Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 101. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
Iþróttir
Þjóð í þjálf un
Hléæfingar í Japan
• í Japan hafa hléæfingar ver-
iö stuhdaðar um árahil í fyrir-
tækjum. Tvisvar á dag í 4-6 mín-
útur hefur vinna veriö stöðvuð
og léttar líkamsæfingar gerðar
með því markmiði að auka teygj-
anleika vöðva og hreyfanleika
liða, minnka spennu og bæta
starfsandann.
Göngutúr í hádeginu
• Göngutúrar í hádeginu eru
ágæt líkamsrækt. í stað þess að
sitja yfir disknum og kafflbollan-
um er tilvalið að biðja vinnufé-
laga að koma í stuttan göngutúr.
Taktu frumkvæði.
Að stilla stóttnn
• íslendingar vinna í skorpum
og hætta ekki fyrr en verk er
klárað. Oft hugum við ekki að lík-
amsbeitingu okkar fyrr en við
finnum til. Við erum ósérhlífnir.
Taktu þér hvíld af og til. Breyttu
sem ofiast um vinnustellingu og
notaðu hjálpartæki þegar við á.
Kannt þú að stilla stóhnn þinn?
Hugsið um beltin
• Árlega slasast um 60 þúsund
íslendinga. í langflestum tilvik-
um má rekja orsakir slysa til van-
mats á aðstæðum, þekkingarleys-
is, ofmats á eigin getu eða kæru-
leysis. Flest dauðsföll og alvarleg
slys í umferðinni má m.a. rekja
til þess að öryggisbelti var ekki
notað. Hefur þú hugsað um þetta?
Notar barnið hjálm?
• Á höfuðborgarsvæðinu hafa
um 400 börn slasast á reiðhjólum
á 10 árum og margir með höfuðá-
verka. Talið er að fækka megi
höfuðáverkum um 60-70% við
hjálmanotkun. Notar þitt barn
hjálm?
Upphitun nauðsynleg
• Landsliðið í handbolta hitar
ávallt vel upp fyrir hvern leik.
Komið hefur í ljós að algengustu
íþróttaslysin verða við knatt-
spyrnu- og handboltaleiki og síð-
an leikfimi. Góð upphitun fyrir
leiki og leikfimi hefur þýöingu og
getur dregið úr íþróttaslysum.
Flestir meiðast fyrstu 30 mínút-
urnar í leik. Flest meiðslin verða
í liði sem hefur minnstu þjálfun-
ina.
Að breyta lífsstílnum
• Algengt er að fólk reyni aö
breyta lífsstíl sínum. Fólk reynir
að hreyfa sig meira, neyta minni
sykurs eða fitu. Sumir reyna aö
hætta að reykja, aðrir að fara í
megrun og jafnvel einhverjir
reyna að neyta minna áfengis.
Yfirleitt reyna konur oftar að
breyta lífsstíl sínum. Langflest-
um tekst það, einum eða fleiri
þáttum. Hvað með þig? Hefur þú
reynt.      Gunnar Einarsson
þjálfari
Nýtt - Nýit -Nýtt
'Handbolta- og
knattspyrnublað
Aðeins 200 krónur
i áskrift
SímL' 565-3964
Tveir dagar í fyrsta leik Islands á HM:
„Við verðum að
hugsa um eitt
þrepíeinu"
- segir Þorbergur Aðalsteinsson
Það eru fimm ár síðan Þorbergur Aðal-
steinsson tók viö þjálfun íslenska landsl-
iðsins í handknattleik. Þá þegar var stefn-
an sett á góðan árangur í heimsmeistara-
keppninni á íslandi 1995 - langur aðdrag-
andi en nú er tíminn Uðinn. Aðeins rúmir
tveir sólarhringar þangað til flautað verð-
ur til fyrsta leiks íslands í keppninni, gegn
Bandaríkjamönnum í Laugardalshöllinni
á sunnudagskvöldið klukkan 20. Vinnan
er að baki, nú er komið að alvörunni og
tími til að láta verkin tala.
