Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 5
KÖSTUI)A(JUK 2H. AI’KÍU 1995 » § » I I : dv Fréttir Rúnar í bænum sinum. Hann flytur burt haldi Keflavik ekki nafni sinu. DV-mynd Ægir Már Rúnar Júlíusson: FlytfráKefla- víkmeðmiklum söknuði verði nafniðstrikaðút Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; „Ég set húsiö á sölu ef taka á sög- una undan fótum mínum. Það er ákveðin saga sem fylgir Keflavíkur- nafninu og út í hött að strika það út með einu pennastriki. Gera það að hverfi í einhverjum Reykjanesbæ," sagði Rúnar Júlíuson tónlistarmað- ur, einn frægasti poppari landsins í áratugi, í samtali viö DV. Rúnar hefur alla tíð búið í Kefla- vík. Hann varð fimmtugur á skírdag og á poppferli sínum hefur hann komið Keflavíkurnafninu á landa- kortið víða um heim. Hann er mjög ósáttur með hvernig staðið var að kosningu um nafn á sveitarfélagið Keflavik-Njarðvík-Hafnir. Hann seg- ir nafnið Reykjanesbær út í hött og það muni taka mörg ár og kosta tugi milljóna króna að markaðssetja það. Rúnar vill að kosið verði á ný með öll nöfnin í pottinum. „Keflavík er mjög þekkt nafn og mér hjartfólgið. Milljónir manna hafa farið um flugvöllinn og þekkja nafnið vel og vita hvar það er á heimskortinu. Þetta er fallegt nafn og bæjarstjórnin verður að átta sig á vilja fólksins en ekki hunsa það. Keflavík-Njarðvík væri strax betra en Reykjanesbær. Það er öruggt að nafnið Reykjavík myndi aldrei leggj- ast niður þótt sveitarfélögin í ná- grenninu sameinuðust borginni. Ef klína á"nýju nafni á bæinn minn mun ég flytja héðan með miklum sökn- uði. Ég myndi sennilega flytja úr landi því ég hef ekki hug á að flytja til Reykjavíkur. Það er ekki nógu mikill flutningur fyrir mig,“ sagði Rúnar. Skýrrívíking: Stofnunfyrirtækis íEistlandikönnuð Skýrr, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavikurborgar, er í samvinnu við Tölvumiðstöð sveitarfélaganna í Finnlandi um að kanna möguleika á stofnun fyrirtækis í Eistlandi. Fyrir- tækið yrði nokkurs konar tölvumið- stöð eistneskra sveitarfélaga sem eru 250 talsins með 1,5 milljónir íbúa. Að sögn Jóns Þórs Þórhallssonar, forstjóra Skýrr, verður það ákveðið í haust hvort af stofnun fyrirtækisins verður. Sú ákvörðun mun byggjast á niðurstöðu hagkvæmniathugunar sem í gangi er. Athugunin fer fram með 4 milljóna króna styrk frá NOP- EF, Norræna verkefnaútflutnings- sjóðsins. Aðdraganda þessa verkefnis má rekja til þess að fyrir tveimur árum hóf Skýrr samstarf við eistnesk stjórnvöld um að endurskipuleggja opinbera stjómsýslu meö tölvutækn- inni. Hluti af samstarfinu var að tölvuvæða ríkisbókhaldið fyrir ein- menningstölvur. Tölvumiðstöð sveitarfélaganna í Finnlandi heyrði af þessu starfi í Eistlandi og setti sig í samband við Skýrr um að koma upp sams konar miðstöð í Eistlandi. í framhaldi af því var sótt um styrk til NOPEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.