Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 9 Útlönd Stuttarfréttir 'CTo'1 Gassprengingin í Taegu í Suður-Kóreu var svo öflug að strætisvagnar og vörubílar köstuðust til eins og leikföng og eldsúlur stigu til himins. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Gífurleg gassprenging skók miðborg Taegu 1 Suður-Kóreu á háannatíma: Yf ir eitt hundrað létust og fjölda manna er saknað Yflr eitt hundrað manns létust og hátt í þrjú hundruð særðust í gífur- legri gassprengingu sem varð í Ta- egu, þriðju stærstu borg Suður- Kóreu, snemma í morgun. Spreng- ingin varð þar sem verið var að byggja við neðanjarðarlestargöng nálægt miðborginni, á háannatíma þar sem fólk var að fara til vinnu og í skóla. Himinháar eldsúlur risu og byggingar allt um kring skókust í sprengingunni. Þungar og stórar stálplötur, sem huldu byggingarstað- inn, þeyttust um loftið eins og eld- flaugar og urðu fiölda vegfarenda að fjörtjóni, sérstaklega unglingum sem voru á leið í skóla skammt frá. Þegar síðast ff éttist var tala látinna komin í 110 og tala særðra í 230. Um 2.500 björgunarmenn þustu á vett- vang og unnu að því að ná fólki úr rústunum. Er búist við að tala lát- inna hækki þegar líður á daginn en margir hinna særðu voru í lífshættu. Sprengingin er eitt versta slys sem orðið hefur í Suður-Kóreu á friðar- tímum. Tahð er að skurðgrafa hafi rofið gasleiðslu á byggingarstaðnum. Mik- ið af gasi hafi lekið út þegar logsuðu- tæki var sett í gang og olli sprenging- unni. Reuter Rússar boöuðu einhliða vopna- hlé í Tsjetsjeníu og uppreisnar- menn til viðræðna en ekki er búist við að þeir þekkist boðið. RættumBosníu Sendinefhdir helstu hervelda heims hittast í París í dag til að ræða harðnandi átök í Bosníu. Útsýnispailurféli Fjórtán háskólanemar létust og um tugur særðist þegar útsýnis- pallur á klettavegg hrundi ofan í 30 metra djúpt gil á Nýja Sjálandi. Chen Xitong, leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, hefur sagt af sér í kjölfar umfangsmikils spillingarmáls. Reuter Sönnunargögn hlaðast upp 1 Oklahoma: Óttast aðra sprengingu FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983 2.fl. 1984-3.fl. 01.05.95 - 01.11.95 12.05.95 - 12.11.95 kr. 66.031,40 kr. 81.133,90 Timothy McVeigh, sem ákærður hefur verið fyrir aðild að sprenging- unni í Oklahoma í fyrri viku, var í gær fangelsaður þar til réttarhöld fara fram í máhnu, eftir um einn mánuð. Ákæruvaldið sagði við rétt- arhöld í fangelsi utan Oklahoma að fjöldi sönnunargagna benti tíl þátt- töku McVeighs í sprengingunni. Þá hefðu vitni séð hann aka vörubíln- um, sem sprengjunni var komið fyrir í, degi fyrir sprenginguna og annað vitni hefði séð hann aka hratt í burtu frá stjómsýslubyggingunni skömmu fyrir sprenginguna. Akæruvaldið lýsti því yfir að meginverkefni yfir- valda væri að handsama vitorðs- mann McVeighs. Verulegur ótti væri fyrir hendi um aðra sprengingu. McVeigh, sem var handjámaður á höndum og fótum, sýndi engin svip- brigði í réttarhöldunum sem stóðu í fimm klukkustundir. Yfir eitt hundrað lík hafa fundist í rústum stjómsýslubyggingarinnar og enn er um hundrað saknað. Reuter ) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. apríl 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS IS/á fr/á&uwz 6 sœta homsófí margir litir TM - HllSGÖGN Sfðumúla 30 — sími 68-68-22 Opiö: mámulaga - föstudaga 9 ■18 laugardaga 10-17 suunudaga 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.