Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 90. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995
Spurningin
Áttu gæludýr?
Kristinn Diego nemi: Nei, en ég fæ
bráðum eðlu.
Albert Ásvaldsson nemi: Nei, ég má
það ekki.
Andri örn Arnarson nemi: Nei, en
mig langar í hund.
Ingibjörg Sigurðardóttir, nemi í Ár-
bæjarskóla: Nei, en mig langar í hund
og hest.
Birgir Óskar Baldursson, nemi í
Foldaskóla: Nei, en ég áttí einu sinni
páfagauka, en þeir dóu.
Lesendur
Ægir Amin Hassan, nemi í Flata-
skóla: Nei, en mig langar í hund.
Stjórnmálamenn
í uppnámi
HG skrifar:
Nú er ljóst að frekara stjórnarsam-
starf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks er úr sögunni. Fréttin um
þetta kom nánast eins og þruma úr
heiðskíru lofti enda héldu örugglega
langflestir kjósendur að þeir Davið,
Jón Baldvin og aðstoðarmenn þeirra
væru að fara að hefja alvarlegar við-
ræður. Talið var að heimsókn kín-
verska utanríkisráðherrans hefði
tafið fyrir máiinu og haft var eftir
forsætisráðherranum að úrslita væri
ekki að vænta fyrr en eftir páska.
Annað kom heldur betur á daginn
og áður en páskarnir voru liðnir var
áframhaldandi samstarf fyrir bí.
Þrátt fyrir að Jón Baldvin hafi bor-
ið sig mannalega í fjölmiðlum er ljóst
að hann er í töluverðu uppnámi út
af þessu. Nú getur hann ekki lengur
vermt stól utanríkisráðherra og trú-
lega verður það hlutskipti Halldórs
Ásgrímssonar í næstu ríkisstjórn.
Jafnframt hefur formaður Alþýðu-
flokksins látið að því liggja að vinnu-
brögð Davíðs Oddssonar og annarra
sjálfstæðismanna hafi ekki ein-
kennst af heilindum í þessum við-
ræðum. Sumir kratar ganga reyndar
svo langt að segja þetta hafi bara
verið málamyndaviðræður.
Aðrir stjórnmálaforingjar virtust
líka undrandi þegar slitnaði upp úr
viðræðunum um helgina og það má
líka segja um þá þeir séu í uppnámi.
T.d. um formann Alþýðubandalags-.
íns. Hann er auðvitað ekki í uppnámi
yfir því að viðræður Jóns Baldvins
og Davíðs fóru út um þúfur. Nei,
Ólafur Ragnar er í uppnámi yfir því
Framboó Þjóðvaka skemmdi fyrir Alþýðuflokknum að mati bréfritara.
að hér verður engin vinstristjórn í
bráð. Hann þarf svo sem ekkert að
bíða eftir vorinu en það verður bara
ekki vinstravor eins og allaballar
hömruðu á í kosningabaráttunni.
Hvort Jóhanna Sigurðardóttir og
Kristín Ástgeirsdóttir eru í uppnámi
er erfiðara að meta. Trúlega er hægt
að heimfæra það á Jóhönnu enda var
árangur Þjóðvaka í þessum kosning-
um miklu lakari heldur en hún átti
von á. Þjóðvaki var reyndar í þröngri
stöðu eftir aö hafa fyrirfram hafnað
öllu samstarfi við Sjálfstæðisflokk-
inn. Kvennahstakonur hafa líka
ástæðu til að vera súrar. Fylgishrun
þeirra var algert og allt tal um að
Kvennalistinn kæmi inn og styrktí
ríkisstjórnina virðist hafa verið plat.
