Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1995 Menning Myndstef 1 samningaviðræðum við Ríkissjónvarpið um höfundarréttarmál: Myndlistarþáttur fæst ekki sýndur á meðan Myndstef, höfundarréttarsamtök myndlistarmanna, hafa um nokkurn tíma átt í viðræðum við Ríkissjón- varpið um höfundarréttarsamning líkt og tónlistarmenn hafa gert. A meðan fæst ekki sýndur þáttur sem gerður var um íslenska myndlist í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Þátturinn, sem framleiddur var af Valdimar Leifssyni, var tilbúinn til sýningar um síðustu áramót en nú eru allar líkur á að hann fáist ekki sýndur fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur. Þá verða nærri 52 ár liðin frá stofnun lýðveldisins. Knútur Bruun lögmaður er for- maður Myndstefs og hefur átt í við- ræðum við fulltrúa Ríkissjónvarps- ins. Hann segir að drög að samningi séu tilbúin og hann bindi vonir við að samningar takist innan eins til tveggja mánaða. „Árið 1992 tóku gildi ný höfundar- réttarlög. Samkvæmt þeim breyting- um var sjónvarpsstöðvum gert skylt að semja við samtök myndhöfunda sem hlotið höfðu til þess sérstaka löggildingu en Myndstef var stofnað árið 1991. Við fómm að kalla eftir samningum við RÚV árið 1993 en það var mjög erfitt að fá forráðamenn þess að samningaborði. Það tókst fyrir um hálfu ári og eftir það hafa samningaviðræður gengið ágætlega. Að mínu mati em viðræðurnar á lokastigi í dag,“ sagði Knútur. Þorgeir Gunnarsson, starfandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins, sagði við DV að fram að þessu hefðu Uppgötvanatónlistarútgáfan Tónlistaráhugi okkar flestra beinist sjálfsagt fyrst og fremst að óumdeilanlegum snillingum tónlistarinn- ar, segjum frá Palestrina til Sjostakovitsj. Og hvað sem pólitískum rétttrúnaði eða kvennabaráttu líður á ég ekki von á verulegum breytingum á viðurkenndri snillingaskrá tónbókmenntanna, þó svo að einhveijar breytingar verði ugglaust og eðlilega á „röðun“ snill- inganna innbyrðis. Beethoven er auðvitað „inni“ eins og stendur - þökk sé bíómyndinni um hann - en mér er ekki örgrannt um að stjarna Brahms hafl dalað eitt- hvað í seinni tíð. Charles Ives er nú tekinn alvarlegar Geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson en fyrrum, sama má sennilega segja um Prokofjev og nokkur önnur tónskáld úr fyrrverandi austantjalds- blokk. „Alvarlegri" tónlist Leonards Bernsteins fær nú meiri meðbyr en áður ef marka má umsagnir í tónlistartímaritum - og svo framvegis. En allt þetta snillingatal getur verið þreytandi til lengdar, auk þess sem það lokar hlustum okkar fyrir miklum fjölda ágætra tónskálda sem ef til vill settu ekki mark sitt á tónlistina á eins afgerandi hátt og hinir viðurkenndu snillingar en hafa engu að síður ýmislegt markvert að músísera um. Sum þeirra hittu meira aö segja á óskastund og skópu snilldarverk. Fyrir tónlistar- áhugafólk, jafnt leikmenn sem fagmenn, er þaö snar þáttur í hlustun - og söfnun - tónlistar að gefa gaum þessum vanræktu erfiðismönnum í aldingarði tónlist- arinnar til að athuga hvernig þeir setja mark sitt á snillingana eða öfugt, eða bara til að njóta þeirrar „skapandi sérvisku" sem oft kemur fram í verkum þeirra, „sérvisku" sem snillingamir forðast