Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Síða 24
24
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995
Notar miðaldatækni í list sinni:
Gullið er gefandi
og fallegt efni
- segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður sem vakið hefur athygli fyrir sérstæð verk sín
„Ég hef alla tíð verið hrifin af
miðaldalist og það má segja að ég til-
einki mér hana í list minni. Þessar
myndir, sem ég mun sýna á Kjar-
valsstöðum, eru fígúratífar, málaðar
með eggtemperu og blaðgulli á
gifslagðar tréplötur. Þetta er eldri
málaratækni en t.d. olíulitir og ein
af þeim elstu sem til eru. Áhugi
minn hefur alltaf legið i þeirri list
sem var fyrir endurreisn enda var
þessi tækni notuð þá. Einnig hef ég
málað íkona en það er allt annar
hugmyndaheimur á bak við þá list
og þess vegna sýni ég hana ekki
núna,“ segir Kristín Gunnlaugsdótt-
ir myndlistarmaður sem opnar
einkasýningu á verkum sínum á
Kjarvalsstöðum laugardaginn 16.
september. Kristín var með sýningu
fyrir áramótin á íkonaverkum í
Hallgrímskirkju og vakti þá mikla
athygli. Hún hefur einnig verið með
sýningu í Nýhöfn og á Akureyri auk
nokkurra samsýninga.
Kristín hefur verið við nám og
störf í Flórens á Ítalíu í sjö ár en
áður lærði hún íkonalist í klaustri
Fransiskussystra i Róm í tæpt ár.
Verk hennar þykja mjög sérstök
enda sjaldgæft að íslenskir lista-
menn fáist við þessa gerð myndlist-
ar.
Kristín segir að þó hún temji sér
aldagamla listtækni séu það hennar
hugmyndir sem hún vinni með. Svo
virðist vera sem trúin komi nokkuð
fram í verkum hennar en hún segir
svo ekki vera. „Ég myndi ekki segja
að trúin sé sterk í mínum nýjustu
myndum en íkonarnir eru helgi-
rnyndir," segir hún. „Það er ekki
markmið hjá mér að vera með helgi-
myndir, hins vegar finnst mörgum
trúarlegur blær á myndunum þar
sem þær eru tímalausar og kyrrar."
Uppalin
á Akureyri
Kristín er fædd og uppalin á Ak-
ureyri en segist ung hafa haft mik-
inn áhuga á teiknun. Hún var að-
eins tólf ára þegar hún fór á nám-
skeið hjá Myndlistarskólanum á Ak-
ureyri. Því námi hélt hún síðan
áfram á Akureyri
en lauk því í
Myndlista- og
handíðaskólan-
um í Reykjavík
árið 1987. Þá hélt
hún til Rómar og
lærði hjá systr-
unum, nam síðan
freskumálun og
gamlar listhefðir
í Akademíunni í
Flórens og loks
hjá handverks-
mönnum sem
starfa við gamla
list en eru ekki
að skapa hana.
- Hvaðan kem-
ur áhuginn á
þessari gömlu
list?
„í rauninni hef -------
ég enga sérstaka Englar.
skýringu á því.
Ég hef alltaf ver-
ið heilluð af
þessari list, mér
finnst hún fal-
leg, leyndar-
dómsfull og
merkileg. Lík-
legast höfðar
hún mest til feg-
urðartilfinning-
arinnar. Ég var
alin upp við
mikla tónlist
þannig að list
var alltaf í
kringum mig.
Hins vegar
kynntist ég ekki
málaralistinni
fyrr en ég fór að
sækja námskeið-
in. Það var mér
mjög eðlilegt að
leggja þetta fyrir
mig. Mér hefur
alla tíð þótt
skemmtilegast
af öllu að mála
og teikna.“
Lærði í
klaustri
- Hvernig datt
þér í hug að fara
í klaustur?
„Ég ákvað
þegar ég var
barn að prófa
einhvern tíma á
lífsleiðinni að
dvelja í klaustri
án þess að ger-
ast nunna. Ég
hef líka haft
áhuga á trúmál-
um, öllum trúar-
brögðum. Það
var ekki ætlun
mín að fara til
Ítalíu, hugurinn stefndi frekar á
Norður-Evrópu. Þetta æxlaðist þó
þannig og ég kunni vel við mig á
Italíu frá fyrsta degi. Meðan ég bjó í
Róm heimsótti ég Flórens og gömlu
söfnin þar
I heilluðu mig.