„Maður hefur lengst af ekki hugsað mik-
ið út í hve skammt sé í keppnina. Undanf-
arið ár hefur verið unnið baki brotnu til
að hafa alla hluti í lagi, og mér sýnist að
nú í upphafi keppninnar sé allt sem við-
víkur liðinu í góðu lagi, og hægt að ein-
beita sér að sjálfum handboltanum," sagði
Þorbergur í samtali við DV í gærkvöldi.
Stefnt á eitt af
sjö efstu sætunum
Þorbergur og lærisveinar hans hafa sett
stefnuna á að ná einu af sjö efstu sætunum
í keppninni og tryggja sér með því sæti á
ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári.
„Þetta er það sem skiptir máli og um önn-
ur markmið segi ég ekkert. Við þurfum
fyrst að einbeita okkur að riðlinum, síðan
að 16-liða úrslitunum, síðan að 8-liða úr-
shtunum. Þetta er svo erfið keppni að það
er ekki hægt að hugsa um nema eitt þrep
í einu."
- Hvernig er að byrja keppnina á því að
leika gegn Bandaríkjunum og Túnis, þeim
tveimur liðum sem menn segja að liðið
eigi að vinna?
„Það er erfitt, en ég er fegnari því að
mæta Bandaríkjunum í fyrsta leik. Túnis
er með sterkara lið en Bandaríkin og við
fáum kost á því að velta okkur uppúr leik
Túnis við Sviss, þannig að þá á ekkert að
koma okkur á óvart. Túnisbúar leika dæ-
migerðan arabahandbolta, spila hratt og
með vörnina framarlega. Þeir töpuöu fyrir
Frökkum með aðeins einu marki um dag-
inn, og þeirra markmið er að komast í
16-liða úrslitin."
Bandarikjamenn ekki
spilað síðan í janúar
- Hvað veistu um Bandaríkjamenn á þess-
ari stundu?
„Við vitum það helsta en þeir hafa ekk-
ert leikiö síðan þeir spiluðu þrjá leiki í
Portúgal í janúar. Þeir töpuðu öllum leikj-
unum en þeir voru jafnir. Ég býst við því
að Bandaríkjamenn leiki grimman varn-
arleik og þeir eru dálitlir klaufar í brotun-
um. Markvarslan er ágæt og svo spila
þeir mjög kerfisbundinn bolta sem við
þurfum að brjóta upp. Markatalan ræður
þegar upp er staðið svo við þurfum líka
að hugsa um hana, en fyrst og fremst
stefnum við að sigri, síðan verður þetta
að ráðast."
Vitum lítið um
Kóreubúana
- Hvað með hin liðin í riðlinum, Ungverja-
land, Sviss og Suður-Kóreu?
„Þetta eru allt mjóg sterk lið. Við vitum
reyndar sama og ekkert um Kóreubúa,
þeir hafa lítið leikið, en við sjáum þá þrisv-
ar áður en við mætum þeim. Ungverjar
stóðu sig ágætlega í móti um daginn og
Svissarar eru alltaf sterkir þó þeir hafi
tapað stórt í Frakklandi á dögunum. Þaö
er ekki marktækt og þeir eru með öflugan
mannskap. Það er lykilatriði fyrir okkur
að vinna riðilinn, ef við ætlum okkur stóra
' hluti í keppninni, og við stefnum að því.
Þá myndum við líklegast mæta Slóveníu,
en það er ekki tímabært að velta sér of
mikið upp úr því ennþá," sagði Þorbergur
Aðalsteinsson.
IA í undanúrslitin
Daníel Ólafeson, DV, Akianesí:
Skagamenn komust í gærkvöldi í
undanúrslit Litlu bikarkeppninnar í
knattspyrnu þegar þeir sigruðu
Eyjamenn, 2-0, í fyrsta grasleik tíma-
bilsins sem fram fór á æfingasvæð-
inu á Akranesi.
Bjarki Pétursson  skoraði  bæði
mörk ÍA. Dejan Stojic, nýi sóknar-
maðurinn hjá Skagamönnum, lék vel
og lofar góðu fyrir sumarið.
Skagamenn mæta sigurvegaranum
úr leik Keflavíkur og Breiðabliks í
undanúrslitum keppninnar á þriðju-
daginn. Ef Kefiavík íánnur, verður
spilað á Akranesi, en ef Breiðablik
vinnur verður spilað í KópaYOgi.
