Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 96. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						-'ÖSTUDAÍJUK 2K. APRÍh 1995
Fréttir
i
Rúnar í bænum sínum. Hann flytur
burt haldi Keflavík ekki nafni sínu.
DV-mynd Ægir Már
Rúnar Júlíusson:
FlytfráKefla-
vik með miklum
söknuði verði
naf nið strikað út
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunu
„Ég set húsið á sölu ef taka á sög-
una undan fótum mínum. Það. er
ákveðin saga sem fylgir Keflavíkur-
nafninu og út í hött að strika það út
meö einu pennastriki. Gera þaö að
hverfi í einhverjum Reykjanesbæ,"
sagði Rúnar Júlíuson tónlistarmað-
ur, einn frægasti poppari landsins í
áratugi, í samtali viö DV.
Rúnar hefur alla tíð búið í Kefla-
vík. Hann varð fimmtugur á skírdag
og á poppferli sínum hefur hann
komið Keflavíkurnafninu á landa-
kortið víða um heim. Hann er mjög
ósáttur með hvernig staðið var að
kosningu um nafn á sveitarfélagið
Keflavík-Njarðvík-Hafnir. Hann seg-
ir nafnið Reykjanesbær út í hött og
það muni taka mörg ár og kosta tugi
milljóna króna að markaðssetja það.
Rúnar vill að kosið veröi á ný með
öll nöfnin í pottinum.
„Keflavík er mjög þekkt nafn og
mér hjartfólgið. Milljónir manna
hafa farið um flugvöllinn og þekkja
nafniö vel og vita hvar það er á
heimskortinu. Þetta er fallegt nafn
og bæjarstjórnin verður að átta sig á
vilja fólksins en ekki hunsa það.
Keflavík-Njarðvík væri strax betra
en Reykjanesbær. Það er öruggt að
nafnið Reykjavík myndi aldrei leggj-
ast niður þótt sveitarfélögin í ná-
grenninu sameinuðust borginni. Ef
klína anýju nafni á bæinn minn mun
ég flytja héðan með miklum sökn-
uði. Ég myndi sennilega flytja úr
landi því ég hef ekki hug á að flytja
til Reykjavíkur. Það er ekki nógu
mikill flutningur fyrir mig," sagði
Rúnar.
Skýrrívíking:
Stofnunfyrirtækis
íEistlandikönnuð
Skýrr, Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgar, er í samvinnu
við Tölvumiðstöð sveitarfélaganna í
Fínnlandi um að kanna möguleika á
stofnun fyrirtækis í Eistlandi. Fyrir-
tækið yrði nokkurs konar tölvumið-
stöð eistneskra sveitarfélaga sem eru
250 talsins með 1,5 milljónir íbúa.
Að sögn Jóns Þórs Þórhallssonar,
forstjóra Skýrr, verður það ákveðið
í haust hvort af stofnun fyrirtækisins
verður. Sú ákvörðun mun byggjast á
niðurstöðu hagkvæmniathugunar
sem í gangi er. Athugunin fer fram
með 4 miUjóna króna styrk frá NOP-
EF, Norræna verkefnaútflutnings-
sjóðsins.
Aðdraganda þessa verkefnis má
rekja til þess að fyrir tveimur árum
hóf Skýrr samstarf við eistnesk
stjórnvöld um að endurskipuleggja
opinbera stjórnsýslu með tölvutækn-
inni. Hluti af samstarfinu var að
tölvuvæða ríkisbókhaldið fyrir ein-
menningstölvur.        Tölvumiðstöð
sveitarfélaganna í Finnlandi heyrði
af þessu starfi í Eistlandi og setti sig
í samband við Skýrr um að koma upp
sams konar miðstöð í Eistlandi. í
framhaldi af því var sótt um styrk
til NOPEF.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40