunktur þeirra nánast sá sami þótt nálganir séu ólíkar. Fróð-
legt hefði verið aö hafa hér samanburðargrein á list þessara tveggja
meistara íslenskrar samtímalistar eða grein þar sem áþekkir fletir í list
þeirra væru gaumgæfðir. En nálgunin er hér öll með hefðbundnum hætti
líkt myndirnar hefðu ekki komið fram í dagsljósið áður. Ósamræmið á
milli skrár og sýningar er meira fyrir þær sakir að í skránni er að finna
gnægð verka sem ekki eru á sýningunni.
Sýningin á verkum Kjarvals og Ásmundar í Ásmundarsafni stendur
út apríl.
Páskaóratorían
HJjómplötufyrirtækið Harmonia Mimdi hefur ný-
lega gefið út á geislaplötu Páskaóratoríu Bachs í flutn-
ingi einsöngvaranna Barböru SchUck, Kai Wessel,
James Taylor og Peter Kooy, auk Collegium Vocale-
kórsins og hljómsveitarinnar undir stjórn Philippe
Herreweghe. Kantatan „erfreut euch, ihr Herzen"
(Megi yðar hjörtu gleðjast), BWV 66 er einnig á plöt-
unni í flutningi sömu listamanna.
Talið er víst, að Páskaóratoría Bachs hafi upphaflega
verið samin sem kantata og flutt sem slík, snemma
árs 1725. Bach er talinn.hafa breytt verkinu a.m.k.
tvisvar eftír þennan frumflutning og að síðustu í órat-
oríu, með tilheyrandi trúarlegum texta.
Verkið er í eÚ'efu þáttum, þar sem tveir þeir fyrstu
eru leiknir, sá þriðji og sá síðasti (nr. 11) eru sungnir
af kórnum, en hinir skiptast í resitatíf og aríur til skipt-
is og eru sungnir af einsöngvurunum með hljómsveit-
arundirleik. Sá hópur söngvara og hljóðfæraleikara
sem hér flytur verkið, hefur sérhæft sig í flutningi
gamallar tónlistar. Leikið er á gömul hljóðfæri og eru
söng- og leikhefðir árjándu aldar í heiðri hafðar við
flutninginn. í stuttu máli má segja að hér sé valinn
maður í hverju rúmi og betri flutning þessa verks man
undirritaður ekki eftir að hafa heyrt. Upptökurnar eru
Tónlist
Askell Másson
og geysigóðar, með fallegum og lifandi hljóm og í góðu
jafnvægi.
Kantatan „Erfreut euch, ihr Herzen", BWV 66, er
einnig verk sem tengist páskahátíðinni og ætlað til
flutnings á páskum. Verkið er í sex þáttum, eða atriö-
um, sem byrja á kór og enda á kóral með einsöngsatrið-
um í milli. Þessi fallega kantata er eins og Páskaórator-
ían, frábærlega vel flutt. Nú hafa þessir ágætu lista-
menn þegar gert upptökur af Mattheusar- og Jóhann-
esar-passíum Bachs, auk annarra verka meistarans.
Væri forvitnilegt að heyra þær í ljósi þessara geysi-
góðu upptaka sem á þessari geislaplötu eru.
Hringiðan
Kór Langholtskirkju flutti Jóhannesarpassíuna ettir
Bach þrisvar sinnum um páskahátíöina með frekar
nýstárlegum hætti. Efnið er páskasaga trelsarans sam-
kvœmt frásögu Jóhannesar guöspjallamanns. Form
verksins er óratoríuform en það form kemst næst því
að vera ópera. Flutningurinn var mjög hátíðlegur og
lifandi enda verkið mjög leikrænt.       DV-mynd VSJ
Það var fjör hjá hestamönnum í Kópavogi í siðustu
viku þegar þeir vígðu nýja reiðhöll í tilefni af 30 ára
afmæli Hestamannafélagsins Gusts. Margir góðir gest-
ir komu til að votta hestafólkinu virðingu á þessum
merku tímamótum og á meðal þeirra voru allir fyrver-
andi formenn félagsins sem sjást hér saman.
Menningarvaka í Stykkishólmi
í Stykkishólmi er félag - Emla -
sem hefur það markmið að efla and-
legan og félagslegan þroska og menn-
ingarlega vitund félagskvenna sinna.
Vorvaka Emlu var haldin 5. apríl í
Stykkishólmskirkju. Dagskrá var
fjölbreytt. Sigrún Eldjárn las úr óút-
kominni bók sinni, Birna Pétursdótt-
ir og Rakel Olsen fjöUuðu um Jens
Hjaltalín á Setbergi og Hjörleifur
Stefánsson flutti erindi um gömlu
kirkjuna í Hólminum. í tengslum við
vökuna var samsýning Ingu Elínar
og Þóru Sigþórsdóttur í Norska hús-
inu.
Ingibjörg Marteinsdóttir söng við undirleik Láru Ragnarsdóttur á menningarvökunni.
DV-mynd Arnheiður Ólafsdóttir, Stykkishólmi
Bjóðum úrvals
ÚTSÆÐI
Aburður, kalk, yfirbreiöslur og öll verkfæri sem til þarf
( 11%  Ráðgjöf sérfræoinga  um  garo- og  gróourrækt
TGRÓÐURVÖRUR
/T"N-    verslun  sölufélags  garðyrkjumanna
llf//    SmiSjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 3211 •  Fax: 554 2100

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40