Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 96. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995
SpurnJngin
Ertu búin/n að setja sumar-
dekkin undir bílinn?
Ásta Sigríður Kristinsdóttir, starfs-
maður Nóatúns: Nei, maðurinn minn
sér um það.
Brynhildur Guðmundsdóttir, starfs-
maður Flugleiða: Nei, ég er ekki búin
að setja sumardekkin undir bílinn
því ég tók þau aldrei undan.
John Crawford bifvélavirki: Ég á
jeppa sem eru á heilsársdekkjum svo
ég þarf ekki að skipta.
Jón Trausti Ársælsson sjómaður: Ég
er á heilsársdekkjum og þarf því ekki
að skipta.
Bragi Guðmundsson sjómaður: Nei,
það er ég ekki búinn að gera en ég
býst við að gera það eftir helgi.
Lesendur
Götuhreinsun í Reykjavík:
Betri skipu-
lagningar þörf
Arnar skrifar:
Reykjavíkurborg hefur nú tekið til
við að hreinsa götur og gangstéttar
og ekki vanþörf á eftir óvenjumikinn
sandhurð vegna hálkunnar sem hef-
ur haldist svo til stöðugt þar til fyrir
fáum vikum. - Og það er mikið verk
að losa úmferðaræðarnar við allan
sandinn. Hann situr í rennusteinum
og þaðan er erfitt að ná honum nema
með öflugum tækjum.
Á síðustu dögum hafa stórir kústa-
og sprautubílar verið að verki. Það
er fylgst grannt með þessu og af til-
hlökkun meðal íbúanna í hverfun-
um. En það er stór galli á fram-
kvæmdinni. Sumpart vegna skipu-
lagsleysis og sumpart vegna þess að
íbúarnir eru ekki nógu meðvirkir og
færa bifreiðar sínar ekki í burtu á
meðan á þessari hreinsun stendur.
Ég hef fylgst nokkuð með þessu,
einkum að morgni dags þar sem ég
fer ekki til vinnu fyrr en síðdegis,
og mér blöskrar hve bifreiðaeigend-
ur eru kærulausir að færa ekki bíl-
ana á meðan hreinsun stendur yfir.
Auðvitað eru margir sem skilja bíla
sína eftir heima að deginum, margir
eru farnir að nota meira strætis-
vagna en áður, en svo er hitt, að
menn sem eru heima horfa oft að-
gerðalausir á þessi stórvirku tæki
borgarinnar við hreinsun án þess að
drífa sig út og færa bílana.
Þetta má auðveldlega lagfæra. Þaö
yrði best gert með því að gatnamála-
Betra skipulag á gatnahreinsun i borginni og íbúarnir hlióri til með þvi að
færa bifreiðar sinar meðan unnið er að henni.
stjóri tilkynnti fyrirfram í fjölmiðl-
um daginn áður hvaða götur skyldu
hreinsaðar aö morgni og léti fylgja
með ósk um að bifreiðar viö þær
götur yrðu færðar til á meðan.
Svipaðar tilkynningar heyrðust oft
í morgunútvarpi hér áður fyrr þegar
loka þurfti götum vegna viðgerða og
gátu menn þá hagað ferðum sínum
samkvæmt því. Það er brýnt að þessi
regla verði viðhöfð varðandi gatna-
hreinsun í borginni á þessu vori.
Bílasóparnir verða að komast alveg
•að rennusteinum til að ná upp sandi
og óhreinindum sem safnast hafa þar
yfir veturinn. Síðan þarf að sprauta
kröftuglega að hreinsun lokmni. -
Og það sem meira er; það verður að
hreinsa niðurföllin líka því að þau
eru flest stífluð. Götur borgarinnar
og gangstéttar þarf að hreinsa vel
eftir veturinn og þá er von til að íbú-
arnir haldi því verki áfram, hver hjá
sér, yfir sumartímann. Það ætti að
-vera borgaraleg skylda hvers húseig-
anda að koma til móts við borgina
eftir að vel hefur verið að verki stað-
ið af hennar hendi.