Framarar unnu Þrótt
Fram sigraði Þrótt, 2-1, í lokaleik    Lokastaðan í A-deildinni:
A-deildar  Reykjavíkurmótsins  í   KR.........................5 5 0 0 16-2  15
knattspyrnu á gervigrasinu í Laug-   Þróttur..................5  3  0  2 13-11  9
ardal í gærkvöldi. Ágúst Ólafsson og  Fram.....................5 2 2  19-88
Hólmsteinri Jónasson skoruðu fyrir   fy^....................5 2  1  2 15-13 7
Fram í fyrri hálfleik en Guðmundur  Í^Í"*"V"...............I 11 l ,« „
r.'n/-.- í    t  . .  .„,,  .   ,»  .    Vikingur...............5  0  0  5  1-15  0
Pall G slason fynr Þrot i þeim siðarL    víki    falla f B.deildina en Valur
Þrottarar hofðu fyrir leikinn try ggt     Leiknir Mka a úr&m um ^
ser annað sætið i deildinm og þeir   þeirra j A.deildinni á Leiknisvellin.
leika þvi til urshta gegn KR um   um á m     klukkan „
Reykjavikurmeistarauahnn     a
mánudagskvöldið.
Bætt staða Niirnberg
Daníel Ólafesan, DV, Akranesi:
Fjárhagsvandræði þýska knatt-
spyrnufélagsins Niirnberg, sem Arn-
ar og Bjarki Gunnlaugsson leika
með, minnkuðu aðeins í vikunni.
Félagið framlengdi þá auglýsinga-
samning sinn við teppafyrirtækið
Aro, sem er í eigu Michaels Roth,
forseta Niirnberg, til fjögurra ára.
Félagið fær um 450 milljónir ís-
lenskra króna fyrir samninginn.
HM aöhl
Þorbergur Aðalsteinsson hefur stefnt á HM á íslandi undanfarin fimm ár
sunnudagskvöldið.
Tonar með Tékkum
Michal Tonar, örvhenta skytt-
an snjalla sem lék með HK í tvö
ár, spilar með liði Tékklands á
HM. Tonar er 26 ára og spilar nú
með þýsku neðrideildarliði, en
hann er fjórði reyndasti leikmað-
ur Tékka með 103 landsleiki.
Ungt lið Kóreu
Suður-Kórea, einn af mótherj-
um íslands, teflir fram mjög ungu
liöi, og enginn er eftir sem spilaði
í HM í Sviss 1986. Aldursforseti
liðsins, Sang-suh Back, er aðeins
26 ára.
Duranona ekki með
Kúbumaðurinn Juhan Duran-
ona, einn af snjallari handknatt-
leiksmönnum heims, spilar ekki
á HM. Duranona, sem varö
markakóngur HM1990, flúði land
fyrir skömmu.
Afram Island
Einn skorii
-líklegaRóberi
Síðdegis í dag liggur endanlega fyrir
hvaða 16 leikmenn taka þátt í heimsmeist-
arakeppninni í handknattleik fyrir íslands
hönd. Hópurinn hefur talið 17 menn und-
anfarna daga, þannig að í dag er draumur-
inn úti hjá einum leikmanni.
Viðbúið er að það sé Róbert Sighvatsson,
Rússar möluð
Rússneska landsliðið sigraði Stjörnuna,
35-23, í æfingaleik sem fram fór í Garða-
bænum í gærkvöldi. Rússarnir léku af
miklum krafti, sérstaklega framan af, og
æfingalitlir leikmenn Stjörnunnar áttu
litla möguleika á móti þeim.
Viatcheslav Atavin, sá hávaxni og snjalli
Lokaspretturinn j
Til Hveragerí
Lokaspretturinn hjá íslenska landshð-
inu í handknattleik fyrir HM verður á
Hótel Örk í Hveragerði. Liðið æfði í Laug-
ardalshöllinni í morgun og síöan áttu leik-
mennirnir sitt síðasta frí fyrir keppnina.
í fyrramáUð æfa þeir aftur í Hölhnni,
borða síðan og halda klukkan 14 til Hvera-
gerðis.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40