Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 118. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELiAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFANSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700
FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Askrift: 99-6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ARVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk.
Mengað og óhreint land
Erfitt er aö greina miLLi ímyndunar og veruleika í ráöa-
gerðum um sölu á margvíslegri vöru og þjónustu á þeim
forsendum, aö ísland sé hreint og ómengað land. í sumum
tilvikum verða athafnamenn fangar síbyljunnar um frá-
bæra kosti landsins umfram öll önnur lönd.
Á flöskumiða íslenzks vatns til útflutnings er sagt, að
það sé úr djúpum lindum á fjögur hundruð metra dýpi
undir fjarlægum fjöllum. í rauninni er þetta vatn úr
Heiðmörkinni. Á sama miða segir, að vatnið sé náttúru-
legt lindarvatn. í rauninni er sett í það gos.
Vonandi lenda fjárfestar ekki í vandræðum, þegar upp
kemst um strákihn Tuma. Reynslan sýnir í útlöndum,
að seljendur vatns og gosvatns geta lent í miklum erfið-
leikum, ef varan uppfyllir ekki gefin fyrirheit. Þess vegna
er betra að fara með löndum í fullyrðingum vörumiða.
Á þessum flöskumiða eru hugfangnar lýsingar á meng-
unarleysi íslands, einfóldu lífi þjóðarinnar og mengunar-
vernd í veðurkerfum landsins. Sérstaklega er tekið fram,
að verksmiðjur séu færri en bílar í landinu. Virðist þetta
samið í óvenjulega kræfum ýkjustíl auglýsingastofa.
Froða af þessu tagi getur ef til vill gengið í auglýsing-
um fyrir innlendan markað, þar sem kröfur eru ekki
miklar. Hins vegar geta menn lent í vandræðum með
hástemmda froðu í útiöndum, ef einhverjum dettur í hug
að kanna, hvort nokkur veruleiki sé að baki henni.
í rauninni er ísland mengað land mikillar ofbeitar og
afleits frágangs úrgangsefna. Þjóðin stundar sama sem
enga lífræna ræktun í landbúnaði. Hún lifir engan veginn
einfóldu lífi, heldur veltir sér í sóunarheimi einnota
umbúða. Hún er þjóð hamborgara og gosdrykkja.
Froðan í enska textanum á flöskumiðum útflutnings-
vatns endurspeglar óskhyggju á öðrum sviðum atvinnu-
lífsins. Verið er að markaðssetja íslenzkan landbúnað í
útlöndum sem lífrænan landbúnað, þótt hann sé næstum
laus við að geta flaggað slíkum lýsingarorðum.
Markaðssetning af þessu tagi getur hefnt sín, ef hún
byggist ekki á traustum grunni staðreynda. Útlendingar
koma til landsins. Þeir geta séð, hvernig við förum með
sorp. Þeir geta séð, hvernig sumar fjörur eru leiknar.
Þeir geta fundið dæmi um mengað og illa farið land.
Mjög gott væri, ef hægt væri að markaðssetja íslenzka
vöru og þjónustu sem ómengaða, hreina, lífræna og svo
framvegis. Miklu máh skiptir að fá góðan stimpil af slíku
tagi á sjávarafurðir okkar, landbúnaðarvörur, iðnaðar-
vörur á borð við vatn, og ekki sízt ferðaþjónustu.
En fyrst þarf að skapa forsendurnar. Gerbreyta þarf
sorphirðu í það form, sem farið er að tíðkast meðal sið-
aðra þjóða. Stórir geirar landbúnaðarins þurfa að hætta
að nota tilbúinn áburð og draga verulega úr notkun
fúkkalyfja, svo að nokkur einföld dæmi séu nefnd.
Einkum er mikilvægt, að íslendingar leggi niður sóða-
lega umgengni, sem hvarvetna verður vart. Menn verða
að hætta að kasta frá sér rusli eins og þeim þóknast. Það
er hugarfar þjóðarinnar, sem verður fyrst að breytast,
áður en farið er að selja ímynd hreinleika og fegurðar.
Forsendur slíkrar sölumennsku eru því miður ekki
til. íslendingar eru sóðar, sem búa í sóðalegu landi rusls
og mengunar. Það er einföld og dapurleg staðreynd, sem
kemur í veg fyrir, að hægt sé að láta rætast villta drauma
um miklar tekjur af sölu ímyndaðs hreinleika.