Upplausn á vinstri væng stjórnmála
Brynjólfur Wium bifvélavirki:
og ég ætla ekki að gera það.
Sigurður Kristjánsson skrifar:
Það þarf ekki glöggan mann til að
sjá og heyra að það er komin hrein
upplausn á vinstri væng stjórnmál-
anna hér á landi. Að því hlaut líka
að koma eftir þaö sem á undan er
gengiö. Ekki bara vegna úrslita síð-
ustu kosninga, það var kominn
brestur í starf og stefnu allra vinstri
flokka hér löngu áður. - Fall Berlín-
armúrsins og upplausnin sem fylgdi
inn í raðir sósíalista, að ekki sé nú
talað um kommúnistaflokkana, hafði
mikil áhrif um allan heim.
Hér á landi hefur fylgi flokkanna
sem teljast á vinstri væng verið áber-
andi dvínandi og enginn aðhyllist
lengur þá stefnu sem þeir boða.
Hægfara hreyfing þeirra til miðju-
stefhu og allt til hægri stefhu hefur
lítil áhrif. tíl fylgisaukningar og nú
er of seint fyrir þessa flokka aö boða
nýja stefnu, flokkarnir munu eiga
erfitt uppdráttar á nýjan leik.
Forystumenn þessara flokka hér á
landi eru nánast ekki lengur í sviðs-
ljósinu nema þegar ljósvakamiðlarn-
ir draga einn og einn þeirra fram á
sjónarsviðið til að fá þá til að tjá sig
um nýja ríkisstjórn. Ummæli þeirra
falla þó í grýttan jarðveg eftir að út-
séð er um að þeir hafi nokkur áhrif
í náinni framtíð. - Það er því upp-
lausn á vinstri væng stjórnmálanna
hér á vordögum og fáir vænta tíðinda
úr þeim herbúðum, hvernig sem mál
þróast í samvinnu hinnar tveggja
flokka ríkisstjórnar sem nú er sest
að völdum.
Reykingabannið í flugvélunum:
Leyf ið reykingar á ný
Ragnhildur skrifar:
Það var mikið óheillaspor sem
Flugleiðir stigu með reykingabanni
í öllum fiugvélum og á öllum fiugleið-
um félagsins. Nú eru farþegar sem
viljandi eða óviljandi brjóta bannið
meðhöndlaðir sem glæpamenn og
tekið á móti þeim af lógreglu við
lendingu. Auk þess er þetta fyrir-
komulag mun hættulegra en þegar
menn fengu ákveðið svæði í fiugvél-
unum til aö reykja. Þegar menn fara
inn á salerni til að reykja er hætta á
ferðum en svo var ekki þegar menn
gátu setið í sæti sínu með vindhng.
Þegar Flugleiðir tóku upp reyk-
ingabann á sínum tíma var þaö
eflaust að fordæmi ýmissa annarra
Evrópuflugfélaga, sem tilkynntu
bannið um svipað leyti, þ.á ni. hinna
þekktu flugfélaga, SÁS og KLM. Þessi
flugfélög námu þó bannið úr gildi
fljótlega eftir ítrekaðar kvartanir og
ábendingar farþega sem reyktu. í dag
leyfa bæði þessi flugfélög reykingar
í vélum sínum í vissum sætaröðum
eins og áður. SAS býður því mun
betri þjónustu en Flugleiðir.
Brýnna að halda farþegum allsgáðum en að ergja reykingamenn í Hugvél-
unum, segir m.a. i bréfinu.
Með fullkomnu loftræstikerfi í
flugvélum Flugleiða er því þetta
bann eins og hver önnur sérviska og
hefur ekki önnur áhrif en að ergja
þá farþega sem vilja ekki láta setja
hömlur á frelsi sitt með því að banna
sér að reykja. Litlar eða engar höml-
ur eru hins vegar lagðar á neyslu
áfengra drykkja um borð í vélunum
og ætti það þó að vera brýnna að
halda farþegum allsgáðum en að
ergja einn og einn reykingamann,
úr því það eru sagðir svo fáir sem
reykja yfirleitt.