Eins og réttilega hefur komið fram
virðist sem erfitt sé að ryðja gömlu
fjórflokkunum úr vegi. Þaö hafa
heldur ekki komiö fram nein ný
stjórnmálaöfl sem hafa náð að festa
sig í sessi. Klofningsframboðin virð-
ast deyja út að nokkrum árum liðn-
um. Þetta veit fólk og þess vegna
gekk t.d. Þjóðvaka illa í þessum kosn-
ingum. Skammtímaáhrifin eru að
skemma fyrir öðrum flokkum eins
og Alþýðuflokkurinn uppliföi. í
næstu kosningum munu hins vegar
væntalega flestir kjósendur Þjóð-
vaka skila sér aftur heim til Alþýðu-
flokksins.                  •'
Ósk um valkost
Hildur skrifar:
Að afloknum kosningum er ýmsu
velt fyrir sér og er þá lýðræði þjóðar-
innar kruflð í ýmsum hópum og sitt
sýnist hverjum.
Góður hópur frá A, B, D, G, J og V
listum ræddi gildi atkvæða og varð
sammála um að misvægi þeirra milli
landshluta væri ekki ásættanlegt
öllu lengur og yrði að lagfæra.
Allir sögöust með atkvæði sínu
leggja inn ákveðin og skýr skilaboð
til landsfeðra um hvaða afl og áhersl-
ur þeir óskuðu við stjórnvölinn en
þar væru þeir sem kjósendur svo oft
gróflega hundsaðir af pólitíkusum að
til skammar væri þar sem fyrir kæmi
aö flokkur sem þjóðin greinilega
hafnaði væri leiddur til stjórnunar.
Nú væri gaman að heyra hvað öðrum
flnnst um þá ósk okkar að fá um það
skýran og greinilegan valkost fyrir
kosningar hvort áherslan á srjórnun
verður frjálshyggja, félagshyggja eða
miðjumoð.
Við vorum sammála um aö upplýst
þjóð eins og við erum getum ekki
viðhaft þannig vinnubrögð að vilji
kjósenda sé alfarið fyrir borð borinn
og þessum óbundnum stjórnmála-
mönnum og flokkum leyfist að plotta
út og suður, óháð úrslitum kosninga.
Gaman væri ef DV gerði skoðana-
könnun um hvort vilji fólks standi
til þess að vita fyrirfram hvers konar
ríkisstjóm það óskar eftir, frjáls-
hyggja, félagshyggja eða miðjumoð.
Hönnunarkröf ur glerþaks
Ásmundur Ásmundsson hjá verk-
fræðistofunni Byggð hf. skrifar:
Þann 11. apríl sl. birtist lesendabréf
frá Ragnari S. Halldórssyni þar sem
hann gerir því skóna að líkja megi
Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSU) að
einhverju leyti við gróðurhús sem
notuð eru til plöntueldis.
Nú gengur Ragnar ekki svo langt
að líkja nemendum þar viö plöntur
en hann slær því fóstu aö arkitekt
skólans hafi stuðst við sömu hijnn-
unarkröfur varðandi byggingu gler-
þaks skólans og gerðar eru til gróð-
Sérstakt öryggisgler var sett i glerþak Fjölbrautaskólans.
,ðelns 39,90 mínútan
ðahringiðísíma
f7Ö0
ilfi kl. 14 og 16
urhúsa. Er hér ferðinni rakalaus
málfiutningur þvi allt aðrar og miklu
meiri kröfur eru gerðar til glers í
þakglugga FSU og sambærilegum
byggingum hér á landi en gerðar eru
til glers í gróðurhúsum.
Sem verkfræðingur að umræddu
húsi get ég upplýst að húsið er hann-
að fyrir mjög mikiö jarðskjálftaálag
og að sérstakt öryggjsgler var sett í
glerþak þess sem á að fyrirbyggja að
rúður falh niður þótt þær brotni. í
glerinu er sérstök plastfilma sem
þjónar þessum eina tilgangi.
Það er svo annaö mál þegar menn
vakna upp við vondan draum um að
bæta þurfi öryggi manna í gróður-
húsum þar sem gler lýtur ekki
ströngum öryggjskröfum, að ráð-
leggja þar nofkun öryggishjálma.
Það hefði hins vegar verið eðlilegt
áhyggjuefni Ragnars að sum þessara
gróðurhúsa eru rekin sem verslun-
arhús.
