Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 118. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1995
Fréttir
Steingrímur Njálsson, sem nú afþlánar fangelsisdóm, enn á ný fyrir dóm:
Ákærður fyrir að svipta
þroskahef tan mann frelsi
- einnig ákærður fyrir að gera tilraun til að hafa við hann kynmök
Akæra var þingfest á hendur
Steingrími Njálssyni, dæmdum kyn-
ferðisafbrotamanni, í Héraðsdómi
Reykjavíkur í fyrradag. Steingrímur
er ákærður fyrir að svipta þroska-
heftan mann frelsi sínu og gera til-
raun til að hafa við hann kynmök.
Atvikið átti sér stað föstudaginn 6.
júní að heimili Steingríms, gömlum
sumarbústað við EUiðavatn.
Að sögn móður mannsins hittust
Steingrímur og maðurinn fyrir utan
heimili þess fyrrnefnda um kvöldið
umræddan dag. Maðurinn fór upp í
bíl með Steingrími enda hélt hann
sig þekkja hann frá vinnu sinni, og
héldu þeir í sumarbústað Steingríms
en kveikt var í bústaðnum nýlega.
„Steingrímur bauð syni mínum
mat og kók og spurði hvort hann
vildi ekki koma inn. Þegar inn var
komið segir sonur minn að Stein-
grímur hafi farið að ræða við sig og
spurt hvort þeir ættu ekki að klæða
sig úr - þeir væru jú báðir menn og
hefðu ekkert að skammast sín fyrir,
og hóf aö fækka fötum. Þá vissi sonur
minn að það var ekki allt með felldu
og varð hræddur. Steingrímur tók
að bjóða honum áfengi og setti dóna-
spólur í myndbandstækiö og það eitt
jók á hræðslu sonar míns sem varð
enn betur ljóst hvað var um að vera
og hann reyndi að komast út. Hann
reyndi að ná í kuldagalla sinn en
Steingrímur neitaði honum um hann
svo hann lokaði sig inni á salerni.
Hann sagðist hafa verið orðinn ofsa-
hræddur og verið farinn að skjálfa
eins og hrísla og gráta," sagði móðir-
in í samtali við DV eftir að atvikið
átti sér stað.
Maðurinn komst út eftir að hafa
verið í haldi á þriðja tíma inni í hús-
inu en móðir mannsins segir að áður
hefði Steingrímur hótað honum öllu
illu ef honum dytti í hug að kæra
atburðinn til lögreglu.
Steingrímur er nú ákærður fyrir
að hafa gert tilraun til að notfæra sér
andlega annmarka mannsins til þess
að hafa við hann kynferðismök.
Heimilt er að dæma hann til allt að
sex ára fangelsisvistar fyrir slíkt
brot. Einnig er hann ákærður fyrir
að halda manninum föngnum. Allt
að sex ára fangelsisvist Uggur við
broti af slíku tagi. Til vara er hann
ákærður fyrir að hóta manninum
frelsissviptingu og líkamsmeiðing-
um en allt að tveggja ára fangejsi
hggur við því broti.
Brotaferill Steingríms nær allt aft-
ur til ársins 1959. Hann hefur hlotið
fjölmarga dóma fyrir kynferðisbrot,
auðgunarbrot, skjalafals, líkamsá-
rásir, brot gegn umferðarlögum og
að hafa svipt menn frelsi sínu.
Aðalmeðferð málsins fer fram 2.
júní fyrir luktum dyrum og er fjöl-
skipaður dómur í málinu. Steingrím-
ur situr nú af sér fangelsisdóm fyrir
umferðarlagabrot og þjófhað. Auk
þess er annað mál á hendur honum
tilmeðferðarhjáHæstarétti.    -pp

Kleifarvatn:
Mokveiði síð-
ustu dagana
- 8 punda fiskur veiddist
„Það hefur verið mokveiði í Kleif-
arvatni síðustu vikuna enda hafa
veiðst kringum 300 fiskar. Sá stærsti
er 8 pund," sagöi Guðmundur Sigur-
jónsson, formaður Stangaveiðifélags
Hafnarfjarðar, í samtah við DV.
Feiknaveiði hefur verið í vötnunum
í kringum Reykjavík, EUiðvatni, Víf-
Usstaðavatni, Kleifarvatni og HUðar-
vatni í Selvogi síðustu dagana.
