Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 15 „Enduruppgötvun“ alþjóðasamstarfs Það er þakkarvert að frjáls fé- lagasamtök fá af og til hingað til lands fyrirlesara úr hópi hug- myndaauðugra fræðimanna, sem þora að þræða nýjar brautir í greiningu sinni á viðfangsefnun- um, setja fram nýjar kenningar og örva aðra til gagnrýni. í flokki slíkra hugsuða er Christopher Co- ker, lektor við London School of Economics, sem Samtök um vest- ræna samvinnu buðu okkur að hlusta á 22. apríl sl. Viðfangsefni fræðimannsins var: „Gjáin, sem breikkar milli Banda- ríkjanna og Evrórpu, og áhrif hennar á tilvist Atlantshafsbanda- lagsins." Sú kenning Cokers ér álitamál, að Bandaríkin séu að breytast úr stórveldi í venjulegt ríki og að at- hygli þeirra og áhugi beinist nú KjaUaiinn Dr. Hannes Jónsson fyrrv. sendiherra Efnahagsbandalög takmarkaðra landsvæða, eins og t.d. ESB, kynnu smátt og smátt að verða úrelt og óþörf, segir m.a. í greininni. „Havanaráðstefna SÞ 1947^48 náði ekki þeim árangri að gera Alþjóðaviðskipta- stofnun SÞ að veruleika. Nú hafa rúm- lega 120 ríki sameinast um hana.“ vestur yfir Kyrrahafið en frá ríkj- um Evrópu. Eigi að síður var greining hans á hinni alþjóðlegu þróun undanfarið og kenningar hans allrar athygli verðar. Þær eru líklegar til að auka skilning á alþjóðamálum og milli- ríkjasamskiptum sem stjórnast hafa af gildum og hagsmunum ríkja. Hreyfiöfl alþjóðamála Nýjar hugmyndir eru grunn- hreyfiafl breytinga, en misjafnlega örar breytingar eru einkennandi fyrir alþjóðamál frá einu timabih til annars. Dæmin um þetta er að finna hvarvetna í atburðarás nú- tíðar og fortíðar. Kenning Cokers um þörf ríkja og bandalaga til að „enduruppgötva" sig, móta sig upp á nýtt, eflast vegna breyttra tíma og þarfa, er trúverðug. Coker dró þó ekki þá rökréttu ályktun af greiningu sinni að land- svæðasamtök ríkja, sem hefðu horfið nýlega, eins og Sovétríkja- sambandið, Warsjárbandalagið og Sambandsríki Júgóslavíu, eða önn- ur landsvæðasamtök, sem líklegt vær að mundu riðlast vegna breyttra aðstæðna, eins og t.d. ESB og jafnvel NATO, kölluðu á að al- þjóðasamfélagið „enduruppgötv- aði“ sig og efldi, yfirtæki hlutverk landsvæðasamtaka og endurskil- greindi það í víðfeðmu alþjóðlegu samhengi og samstarfi. Alþjóða- fremur en landsvæðahyggja Árið 1994 geymir góða vísbend- ingu um, að þessi þróun sé í gangi. í apríl 1994 varð samkomulag um, að Alþjóða viðskiptastofnunin (WTO) skyldi reist á grunni GATT, sem 23 ríki stofnuðu upphaflega 1948. WTO tók til starfa 1. janúar 1995. Havanaráðstefna SÞ 1947-48 náði ekki þeim árangri að gera Al- þjóða viðskiptastofnun SÞ að veru- leika. Nú hafa rúmlega 120 ríki sameinast um hana. Nái hún til- gangi sínum verða efnahagsbanda- lög takmarkaðra landsvæða, eins og t.d. ESB, smátt og smátt úrelt og óþörf. Á sama hátt gæti alþjóðasamfé- lagið, SÞ og Öryggisráð þess, „end- uruppgötvað" sig og hlutverk sitt. Þá yrðu samtökin sá virki öryggis- vörður friðar og framfara sem þeim í upphafi var ætlað að verða. Þessar hugmyndir eru veruleiki í dag. Breytingar, sem á eftir gætu komið, eru sumar skammt undan, aðrar lengra fram í framtíðinni. Skipan alþjóðamála frýs ekki föst í klakahöll kyrrstöðu. Kall tímans er alþjóðleg fremur en takmörkuð landsvæðabundin samvinna ríkja í sókn þeirra til varanlegs friðar og framfara. Hannes Jónsson Hata Islendingar börn? í Morgunblaðinu fyrr á þessu ári birtist mikil grein eftir Kristínu M. Baldursdóttur og nefndist „Kjarnaijölskyldan í kreppu". Þar er rætt um eina af máttarstoðum samfélagsins, en furðulegt er hve lítil viðbrögð hafa sést við um- ræðuefninu. Ég vil þakka þessa umfjöllun og reyna að vekja á henni frekari athygli. Fjandsamlegt börnum Greinin sjálf hefst reyndar á þessum orðum: „Þingheimur stendur gjarnan á öndinni yfir kvóta- og hvalamálum, stóriðju og evrópsku efnhagssvæði, en sjaldan hafa langar ræður verið haldnar um málefni fjölskyldunnar í ísl. þingsölum". í grein þessari er vitnað í ýmsa sem hafa í störfum komið nærri málum fjölskyldunnar. Þeir eru Sigrún Júlíusdóttir lektor, Högni Óskarssosn geðlæknir, Baldur Kristjánsson sálfr., sr. Þorvaldur Karl Helgason og Ólafur Ólafsson- landlæknir o.fl. Heimildin er bækl- ingur útgefinn af landlækni og nefnist: Mannvernd í velferðar- þjóðfélagi. Þama kemur m.a. fram eftirfar- KjaUarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti form. Leigjendasamtakanna andi: „Fjórðungur barna sjö ára og yngri og 64% barna á aldrinum 7-12 ára ganga sjálfala á daginn" og „feður smábarna vinna einum vikudegi lengur en aðrir karlmenn og 75% smábarnamæðra vinna ut- an heimilis". Einnig: „fjórðungur daglegrar neyslu barna og unghnga kemur frá söluskálum". Afleiðing: „Vitað er að óöryggi, vanlíðan og van- ræksla á bernskuárum á sinn þátt í ráðvillu og óhamingju ungmenna. Þetta getur birst í sjálfseyðileggj- andi hegðun eða árásarhneigð og orðið samfélaginu dýrkeypt". í framhaldi: „Þegar rætt er í fjölmiðlum um vandræðaunglinga, eða sjúkdóma af völdum rangra lífshátta, fær þjóðin nær undan- tekningalaust að vita hversu mikið þeir kosti samfélagið". Niðurstaða: „íslenskt samfélag viröist, þegar öllu er á botninn hvolft, nokkuð tjandsamlegt börnum." Félagsmálastofnun fyrirtækjanna Hér er því miður ekkert rúm til að endurbirta greinina, en hana má skoða frá ýmsum sjónarhorn- um. Niðurstaða hennar er þó ein og hún er þessi: Ráðamenn Islend- inga hafa um langt skeið verið svo uppteknir af að stjórna „undir- stöðuatvinnuvegunum" að málefni íjölskyldunnar hafa htt komist þar að. Það er ekki út í bláinn þegar samfélagið hefur verið nefnt „Fé- lagsmálastofnun fyrirtækjanna". Nú eru komnar til manns einar 2 til 3 kynslóðir sem farið hafa að verulegu leyti á mis við eðhlegt uppeldi, ekki síst vegna rangrar stefnu í húsnæðismálum. Afleið- ingarnar blasa við úti um allt sam- félagið. Jón Kjartansson „Ráöamenn íslendinga hafa um langt skeið verið svo uppteknir af að stjórna „undirstöðuatvinnuvegunum“ að mál- efni fjölskyldunnar hafa lítt komist þar að.“ Breyting á vinnulöggjðfinni Nauðsynlegt „Leikreglur um vinnu- stöðvanir, sem settar voru meö lög- um um stétt- arfélög og vinnudeilur árið 1938, voru miðaðar Jón Ma9núS30n, lö9. við aðstæður Iræaingur VSI. á almennum vinnumarkaði þá. Á þessum tæp- lega 60 árum hafa orðið slíkar breytingar á vinnumarkaöinum að óhjákvæmílegt er að endur- skoða reglurnar með tilliti til breyttra tima og aðstæðna. Af hálfu talsmanna verkalýðs- hreyfingarinnar hefur gjarnan verið lögö áhersla á að verkfalís- rétturinn væri neyðarréttur, sem væri ekki beitt fyrr en öll sund væru Iokuð. Flest verkalýðsfélög hafa haft þetta í heiðri en önnur félög, og þá oft félög vellaunaðra smáhópa, hafa farið ótæpflega með þennan rétt. Það þarf að auka ábyrgö samn- ingsaðila á vinnumarkaðinmn á gerð og samþykkt kjarasamninga og torvelda smáhópum að fara með verkföllum gegn þeirri launastefnu sem heildarsamtök vinnumarkaöarins marka. Tak- marka þarf rétt smáhópa til að lama starfsemi fjölmennra vinnustaða og jafnvel loka land- inu. Það er óeðhlegt að þegar jafn alvarleg ákvörðun er tekin og að boða verkfall að félagsmönnum sé ekki gefinn kostur á því að greiða atkvæði í almennri at- kvæðagreiðslu um það hvort fara eigi í verkfah, heldur sé ákvörðun tekin af fámennum hópi félags- manna, svokölluöu trúnaöar- mannaráði.“ Vandasamt „Endur- skoðun á vinnulöggjöf- imú er hið besta mál. Engin löggjöf er svo heilög að hana megi ekki endur- skoða annað slagið. Sam- tök launa- Bryndis Hlöóversdóttir, lögfræöingur ASÍ. fólks i landinu hafa líka verið fús til þess að eiga þátt í slíkri vinnu og vil ég minna á hóp sem fyrr- verandi félagsmálaráðherra skipaði tfl að skoða þessi mál. Sá hópur hefur þegar komið saman nokkrum sinnum og virtist mér starfið ganga með ágætum. Það kemur því á óvart aö sjá stefnuyf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem það er sett á oddinn að end- urskoða vinnulöggjöfina. Það er eitt sem mér þykir sér- staklega varasamt í stefnuyfir- lýsingunni en þar er þaö sagt markmiðið að auka áhrif ein- stakhnga í stéttarfélögum. Það er ekki stjórnvalda að hlutast tfl um innri málefni stéttarfélaga og get- ur hreinlega talist brot á sara- þykktum Alþjóðavinnumála- skrifstofunnar, sem íslenska ríkð er bundið af, en þar er lagt bann við slíkri íhlutun. Um vald fámeimra hópa tfl að stööva atvinnustarfsemi er þaö svo að viö búum við félagafrelsi þannig að fólki er heimilt að stofna stéttarfélög tfl stuðnings kröfum sínum. Erfitt er að setja reglur ura stærð hópa í þessu sambandi án þess að ráðast að félagafrelsinu sem er grundvall- armannréttindi. Á dreifðum og óvenju litlum vinnumarkaði, eins og þeim íslenska, getur þetta ver- ið sérstaklega vandasamt.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.