að hleypa út í tónlist sína. Klókindi Þrátt fyrir mikið framboð geislaplatna á íslenskum markaði er lítið tillit tekið til sérþarfa tónlistarunn- enda. Sá sem vill kynna sér, segjum áhrif vestrænnar tónlistarhefðar á kínverska nútímatónlist hefur hing- að til þurft að panta sínar geislaplötur að utan. Ástand- ið hefur hins vegar batnað til muna í seinni tíð, þökk sé klókindum þeirra sem kaupa inn fyrir Japis. Ró- bert von Bahr, barón af BIS, hefur að sönnu gefið út tónlist eftir marga skemmtilega sérvitringa en Marco Polo útgáfan er hins vegar stómm ódýrari valkostur fyrir nýfikna. Þaö er ekki að ófyrirsynju að Marco Polo kallar sig „The label of discovery", uppgötvana- útgáfuna. Þeir gefa út klassíska tónlist frá Tælandi, kvikmyndatónlist við gömlu Frankenstein-myndimar, tónlist fyrir jámbrautir, tónlist eftir fóður Mozarts, sýnishorn af nánast öllu sem ratað hefur á nótnablöð. Marco Polo er held ég eina útgáfan sem lagt hefur í að gefa út tröllaukið kórverk Bohuslavs Martinu, GUgamesh, sem er án efa eitt stórbrotnasta verk sinn- ar tegundar á tuttugustu öld. „Gotneska" sinfónía Havergals Brian er annað risastykki sem Marco Polo hefur sent frá sér. í báðum tílvikum, og fleiri, hefur Kattasinfónían, skopteikning um tónlist framtíðarinnar eftir vin Schuberts, Mortitz von Schwind. útgáfan nýtt sér austurevrópska kóra og tónlistar- menn. Einfaramúsík? Býsna víða fyUir Marco Polo upp í göt í tónhstar- þekkingu okkar. Sjálfsagt þekkja ekki ýkja margir til kórverksins Stabat Mater eftir einn af risunum í pólskri nútímatónUst, Karol Szymanowski, en af hon- um gætum við margt lært. Eins er víst að við sjáum ekki afganginn af Vínartónskáldunum fyrir Mahler, en eitt af þeim bestu var án efa ZemUnsky, sem sam- ræmdi áhrif Brahms og Wagners í sinfóníum sínum. Tvær þeirra eru á Usta hjá Marco Polo. Og séum við einfaldlega á höttunum eftir „einfaratónlist" og öðru óvenjulegu þá er af nægu að taka hjá Marco Polo. Sin- fóníur hljómsveitarstjórans Furtwánglers? Þær eru hér. Kannast einhver við mikUvirka konu í hópi franskra tónskálda, Ágústu Holmés (1847-1903)? Hana er hér einnig að finna. Flestir þeir sem lesa verk skáld- konunnar AnaUs Nin vita sennUega ekki að hún átti sér bróður, Joaquin Nin-CulmeU, afkastamUiið tón- skáld, sem hér er einnig á skrá. Einn af frumkvöðlum afstrakt myndlistar, Litháinn Ciurlionis, var einnig býsna gott tónskáld. Verk hans eru aðgengUeg á Marco Polo. Hver var uppáhaldstónskáld Napóleons - Moz- art, Beethoven? Óekkí. Hann hét Etienne Méhul (1763- 1817); tvær sinfóníur hans hafa ekki farið framhjá Marco Polo. Og svona mætti lengi telja. Hver sem er getur tekist á hendur könnunarleiðangur af þessu tæi um lendur tónUstarmnar. Góða skemmtun. Verk eftir Martinu, Szymanowski, Zemlinsky o.fl. o.fl. Marco Polo Umboð á íslandi: JAPIS myndUstarmenn aldrei fengið greitt fyrir birtingu sinna myndverka. Langoftast væri um kynningu á Usta- verkunum að ræða frekar en sér- staka umfjöllun. í umræddum mynd- Ustarþætti væri hins vegar m.a. fjall- að um verk látinna listamanna og því nauðsynlegt að koma samninga- málum á hreint áður en þátturinn færi í loftið. -bjb Sænskurstyrkur Björg Guðmundsdóttir, sænsku- kennari og leiðsögumaður, hefur