Þjóðviljinn - 21.12.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.12.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21- desember 1943 3 HjIá Um kvikmyndir Eg hef verið' að' lesa bók, sem mikil unun er að. Hún er um kvikmyndalist, heitir á ensku The Film Sense og er eftir Sergei Eisenstein, kvik- myndahöfundinn fræga, er samið hefur m. a. Potemkin, Oktober og Alexander Nevskí. Bókin hefur sérstaklega glatt mig vegna eins: Það ritar hana listamaöur, sem hvorki óttast vísindi, kenningar né hugsun; listamáður, sem jafn framt er vísindamaður í list- um, ef svo mætti aö orði kom ast. Þekking hans takmarkast ekki við kvikmyndageröina eina, heldur hefur hann kynnt sér til samanburðar aðrar listgreinar, svo sem skáldskap,v tónlist og málara- list. í hinum beztu kvikmynd- um reyna einmitt snillingar eins og Eisenstein að sam- eina áhrif þeirra allra: orð, lit og tón. Þáð er eflaust ekki tilvilj- un, að listamaðuríkvikmynda gerð er jafnframt vísindamað ur í sinni grein. Þaö er ekki hægt að hrista fram úr ermi sinni áð semja.kvikmynd eins og að yrkja kvæöi. Aö vísu mun engu síður þurfa inn- blástur, ef myndin á aö verða listaverk, en það gagnar ekki innblásturinn einn. Kvik- myndagerðin er afsprengi nú- tímatækni og byggist á víð- tækri þekkingu og samstarfi margra manna. í gerð kvik- mynda og teiknimynda er að miklu leyti verið aö brjóta nið ur múrinn milli listar og vís- inda. Eg býst við, að fæstir bíó- gestir geri sér ljóst hvemig kvikmyndin verður til, jafn- vel í einföldustu atriöum. Ótal fjöldi einstakra Ijós- mynda af margvíslegum at- vikum og fólki í margbreyti- legu viðhorfi atvika er tengd- ur í samfellda heild. Þessar ljósmyndir eru okkur sýndar í óslitinni röð með þeim ^ hraða, er gefur þeim lifandi ‘ líf fyrir augum okkar á leik- sviðinu. Hraðinn gefur þeim líf, en þaö líf er reyndar sjón blekking. Á hverri sekúndu bregður fyrir tuttugu og fjór- um myndum, svo að augáöJ greinir hvergi bil, en finnst hreyfingin óslitin. Þó að efni kvikmyndanna sé einfaldar ljósmyndir, eins og við getum séö á vegg eöa í bók, þarf enginn aö ætla, að síður reyni á listamanns- hæfileika. Tengsl hinna ein- stöku mynda í eðlilega list- ræna heild verður hið raun- verulega höfundarstarf, þ. e. bygging kvikmyndarinnar. Þar sem sýning hverrar myndar tekur aðeins brot úr sekúndu, er í senn sérstök tækni og list- gáfa að samræma efnislegt innihald og framsetnjngu á hverju augabragði. Við erum alin upp við eins- konar óbeit á kvikmyndum. Framleiðsla þeirra lenti í höndum auöfélaga, sem hugs- uðu eingöngu um gróöa og voru komin vel á veg áð eyði- leggja allt listgildi þeirra. En kvikmyndirnar urðu geysilegt áhrifavald, og eru sú tegund listar, sem nær langmest til, almennings. Hefur margt ver- ið rætt um siðspillandi áhrií þeirra, enda hafa þær mjög veriö misnotaðar og eru enn. En margt bendir til, að listin beri hér sigur af hólmi og yfir- ráð kvikmyndagerðarinnar komist (víðar en í Sovétríkj- unum) i hendur heiðarlegra fyrirtækja, er takast muhi aö gera hana aö list listanna. Framfarir í þessari grein á síðustu árum hafa veriö stór- kostlegar. Og í rauninni er okkur með kvikmyndunum opnaður nýr töfra- og ævintýraheimur, sem engin list önnur getur birt manni eins. I kvikmyndinni hverfa takmarkanir rúms og tíma. Hún fær áhorfendur til áð gleyma stund og sta'ð og öll- um veraldlegum tálmunum. Hún leikur sér aö því að flytja hann fram og aftur í tímanum, eða teygja svo úr augnablikinu, áð hann fái að dvelja við það og njóta þess að vild. Hún getur látið menn svífa eins og dún í loftinu, leyst upp öll form, upphafið Mynd ur russnesKu KViKmyndmm Tjapajeif. Þ J C ">V' ,JI _T:.