Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 122. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
MTÐVIKUDAGUR 31. MAI1995
Utlönd
Hreíndýr í heimsókn í Longyearbyen á Svalbarða. Húsin eru frábrugðin því sem gerist á íslandi og standa yfirleitt á staurum. Frost er í jörðu allt niður á 300 metra allan ársins hring og því ekki
hægt að byggja á hefðbundinn máta.                                                                                                                    DV-myndir Reynir
„Við búum ekki beinlínis í ferða-
töskum en þær eru alltaf innan seil-
ingar. Þegar búið er á hóteli veit
maður alltaf að sá dagur mun renna
upp að maður þarf að fara. Við eig-
um flest okkar rætur annars staðar
og okkur er það ljóst að hér munum
við ekki bera beinin," segir Hall-
vard Holm, skólasrjóri í Longyear-
byen á Svalbarða. Hann hefur búið
þar allt síðan 1962 og stjórnar nú
grunnskóla eyjarinnar þar sem 170
nemendur á aldrinum 7 til 19 ára
stunda nám.
Myrkur í tvo mánuði
Alls búa um 1100 Norðmenn í
Longyearbyen þar sem um tvo mán-
uði á ári er myrkur en sól er á lofti
allan sólarhringinn sex mánuði á
ári. Hallvard segir að skammdeginu
fylgi ekki nein sérstök vandamál
umfram það sem gengur og gerist.
Sálræn vandamál skjóti aftur á móti
upp kollinum þegar tveggja mánaða
myrkrinu lýkur og sólin sýnir sig á
ný.
„Ef myrkrið fer að þrúga fólk um
of þá senda læknar sjúkrahússins
það til meginlandsins. Sumt fólk
hefur það líka fyrir reglu að taka sér
frí yfir þennan tíma og fara á suð-
lægari slóðir. Þegar myrkrið skellur
á verður fólk dálítið viðkvæmara en
áður og það hægir á öllu mannlífi.
Sumir eiga erfitt með svefn og það
hlýtur að vera skiljanlegt þegar litið
er til tveggja mánaða myrkurs," seg-
ir Hallvard
Vandamálin koma
með birtunni
„Sjálfur hef ég þann mælikvarða
að þegar mér finnast allir á eyjunni
vera orðnir skrýtnir þá sé eitthvað
að hjá mér. Þegar langur vetur er að
baki og sólin birtist á ný koma
vandamálin upp. Það er til gamalt
orðatiltæki sem segir að með birt-
unni komi vandamálin. Það á sér
þær eðlilegu skýringar að þegar sól-
in fer að skína og enn er allur þessi
snjór finnur fólk meira fyrir því að
á sama tíma er allur gróður að taka
við sér á meginlandinu," segir
Holm.
Það kostar norska ríkið stórfé,
eða 3 milljarða á ári, að halda sam-
félaginu og námunum gangandi.'Sú
spurning vaknar hvort Svalbarði
geti einhvern tíma orðið byggð sem
stendur undir sér sjálf.
„Það vantar alla þá grunnþætti
sem þurfa að vera fyrir hendi til að
Svalbarði geti staðiö á eigin fótum.
Hér er ekki fiskvinnsla eða annað
það sem þarf að vera til að staður-
inn geti staðið undir sér sjálfur. Það
þarf aö flyrja inn alla þá hluti sem
þarf til að íifa því lífi sem nútíma-
fólk krefst. Byggð hér verður því
aldrei varanleg," segir Hallvard.
Hann flutti sjálfur til Svalbarða
1962 þegar byggðin var enn á frum-
Hallyard Holm, skólastjóri í Longyearbyen á Svalbarða, í hópi nemenda.
stigi. Hann hefur séð hana þróast til
nútímabyggðar og þrátt fyrir að
hafa verið á förum árlega framan af
hefur hann nú ákveðið að ljúka
starfsævinni þarna á norðurhjara.
„Flestir sem hingað koma eru
komnir til að vera takmarkaðan
tíma. Það má segja að einstaklingar
dvehist hér að meðaltali í 6 til 8.ár
en fjölskyldur í 10 til 12 ár þó auðvit-
að séu til undantekningar frá því.
Ég veit um eitt dæmi þar sem fjórði
ættliðurinn var að fæðast," segir
Holm.
ísbirnir ógna
Það er í raun sáralítill munur á
mannlífinu í Longyearbyen og á Pat-
reksfirði, svo dæmi sé tekiö. Fólkið
er eins og það er leikfélag á staðn-
um, saumaklúbbar og raunar allt
sem tengist félagsmálum. Þá eru
ekki færri en þrír vínveitingastaðir
og hótelin eru einnig þrjú til aö
mæta ferðamannastraumnum. Inn-
fæddir þurfa ekki að óttast snjóflóð
eins og frændur þeirra á Patreks-
firði en í staðinn hafa þeir ísbirnina
sem allir óttast. í einstaka tilfellum
eiga þeir það til að ráðast á fólk,
ærðir af sulti. Það er fólki enn í
fersku minni þegar ísbjórn réðst á
unga norska konu í vetur og varð
henni að bana. Samfélagið lamaðist
fyrst eftir þann atburð en nú er fólk
komið yfir mesta áfallið.
Atburðurinn er fólki þó ofarlega í
huga og margvíslegar varúðarráð-
stafanir hafa verið gerðar til að fyr-
irbyggja slys vegna ísbjarna. Leik-
skólinn er víggirtur með girðingu
sem ísbirnir komast ekki í gegnum
og fólk er ítrekað varað við þeim
möguleika að slíkar skepnur geti
hvenær sem er birst. Nokkur dæmi
eru um að isbirnir hafi komið inn í
byggðarlagið í skjóli myrkurs og
gramsað í ruslatunnum íbúanna í
leit að æti.
Eiturlyfjavandi óþekktur
Holm skólastjóri segir að börn og
unglingar í Longyearbyen séu yfir-
leitt mjög öguð og það sé vandræða-
lítið að reka skólann. Hann segir
raunar að mörg þeirra vandamála
sem við er að glíma annars staðar
séu óþekkt í Longyearbyen.
„Við þekkjum ekki eiturlyfja-
vanda hér innan skólans og
drykkjuvandamál eru fátíð. Ég get
nefnt að það hefur engin rúða verið
brotin í skólanum siðan hann tók til
starfa og engar skemmdir hafa orð-
ið á innanstokksmunum eða eignum
skólans af völdum nemenda. Þetta
fullyrði ég að sé mjög fátítt í skólum
þar sem oft gengur mikið á. Hér
þekkja allir alla og þar með hefur
fólk mikla yfirsýn yfir mannlífið í
heild sinni," segir Hallvard Holm.
-rt

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48