Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 Sviðsljós Fyrirsæturnar Claudia Schiffer, Naomi Campbell og Elle Macpherson við opnun Fashion Café eða Tískukaffis í New York. Claudia SchifTer og vinkonur opna kafdhús í New York: Beðið eftir brúókaupi Claudiu og Davids Fyrirsæturnar Naomi Campbell, Elle Macpherson og Claudia Schiffer hafa opnað kaffihús í New York. Það virðist í tísku meðal ríkra fyrirsætna og kvikmyndastjama að slá sér sam- an um opnun veitingastaða en Syl- vester Stallone, Arnold Schwarzen- egger og Bruce Willis hafa þegar opn- að marga veitingastaði undir nafn- inu Planet Hollywood. Þótt Claudia og „systúr" hennar úr fyrirsætubransanum opni veit- ingastað er fólk samt uppteknara af langþráðri frétt af því hvenær Clau- dia og unnusti hennar, töframaður- inn David Copperfield, ætli að ganga í það heilaga. Heilir átján mánuðir eru síðan Claudia og David opinber- uðu trúlofun sína og þykir því löngu tímabært að þau gefi út yfirlýsingu um að þau æth að ganga saman upp að altarinu. Brúðkaupstiðindi láta ekki á sér kræla. Það hefur komið af stað sögusögnum um aö trúlofunin hafi verið bragð af beggja hálfu tii að vekja athygli á sér. Claudia og David segja að ekkert liggi á og vísa þessum vangaveltum á bug. Sam- band þeirra hafi verið mjög náið áður en þau trúlofuðu sig. Þú færó verðlaunin hjá okkur Síðumúla 17 sími 588 3244 Spielberg hjálpar George Michael - laus frá Sony Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg hefur komið söngvaranum George Michael til bjargar og keypt hann undan samningum yið hljóm- plötufyrirtæki Sony. Mun Michael skrifa undir 3,5 milljarða króna samning við nýtt útgáfufyrirtæki í eigu Spielbergs og fleiri. George Michael hefur eytt 300 milljónum króna í málarekstur í til- raim til að losna undan samningum við Sony. Hann komst upp á kant við fyrirtækið þegar hann vildi draga úr kynferðislegri ímynd sinni, sem selt hefur jafn vel og röddin. Þegar sala tveggja síðustu platna Michaels olli vonbrigðum kenndi hann markaðs- setningu þeirra hjá Sony um. Hann hkti samningi sínum við Sony, sem ghti th ársins 2003, við þrælahald. Michael hafði hótað að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evr- ópu. Heimildir herma að Sony-menn hafi þá séð fram á að þeir gætu tapað málinu og voru því fegnir þegar Spi- elberg keypti Michael undan samn- George Michael er nú laus undan samningum við Sony og hefur skrifað ingi við þá. undir samning við útgáfufyrirtæki Stevens Spielbergs og fleiri. ST Ó\ ftl ROTTU R 99-1750 Verö kr. 39,90 mínútan Taktu þátt í skemmtilegum leik meö Sparihefti helmilanna og þú getur átt von á aö vinna glæsilega vinninga. Vinningarnir eru ferö til Parisar fyrir tvo á vegum Heimsferða, hljómfiutníngstæki aö verömæti 74.900 frá Takti, 10 hádegisveröir í Lóninu, Hótel Loftleiöum, og 100 Spariheftisbolir. Tii þess aö taka þátt þarft þú aö hafa viö höndina plakatiö sem fylgdi Sparlheftl helmilanna. Þú hringir I síma 99-1750 og færö uppgefnar spurningarnar viö svörunum sem eru á plakatinu. Þú svarar spurningunum 10 og sendir til Spariheftis helmllanna ásamt 3 „Kalla krónu“ límmiöum sem þú færö í hvert skipti sem þú notar Sparihefti helmilanna. Skilafrestur er til 28. apríl nk. Utanáskriftln er: Spariheftl helmilanna, Skelfunnl lla, 108 Reykjavík. Winona Ryder réttir úr kútnum: Var djúpt sokkin í drykkju og pilluát Winona Ryder, sem vakti athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Little Women, segir að það sé leik- konunni Michehe Pfeiffer að þakka að hún sé ekki lengur föst í vítahring piUuáts og brennivínsdrykkju. Winona skUdi við leUtarann Johnny Depp fyrir þremur árum og í kjölfar- ið dóu tveir nánir vinir hennar í bU- slysi. Hún segir að þessir atburðir hafi fengið mjög á sig. Hún hafi þó ekki borið tilfinningar sínar á torg, aUtaf þóst vera glöð og ánægð. Undir niðrikraumaði þó angist og kvíði og hún hætti að geta sofið. Þá leitaði hún á náðir svefnpUla og varð háð þeim. í vöku tók áfengið síðan við. En vinátta og stuðningur MicheUe Pfeiffer hjálpaði Winonu á réttan kjöl og í dag er hún tUtölulega sátt við Winona Ryder er á réttri leið eftir óreglu. lífið með unnustanum, söngvaranum David Pimer. „Það er auðvelt að faUa í þunglyndi, blekkingar og vanlíðan en erfitt að vera hamingjusamur. En það síðamefnda er miklu betra,“ seg- ir leikkonan. Uma sem Dietrich Uma Thurman, sem gerði það gott í kvikmyndinni Pulp Fiction, þarf ekki að kvíða aðgerðaleysi. Hún hefur þekkst tUboð um að leika í kvikmynd um söngkonuna Marlene Dietrich, sem heUlaði menn upp úr skónum hér áður fyrr, bæði með sérstakri rödd sinni og forkunnarfógrum fót- leggjum. Sagan segir aö spákona hafi séö í kúiu sinni fyrir hálfu ári að hún fengi þetta hlutverk. Gæti misst hárið Læknar hafa beðið Kevin Costner um að hætta að hta hárið á sér ljóst. Efni í hárlitnum fara iUa með hársvörð Kostners og svo gæti iarið aö hann yrði fyrir verulegu hárlosi. Ekki þykja áhyggjur vegna skilnaöar við eig- inkonuna, Cindy, bæta hár- vandamáUn. Hún krefst 4 millj- aröa af Costner sem þykir meira en nóg tU aö missa hárið. Örlátirvið fatafellur Samkvæmt nýlegri bók þar sem rætt er við hundruð bandarískra fatafelina er leikarinn CarUe Sheen sagður í sérstöku uppá- haldi. Hann þykir nefnUega manna örlátastur þegar stinga á doUaraseðlum undir nærbuxna- strengjnn eða sokkabeltið. Sean Penn, fyrrym eiginmaður Ma- donnu, er annar á vinsældahsta fatafellnanna og breski rokkar- inn BUly Idol sá þriðji. Hoffmanner herra Erfiður Ðustin Hoffmann, sem slegið hefur í gegn með kvikmyndinni Outbreak, þykir erfiður viður- eignar og sérvitur við kvik- myndatökur. Hefur hann fengið viðurneftúð „Mr. Difiicult" eða herra Erfiður. Hofimann segir að hann sé ekki erfiðari en margir aðrir leikarar en nafhgiftin muni engu aö síður fylgja honum i gröf- ina. Við þvi sé ekkert að gera. Þannig megi Jack Nicholson sætta sig við að vera orðaður við eiturlyf þótt hann hafi ekki neytt meira af þeim en aðrir leikarar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.