Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 96. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995
Fréttir
Börn og menn sluppu er oKuflutningabíll skall á kyrrstæðan bíl:
Bíllinn kom f Ijúgandi og
skall á jeppanum mínum
- segir Jóhann Geirsson og telur Guðs lán hafa verið yfir mönnum og börnum
Tvö börn og ökumenn fólksbíls og
jeppa sluppu ómeidd þegar olíuflutn-
ingabíll ók aftan á fólksbíl í djúpum
snjógöngum á Steingrímsfjarðar-
heiöi í fyrradag. Fólksbíllinn hafði
lent í minni háttar árekstri við jepp-
ann í göngunum og voru báðir bíl-
arnir kyrrstæðir og nær óskemmdir
þegar olíuflutningabíllinn kom aðvíf-
andi og skall aftan á fólksbílnum.
Mjög blint, skafrenningur og snjó-
koma var þegar slysið varð.
„Miðað við aðstæður var þetta
meiri háttar lán. Veðrið var mjög
slæmt og skemmdirnar óverulegar
eftir að við höfðum lent saman í fyrra
skiptið. Þess vegna nennti ég ekki
út að kanna þær heldur ákváðum við
að líta á þær seinna þegar viö hitt-
umst. Við vorum að talast við gegn-
um gluggann á mínum bíl þegar við
sáum allt í einu fólksbilinn koma
fljúgandi og síðan skall hann á jepp-
anum mínum. Hefðum við farið út
að kanna skemmdirnar þá hefði
þetta orðið ljótt. Við hefðum þá verið
á milli bílanna að kanna skemmdirn-
ar en það hefur eitthvert Guðs lán
verið yfir manni," segir Jóhann
Geirsson, ökumaður jeppans á Stein-
grímsfjarðarheiði í fyrradag.
Tvö börn voru í aftursæti fólksbíls-
ins, sem ermikið skemmdur. Aftur-
hluti hans klesstíst fram að aftur-
hjólum og einnig kýldist hann inn
að framan við að lenda á jeppanum
í annaö skiptið. Börnin sluppu hins
vegar ómeidd en að sögn Höskuldar
Erlingssonar, lögregluvarðstjóra á
Hólmavík, voru þau í bílbeltum. Seg-
ir hann „Guðs mildi" að ekki skyldi
hafa fariö verr miðað við aðstæður á
slysstað og útlit fólksbílsins sem þó
var enn ökufær eða rétt svo.
-PP
Síldarsmugan:
Fékk risakast
og sprengdi
„Við köstuðum í dag og fengum 200
tonn. Það er mikið af síld hérna en
hún stendur bara svo djúpt. Við er-
. um að leita núna," sagði Helgi Jó-
hannsson, skipstjóri á Júpiter ÞH, í
samtali við DV í gærkvöldi þar sem
hann var staddur í Síldarsmugunni.
Auk Júpiters eru á sömu slóðum
þrjú skip, Guðrún Þorkelsdóttir,
Sunnuberg og Kap.
Að sögn Emils Thorarensens, út-
geröarstjóra hjá Hraðfrystihúsi
Eskifjaröar, fékk skip hans, Guðrún
Þorkelsdóttir, risakast og sprengdi
nótina. Emil segir aö kastíð hafi ver-
ið allt að þúsund tonn. Síldin sem
þarna fæst er stór og laus við átu.
Samkvæmt heimildum frá Noregi
eru írsk, hollensk og dönsk skip við
veiðar í Síldarsmugunni líka en þau
eru ekki á sömu slóðum og íslensku
skipin.
Óslóarfundur um norsk-íslenska sfldarstofhinn:
Þjóðirnar sammála um
nauðsyn stjórnunar
- ekkert rært um skiptingu stomsins
„Það er hóst að þessar þjóðir eru
sammála um að þaö verði að koma
á stjórnunarfyrirkomulagi sem
tryggi vernd og viðgang síldarstofns-
ins og komi þar með í veg fyrir rán-
yrkju. Þær fjórar þjóðir, sem hér sitja
við samningaborð, bera höfuðábyrgð
á þessum stofni og aö það verði ekki
stundaðar skefjalausar veiðar úr
honum," segir Helgi Ágústson, for-
maður íslensku sendinefndarinnar í
Ósló sem fundar með Rússum, Norð-
mönnum og Færeyingum um norsk-
íslenska síldarstofninn.
Embættismannanefndirnar fund-
uðu í gær um síldina og halda áfram
að funda í dag. Helgi segir að á fund-
inum í gær hafi ekkert veriö fjallað
um skiptingu stofnsins heldur ein-
göngu um það hvernig koma mætti
á nefnd vísindamanna til að taka út
stofninn og hvernig hann hegðar sér.
„Við höfum ástæðu til að fagna því
aö þessir fundir eru haldnir. Við
höfum í mjög langan tíma óskað eftir
því að viðræður færu fram um
stjórnunarfyrirkomulag og veiðar á
síld. Það er á elleftu stundu sem þess-
ar þjóðir setjast til borðs saman til
að ræða þessi mál," segir Helgi.
Fundir sendinefndanna hófust á
ný í morgun og er reiknað meö að
þeim ljúki síðdegis í dag.
