Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 118. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ1995
Spurningin
Hvernig svararðu
í símann?
Sindri Páll Sigurðsson, 12 ára: Ég
segi já eða halló.
Kristný Pálmadóttir, afgreiðstukona
með húsmóðurstarfi: Yfirleitt með
halló.
Dagmar Magnúsdóttir deildarstjóri:
Bara með Dagmar.
Ragnheiður Linda, i MA-námi í sál-
fræði í Bandarikjunum: Svara með
því að segja nafnið mitt.
Matthildur Þuríðardóttir húsmóðir
og Adam Þórðarson: Segi einfalt
halló.
Lesendur
Verkfallsöldur rísa og hníga:
Stöðugleiki
eða hvað?
Kristján Vernharðsson bifvélavirki:
Segi bara halló.
Kristinn Gunnarsson skrifar:
Það er langt síðan jafnmörg laun-.
þegafélög hafa boðað verkíall og nú.
Ýmist boða verkfall eða eru í verk-
falli, og önnur sem síðan boða sam-
úöarverkfall. Það virðist sem allir
séu komnir í verkfallsskóna. Margir
spyrja: Hvað er það sem veldur
þessu? Var ekki búið að gera kjara-
samning við flest launþegafélögin?
Og var ekki næstum búið að útiloka
að verkfallsalda risi á ný? Er ekki
vor í huga launafólks? - Er ekki stöð-
ugleiki í efnahagslífinu eða hvaö?
Getur hugsast að menn séu að gera
út á efnahagsbatann? Og vel á
minnst: hvar er hann þá, þessi efna-
hagsbati? Ég hef ekki séð hann, og
er þó í fullu fjöri og virkur í þjóðfé-
laginu. Ég fæ bara ósköp svipuð laun
qg ég hef fengið síðustu 3 eða 4 árin.
Ég tek hins vegar eftir því að ýmsir
kostnaðarliðir hafa hækkað í verði;
matvara, bensín, og margir þjón-
ustuliðir. Maður getur svo sem verið
án þeirra sumra, en maður lætur nú
gera við skóna, khppa sig, smyrja
bílinn og kaupa á hann orkugjafann.
- Þetta hefur allt hækkað nýlega.
Stöðugleikinn var boðaður af nýj-
um stjórnvöldum og áreiðanlega hef-
ur hugur fylgt máU, því það er ekki
fýsilegt fyrir nokkra ríkisstjórn að
sitja í spennu óróleika og þjóðarupp-
lausnar. En getur hugsast að lausa-
tök hins opinbera í fjármálum ógni
hinum boðaða stöðugleika? Er hugs-
anlegt að síendurteknar lántökur
ríkissjóðs hjá Seðlabankanum og út-
Flestir verja launakröfur láglaunafólksins innan ASÍ, meira að segja sam-
tðk vinnuveltenda, segir bréfritari m.a.
boð spariskírteina séu stór þáttur
þenslunnar í vaxtamálum? Svarið er
já, og það er engin furða þótt laun-
þegar uni ekki glaðir við sitt.
Eru hinir almennu launþegar ekki
einfaldlega aö reyna að krafsa í bakk-
ann með kröfum sínum? Kröfum sem
þó verður að játa að oft eru óbilgjarn-
ar, t.d. hjá þeim hópum sem þegar
hafa meira en gengur og gerist á al-
mennum vinnumarkaði (sbr. sjó-
menn og sbr. starfsmenn Álversins).
Og eru menn ekki líka að líta til
framtíðarinnar, ævikvöldsins, þar
sem eru lífeyrissjóðirnir?
