Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 101. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
15
Skattaáþján og greiðslu
byrði unga fólksins
Það var ótrúleg staöreynd sem
lesa mátti í Morgunblaðinu 11.
apríl sl. að hjón meö 2 börn undir
7 ára aldri þyrftu 240 þúsund krón-
ur í mánaðarlaun til þess að hafa
tekjur eins og atvinnulausir. Hér
var verið að tala um útivinnandi
foreldra þar sem börnin eru á dag-
vistarstofnun. Báðir aðilar stóðu
eftir með 136.900 krónur í ráðstöf-
unartekjur.
Á síðustu árum hefur sú þróun
orðið að tekjutenging bóta hefur
farið vaxandi. Með tekjutengingu
barnabótaauka, sem í árslok 1993
var miðaður við 1.102.172 kr. sam-
eiginlegar árstekjur hjóna, er svo
komið að engir nema námsmenn
eða atvinnulausir foreldrar eiga
rétt á óskertum barnabótaauka.
Barnabætur hafa einnig verið
lækkaðar um hundruð milljóna á
KjaUaiinn
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
fyrrv. þingkona Kvennalistans
„Landsbyggðarfjölskyldan flytur því
auðvitað strax til Reykjavíkur því þar
er atvinnuleysið meira og ekki eins
mikil hætta á að fá vinnu."
Greinarhöfundur segir þá sem búa á Reykjavíkursvæðinu hafa aðgang
að lægra vöruverði og ódýrari orku til húshitunar.
síðustu 4 árum. Viðmiðunarmark
tekna til vaxtabóta vegna húsnæð-
islána hefur einnig lækkað árlega.
Borgar sig ekki að vinna
Hvað segir þetta okkur? Ungir
foreldrar sem eru að koma úr námi,
eiga 2 börn og ætla að fara að koma
sér upp eigin húsnæöi geta ekki
bætt neinu við tekjur sínar með því
að bæta á sig aukinni vinnu. Þó
þeir vinni 10-12 tíma á sólarhring
og hafi tekjur á bilinu 240-300 þús-
und á mánuði samanlagt batnar
fjárhagsstaðan ekkert.
Hins vegar veldur vinnuálagið
því að þeir hafa lítinn tíma fyrir
börnin, enn minni tíma til að sinna
áhugamálum og álagið veldur jafn-
vel heilsubresti með tilheyrandi
kostnaði vegna læknisþjónustu og
lyfjanotkunar. Hinir ungu foreldr-
ar eiga því þann kost skástan í stöð-
unni aö fara á atvinnuleysisbætur.
Þá hafa þeir tíma fyrir börnin, fyr-
ir áhugamálin, og minna álag
læknar hugsanlega stressið og
veikindin.
Það er»því best fyrir hina ungu
fjölskyldu sem vildi nýta menntun
sína í þágu þjóðfélagsins og vinna
fyrir daglegum nauðsynjum að
hætta því sem snarast. Þeir sem
búa á Reykjavíkursvæðinu hafa
síðan aðgang að lægra vöruverði
og ódýrari orku til húshitunar en
þeir sem búa úti á landi.
Landsbyggðarfjölskyldan flytur
því auðvitað strax til Reykjavíkur
þvi þar er atvinnuleysið meira og
ekki eins mikil hætta á að fá vinnu.
Þar getur hún síðan lifað á atvinnu-
leysisbótum og fengið aðstoð Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkur.
En er þetta sú framtíð sem við
viljum búa börnum okkar og
barnabörnum?
Of langt gengið
Það er alveg ljóst að allt of langt
hefur verið gengið í tekjutengingu
bóta. Námslán bera nú vexti og af-
borganir vegna þeirra eru líka
tekjutengdar. Nú þurfa menn að
greiða 7% af tekjum í afborganir
af námslánum en þurftu áður að
greiða 4%. Ekkert þak er á greiðsl-
um, þannig að því meiri tekjur sem
fyrrverandi lánþegar,. hafa, þeim
mun hærri upphæð greiða þeir af
námslánum sínum.
Er ekki eitthvað mikið að í þjóðfé-
lagi þar sem skattheimtan er orðin
slík að það borgar sig ekki lengur
að vinna á heiðarlegan hátt? Er
þarna kannski að finna skýringuna
á því að ríkissjóður verður af 10
milljörðum króna vegna svartrar
atyinnustarfserhi.
