Þjóðviljinn - 12.11.1942, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.11.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJÍNN Fimmtudagur 12. nóv. 1942. Æ. F. K. Æ. F. R. Fundiir verður haldinn fimmtudaginn 12. nóv. 1942 ó Amt- mannsstíg 4, kl. 9 e. h. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Upplestur: Jón Óskar, rithöf. 3. Kosning á þing Æ. F. 4. Erindi: Lúðvík Jósepsson, alþingismaður. 5. Marx. Félagar! Mætið stundvíslega. Komið með gesti og nýja félaga. STJÓRNIN. Independence eldspýfur Kosta 12 aura stokkurinn Tflkynniog Fimmtudaginn 12. þ. m. hækka lítilsháttar nokkrir verð- skrárliðir Rakarameistarafélags Reykjavíkur. Frá og með sama tíma greiðist 50% hærra verð fyrir vinnu þá, sem unnin er eftir lokun rakarastofanna. Rakarameistarafélag Reykjavíkur. Frá haustmarkaði Kron Éeykt trippa og folaldakjöt: Læri kr. 6.00 pr. kíló. Frampartar kr. 5.40 pr. kíló. Gulrófur kr. 15.00 hálfpoki. Gulrætur 5 kg. pakkar á kr. 7.50 stk. Fólk er vinsamlega beðið að athuga, að við söltum aðeins þessa viku. Haustmarkaður KRON Skólavörðustíg 12. eBccjaz y>á>hviítvn Mnnið Kaffísðluoa Hafnarstrwtí 16 Gerizt áskrifendur Þjóðviljans! Fyrirspurn um kirkjugjaid o. fl. Herra ritstjóri! Fyrir nokkru síðan barst mér skattreikningur,- hvar á eru þessir liðirii a. Prestsgj. 1./6. '41—1./6. '42 kr. 1,50 b. Kirkjugj. 1./6.—31./12. ’41 —5,00 c. Kirkjugj. l./l— 31./12. '42 kr. 10,00 Kr. 16,50 Vill ekki Þjóðviljinn.skýra alla þessa liði. Hvaða munur er á prests- gjaldi og kirkjugjaldi? Hvernig stend ur á hinu tvöfalda kirkjugjaldi, sem nær yfir lVz ár? Á reikningnum er líka kirkjugarðs gjald kr. 4. Það hlýtur að vera all- rífleg fúlga, sem bæjarbúar borga til kirkjugarðsins. Hve há er hún og hvernig er hún notuð? Þetta kunna að þykja barnalegar spurning- ar, þar eð liðirnir skýri sig sjálfir. Eg vil leyfa mér að bæta nokkrum spurningum við: Heimtar kirkjan þau gjöld af öllum, er náð hafa 16 ára aldri, eða' er miðað við 21 árs aldur? Hvernig er gjöldum utan- kirkjumanna ráðstafað? Eg veit, að þau eiga að renna til háskólans, en ég veit eigi, hvort þau skiptast milli hinna ýmsu deilda í einhverjum á- kveðnum hlutfölium. Öll þessi atriði varða almenning. Og ég býst við, að fleiri en mig fýsi að vHa nokkru nánari skil á þeim en reikningarnir greina. Þess vegna æski ég skýringa á opinberum vett- vangi og vænti þess að blaðið ljái mér rúm fyrir þær athugasemdir, er ég síðan kann að gera. Skattþegn. Svar ritstjóra, Með lögum nr. 40 frá 1909 var ákveðið að „hver maður sem er 15 ára og eldri, hvort heldur er karl eða kona, og hváða stöðu sem er, skuli greiða í prestlaunasjóð 1 kr. 50 aura á ári“. Undanþegnir eru þó þeir, sem eru í einhverju kirkjufélagi utan þjóðkirkjunnar, ef það hefur fengið konunglega staðfestingu. Þetta gjald var kallað prestgjald, og rann í presl launasjóð. En eftir að prestar fóru að taka laun sín einvörðungu frá rikinu, var prestlaunasjóðúrinn ekki annað en bókhaldsform innan ríkis- sjóðsins. Á síðastliðnu ári var prestsgjald numið úr lögum, og verður þetta því væntanlega í síðasta sinn, sem „skattþegn" sér þennan lið á skatt- reikningi sínum. Um kirkjugjaldíð er það hinsvog- ar að segja, að það rennur beint til hlutaðeigandi kirkju, það er nef- skattur, og eru allir skattskyldir sem eru 15 ára eðá eldri. Safnaðarfundur getur breytt upp- hæð þessara gjalda. Ástæðan fyrir því að skattþegn er krafinn um kirkjugjald fyrir 1 lé ár, getur naumast verið' önnur en sú, að hann hafi átt vangoldið fyrir hálft árið 1941. Varðandi kirkjugarðsgjald er þetta íram að taka: Heimilt er, að lögum, að leggja á gjald til kirkjugarðs, er nemi allt að 2% af útsvörum manna. Samkvæmt ráðherraúrskurði hei*ur þetta verið framkvæmt þannig, að þetta gjald hefur aðeins verið lagt á einstak- linga en ekki félög, og hefur þannig tekizt að velta þessari gjaldabyrði af herðum stærstu gjaldendanna yfir á herðar hins snauðari íjölda. Kostnaður við kirkjugarðinn hér í Reykjavík er orðinn mikill. Mikið fé hefur farið í að girða