Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 V Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. r ö d <L Já Nei í tai 904-1600 Á að aðskilja ríki og kirkju? Alllr I atafræna kerflnu með t6nvaUalma geta nýtt sér þe$3» þ)6nustu. Fréttir Stuttarfréttir Ákæruvaldiö krefst þess einnig að baóhúsið og 82 fermetra göngubrú, sem liggur að þvi, verði brottnumin. Breskt skip kært til RLR Fiskistofa hefur sent kæru til RLR vegna löndunar bresks skips, Glenn Rose I, á grálúðu í Þorlákshöfn að- faranótt 30. ágúst sl. Kæran er fram komin þar sem skipiö hafði ekki leyfi til löndunar, samningar hafa ekki verið gerðir við Breta um veiðar á grálúðunni og skipið sinnti ekki til- kynningarskyldu Landhelgisgæsl- unnar. Umboðsaðili skipsins er Skipaþjón- usta Suðurlands en skipið er skráð í Hull. Fiskmarkaður Þorlákshafnar annaðist sölu á aflanum en kaupend- ur voru Bylgjan í Ólafsvík, Meleyri á Hvammstanga og Eitill í Njarövik. Fiskistofa fer fram á við RLR að hún rannsaki hið bráðasta þátt ofan- taldra aðila í máhnu og „réttir aðilar verði látnir sæta ábyrgð lögum sam- kvæmt“. -bjb Umhverfis hinn 128 fermetra sumarbústað er 170 fermetra verönd en fyrir neðan er bryggja og vör þar sem hægt er að draga upp báta. Ríkissaksókn- ari krefst þess að híbýlin hverfi vegna stærðarinnar og brota á lögum um friðun Þingvalla. DV-myndirGVA Drög að nýjum búvörusamningi: - segir Ari Teitsson „Við myndum ekki koma með þessar tillögur inn á fundinn nema við heföum verulega von um að þær yrðu samþykktar. En fyrir því höfum við enga vissu. Ég skynja fundinn þannig að menn séu nokkuð efa- gjarnir en ekki endilega neikvæðir. Við erum að benda á ákveðna leið en menn samþykkja ekki eitthvað sem þeir telja sig ekki geta lifað með,“ segir Ari Teitsson, formaöur Bændasamtaka íslands. Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda mun í dag taka afstöðu til framkominna draga að nýjum bú- vörusamningi fyrir sauðfjárbændur. í drögunum er að fmna róttækar breytingar á starfsumhverfi bænda, meðal annars aukið frelsi í verðlagn- ingarmálum og framleiöslustjórnun. Þá er gert ráð fyrir aÓ afnema fram- leiðslurétt þeirra sem komnir eru yfir sjötugt og greiða þeim bændum, sem vilja draga úr framleiðslunni, um 13 þúsund krónur fyrir hvert ærgildi. Að sögn Ara mun það ráðast á fundi sauðfjárbænda hvert fram- haldið verður í viðræðum bænda og ríkis um breytingar á búvörusamn- ingnum. Máhð snúist um hagsmuni sauðfjárbænda og því eðhlegt að þeir ráði ferðinni. Aðspurður um það atriði að svipta aldraða bændur framleiðslurétti seg- ir Ari að eftir sem áður megi þeir hafa fé sér til gamans. „Það mega allir hafa sín áhugamál," segir hann. -kaa Fornbeinúrsjó Mannabeinm sem fundust í ijörunni við Straumsvík í vor eru frá árabilinu 1.020 til 1.170. Þetta kom í ljós i greiningu í Ðan- mörku. Skv. RÚV mun RLR af- henda Þjóðminjasafninu beinin þar sem um fornmuni er að ræða. Samningum sagt upp Bæjarráð Hafnarfjaröar sam- þykkti í gær aö segja upp öllum sérkjarasamningum við bæjar- starfsmenn. Ákvörðunin er sögð tekin vegna slæmrar fjárhags- stöðu bæjarsjóðs og að hún bein- ist ekki að hinum abnenna launa- manni. RÚV greindi frá. Óánægja ríkir meðal íbúa í þjónustuíbúðum fyrir aldraða við Vitatorg í Reykjavík með fram- kvæmdir norðan við húsið. Tíminn hefur eftir íbúunum að þeir hafi talið að ekki yrði byggt á lóðinni. Ókeypiskennsla Krakkar úr Hinu húsinu verða í bílastæðahúsum borgarinnar á morgun til að leiöbeina og kenna borgarbúum á notkun þeirra. Ökeypis verður í húsin. FjárskorturíHÍ Ekki eru til peningar í Háskól- anum til að setja upp lagasafn íslands í tölvum prófessora við skólann. Mbl. greindi frá þessu. Beitusíld frá Noregi Skipaþjónusta Suðurlands hef- ur flutt um 30 tonn af beitusíld ti! landsins frá Noregi. Sam- kvæmt Tímanum er enga beitu- síld að hafa innanlands. Bormönnum sagt upp Verktakaíyrirtækið Vesturís, sem