fengið úthlutað styrk úr minningar- sjóði um Per-Olof ForsheU, fyrrum sendiherra Svíþjóðar á íslandi. Björg fær styrkinn til að geta tekið þátt í námskeiði um sænska tungu og menningu í Svíþjóð í ágúst í sumar. Per-Olof var sendiherra á íslandi frá 1987 tíl dauðadags 1991. -bjb Jung Chang komintilíslands Höfundur metsölubókarinnar VUltra svana, Jung Chang, er komin tU íslands í boði Máls og menningar. Villtir svanir komu út hjá MáU og menningu síðasta haust, hlaut feiknagóðar móttökur og seldist upp eins og víða annars staðar í heimin- um. í tilefni af komu hennar hefur bókin verið endurprentuð og mun Jung árita bókina í bókabúö Máls og menningar að Laugavegi 18 síðar í dag. Á morgun, laugardag, verður dag- skrá með Jung Chang í Háskólabíói sem hefst kl. 14. Þar les Hjörleifur Sveinbjömsson úr þýðingu sinni á Villtum svönum en síðan mun Jung flytja erindi um bók sína og að því loknu svara fyrirspurnum við- staddra. Dagskráin fer fram á ensku og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. I ViUtum svönum segir Jung í senn sögu fjölskyldu sinnar og sögu Kína á þessari öld frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna; sjálfrar sín, móður sinnar og ömmu. Bókin hefur ekki fengist seld í Kína en var vaUn bók ársins í Bretlandi á síðasta ári. -bjb Rithöfundurinn Jung Chang. Góðmennt áBókmennta- hátíð Reykjavíkur Fjöldi þekktra rithöfunda hefur boðaö komu sína á Bókmennta- hátíð ReyKiavíkur sem fram fer 10.-16. september nk. Eins og fram hefur komiö í DV er Taslima Nasrin sennUega þekktust þeirra rithöfunda sem koma. AIls koma 25 erlendir rithöfundar, þar af 15 norrænir. Or hópi norrænna rithöfúnda má nefha KjeU AskUdsen, Lenn- art Hagerfors, Mártha Tikkanen og Jostein Gaarder. Bókmennta- hátíð Reykjavikur var fyrst hald- in 1985 og fer fram í íjóröa sinn í haust. Aðaldagskráin fer fram í Norræna húsinu. Yfirskrift há- tíðarinnar aö þessu sinni er „Skáldskapur og sannfræði“. Með orðinu sannfræði er vísað til texta sem ekki telst skáldskapur í þrengsta skilningi þess orðs en þar sem glímt er við sömu við- fangsefni og í skáldskapnum af öðrum sjónarhóli. Blúsyfirdauð- umhundi Út er komin ný Ún'alsbók, Blús yfir dauð- um hundi. Höí- undurinn er NealBaiTettjr., sá sami og skrUaði Úrvals- bókina Bleikur vodkablús sem kom út á síðasta ári og hlaut góðar móttökur. Þýð- andi bókarinnar er Ragnar Hauksson. Blús yfir dauöum hundi er fyndin og spennandi saga og fjall- ar um Jack Track, bæjarlöggu í smábæ í Texas. Undarlegustu at- burðir taka að gerast í bænum og veit Jack varla i hvom fótinn hann á að stíga, Bókin er 256 blaðsíður að stærð og kostar 895 krónur út úr búð. í áskrift kostar hver Úrvalsbók 538 krónur. Sjöminjar •■■-M__ iHarnar- húsinu Opnuð hefur veriö í Hafnarhús- inu við Tryggvagötu sjóminja- sýningin ísland og hafið. Að sýn- ingunni standa Sjóminjasafn ís- lands, Þjóðminjasafhiö og Reykjavíkurhöfh. Á henni er rak- in saga siglinga og sjósóknar fs- lendinga með fjölmörgum merk- um minjum. kvfntettá Breska útgáfhfyrirtækiö Chandos Records hefúr öðru sinni gefið út geisladisk með flutningi Blásarakvintetts Reykjavíkur. Diskurinn nefiiist French Wind Music. # & +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.