Ég vona að hinn nýi ráðherra
heilbrigðis- og tryggingamála hafi
a.m.k. skilning á alvöru málsins.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
Endurupptaka Geirfinnsmálsins:
Dómsmorð aldarinnar?
Sævar Ciecielski hefur óskað eftir
éndurupptöku á dómsmáli þar sem
hann var dæmdur til ævilangs
fangelsis. Sævar telur sig vera eitt
fórnarlamb réttvísinnar fyrir
ímynduðum glæp. Glæp sem aldrei
var staðfestur með líkfundi „þeirra
myrtu". Málatilbúningur í Geir-
finns- og Guðmundarmáli byggður
á sögusögnum og haröæri í ein-
angrunarfangelsi?
Þroskaður maður á miðjum aldri
krefst leiðréttingar á offari dóm-
stóla. Sýknun á dómi, þar sem hon-
um var þröngvað til að játa á sig
upplognar sakir sem ungmenni. Já
þvílíkt þrek. Að nenna að standa í
þessu. Það hljóta góðir að standa
að þessum manni sem hefur slíkan
kjark eftir þjáninguna.
Næg ástæða
Er Sævar að gera okkur og börn-
um framtíðarinnar greiða með því
að æskja synjunar? Eða er best að
gleyma þessu öllu saman og hugsa
sem svo að hið illa sé best gleymt
og grafið? Eða eigum við að láta
barnabörnin okkar velta sér upp
úr þessu á nýrri öld? Skrifa leikrit
um atburðina? Velta fyrir sér hvað
skóp atburðarásina. Athuga á
hvern hátt sakadómur mataði
fréttamiðla. Hvernig dómstólar
sukku í þá niðurlæginguna að
þurfa að dæma úr þessum hræri-
graut.
Hvaða viðtökur fær mál hans í
kerfinu? Hvaða áhrif á mál hans
eftir að hafa á dómskerfi framtíðar-
Kjallariiin
þeim bæ var alls staðar von svikara
og aðalblórabögglamir voru hinir
vondu menn á Vesturlöndum sem
vildu hrun kerfisins. Kerfið hrundi
innan frá vegna þess að það var
gjörspillt. Lygin uppmáluð þar sem
engin gagnrýni á valdhafana var
leyfð. Er sovétþjóðin það stolt í dag
að hún viðurkenni ekki aö milljón-
ir saklausra voru dæmdir af upp-
lognum glæpum? Rússar og ná-
grannar þeirra eru enn í sárum og
mörgum léttir að fá hann dæmdan
sem morðingja. Áfram er dulúð
yfir Palmemorðinu. Hin góða
minning um ástsælan leiðtoga er
óflekkuð. Svíar viðurkenna að
betra er að hafa marga sýknaða en
einn dæmdan saklausan.
Oftast var réttað og rannsakað
fyrir luktum dyrum. Olíkt því sem
gerist í Ameríku, samanber Simp-
son máhð. Ef til vill liggur þar
hundurinn grafinn? Leyndin í op-
Sigurður Antonsson
framkvæmdastjóri
innar? Þvílíkar og eflaust fieiri
spurningar eiga eftir að vakna. Eða
er íslenskt réttarkerfi og íslensk
þjóð tilbúin að viðurkenna að mis-
tök hafi átt sér stað? Sýkna Sævar
og hin ungmennin sem fengu álíka
dóma í dómsmorði aldarinnar?
Það eitt að fieiri grunuðum var
haldið að ástæðulausu í margra
mánaða einangrunarfangelsi í
Geirfinns- og Guðmundarmáli er
næg ástæða til endurupptöku.   .
Hvernig bregðast þjóðir við?
Sovétkerfið hélt uppi mestu sýnd-
arréttarhöldum sögunnar til að
vernda völd Stalíns og félaga. Á
„Það eitt að fleiri grunuðum var haldið
að ástæðulausu í margra mánaða ein-
angrunarfangelsi í Geifinns- og Guð-
mundarmáli er næg ástæða til endur-
upptöku."
eiga vafalaust langt í land með að
jafna sig á ógnarverkunum.
Norðmenn héldu uppi Rússa-
grýlu með því að gera alla tor-
tryggilega er áttu viðræður við
friðardúfuhreyfingar kommúnista.
Þeir gátu einnig gengið of langt.