Meírihlutinn í
ríkisstjórn
Hallgrírmu- skrifar:
Það voru skýr skflaboð frá kjós-
endum að Sjálfstæðisflokkurinn
og Framsóknarflokkurinn ynnu
saman í næstu ríkissrjórn eftir
kosningarnar. Það var því að
vonum að forystumenn þessara
flokka sneru bökura saman um
stjórnarmyndun. Þaö hefði verið
miöur viturlegt aö leggja upp í
stjórnarsamstarf með Alþýðu-
flokknum með aðeins eins manns
meirihluta. Auk þess sem Al-
þýðuflokkurinn hafði ekki vilja
landsmanna 81 að sinna kalli ura
inngöngu í Evrópubandalagið
sem var þó aðalstefhumál Al-
þýðuflokksins í kosningabarátt-
unni. Nú er þörf á styrkri stjórn
i aövífandi vanda efhahagslífsins
sem verður mikflvægasta verk-
efnið aö fást við á næstu mánuð-
um.
Verdugurfulltrúi
íKina
Sigurjón hringdi:
Eg las í nýlegu Financial Times
tilvitnun í hótelstjóra einn hjá
Bejing Hilton hótelinu í höfuð-
borginni þar sem hann tiáði sig
um framtíöarsýn í hótelrekstri í
Kína. Það er eftirtektarvert að
maður þessi er íslenskur, Halldór
Briem að nafni, og er þekktur
frammámaður í hótelrekstri með
því að veita forstöðu hóteli svo
stórrar hóteikeðju sem Hilton er
og varð fyrst til að hasla sér völl
iKína.
Húsnæðiskerfið-
f yrsta ibúdin
Ó.S.K. skrifar:
Nú er i bigerö að koma til móts
við hina ungu sem eignast íbúö í
fyrsta sinn. Gott og vel. - Ég hefði
þó freraur viljað sjá rýmri lán-
veitingu til sUkra kaupa, t.d. allt
að 75%, en að lengja lánstímann
í 40 ár. Hiö fyrrnefnda kemur
hinum ungu íbúöarkaupendum
miklu betur því að oft er það ein-
mitt sem vantar upp á fyrstu út-
borgun, því há og langvarandi
húsaleiga étur upp allan sparnað.
Sterkastt madur
heims
Ólafur Einarsson hringdi:
Mér flnnst lítið gert úr keppn-
irou um sterkasta mann heims
sem haldin var á síöasta ári og
skilaði okkur heimsmeistara í
þessari íþróttagrein. Sjónvarpið
sýndi nýlega erlendan þátt (mér
skilst frá Ástralíu) þar sem
keppnin var sýnd í heild. Þetta
var afar skemmtilegur þáttur og
sýudi hvöíkt þrekvirki var að
vínna þessa keppni. Magnús Ver
Magnússon er liklega okkar
þekktasti íslendingur í dag. Hann
á mikið lof skilið fyrir framgöngu
sína og ætti fremur að fá fálka-
orðu en sumir sem minna verki
hafa skilað.
Tilboðsverð
á jólaköku
Starfsmaour i Kjötbúri Péturs
hiingdi:
Vegna lesendabréfs i DV mánu-
daginn 24. aprfl sl. um verð á jóla-
köku 1 Kjötbúri Péturs í Austur-
stræti vfl ég taka þetta fram: Hjá
okkur er tilboðsverð á Gullkorns-
jólakökum og kosta þær 199 kr.
Rétt er að þær hafa hækkað en
verðbreytinguna raá rekja til
þeirra sem framleiöa kökuna, hjá
þeim hefur orðið hækkun.
Einnig vil ég geta þess að við
höfum ekki selt jólakökur á 222
kr. eins og haldið var fram í bréf-
inu. Hins vegar seljum við jóla-
kökur frá MS á 235 kr.
\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40