Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 26. MAl 1995 15 Hlíföarhjálmar við hjólreiðar: Lögleiðingu strax Um 62% dauösfalla hljólreiða- manna í Bandaríkjunum stafa af höfuðmeiöslum. Á Islandi eru tölur nokkuö lægri. Nú hafa níu fylki í Bandaríkjunum sett lög um notkun hlítðarhjálma við hjólreiðar og enn fremur Victoríufylki í Ástralíu. Hjálmar hindra meiðsl Niðurstöður rannsókna í Seattle 1989 leiddu í ljós að notkun hjálma fækkaði slysum reiðhjólamanna um 74-85% (case control studies). Samkvæmt sænskum rannsóknum hefðu 40-50% af þeim er létu lífið í hjólreiðaslysum á árinu 1989-1992 lifað ef þeir hefðu borið hlífðar- hjálma. 70% færri hefðu fengið heilahristing eftir reiðhjólaslys. Aðrar athuganir hafa leitt í ljós að áhættuhlutfall þeirra er ekki bera hjálma borið saman við þá er KjáOarmn Ólafur Ólafsson landlæknir „Reiöhj ólaframleiöendur hafa verið mótfallnir lögleiöingu hlíföarhjálma, m.a. af ótta viö minnkandi sölu og vitna þá til þess aö sala mótorhjóla dróst saman eftir lagasetningu um hjálma- ákvæði.“ bera hjálma er 4-19 sinnum hærra. Vissulega má efla umferðaröryggi, hanna betur reiðhjól og þjálfa ungl- inga betur en fátt dregur úr höfuð- slysum nema hjólreiðahjálmar. Hönnun hjálma er mikilvæg í ljós hefur komið að plastfrauð- hjálmar veita minni vemd en harð- ir hjálmar. Þetta kom fram við rannsókn í Noregi fyrir nokkru og nú hafa frekari rannsóknir styrkt þær niðurstöður. Menn hafa dregið í efa þessar niðurstöður, líklega vegna þess að þeir er standa að umferðarfræöslu vissu ekki betur, enda ekki rökstutt gagnstæða skoð- un. Næsta tafla sýnir áhrif lögleið- ingar hjálma og árangur fræðslu- herferða. Ljóst er að lögleiöing hjálma er besta ráðið til þess að auka hjálma- notkun en einungis fræðslan dugir skammt. Þessi niðurstaða er studd fjölmörgum rannsóknum. Fullyrð- ingar um hið gagnstæða er mark- laust tal. Viðurlög í fmmvarpi, sem lagt var fyrir Alþingi 1993, var gert ráð fyrir að lögreglan tæki reiðhjól þeirra bama sem ekki notuðu hjálma í vörslu. Þetta er að mínu áliti óskynsamleg tillaga og ekki líkleg til að ná fram. Mótstaðan: Víða um lönd hefur aðalmótstað- an gegn lagasetningu verið meðal reiðhjólaframleiðenda. Reiðhjólaframleiðendur hafa verið mótfallnir lögleiðingu hlífö- arhjálma, m.a. af ótta við minnk- andi sölu og vitna þá til þess að sala mótorhjóla dróst saman eftir lagasetningu um hjálmaákvæði. Einnig hefur orðið vart nokkurrar tregðu meðal lögreglumanna (m.a. vegna þess að lögleiðing hlífðar- hjálma skapaði lögreglunni aukna vinnu en einnig að lögreglan kýs frekar samvinnu en hert viðurlög í samskiptum við borgarann). Nú hefur landlæknir ásamt heila- skurðlækni, prófessor í bama- „Fyrstu tillögur um lögleiðingu hér á hjálmum við hjólreiðar barna komu fram fyrir 12 árum,“ segir m.a. í grein landlæknis. lækningum og öðrum átt fund með lögreglustjóranum í Reykjavík og hans mönnum. Varð að samkomu- lagi að óska eftir lögleiðingu hlífð- arhjálma án viðurlaga til að byrja með. Margt bendir til þess að sú ráðstöfun beri