Þeir véluðu rannsóknar- og dóms-
kerfið með ótrúlegustu leiksýning-
um til að dæma Arne Treholt í
margra ára fangelsi fyrir afbrot
sem aldrei voru skilgreind al-
mennilega.
Æðri dómstóll í Svíþjóð sýknaði
Patterson af Palmemorðinu. Eftir
að undirréttur hafði fundið hann
sekan. Ef til vlll hefði það verið
inberum málum. Eða hvað um
verksvið og menntun rannsóknar-
manna?
Fyrst eftir að Akureyringurinn
Jón Kristinsson hafði unnið mál
sitt fyrir Mannréttindanefndinni í
Strassborg sáu íslendingar ástæðu
til að breyta lögunum. Að skilja að
rannsóknarvald og dómsvald. Þor-
geir Þorgeirson fór einnig til
Strassborgar og vann mál sitt gegn
lögreglustjóra. Réttur einstaklinga
kemur að utan. - Ástæða er til að
veita Sævari Ciecielski fullan
stuðning í málaleitan sinni.
Sigurður Antonsson
Jón Steindor Valdimare-
80n, löglrtcóingur Sam-
laka iönaðarins
Meðog
ámóti
Ríkiðniðurgreiðir
innfluttanbjór
Hagræðiðer
vanmetíð
„Já. Það er
hægt að
rökstyðja
með því að
ÁTVR kaupír
bjórinn er-
lendisogann-
ast alla um-
sýslu hans
eins og hver
önnur heild-
sala. Við telj-
umað ÁTVR vanmeti stórlega
það hagræði sem i þessu felst fyr-
ir erlenda framleiðendur og væri
rétt að rukkabá um. Það sér hver
heilvitamaðuraðþaðkostarpen-
inga að reka heildsölu. Erlendir
bjórframleiðendur njóta þess að
ÁTVR getur í krafö stærðar sinn-
ar knúiö fram mjög hagstæöa
fluMngssamninga og er þaö látið
koma fram í verði bjórsins. í
þessu sambandi er rétt að benda
á að islenskir gosdrykkjafram-
leiðendur hafa náð þvi að hafa
nær 100% markaðshiutdeild á
meðan ekki hefur tekist að halda
nema milli 60-70% hlutdeild í
bjornum. Búa þó gosdrykkja-
framleiðendur við óhefta sam-
keppni erlendis frá og gosdrykkir
og bjór eru að mörgu leyti hlið-
stæð vara. Erlendis hafa innlend
ar tegundir yfir 90% roarkaðs-
hlutdeöd. Við teljuro að ÁTVR
ætti einungis að kaupa bjórinn
hérlendis, þ.e. láta erlenda fram-
leiðendur annast sjálfa mnflutn-
ing oglagerhaid og afgreiðasíðan
til ÁTVR eftir hendinni eins og
íslenskir framleiðendur gera. Þá
sætu allir við sama borð."
Innlendur bjór
meira niður-
greidduren
mjólk
„NeL RMö
niðurgreiðir
ekki innflutt-:-
an bjór, síður
en svo. Þessi
ásökun kem-
ur úr hörð-
ustuáttþvíað
rikið er i
rauninni búið
að . niður-
greiða ís-
lenskan bjór meira á hvern lítra
en hjór er niöurgreidd til ung-
barna á íslandi. RMð hefur verið
að lækka niðurgreiðslu á inn-
fluttum bjór í þrepum frá 1989 og
loks yar siðasta skrefið tekið 1.
maí. í leiðinni breytti ríkið álagn-
ingarreglunum innanlands ís-
lensku framleiðendunum í hag
vegna þess að innlendir framleið-
endur eru búnir að grenja í fjár-
málaráðuneytinu frá því bréf
barst frá Éftirlitsstofnun EFTA
um að álagning innflutnings-
gjalds á erlendan b]ór væri
óheimil þar sem það mismunaði
jslenskri framleiðslu og erlendri
Innlendir framleiðendur hafa
gegnuro árin okrað á ríkinú í
skjóli verndartolla enda hefur
verðmunur verið lítill á innlend-
um og erlendum bjór. Þegar inn-
flutningsgjaldið var afnumið köin
allt í einu í Ijós að innlendir fram-
leiðendur gátu lækkað mnkaups-
verð til ÁTVR ura 20 prósent Það 'i
segir ýmistegt."
Þoreledin Halldörespn,
umboðsmaSgr BBburs-
er-bjórs
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40