Það kostar mikið fé að gera landið hreint. En á því
verður að byrja, áður en menn hætta miklum fjármunum
til að selja íslenzka vöru og þjónustu sem hreina.
Jónas Kristjánsson
„ísraelsmenn segja Jerúsalem höfuðborg sína en ekkert ríki viðurkennir hana sem slika," segir m.a. í grein
Gunnars. - Frá Jerúsalem.
Á valdi þrýstihópa
Það er enn á ný aö sýna sig aö
það er ekki Bandaríkjastjóm sem
mótar stefnuna gagnvart israel, og
þar með Miðausturlöndum í heild,
það eru þrýstihópar bandarískra
gyðinga og ísraelsmenn sjálfir.
Gyðingar eru mjög virkir í banda-
rískum srjórnmálum, einkum með-
al demókrata, og enginn frambjóð-
andi í þeim kjördæmumn þar sem
þeir eru fjölmennir getur gengið í
berhögg við vilja þeirra.
Þeir kjósa gjarnan frambjóðend-
ur fyrst og fremst eftir afstöðu
þeirra til Israels. AIPAC, lands-
samtök gyðinga til stuðnings ísra-
el, er þrýstihópur sem allir kjörnir
forsystumenn Bandaríkjanna
verða að taka tUlit til, enda getur
stuðningur ATPAC, fjárhagslegur
og annar, ráðið úrslitum í kosning-
um.
Clinton er einn þeirra sem eiga
AIPAC skuld að gjalda. Samskipti
ísraels og Bandaríkjanna hafa
lengi verið mjög náin, fjöldi ísraels-
manna hefur einnig bandarískan
ríkisborgararétt og aðstoð Banda-
ríkjastjórnar, bæði hernaðarleg og
fjárhagsleg, er.aðalástæðan fyrir
því hvílíkt stórveldi ísrael er orðið
í Miðausturlöndum.
Jerúsalem
Mörg samtök bandarískra gyð-
inga, einkum í New York, eru mun
herskárri í málefnum hernumdu
svæðanna en ísraelsmenn sjálfir
og andstaða gegn samningunum
við Palestínumenn er útbreidd
meðal þeirra. Þetta hefur sýnt sig
nýlega á Bandaríkaþingi.
í síðustu viku var lögö fram í öld-
ungadeildinni, að frumkvæði Bob
Dole forsetaframbjóðanda, ályktun
um að skipa forsetanum að flytja
sendiráð Bandaríkjanna frá
Telavív til Jerúsalem. ísraelsmenn
segja Jerúsalem höfuðborg sína en
ekkert ríki viðurkennir hana sem
slíka. Ef sendiráðið yrði flutt þang-
að væru Bandaríkin að lýsa yfir
einhliða stuðningi við innhmun
ísraelsmanna á borginni í ríki sitt,
í trássi við samþykktir Sameinuðu
þjóðanna allt frá 1947.
Þegar ísraelsríki var búiö til var
Kjallarinn
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður
sem arabar hafa byggt að mestu,
og reisa þar íbúðabyggð fyrir gyð-
inga. Ef úr þessu hefði orðið væri
samkomulagið um sjálfstæði Pal-
estinumanna endanlega úr sög-
unni.
Með þessu tvennu, sendiráði í
Jerúsalem og neitunavaldi gegn
fordæmingu á landráni, hefðu
Bandaríkjamenn dæmt sjálfa sig
úr leik sem hlutlausir milligöngu-
menn í deilu ísraels og araba. Þéir
væru yfirlýstir stuðningsmenn
málstaðar ísraelsmanna.
Það má heíta ótrúleg bíræfni hjá
Rabin forsætisráðherra að leggja
fram slíka tillögu, einmitt þegar
ekki er annað að sjá en samkomu-
lagið við Yassir Arafat sé að verða
að engu. Það sýnir að lítill hugur
fylgir máli. En hann varð að hætta
við, eftir að fram kom vantraust á
„Með þessu tvennu, sendiráöi í Jerú-
salem og neitunarvaldi gegn fordæm-
ingu á landráni, hefðu Bandaríkj a-
menn dæmt sjálfa sig úr leik sem hlut-
lausir milligöngumenn í deilu Israels
og araba."