„Þessi veiði í Kleifarvatninu hefur
mest verið syðst í vatninu þar sem
vatnið er mjög grunnt. Veiðimenn
hafa verið að veiða hUð við hUð und-
anfarið í vatninu. Stærsti fiskurinn
sem komið hefur á land er 8 pund
og svo veiddist 6 punda líka," sagði
Guðmundur Sigurjónsson enn frem-
ur.
Mjög góð veiði hefur verið í HUðar-
vatni í Selvogi, félagar úr Armönn-
-um voru við veiðar fyrir skömmu og
veiddu 100 flska. Stærsti fiskurinn
úr HUðarvatni er 5 pund.
Félagar í stangaveiðifélaginu voru
að koma frá Djúpavatni og var ljót
aðkoman í veiðihúsinu. Ýmsum hlut-
• Frímann Ólafsson með tveggja
og fjögura punda bleikjur fyrir fáum
dögum.    DV-myndirGuðmundur
um hafði verið stolið úr veiðihúsinu
og var Ula gengið um það.
Lögreglumenn á Suður- og Suðvesturlandl hafa undanfarna daga sektað á þrifija hundrað ökumenn fyrir of hrað-
an akstur en nú stendur yfir umferöarátak þar sem fylgst er mefi ökuhraða. Hér er lögreglumaður að kanna öku-
skirteini ökumanns.                                                                       DV-mynd S
Akureyri:
Snjókoma
íefrí
byggðum
Snjókoma var í efri byggðum Akur-
eyrar í morgun. Þótt einungjs hafl
verið um snjóföl að ræða eru menn
orðnir þreyttir á langri viðdvöl vetr-
ar norðan heiöa. Hitamælir á lög-
reglustööihni á Akureyri sýndi ein-
ungis rúmlega l stig í morgun.
-PP
Lambalgötskynningin í New York:
Bændasamtökin
eiga heiðurinn
Vegna fréttar DV si míðvikudag
um kynningu á Ufrænt ræktuöu
íslensku lambakjöti í New York
skal þaö leiðrétt aö hún fer ekki
fram með stuðningi Útilutnings-
ráðs eða Flugleiða heldur eingön g u
Bændasamtaka islands og mark-
aðsnefndar þeiira á sölu lamba-
kjöts. Eru \4ðkoma|«Ö beðrdr vel-
virðingar á þessum mistökum sera
alfariö eru blaðsins.
Sömuleiðis raátti skiija á fréttinni
að starfsmenn fyrirtækiains Cook-
ing Expelíence í New York, sem er
í eigu íslendinga, væru 230 talsins,
Hið rétta er að um lausráðna
starfsmenn er að ræða sem flestir
hafe verið 123 en fæstír 10. Fastir
starfsmenn eru aðeins 2. Einnig er
beðist velvirðingar á þessura tnis-
tokum,
Formaður Kristilegra demókrata í Noregi:
Skil vel aðstöðu
íslendingaífisk-
veiðideilunni
- allt of mikil harka hlaupin í málið
Reynir Traustason, DV, Ósló:
„Ég skil þá aðstöðu sem íslending-
ar eru í. Fiskveiðar skipta þá mjög
miklu máh og þetta er aðalatvmnu-
greinin," segir Valgerd Svarstad
Haugland, nýkjörinn formaður
Kristilega demókrataflokksins í Nqr-
egi, í samtah við DV, vegna deilu ís-
lendinga og Norðmanna um fisk-
veiöimál í Síldarsmugunni og Smug-
unni.
Valgerd, sem er þingmaður á Stór-
þinginu og stýrir flokki sem hefur
um 7 prósenta fylgi, segir að of mikil
harka sé hlaupin í deiluna og það sé
ekki leiðin til lausnar.
„Það er allt of mikil harka í þessu
máli og það er í mínum huga ekki
rétta leiðin til lausnar þessa máls.
Það eru til aðrar leiðir að lausn, það
er auðveldara að leysa málin með
viðræöum. „Við verðum með einum
eða öðrum hætti að leysa þessa deilu
milli þjóðanna. Ég vonast til að lönd-
in komist aö samkomulagi sem báðir
aðilar eru reiðubúnir að standa við.
Við erum öll sanngjarnt fólk syo það
ætti aö takast."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40