Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 25 Iþróttir íeir varnarmanna Austurríkis reyna að stöðva hann og beita við það harkalegum aðferðum. DV-mynd Brynjar Gauti nenn, 19-19. Aldrei fleiri áhorfendur á handboltaleik hér lendis Dagur Sigurðsson var lengst í leik- stjórnarhlutverkinu en Jón Kristjáns- son fór þó í þá stöðu um tíma síðari hálfleik og var ekki laust að hraðinn í sókninni hafl aukist. Sigurður Sveins- son kom inn á í síðari hálíleik og á eitt- hvað í land með að ná fyrri styrk. Sig- urður verður eflaust kominn á fulla ferð á HM. Valdimar Grímsson og Bjarki Sig- urðsson eiga fullt inni og munu örugg- lega springa út þegar HM hefst. Islenska Uðið er á tímapunkti í dag, langur og strangur undirbúningur er að baki og ekki hægt að dæma liðið út frá þessum leik. Liðinu var gefið frí eft- ir leikinn fram til dagsins í dag en þá gangast leikmennirnir undir þolpróf. Sá grunur læðist að manni að hðið sé vel undir baráttuna búið. Liðið þarf ein- faldlega á hvíldinni að halda fram að keppninni og þegar út í hana er komið mun styrkur hðsins koma í ljós. Við verðum að bera þá von í brjósti að hlut- irnir gangi upp, alhr hafa lagst á eitt og núna er komið að því að strákarnir sýni hvað í þeim býr. • Patrekur Jóhannesson, besti leikmaður íslenska liðsins í seinni leiknum gegn Austurrikismönnum á laugardag, reynir markskot. DV-mynd Brynjar Gauti Þjálfari Austurríkismanna: Það býr mikið í íslenska liðinu - spáir liðinu jafnvel í undanúrsht „Við eru mjög stoltir og ánægðir með að hafa fengið tækifæri að keppa lands- leik við íslendinga svona skömmu fyrir heimsmeistaramótið. Áhorfendurnir voru frábærir og það á örugglega eftir að verða góð stemning á heimsmeistara- mótinu. Urslitin voru góð fyrir okkur í leikjunum við íslendinga en þau segja ekkert um styrkleika íslenska hðsins. Þjálfari íslendinga hefur verið að prófa ýsmilegt í leikjunum og margir leik- menn hafa fengið að spreyta sig,“ sagði þjálfari Austurríkismanna eftir leikinn í Laugardalshöllinni. „Líkamlegur styrkur íslendinga er mikill“ „Ég veit aöþaö býr mikið í þessu íslenska liði og líkamlegur styrkur þess er mikill. Ég spái því að íslendingar fari jafnvel alla leið í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar, styrkinn hafa þeir og enn fremur sterkan heimavöh sem á eftir að reynast þeim vel,“ sagði þjálfarinn. „Við munum toppaá réttum tíma“ - segir Þorbergur Aðalsteinsson „Það er erfið vika að baki og það kom berlega í ljós í leikjunum gegn Austurríki að þreytan sagði svo sannarlega til sín. Liðið var að gera mikið af tæknilegum mistökum og misnota dauðafæri. Þetta eru mistök sem óþreytt lið gerir ekki. Ég get ekki neitað því aö ég var óánægður með margt í leiknum en það er mjög erfitt að dæma liöiö undir þessum kringumstæðum og á ég þar við strangan undirbúning síöustu vikurnar. Strákarnir fá gott frí fram að keppninni svo ég er hvergi smeykur," sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Vorum að leika á mun meiri styrk gegn Dönum“ Þorbergur sagði að Sigurður Sveinsson hefði ekki náð fullum styrk eftir meiðslin en það stæði örugglega allt til bóta. Eins væri Júlíus Jónasson að leika undir getu en meiðshn á fmgri settu þar strik í reikningin. Þess- ir tveir leikmenn búa yfir það mikilli leikreynslu að ég er alls óhræddur um þeir verði ekki komnir í gang fyrir heimsmeist- arakeppnina. Þorbergur sagðist geta fullvissað menn um að hðið hefði verið að leika á túgum pró- senta meiri styrk í sigurleiknum gegn Dönum í Kaupmannahöfn í síðustu viku en í síðari leiknum gegn Austurríki. Danir eru með geyshega sterkt lið og að vinna þá á heimavelli sagði okkur ýmislegt. „Ég þekki mitt lið það vel að ég er þess fullviss að við munum toppa á réttum tíma,“ sagði Þorberg- ur Aðalsteinsson. Patrekur Jóhannesson og Valdimar Grímsson tóku undir orð þjálfarans og sögðu þennan leik við Austurríki ekki marktækan. Þeir voru vissir um að hðið myndi smella saman og standa sig vel í heimsmeistarakeppn- inni. C5 $ i H D B A usturríki (13-12) 19-19 0-2, 1-3, 2-4, 4-4, 4-5, 6-5, 7-7, 7-9, 10-10, 12-11, (13-12). 13-16, 14-18, 17-18, 18-18, 19-18, 19-19. • Mörk íslands: Ólafur Stefánsson 9/7, Patrekur Jóhannesson 4, Valdimar Grímsson 2, Dagur Sigurðson 1, Konráð Olavsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Jón Kristjánsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveínsson 12/1. • Mörk Austurríki: Cordas 7/2, Szvetis 6, Gangel 3, Beilschmied 2, Grabner 1. Dómarar: Frá Kúveit og eiga langt í land aö teljast dómarar í alþjóölegum gæðaflokki. Áhorfendur: Um 5000 sem er met í landsleik á íslandi. Maður leiksins: Patrekur Jóhannesson. Austurríki (11-9) 25-24 1-0, 3-2, 5-3, 8-4, 10-7, (11-9). 13-12, 15-16, 18-18, 21-22, 23-23, 25-24. • Mörk liös: Gústaf Bjarnason 7, Sigurður Sveinsson 4/2, Konráð Olavs- son 3, Valdimar Grímsson 3/1, Bjarki Sigurðsson 2, Jón Kristjánsson 2, Ólaf- ur Stefánsson 2, Dagur Sigurösson 1, Patrekur Jóhannesson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 8/1, Guðmundm- Hrafnkelsson 3. • Mörk Austurríki: Zoltan Cordas 7/1, Michael Gangel 5, Harald Beiischied 4, Nohert Polacek 3, Gerald Grabn- er 2, Peter Köller2, Martin Scherer 1. Varin skot: Edw- ald Humenberger 15/2. Dómarar: Alhoulí og Aianzi frá Kúvæt, mjög slakir. Áhorfendur: Um 600. Maður leiksins: Gústaf Bjarnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.