ætlunin að Jerúsalem yrði yfir-
þjóðleg borg þar sem aliir, gyöing-
ar, kristnir og múslímar, ættu jafn-
an rétt. En eftir að ísraelsmenn
hertóku austurhlutann 1967 og inn-
limuðu í ríki sitt hafa þeir ekki ljáö
máls á því að sleppa nokkrum hluta
hennar aftur, enda þótt hún sé ekki
síður helgistaður múslíma og Pal-
estinumenn hyggist gera austur-
hlutann að sinni höfuðborg, ef ein-
hvern tímann semst um sjálfstæöi
þeirra.
Neitunarvald
Sömuleiðis í síðustu viku beittu
Bandaríkjamenn neitunarvaldi í
Öryggisráðinu til að fella einróma
fordæmingu allra hinna aðildar-
ríkjanna á fyrirætlun ísraels-
manna um aö innlima um 130 hekt-
ara lands í austurhluta Jerúsalem,
þinginu sem hefði fellt stjórnina.
Likud-bandalagsmenn stóð að
vantraustinu, ekki vegna þess að
þeir væru andvígir áformunum,
þvert á móti eru þeir miklu stór-
tækari í áformum sínum um lands-
upptöku en Rabin, heldur til að
koma stjórninni frá og taka sjálfir
við. Likud hafnar samkomulaginu
við Palestínumenn og ætlar ekki
að virða það ef flokkurinn fær völd-
in aftur í kosningunum næsta ár,
sem líklegt er tahð. - En fleiri eru
í kosningahugleiðingum, þeirra á
meðal Clinton forseti og Bob Dole.
Stefnan gagnvart ísarel er sem
fyrr mikilvægt atriði í fjáröflun
frambjóöenda, og sem fyrr eru það
ísarelsmenn sjálfir sem ákveða
hvaða stefnu hollast sé fyrir fram-
bjóðendur að hafa.
Gunnar Eyþórsson
Skoðanir annarra
Sérfrædilæknar reiða hnefann
„Svo virðist vera að sérfræðilæknum hafi tekist
það ætlunarhlutverk sitt að beygja nýja heilbrigðis-
ráðherrann í tilvísanamálinu. ... Sérfræðilæknar
hafa rekið hnefann framan í ríkisvaldið og virðast
ætla að komast upp með það. Ég trúi því reyndar
ekki að óreyndu að núverandi heilbrigðisráðherra,
Ingibjörg Pálmadóttir, ætii að láta sérfræðinga kné-
setja heilbrigðisyfirvöld í þessu máh. Ætlar hún að
hafa Í00 milh'ón króna sparnað af landsmönnum?"
Gunnar Helgi Guömundsson heimilislæknir;
Mbl. 23. maí.
Rfklssjóðshalllnn
„Mikla nauösyn ber til að nýta auknar tekjur til
þess að ná niður ríkissjóðshallanum. Það verður
ekki gert með aukinni heildarskattheimtu. ... Út-
gjöld rikissjóðs eru nú áætluð um 120 milhónir króna
á ársgrundvelli og tekjur eru einfaldlega ekki nógu
miklar til þess að mæta þeim. Ríkisstjórnin hefur
sett sér það mark að eyða halla fjárlaga á kjörtímabíl-
inu. Þetta er erfitt verkefni, sem verður þó að ráðast
í ef hægt á að vera að koma böndum á vextina."
Úr forystugrein Tímans 24. mai.
Án atbeina sérfræðinga
„Hafandi starfað í þessum bransa lengi, lagt hönd
á uppbyggjngu heilsugæslunnar í árafjöld, tel ég mig
þess umborinn að þakka þessum háttprúðu og hóg-
væru kollegum, sem undanfarið hafa verið að gefa
okkur langt nef, fyrir gott boð. Við treystum okkur,
takk fyrir, alveg til að reka heilsugæslu, sem talin
hefur verið af gestkomandi prófessorum sú besta í
heimi, án atbeina sérfræðinga á þröngum lækninga-
sviðum."
Ólafur Mixa, sérfræöingur í heimiiislækningum;
Mbl. 24. maí.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40