Að lokum vil ég benda bréfritara á
að afla sér upplýsinga hjá eigendum
hússins um gerð þess og frágang svo
hann megi fjall opinberlega um það
af eilítið meiri þekkingu en fram
kemur í áðurnefndu bréfi.
Létegframkoma
Gimiwrhringdi:
Ég get ekki orða bundist eftir
að hafa lesið fréttina í DV um
lungnasjúlUingmn sem fékk ekki
aö kjosa. Hvers konar þjóðfélag
er þetta eiginlega sem viö búum í?
Því miður verður aö segjast
eins og er að framkoma áf þessu
tagi ér ekkert einsdæmi. Fjöl-
mörg ðnnur dæmi mætti nefna
til sögunnar og reyndar var önn-
ur frétt í blaðinu sama dag. Þar
sagði frá Þorgeiri nokkrum sem
ekki virðist geta fengið fellt s-ið
úr fóðurnafni sínu.
í tilfelli sjúklingsins var haft
samband við Sýslumannsemb-
ættiö í Reykjavfk en þar vísaöi
hver á annan. Slík viðbrögð eru
einmitt alveg dæmigerð fyrir
þetta blessaða„kerfi''.
Sektidferðaíanga
Skattgreiðandi skrilar:
Enn eina ferðina eru menn að
æða upp á hálendi fslands illa
bunir tækjum. Nýjasta „uppá-
koman" af þessu tagi átti ser stað
um páskana en þá festi norð-
lenskur karlmaður bifreið sina á
hálendinu og komst hvergi. Eins
og við var búast greip um sig ótti
hjá skyldfólki mannsins og kalla
þurfti út leitarmenn.
Eftir mikia fvrirhöfn fannst svo
ferðalangurinn heill á. húfi sem
betur fer. Eins og við var að bú-
ast var hann illa búinn tækjum
en með betri útbúnaði hefði hann
sparað björgunarsveitarmönn-
um ómældan tíma svo ekki sé nú
talað um fjármuni. Þétta er ekki
fyrsta og öruggíega ekki síðasta
dæmið um menn sem eru aðasn-
ast á hálendinu.
Oft hefur verið talað um að
grípa þurfi tii aðgerða til að koma
i veg fyrir svona lagað. Að minni
hyggju er löngu tímabært að gera
eitihvað í málinu og ég legg fram
þá öilögu að illa búnir ferðalang-
ar verði hreinlega beittir sektum.
Það myndi örugglega fá þá tíl aö
hUgsa sig um tvisvar áður en lagt
er af stað.
Konurogjárn-
iðnaður
Rafsuöumaður hringdi:
Að undanförnu hefur veriö her-
ferð í gangi til að fá konur til
starfa í járniðnaðl Jafnframt hef-
ur komið fram í fréttum að at-
vinnurekendur í þessari starfs-
grein hafi verið tregir tii að taka
konur til starfa.
Sem kvenkyns rafsuöumaöur
verö ég að vísa þessu síðarnefnda
á bug. Ég starfaði viðrafsuðu til
margra ára og gekk vel að fá
vinnu. Að visu gat maður stund-
um heyrt ýmsar glósur frá sam-
starfsmönnum en ég leiddi allt
slíkt hjá mér.
Staöreyndin er sú konur þekkja
ákaflega lítið til járniðnaðarins
en ég get upplýsf þær að starf
mitt var td. ékki erfiöara heldur
en það sem þær sinna í frystihús-
ítm.
Afslátturaf
afnotagjaldi
Sjfirún hringdi:
Eg var heyra að Sjónvarpið yrði
meira og minna undirlagt af
handbpha þegar heimsmeistara-
keppni verður hér í maí. Sem
greiðanda afnotasaldsins finnst
mér að viðanti-sportist^rnir ætt-
um að fá verulegan afslátt í þess-
ummánuði.
Halldórforsætis-
rádherra
Kari hriugdi:
Framsóknarflokkurínn er sig-
urvegari kösnmganna. ' Þess
vegna á Halldór Asgrímsson að
verða nassti forsætisráðherra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40