Lífeyrissjóðir þrífast á vöxtum, eh
þjóðin krefst vaxtalækkunar. Hvern-
ig fer þetta saman? Hagsmunir hinna
skuldugu fara ekki saman við þá hjá
skuldlausu eða skuldhtlu eftirlauna-
fólki. - Þarna er komin veruleg
ástæða fyrir sifelldum kjaradeilum
og síðan verkföllum. Flestir verja
launakröfur láglaunafólksins innan
ASÍ, og það hafa samtök vinnuveit-
enda gert til þessa. En það eru há-
launahóparnir, þrýstíhópar sérhags-
munanna sem hafa skorið upp herör
gegn stöðugleikanum. Nú verður
ekki hjá því komist að srjórnvöld
skerist í leikinn, sýni hvað í þeim býr
með því að taka á fjármálum hins
opinbera og leiða þjóðina út úr
ógöngum og ófarnaði sem augljós-
lega leiðir til hruns og þjóðargjald-
þrots með óbreyttum lausatökum.
Björgunarlið á þéttbýlissvæðinu
Árni Guðmundsson skrifar:
Nýlega var undirritaður sam-
starfssamningur milli Almanna-
varnanefndar Reykjavíkur, Björgun-
arsveitar Ingólfs, Flugbjörgunar-
sveitarinnar í Reykjavík, hjálpar-
sveita skáta og Reykjavíkurdeildar
Rauða krossins um að koma á form-
legu samstarfi milli aðilanna. Þessar
sveitir bjóða allar fram vissan fjölda
sjálfboðaliða til starfa þegar þurfa
þykir, t.d. varðandi miklar náttúru-
hamfarir.
Þetta er áreiðanlega í fullu sam-
ræmi við óskir almennings á þéttbýl-
issvæðunum hér á suðvesturhorni
landsins. - Það hefur verið næsta
óhugsandi aö ætla fámennum hópum
að annast um slasaða eða aðra sem
lenda kunna í þeim náttúruhamför-
um sem við ávallt stöndum frammi
fyrir og við vitum að geta duniö yfir
hér sem annars staðar í heiminum.
Nú er bara að bíða og sjá hvaö verð-
ur úr samhæfingunni. Allir íbúar
þessa þéttbýlissvæðis eru áreiðan-
lega tilbúnir að taka við leiðbeining-
um og jafnvel taka þátt í allsherjar
imdirbúningi fyrir þá vá sem orðið
getur. Það er ekki nema sjálfsagt að
leggja umtalsvert fé til þessa undir-
búnings og láta á það reyna hve langt
íbúarnir vilja ganga í þátttöku í við-
líka undirbúningi. Ekkert nema
skipulag og þekking hvers og eins á
því sem honum ber að gera getur
bjargað því sem bjargað verður ef og
þegar vá ber að. - Þarna er þarft
verkefni og óumdeilanlegt.
H verjum dettur álver í hug?
Sigurður Magnússon skrifar:
Fólki fara nú senn að leiöast fréttir
um stækkun á álverinu, hvað þá
fréttir af nýju álveri. En í frétt í Sjón-
varpinu sl. mánudagskvöld sagði
einmitt að nú væri það ekki spurning
um hvort heldur hvenær ráðist yröi
í framkvæmdir við byggingu álvers
á Keilisnesi.
Hinir erlendu forsvarsmenn í ál-
bransanum segja sem er að ekki
verði farið út í neinar framkvæmdir
hér á landi fyrr en álverðið hækki
verulega frá því sem nú er. Ræður
álverð enda miklu, líkt og gerist með
verö á annarri framleiðslu.
Ég held þó aö annaö liggi að baki
áhugaleysi hinna erlendu fyrirtækja
um frekari framkvæmdir hér á landi
- auðvitað hinn sífelldi órói á vinnu-
markaðinum. Þessir menn fylgjast
án efa grannt með hverri hreyfingu
víðs vegar um heiminn á þeirra verk-
sviði og þ. á m. vinnumarkaðinum í
hinum ýmsu löndum.
ettur einhverjum í hug að ekki sé
litið til þess atriðis sem hvað mest er
um vert til að halda framleiðslunni
gangandi? Virinuaflsins. Það er dýrt
að stöðva framleiðslu verksmiðju í
fullum gangi, ekki síst þegar slík
verksmiöja eða fyrirtæki starfar allan
sólarhringinn. - Hvaða mönnum með
fullu viti dettur í hug að fjárfesta í
verksmiðju fyrir tugmilljónir dollara,
ef ekki hundruð miUjóna, þar sem
vinnuórói er slíkur sem hér á landi?
