Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 101. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
31
Fréttir
Snæfellsbær:
Þrirnýir
sumarbú-
staðir á
Lýsuhóli
Súnon Signmionsson, DV, Göröum:
Margir leggjaí lahgferðir á vor-
in, bæðiferðamenn ogfarfugiar.
Fleiri færa sig um set, þrír fall-
egir sumarbustaðir voru fluttir
langa leið frá Hvolsvelli alla leið
að Lýsuhóli í Snæfellsbæ þann
26. april. Þetta var erfið Ieið,
þurfti að krækja fyrir ailar
hengibrýr og torfærur. ^jarni
Vigfússon og Þorgeir Árnason úr
Snæfelisbæ sáu um öutninginn
og tókst hann ágætlegá enda eru
þeir félagar vel tækjum búnir.
Hjónin Jóhanna Bára og Agnar
hafa tekið við ferðaþjónustunni
að Lýsuhóli og reka þar gistiþjón-
ustu og hestaleigu.
Hestaleigan að Lýsuhóli hefur
verið mjög vinsæl á undanförn-
umárum og hestar þaðan i miklu
áliti. Ábúendur hafa margsinnis
sélt gæöinga til Þýskálands og
ferðast þangaö og Þjóðverjar
koma mikið að Lýsuhóli.
Vorkoma
Símon Signrmonsson, DV, Görðvun:
Vorið og veðurbliðan kom í
Staðarsveít nákvæmlega sama
dag og í fyrra, 29. apríl. Hinir
þykku skaflar vetrarins hverfa
óðum á láglendi og ís leysir af
vötnum og lækjum.
Stór fálki hefur verið hér í
sveitinni í vor og hafa fundist:
dauðar rjúpm- sem hann hefur
veriö að éta.
Tveir ernir hafa verið hér einn-
ig. Þeir eru ekki mjóg styggir og
hafa margir vegfarendur séð þá
við Lýsuvötnin og nálægt vegin-
um: Einn bóndinn gaf þeimkind-
arskrokk og hafa þeir setið aö
honum í ró og næði.
Snæfelisjókull skartar sfnu feg-:
ursta éftir mikinn snjóavetur og
eru ferðamenn farnir að streyma
upp á hann frá Arnarstapa með
vélsleðum Tryggva, staðarhald-
ara á Snjófelli.
Bæjarráð Akureyrar hafnaði bjórsölu á HM:
Bæjarsfjórn líklega
kölluð til aukaf undar
- öruggt talið að meirihluti sé í bæjarstjórn fyrir bjórleyfinu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þessi afgreiðsla bæjarráðs nær
ekki nokkurri átt. Það þýðir ekki að
vera að taka að sér alþjóðlega keppni
eins og þessa og koma svo með þenn-
an úrelta afdalahugsunarhátt," segir
Þórarinn B. Jónsson, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, um
þá ákvörðun meirihluta bæjarráðs í
gær að heimila ekki sölu á bjór á
leikjum heimsmeistarakeppmnnar í
handknattleik á Akureyri.
Sigfríður Þorsteinsdóttir, bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokks, gekk við
afgreiðslu málsins til hðs við fulltrúa
minnihlutans í bæjarráði, þau Sig-
ríði Stefánsdóttur, Alþýðubandalagi,
og Sigurð J. Sigurðsson, Sjálfstæðis-
flokki, sem höfnuðu bjórsólunni.
Hins vegar vildu Gísh Bragi Hjartar-
son, Alþýðuflokki, og Þórarinn B.
Sveinsson,  Framsóknarflokki,  að
leyfið yrði veitt.
Vitað er að meirihluti er fyrir því
í bæjarstjórn að veita leyfið. Bæjar-
ráð benti á í afgreiðslu sinni að loka-
afgreiðsla málsins væri í höndum
bæjarstjórnar en næsti reglulegi
fundur hennar er ekki fyrr en 16.
maí eöa skömmu áður en keppninni
lýkur. Því var strax í gær farið að
ræða um að boða til aukafundar í
bæjarstjórn en það verður gert fari
fjórir bæjarfulltrúar fram á fund.
„Ég skil ekki annað en að það verði
kallaður saman aukafundur í bæjar-
stjórninni nú um helgina," sagöi Þór-
arinn B. Jónsson. Undir það tóku
fleiri bæjarfulltrúar sem DV ræddi
við í gær. Veröi málið tekið fyrir þar
um helgina virðist ljóst að umsóknin
um bjórsöluna á leikjum HM á Akur-
eyri verður samþykkt.
Sýslumaður
hafnarlík-
uppgrefti
Sýslumaður á Hornafirði hefur
neitað því að lík manns verði grafið
upp svo hægt sé að færa sönnur á
faðerni í sérstæðu barnsfaðernismáli
sem komið er upp á Hornafirði og
sagt var frá í DV á miðvikudag.
Málið er sérstætt þar sem bæði
„dóttir" og meintur faðir eru látin.
Deilt er um 40 milljóna króna arf og
í stefnu Jóns Oddssonar, lögmanns
barna „dótturinnar", kemur hins
vegar fram að litið sé svo á að þar
sem þessi umbeðnu gögn séu ekki
lögð fram sé við úrlausn málsins
hægt að líta svo á að DNA-rannsókn
hefði sannað að hinn látni væri faðir
umræddrar dóttur. Dómari getur
einnig ákveðið hvort afla beri gagn-
anna með því að grafa líkið upp.
