Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 11 ►v____________________________________________Fréttir Framkvæmdir við Vesturlandsveg umskipti til hins betra, segir vegamálastjóri: Þrjár brýr við Ártúns- brekku á næsta ári - framkvæmdir hafnar og brú við Höfðabakkagatnamót opnuð í ár „Viö vonumst til aö breikkunin verði algjör umskipti til hins betra. Þá er átt viö Ártúnsbrekku og ekki síður á öllum nýja kaflanum viö gatnamót Höföabakka," sagöi Helgi Hallgríms- son vegamálastjóri í samtali viö DV um fyrirhugaöar framkvæmdir við byggingu nýrra brúa yfir Elliðaár og Reykjanesbraut. Brýrnar munu gjör- breyta hinum hættulega og umferð- arþunga kafla um Ártúnsbrekku og leiðinni að nýju tengingunni við Suð- urlandsveg. Helgi sagði að framkvæmdirnar frá Höfðabakkabrú að kafla rétt vestan brúarinnar yfir Reykjanesbraut og Elliðaár myndu kosta um 1.300 millj- ónir króna. Undirbúningur er þegar hafinn að breikkun Elliðaárbrúar. Á síðasta ári var Suðurlandsvegur opnaður frá Rauðavatni niður á Vesturlandsveg. Þá hófust jafnframt framkvæmdir að breikkun Vesturlandsvegar með að- skildum akreinum að gatnamótun- um við Höfðabakka. Síðastliðinn vet- ur hófust svo framkvæmdir við Höfðabakkagatnamótin. Þeim á að ljúka á yfirstandandi ári. Framhaldið verður að breikka veg- inn áfram í bæinn vestur Ártúns- brekku með tveimur aðskildum ak- Undirbúningur er hafinn að breikkun Elliðaárbrúar. Framkvæmdir við bygg- ingu hennar hefjast á næsta ári og eru áfangi i framhaldi af breikkun Vest- urlandsvegar, sem hófst á siðasta ári, og byggingu brúar og fleiri fram- kvæmdum við gatnamót Höfðabakka. Á næsta ári verður einnig hafist handa við tvöföldun brúar við Breiðhöfða, brúarinnar sem liggur undir veginn á móts við bensínstöð Esso efst i Ártúnsbrekku. DV-mynd S reinum. Þannig verður byggð önnur brú yfir Breiðhöfða, þar sem nú er ekið undir veginn við bensínstöð Esso, efst í Ártúnsbrekkunni. Síðan verður framkvæmdum haldið áfram niður að Elliðaánum og önnur brú verður byggð þar og einnig við Reykjanesbrautina eða leiðina upp í Breiðholt. Með þessu móti verður einn hættulegasti kaflinn í vegakerfi íslands úr sögunni með tvöfoldun brúarinnar. -Ótt . ; . : . just do it ■ Air Rover hlaupaskórinn hefur allt til þess ad koma þér á rétta braut og á leiðarenda. Spurðu um Air Rover í næstu verslun með skó eða íþróttavörur. REYKVÍKINGAR! NÚ ER KOMINN TfMI FYRIR SUMARDEKKIN NAGLADEKKIN AF SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.