Kirkjugarðinn í Fossvogi, ræsa landið o. fl., og við- hald garðsins er mjög kostnaðar- samt. Ekki hefur Bæjai-pósturinn aflað sér tæmandi upplýsinga um þctta efni, en þær er auðvitað hægt að fá. Reikningar kirkjugarðanna eru opinber plögg. Um gjöidin til háskólans er það að segja, að þau renna í svokall- aðan ,,prófgjaldasjóð“, en í sjóð þennan renna prófgjöld stúdenta og fleiri smá tekjur, sem háskólanum áskotnazt. Verkefni sjóðsins er að styðja stúdenta til ýmiskonar fræðsluiðkana við háskólann. í mjólkurbúð 11. nóv. 1942. Herra ritstjóri! Þótt oft sé kvartað um slæma aígreiðslu í búðum hér í Reykjavík síðan þeir góðu tímar hófust, að alla hluti er hægt að selja á hvaða verði sem er og búðarstúlkurnar þurfa ekki einu sinni að brosa leng- ur, þá finrist mér hvergi jafn bölvað að koma og í mjólkurbúðirnar. Eg er ekkja og hefi fyrir barni að sjá. En eins og kunnugt er, verða konur f þeirri aðstöðu, þrátt fyrir öll kvenréttindi, að vinna fjölda- mörg ólaunuð aukastörf, meðal ann- ars það, að gera innkaup á mjólk handa börnum sínum. í morgun fór ég 2 ferðir fyrir hádegi út í mjólkurbúð, en hitti svo illa á, að í hvorugt skiptið var til mjólk, en það er í seinni tið orðið jafn hversdagslegt og að merki sé gefið um loftárásahættu. Kl. 12 V2 fór ég þriðju ferðina. Engin mjólk. Kl.. 2 ákvað ég að gera enn eina tilraun. Þá var mjólkin nýkomin og biðu nokkrar konur eftir afgreiðslu. Þegar ég hafði beðið þarna ca. 10 mín. býðst kunningjakona mín til þess að taka við mínu mjólkuríláti og spara þannig bæði tíma og gólf- pláss búðarinnar, sem óðum fylltist. Líkaði mér þetta vel og fór til vinnu. Að nokkrum mínútum liðnum kemur hún til mín og segir sínar far- ir ekki sléttar: Það fær enginn af- greiðslu á mjólk fyrir aðra. Bregð ég nú skjótt við, en líst ekki á blik- una, því nú er hópurinn langt út úr dyrum, en ég ekki mjög dugleg að olnboga mig áfram, og sízt, þegar ég hcfi barn á handleggnum. En að hika er sama og tapa. Nú vantar klukkuna 10 min í þrjú. Kona fyrir framan mig réttir fram 2 heilflöskur og fær mælt á þær og síðan þriðju flöskuna, en segir um leið að það sé fyrir aðra. Eg skil, hvíslar afgreiðslustúlkan, með við- eigandi tittlingadrápi, um leið og hún mælir á þi-iðju flöskuna. Gera þær sér nú líka mannamun, hugsa ég. Nú er eftir að afgreiða nokki’a krakka, sem með vaxtarlagi sínu hafa komizt inn fyrir borðið. Svo rennur upp sú iarigþráða stund, að röðin er komin að mér að fá af- greiðslu. „Því miður er öll mjólk búin í dag“. Þá sló kl. 3, og svo er saga þessi ekki lengri. Nú geta þeir sem vilja reiknað það út, í hlutfalli við sínar tekjur auðvitað, hvað hún kostaði sú rnjólk, sem ég ekki fékk. Það er aukaatriði, að í dag hækk- aði mjólkin upp í kr. 1.75. Kona. Stúkan Mínerva nr. 172. Fundur í kvöld kl. 8,30. 1. Inntaka nýliða. 2. Innsetning embættismanna. 3. - Sigurður Guðmundsson sýnir kvikmynd. 4. Kaffi. , f/J2ó cíellius ‘ Vctrarkjólar úr ull, 1 af hverri teg. „IIarella“ vetrarkápur og frakkar. ICnskir greiðslusloppar úr ull. Euskar kvcntöskur, nýjasta tizka. Itarna ullarsokkar og Uosur. Matrosföt, Blússuföt og samfest- ingar. — Telpu- og unglingakápur. Vesturgötu 12. Hafið þið náð ykkur í eintak af bókinni 25 m ráðstjórn Höfundar hennar eru: Halldór Kiljan Laxness. Einar Olgeirsson. Sverrir Kristjánsson. Þórbergur Þórðarson. Halldór Stefánsson. Jóhannes úr Kötlum. Ólafur Jóh. Sigurðsson. Hallgrímur Hallgrímss. Þóra Vigfúsdóttir. Laufey Valdimarsdóttir. Ingibjörg Benediktsd. Upplagið er ekki stórt, en eftirspurnin mikil. Fæst í öll- um bókaverzlununi og í skrifstofu Sósíalistaflokksins, Skólavörðustíg 19. rvr rrrrTtT-i-m „Ríchard" til Patreksfjarðar og Bíldudals. „Ottó" til Flateyrar og Bolungarvíkur. „Fagraiics" ’til Isafjarðar. Tekið á móti flutningi í öll skipin á morgun (föstudag) til hádegis. ______________ Gullmunir handunnir — vandaðlr Steinhringar, plötuhringar 0. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sírni (fyrst um sinn) 4603.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.