Liggur þetta ekki í augum uppi?
9915 01
AÖeins 39,90 mínútan   r
- eða hringjð í síma
563*700
'1(1.14 og 16
Vidfáumorugg-
Þaö er dýrt að stððva framleiðslu verksmiðju I fullum gangi allan sólarhring-
inn.
Eggert skrifar:
HM á íslandi er nu lokið og ef
einhverjir hafa haldið að með
teppnisdögunum lyki þessu end-
anlega þá er þaö nusskilningur.
Við eigum nefnilega eftir aö
greiða tapið á ieikunum. Eram-
kvæmdasrjóri lœppninnar heídur
því að vísu fram að við lands-
menn höfum fengið ýmislegt í
okkar hlut vegna pess eins að
kepprán var haldin hér á landi.
Það hefur þó enginn óskað eftir
viöbótargreiöslura í formi skatt-
lagrdngar eða rikisútgjaida vegna
HM á íslandi. Ég vona bara að
aðstandendur kcppninnar finni
sjálfir úrlausnir ef taþið verður
umtalsvert
Sátfrædingurinn
spáðispennu
Eyverji skrifar:
Líkamsárásir hafa verið nokk-
uð tíðar hér í Eyjum að undan-
förnu. Þær eru fóiskulegri en þær
sem við höfiaa átt að venjast og
viðgengist hafa gegnum tíðina
mifli slagsmálahunda. Nú eru
það verulegar meiðingar og er
áfengi eöa önnur vimuefhi undir-
rótínað sagt er. En þessu gátum
viðbúist við. Bæjarsálfræðingur-
inn okkar var búinn að sjá þetta
fyrir í vetur. Fólk ætti eftir að fá
útrás fyrir kvíða ogspennu und-
angengjns vetrar. ÁfóB á lóðnu-
vertíð, fiárhagserfiðleikar, verk-
föU, kosningar og kvótakerfi, alit
yki betta á óstööugleikann. - Sál-
fræðingnum hefur sannarlega
ratast satt orð á munn.
H.P.K. skrifar:
Á ráðherra aö sjá um rekstur
sjukrahúsanna? Hefur ekki vérið
ákveðið fjármagn á fjárlögum til
að reka þau? Auðvitað eru þaö
stjórnir sjúkrahúsanna sem eru
áhyrgar fyrir rekstrinuin. Tíl
hvers eru þær annars? Að sækja
fé i ríkissjóð gegnum ráðherra?
Aideilis ekkí.
Hjálmar hringdi:
: Núeruhlutafélöghérsemóöast
að hverfa frá alvöru einkavæð-
ingu og gerast föl atoenningi.
Þannig eru nú eígendur eins stór-
fyrirtækisins í höfhðborginni,
hverjir á fætur öðrum, að se$a
sig frá þátttöku fyrir drjúgan
skilding til þeirra sem eftir sitia.
Síðan er al^nningi boðin þátt-
taka því nú er tíminn fyrir hann
að fiárfesta! - En er nú hægt að
ætlast til að almenningur kaupi
hlutabréf sem lofa ekki betra
gengien svo að fyrrum stiórnend-
ur og eigendur teha sig hólpna
að losna við þao?
Handbotti 09
leidaraskrif
GJsli hringdi:
Nu er handboltaleik á heims-
yísu á íslandi lokið aö sinni. Mik-
ill er léttirinn fyrir siana að geta
nú gengið að daglegum fréttum 1
blöðum og hósvakamiólum um
líðandi stund, iíkt og fyrir HM-
mótið. í dagblöðum hafa birst
einn eða fleiri leiðarar um hand-
boltann, svo og i þeim fáu Jands-
málablöðum sem menn annars
nenna að gefa út yfir sumartím*
ann. Mér finnst satt að segja
leiðaraskrif í öagblööum um
handbolta vera fremur þunnur
þrettándi fyrir slík „þjóðmála-
frflt" sem við, isienskír blaðales-
éndur, erum. - Blaðaleiðarar
verða að vera bitastæðir. (
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40