séð hefur um gerð Vest- fjaröaganga, hefur sagt upp 30 manns vegna verkefnaskorts. RÚV greindi frá þessu. Tölvutengd umferðarjjös Borgaryfirvöld íhuga að tölvu- tengja öll umferðarljós í Reykja- vík. Skv. Mbl. gæti breytingin þýtt 10 til 15% eldsneytissparnað. Áfengihækkar Áfengi hækkar um ríflega eitt prósent i dag. Hækkunin mun renna th svokallaðs Forvarnar- sjóðs sem Alþingi samþykkti í vor að koma á fót Stjórn sjónvarpsstöðvar Fyrsti hluthafafundur íslenska sjónvarpsins hf. var haldinn í gær. í stjórn voru kjörin þau Árni Samúelsson, forstjóri Sambíó- anna, Birgir Skaptason, fram- kvæmdastjóri Japis, Gunnar M. Hansson, forstjóri Nýherja, Gunnar Jóhannesson hjá Holta- búinu og Margrét Siguröardóttir, markaðsstjóri Morgunblaösins. BankaviöskiptitilRLR RLR kannar nú viðskipti Hall- dórs Jóhannssonar, einaleyfis- hafa miðasölu HM '95, viö Spari- sjóð Mývetninga. Skv. RÚV hefur sparisjóðsstjórinn sagt upp og Bankaeftirlitiö mun ekkert að- hafast í málinu meðan þaö er í lögreglurannsókn. -kaa MaríaEllingsen: Prófuð sem Katrín mikla SvogætifariðaðMariaEllingsen árum. leikkona leiki í rússnesk-banda- María staðfesti í samtali við DV rískri stórmynd um Katrínu miklu. að hún hefði farið í viötal í London Um yröi að ræöa hlutverk sem ádögunumvegnaþessararmyndar Katrín á yngri árum. Bandariska enekkert værikomiðútúrþvienn leikkonanFayDunawayhefurver- þá. Hún sagðist reikna með að fá iö orðuð við aö leika Katrínu á efri svar á næstu dögum. -bjb Engin vissa fyrir samþykki Eigendur sumarhúss 1 Þingvallasveit ákærðir fyrir að bijóta lög: Ákæruvaldið vill stórhýsið í burtu - bústaður og verönd tæpir 300 fermetrar samanlagt Ríkissaksóknari hefur ákært eig- endur sumarbústaðar í landi Kára- staða í Þingvallasveit og krefst þess að 128 fermetra bústaður, 170 fer- metra verönd, 82 fermetra göngubrú og 18 fermetra bað- og geymsluhús verði numið á brott úr landinu vegna umfangs bygginganna. Eigendurnir teljast hafa reist byggingarnar í trássi við bann Þingvallanefndar og byggingarnefndar hreppsins. Þeir eru jafnframt ákærðir fyrir brot á lögum um friðun Þingvalla. Hilmar Einarsson, byggingarfull- trúi uppsveita Árnessýslu, sagði í samtali við DV í gær að tildrög máls- ins væru þau að gamall sumarbú- staður hefði verið rifinn á umræddri lóð. Hinir ákærðu eigendur sóttu síð- an um leyfi fyrir byggingu á 83 fer- metra sumarbústað á landinu í stað þess gamla sem var rúmir 60 fer- metrar. „Umsækjendurnir voru þá beðnir um teikningu af minni sumarbústað sem mátti ekki vera stærri en 60 fer- metrar, samkvæmt beiðni Þingvalla- nefndar," sagði Hilmar. „Eigendurn- ir sendu að vísu teikningu af 65 fer- metra húsi. Áður en það hús var samþykkt byggðu eigendurnir 128 fermetra sumarbústað ásamt öðru tilheyrandi. Ég var beðinn að stöðva framkvæmdirnar og ég fór á staðinn og ræddi við fólkið. Þessu var sinnt til að byrja með en svo var haldið áfram," sagði Hilmar. Byggingarframkvæmdirnar hófust árið 1991 en síðan hefur látlaus mála- rekstur staðið yfir. Eftir að bygging- arfulltrúinn reyndi að stöðva fram- kvæmdirnar reyndu lögfræðingar sveitarinnar og eigendanna að leita sátta en án árangurs. Málið var kært og sá Rannsóknar- lögregla ríkisins um rannsókn máls- ins og sendi það síðan til ríkissak- sóknara sem hefur nú gefið út ákæru: Fyrst verður réttað í máhnu hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Hilmar sagði aö hér væri um mjög sérstakt mál að ræða og útilokað að geta sér til um málalyktir. „Þetta er ákaflega skýrt í reglu- gerðum og lögum sem maður vinnur eftir að svona eigi ekki að fram- kvæma hlutina. Það virðist hins veg- ar standa í kerfinu að koma þessum málum á hreint þegar brotið er á byggingarreglugerðum. Það virðist vera, samkvæmt þeim tíma sem máhð hefur tekið,“ sagði Hilmar. Eigendur bústaðarins neituðu að tjá sig um máhð við DV. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.