Mér fannst ég
þurfa að kynn-
ast þessum
heimi betur og
þess vegna
ákvað ég að
fara þangað í
nám. En upp-
haflega hafði ég
samband við
kaþólsku kirkj-
una og spurði
hvort ég gæti
komist í klaust-
ur einhvers
staðar í heim-
inum. Þá var
fyrir tilviljun
stödd abbadís
þessa klausturs
í Róm hér á
landi í tvo
ar sem ég byrjaði að mála litlar
myndir líka og fara frjálslega með
þessa tækni.“
Lifir
á listinni
- Hvernig er þessi tækni?
„Fyrst tekur maður tréplötu sem
gifs er sett á með kanínulími. Síðan
er það pússað eftir kúnstarinnar
reglum þannig að það verði algjör-
lega slétt. Ef notað er blaðgull er það
sett á með fiskalími og leir og síðan
pússað upp með agatsteini, síðan er
málað með litadufti og eggjarauðu.
Þessi tækni hentar vel í litlum
myndum en ekki stórum."
Kristín seldi tvö stór verk til Hall-
grímskirkju eftir sýninguna þar.
Einnig hafa margir einstaklingar
keypt af henni íkonaverk. Þá seldi
hún mynd sem hangir fyrir ofan
skrifborð borgarstjórans í Reykja-
vík. Hún segist lifa á listinni og öll
verk sem sýnd verða á Kjarvalsstöð-
um eru til sölu. „Aðallega mála ég
mín eigin verk en mér finnst gaman
að hafa íkonana með inni á milli.
Það er mikil hvfld aö vinna þá og
heimspeki íkonanna tengist þvi sem
ég er að gera.
Ég hef gaman af misjöfnum form-
um og er ekki endUega að mála á
ferkantaðan flöt. Ég mála trékúlur
og verð með tvær slíkar á sýning-
unni. Einnig er ég með frístandandi
verk sem eru með mynd beggja
vegna og nokkrar aðrar útfærslur.“
Eins
og sólin
Kristín kynntist sambýlismanni
sínum, sem er íri, á Ítalíu. „Við
leigðum saman íbúð í Flórens og ég
segi stundum að við leigjum saman
enn. Hann er mikiU tungumálamað-
ur og ætlar núna að læra íslensku.
Mér fannst kærkomið að hvUa mig
aðeins á Ítalíu og koma heim aftur
þó ég sé ekki viss um að við setj-
umst hér að,“ segir hún.
- Ertu hrifm af
gulli?
„Já, ég er veik
fyrir því. íslend-
ingar eru mjög
viðkvæmir fyrir
öllu sem er
skrautlegt og
sumir hafa
skammað mig
fyrir að nota
gull. Mér finnst
hins vegar þetta
svo mikill eðal-
málmur að ég
gæti eins verið
að vinna með
sólina. GuUið er
gefandi og faUegt
efni en dýrt.
Stundum átti ég
peninga fyrir
guUi en ekki fyr-
ir mat.“
daga. Ég
fékk að hitta
aðstoðar-
menn henn-
ar og sagði
að mig lang-
aði mjög tU
að kynnast
klausturlífi.
Þetta klaust-
ur hafði
aldrei tekið
gesti eða
óviðkom-
andi starfs-
fólk og
abbadísin
sagðist
aldrei fyrr
hafa fengið
slíka ósk.
Hún sagði að
þar sem ég
væri fyrir
tUviljun
stödd 1
Reykjavík í
tvo daga og
hún líka
hlyti þetta
að hafa átt
að gerast.
Það voru 200
nunnur í
þessu
klaustri og
ég fékk að
mála eins og
mig langaði
tU. í staðinn
hjálpaði ég
við húsverk-
in. Ég fékk
að vinna á
efstu hæð
klaustursins
ásamt fjór-
um nunnum
sem allar
máluðu líka.
Þær voru að
mála bless-
unarkort frá
páfanum og
alls kyns
smáverk. Ein þeirra, Patricia, mál-
aði íkona og hún kenndi mér þá
list. Við héldum síðan mjög góðu
sambandi eða þangað tU hún lést
árið 1993. Mig hafði langað að mála
íkona en lét
mig ekki
dreyma um að
það myndi
takast. Það var
mér mjög mik-
Us virði að fá að
lifa og hrærast í
því umhverfi
sem tilheyrir
íkonunum.
Patricia not-
aði þessa lita-
tækni og það
hvarflaði í raun
ekkert að mér
þá að nota hana
í mín eigin
myndverk, þar
sem ég málaði
mjög stórar
myndir. Það
var ekki fyrr en
fimm árum síð- Heyrnarlaus.
María og barnið.
Kristín Gunnlaugsdóttir hefur vakið
athygli fyrir myndir sínar sem þykja
mjög sérstakar enda vinnur hún
með aldagamla listtækni.
DV-mynd ÞÖK