MáUðverðurþingfestl.júní.   -pp
Snjóf lóð á
Bjórsölumálið var líka til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær og þar var samþykkt að heimila sölu bjórs i
laugardalshöllinni á meóan á HM stendur. Hér ræðst þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, og Guðrún ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, málið í fundarbyrjun.                      DV-mynd BG
Snjóflóð féll á Óshlíðarveg í gær-
kvöld. Flóðið féll ofan á vegskála við
Steinsófæru og var svo stórt að það
féll fram af munna skálans og lokaði
veginum. Annað flóð féll stuttu síðar
á sama stað og lokaði næstum fyrir
munnann. Um tvo tíma tók að koma
moksturstækjum á staðinn og opna
veginnaftur.              -pp
Viðræður um norsk-íslensku síldina í vaskinn:
íslendingar og Færeyingar
halda áfram samningum
- Norðmenn óttast ofveiði og hrun að nýju
„Það eru auðvitað mikil vonbrigði
að við skulum ekki hafa náð sam-
komulagi. Við höfðum bundið
ákveðnar vonir við að samkomulag
þessara fjögurra þjóða um síldina
myndi leiða til þess að aðrar þjóðir
myndu fylgja fordæminu, segir Stein
Owe, skrifstofustjóri í norska sjávar-
útvegsráðuneytinu og formaður
norsku samninganefndarinnar,
vegna slita á viðræðum um veiðar
úr norsk-íslenska síldarstofninum.
Hann vildi ekker segja um það
hversu mikið hefði borið í milli ís-
lendinga og Norðmanna um veiði-
kvóta en segist hafa miklar áhyggjur
af viðgangi norsk-íslenska síldar-
stofnsins.
„Þetta er stofn sem var ofveiddur
á sínum tíma og hrundi. Okkur hefur
tekist að byggja hann upp að nýju
en nú blasir það við að við gætum
setið uppi með hrun að nýju, segir
Stein Owe.
Samkvæmt heimildum DV vildu
Norðmenn lítið hvika frá tilboði sínu
um rúmlega 60 þúsund tonna kvóta.
íslenska sendinefndm aftur á móti
hélt sig við 140 til 150 þúsund tonna
kvóta. Norðmenn vildu ekki hreyfa
sig frá þeirri tölu nema um sem nem-
ur órfáum tonnum og þá með því
skilyrði að samningarnir væru á
lokastigi.
„Það bar of mikið í milh varðandi
óskir okkar um kvóta annars vegar
og það sem Norðmenn og Rússar
töldu óhætt að veiða úr síldarstofnin-
um. Við erum ekki sammála um þær
tölur og teljum að það sé áhættulaust
að það verði töluverðar veiðar úr
stofninum í ár. Það er verið að tala
um bráðabirgðalausn núna í ár og
það hefði ekki skaðað neitt vöxt og
viðgang stofnsins ef við hefðum feng-
ið einhverja góða tölu fyrir okkar
sjómenn, segir Helgi Ágústsson,
sendiherra og formaður íslensku
sendinefndarinnar.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra segir að nú verði teknar upp
viðræður við Færeymga um sameig-
inlegan kvóta þjóðanna tveggja.
„Það veröur haldið áfram að tala
saman milh þjóðanna og leitað sam-
eiginlegrar niðurstöðu. Ég get á
þessu stigi ekki sagt til um það um
' hve mikinn kvóta verður að ræða,"
sagði Halldór.
Hæstiréttur mildar dóm yfír kyiiferöisbrotamanni:
Bar áfengi í pilta
og misnotaði þá
Hæstiréttur mildaði í gær dóm
yfir kynferðisbrotamanni í fimm
mánaða fangelsi en maðurinn hafði
verið dæmdur í átta mánaða fang-
elsi fyrir Héraðsdómi Suðurlands.
Maðurinn, sem er 49 ára, var
dæmdur fyrir að hafa veitt tveimur
15 ára piltum áfengi og síðan mis-
notað þá kynferðislega. Dómurinn
taldi sakborninginn, sem er fjöl-
skyldumaður, hafa noffært sér
vinnuaðstöðu sfna og vínhneigð
piltanna til að svala afbrigðilegri
kynhneigð sinni.
Atvilcjn áttu sér stað í bæjarfélagi
á Suðurlandi árið 1993. Þegar kenn-
ari varð bess áskynja að öörum
piltinum leið mjðg illa andlega för
barnaverndarnéfhd i máhð sem
siðan kærði umræddan mann til
lögreglu. Rannsókn hófst þegar i
stað.
•Ákærði rak veitingahús og not-
færöi sér aðstöðu sina méð þvi að
bjóða drengjunum til sín og veita
þeim áfengi. Hann var"í héraði
dæmdur fyrir þetta, Binnig var
hann dæmdur fyrir að hafa farið
með piltana út fyrir bæinn og tiaft
í frammi kynferöislegar athafnir.
Hæstiréttur taldi hins vegar var-;
hugavert, i ljósi þess hve annar
piltanna heföi verið ölvaður í eitt
skiptið, að telja sannað, með hlið-
sjón af framburði hans, að maður-
inn hefði genglð jafn langt og hér-;
aðsdóraari taldi ograildaðiþví refs-
inguna.
Héraösdómur komst meðai ann-
ars að þeirri niðurstööu að lostugt
athæfi ákærða í orði óg æði virtist
hafa markað djúp spor í viðkvæmt
tilfinningalíf piltanna. Óhikað hélt ¦
hann afengi að drengjunum þótt
hann vissi að þeir ættu við áfengis-
vandamálaðstríða.         -pp
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40