Skuldir heimilanna:
Gríðarleg aukning á 14 árum
Talið er að skuldir heimilanna
gagnvart lánakerfi hafi vaxið úr 36
milljörðum króna í árslok 1968 í 293
milljarða í árslok 1994, miðað við
verðlag um síðustu áramót. Þetta
kemur fram í nýjasta hefti Hagtalna
mánaðarins hjá Seðlabankanum.
Sem hlutfall af ráðstöfunartekjum
hafa skuldir heimilanna aukist gríð-
arlega. Árið 1980 voru þær 24,1 pró-
sent af ráðstöfunartekjum en hlut-
falliö á síðasta ári fór í 136,4 prósént.
Sem hlutfall af eignum námu skuld-
irnar 40 prósentum á síðasta ári en
námu 11 prósentum fyrir 14 árum.
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 99-16-00.
39,90 kr. mínútan.
Já  jj
Neí  _2j
,r ö d d
FOLKSINS
99-16-00
Á að leyfa sölu áfengs bjórs á
HM í Laugardagshöll?
Alllr I stafrana kerflnu meo tónvalsslma geta nýtt sér þessa þjónustu.
Gamla Ráðsmannshúsió á Bessastööum hefur nú veriö rifið og á grunni þess mun risa nýtt íðúðarhús fyrir for-
seta íslands. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum Ijúki vorið 1996. Kostnaðurinn er áætlaður 74 milljónir krónur.
DV-mynd BG
Noröurá í Borgarfiröi:
32 milljóna
Stuttarfréttir
tilboð
- vilja leigja ána til fimm ára
Skjálfti fór um stangaveiðiheiminn
í gærdag eftír að Pétur Pétursson,
kaupmaður í Kjötbúri Pérurs, og
fleiri gerðu tilboð í Norðurá í Borgar-
firði sem markar ákveðin tímamót.
Félögum í veiðifélagi Norðurár var
afhent tílboðið og mættu þeir Pétur
Petursson og Ingólfur Asgeirsson
með það. Tilboðið hljóðar upp á 32
milljónir og vilja þeir félagar leigja
ána tíl fimm ára. Líka vilja þeir
byggja veiðihús á svæði tvö og munu
bændur eiga húsið eftír fimm ár.
„Það er rétt að við höfum afhent
þetta tilboð í Norðurá en við erum
að tala um sumarið 1996 og svo tíl
ársins 2000," sagði Pétur Pétursson í
samtali við DV í nótt.
„Við ætlum að selja veiðileyfi á allt
öörum markaði en áin hefur verið
seld á erlendis og auðvitað á innlenda
markaðnum. Við erum búnir að
reikna fram og til baka og erum
bjartsýnir að þetta gangi upp," sagði
Pétur enn fremur.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur leig-
ir Norðurá í sumar og hefur gengið
vel að selja í ána. En þeir Stanga-
veiðifélagsmenn borga'kringum 26
milljónir fyrir ána með öllu.
Veiðileyfamarkaðurinn er engin
• Pétur Pétursson, kaupmaður i
Kjötbúri Péturs, hefur gert tilboð í
Norðurá í Borgarfirði frá og með
sumrinu 1996 til árins 2000. Ef tilboð-
inu verður tekið gefur það landeig-
endum við Noróurá um 160 milljónir.
OV-mynd G.Bender
gullkista þessa dagana og hefur.sala
gengið illa í margar stórar veiðiár.
Leigan lækkaði fyrir skömmu um
milljón í Víðidalsá og fundur var
haldinn í veiðifélagi Vatnsdalsár ný-
lega.
Bjórverðlækkar
Bjór lækkar í verði um mánaða-
mótin hjá ÁTVR. Ástæðan er nið-
urfelling á 35% tolS sem braut í
bága við EES-samninginn. MbL
greindi frá þessu.
Rannsóknar krafíst
Bæjarráö Bolungarvikur hefur
krafist opinberrar rannsóknar á
meintri fjölföldun á undirskrift
bæjarsrjórans undir heimödir tíl
Sutnings á aflamarki milli ver-
stöðva. RÚV greindi frá.
Innheimtustofnun sveitárfé-
laga á 4.150 milrjónir í meðlags-
kröfur. Um 5.9Ö0 feður skulda
meðlög með um 32 þúsund börn-
um. Timinn greindi frá þessu.
Kríanerkomin
Krían kom til landsins í gær.
TIl hennar sást i HornafirðL Skv.
RÚV mun hún næstu dagana
fljúga vestur með landinu.
Skuldirsiöfaldast
Skuldir heimilanna hafa sjö-
faldast á undanförnum 25 árum,
eða úr 36 miUjörðum í 293 miiy-
arða. Meirihluti skuldanna, eða
162 milljarðar, er við Bygginga-
sjóð ríkisins. Mbl. greindi frá.
Rugfreyjur samþykktu
Fiugfreyjur samþykktu á fé-
lagsfundi i gærkvöldi nýgerðan
kjarasamning við Flugleiðir. 107
greiddu atkvæði meö sarnningn-
umen20ámótL                 -kaa
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40