góðan árangur því líklega eru böm löghlýðnari en fullorðnir. Ábyrgð foreldra Margir tala um að þessi ábyrgð okkar sem foreldra verði okkur ofraun. Foreldrafélög viða úti um land virðast ekki telja að svo sé. í mínum huga bera úrtölur manna í þessu efni merki þess að málið hafi ekki verið hugleitt vandlega. En úrtölur í þessu máli hafa al- varlegar afleiðingar. Fyrstu tillög- ur um lögleiðingu hér á hjálmum við hljólreiðar barna komu fram fyrir 12 ámm í kjölfar landsþings Landlæknisembættisins um slysa- varnir. Vilja úrtölumenn reikna út hve mörg börn hafa slasast alvar- lega og látist vegna þess að ekki var farið að kröfum lækna, m.a. af ótta við foreldraábyrgð, á síðast- liðnum 11 ámm? Mönnum ber skylda til þess að hlusta betur á niðurstöður slysalækna í þessum málum en láta þær ekki sem vind um eyru þjóta. Ólafur Ólafsson Áhrif lögleiðingar öryggishjálma og árangur fræðsluherferða ■ Fyrir □ Eftir 73% fræðsluherferö fræösluherferð 33% 22% // V // // v<y 4 *A Fjölmiðlar, listir og íþróttir Vannýttir möguleikar okkar Is- lendinga til jákvæðs áróðurs landi og þjóð em úti um allt. Svo skrítið sem það er, koma þau, sem málun- um gætu fleytt, næsta síðast auga á þá. Stjómmálamenn muna of sjaldan eftir hvað við eigum mikið af frá- bæru listafólki, frá bamsaldri og upp úr. Fólki sem er á heimsmæli- kvarða. Hljóðfæraleikarar, söngv- arar og íþróttafólk, svo eitthvað sé nefnt. Betri fréttir og verri Fjölmiðlar hafa mikið vald. Það má nota með margvíslegum hætti. Segja frá manneskjum sjálfskapar- víta, drykkjuskapar eða afbrota. Fólki sem ólánið eltir. Nauðgunum, og öðrum fólskulegum sífjölgandi ofbeldisverkum. En það má líka nota þetta vald til að bægja hættum frá. Þaö má segja frá stórkostlegu lista- og íþróttafólki sem prýöir mannlífið og gefur því gildi. Svo undarlegt sem það er fanga hugi margra hinar verri fréttir. Þær góðu ná ekki hugum manna. KjaUarirm Albert Jensen trésmiður Þetta minnir á hringleikhúsa- menningu. Það er þama sem fjöl- miðlar hafa óhemjuverkefni og geta breytt. Skrítið ef skrílslæti eru umijöUunarverðari en t.d. bama- kóramót. Samkoma sem getur haft varanlega góð áhrif á böm og allt umhverfi þeirra. Poppstjama sem ekki reykir, er ekki í eiturlyfjum eða víni og ungl- ingar hafa sem fyrirmynd, getur, með hjálp fjölmiðla, nánast gert kraftaverk. Reyndar allt lista- og íþróttafólk sem þannig er. Nýlega komu bamungir dansarar frá al- þjóðlegri danskeppni. Þeir komu heim hlaðnir verðlaunum, þar á meðan fyrstu verðlaunum. Þetta era böm og unglingar sem sönn- uðu sig á heimsmælikvarða og við eigum að gera þeim, sem öðm lista- og íþróttafólki, hátt undir höfði. Þjóðarauðinn á að nýta Island er hlaðið náttúmauðlind- um. Það þarf mikiö til svo þar sé vel á haldið. Þar er mikið í húfi. Til að allt fari vel þarf heilbrigða sál í hraustan líkama. Að því eigum við að stuðla. Eftir kórtónleika ungs skólafólks varð áheyranda að orði: Þetta talar enginn um! - Þama vom ungmenni að nota tímann. Ekki að eyða. íþróttir og margvísleg list prýða íslenskt samfélag . ríkulega. Á heimsmælikvarða á þessi fámenna eyþjóð söngvara (ekki bara einn), hljóðfæraleikara, tón- og sagna- skáld, dansara, einstaklings og hópíþróttafólk. Menntun með þ'í besta meðal þjóða. Við getum nýtt þennan mikla þjóðarauð á erlendum sem inn- lendum vettvangi. Fjölmiðlar eru þar bráðnauðsynlegir. Albert Jensen „Poppstjama sem ekki reykir, er ekki í eiturlyfjum eða víni og unglingar hafa sem fyrirmynd, getur, með hjálp Qöl- miðla, nánast gert kraftaverk.“ Meðog ámóti Aukin fjárframlög til sauð- Ijárræktar__________ Þjóðhagslega hagkvæmt „Það er staðreynd aö tekjur sauð- fjárbænda hafa lækkaö vemlega á tveimur síð- ustu ámm í kjölfar sam- dráttar í sölu á innanlands- i Hrtitaiunqu. markaði. Það er líka staðreynd að sauöfjárbú- skapur er undirstaða byggðar á stómm svæðum landsins og ekki hefúr tekist að skapa aðra at- vinnu á þessum svæðum þrátt fyrir tilraunir í þá vem. Til dæm- is er sauðfjárbúskapur 24,3 pró- sent af öllum ársverkum í Vestur- Húnavatnssýslu, 28,2 prósent í Strandasýslu, 34,4 prósent í Aust- ur-Barðastrandarsýslu og 34,6 prósent i Dalasýslu. Stuðningur við landbúnað er ekki séríslenskt fyriibæri. Þann- ig fá kombændur í ESB hluta af launum sínum sem styrk á land- stærð. Þannig er markaðsverð á komi lækkað til muna og þetta niðurgreidda kom keppir við ís- lenska fóðurffamleiðslu. Þaö er því þjóðhagslega hag- kvæmt að vetja fjármunum til að forða þessari atvinnugrein frá hrani. Það em líkur til að unnt verði að flytja út dilkakjöt sem hreina náttúruafurð á næstu árum. Til þess þarf stuðning. Stjómmálamenn þessa lands hljóta að hafa þann metnað að hér á landi verði áfram stundað- ur landbúnaður og vtilji ekki að heil héruð þessa lands fari í eyði á næstu árum,“ Kommúnism- inn er hruninn „Kommún- isiminn er hruninn, líka á íslandi. Þessi ríkis- reksturs- stefna í land- búnaðinum á að heyra sög- unni ttil. Ein- faldasta iausnin á vanda sauðfjárbænda er að af- nema kvótakerfið og taka upp frjálsræöi í framleiðslu og verð- lagningu. Eg tel mjög varhugavert að fara út á þá braut aftur að styðja fram- leíðslugreinar með framlögum úr rikissjóði. Það væri miklu skyn- samlegra að fara þá leið að af- nema kvótakerfið og gefa bænd- um heimildir til að framleiða það magn sem þeir teJja sig geta selt á því verði sem þeir telja sig ráða vtið og veita þeim frelsi til aö skipta við þær afurðastöðvar sem þeir kæra sig um. Jafnframt mætti auka ftjáls- ræði til heimaslátrunar undir eft- irliti í þeim tilgangi aö auka sam- keppnina og framboðið. SjáJfum finnst mér eðlilegt að fólk viti af hvaða framleiðanda það er aö kaupa vörana þannig aö þaö geti valið á milli þeirra eftir eðlilegum reglum framboðs og eftirspumar. Þetía finnst mér miklu árang- ursríkar leið heldur en sú aö feta sig aftur inn á leiö ríkiastyrkja sem viö vitum hvar endar. Sú leið hefur gert bændur að fátæk- ustu stétt samfélagsíns. Rflds- styrkir munu ekki bæta þaö ástand heldur gera það enn verra." -kaa Slghvatur Björgvlnaaðn alþinglsntaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.