* Norskar skáldsögur Trygve Gulbranssen, Dag- ur í Bjamardal. Konráð Vilhjálmsson íslenzkaði. Akureyri 1943. Saga Dags óðalshöfðingja í skógardölunum er skemmti- lestur og vekur eftirtekt manns. Mann frarn af manni voru þeir Bjarnardalslangfeög ar harðsnúnir jarðeigendur, stórbændur og veiöimenn, hamrammir afreksmenn, sem ekkert hræddust og báru æg- ishjálm yfir byggðirnar jafnt í eigin augum sem í hugmynd um almúgans. Aðeins einn gnæiir hærra, aðalsmaðurinn duglausi á Borg, en verður þó að skríða í skjól Dags í Bjarn ardal að lokum, eftir aö auöur Holders stórkaupmanns í stór- borginni er runninn til Dags viö rnægð og hann orðinn eins harðsnúinn fésýslumaður á borgaravísu og hann var veiðimaður áður. Tvo kosti á sagan auk reyf- aralegrar spenningar. - Hún á skemmtilegan búning eigi síö- ur í þýöingunni en á norsku, þótt sitt sé með hvoru móti, og margar lýsingar einstakra fyrirbrigða og manna eru á- gætar og sérlega norskar. þyngdarlögmálið og breytt efnisheiminum í glitofinn draum. Skemmtilegt er til þess áð vita, að það er tæknikunnátta mannsins, sem skapar honum þennan nýja töfraheim list- arinnar. Svo fjarri fer því, að vélamenningin eyðileggi list- hæfni mannsins! Hún gefur einmitt listgáfu hans og hug- myndaflugi nýjan byr undir vængi. Hún gerir honum fært að skapa nýja tegund listar, sem að áhrifamætti og auð- legð tekur öllu öðru fram. Er við kynnumst störfum manna eins og Eisensteins, eöa hinum fræga höfundi te’knimyndanna, Walt Disn- ey, getur okkur í svip fundizt ljóðagerð eða málaralist vera líkast barnslegu föndri, en þegar við áttum okkur, get- um við þó viðurkennt, að ein mynd, eitt kvæði, séu þau lista- mannsverk, fela í sér allan auð, sem við getum óskað eft- ir. Á þann hátt tekur ekki ein listgrein annani fram. Bók Eisensteins, sem kom mér af stað út 1 þessar hug- leiðingar, er vísindalegt verk. Hún fjallar áöallega um bygg ingu kvikmynda, en ég minn- ist ekki þess áð hafa nokkru sinni Issið bók, sem varpar eins skýru ljósi á alla list- sköpun. Fyrsti þáttur bókar- innar nefnist Orð og hug- mynd, annar er um samband milli tóns og litar, þriðji er urn tákn eða merkingu lita og hinn fjórði um form og inntak. Það er ánægjulegt aö kynnast listamanni sem þorir að gera sér fræöilega grein fyrir list sinni, og hefur jafn víðtæka reynslu og þekkingu. Kr. E. A. Tíguleg íslenzka, stuðlum skorðuð, orömörg og nokkuð ljóðræn einkennir bókina, en til er þar norskt oröalag. Bók- inni er happ að fá þennan búning í höndum Konráðs. Síðari hlutar sögunnar í þýð- ingu hans heita: Hvessir af Helgrindum og Engin önnur leið. Þessi þáttur ættarsögunnar gerist fyrir umbyltingarnar um 1800, en aldarblær næst ekki vel. T. d. eru ástalýsing- ar síöalningsrómantík á ald- • ur við Gösta Berlings sögu. Rómantík annars efnis og flótti hversdagsleiks í bókinnj dregur mig bæði og hrindir. Norðmenn eru ólíkir okkur, einkum í stjálbýlum sveitum, og í fjarskanum hrífur sér- hver mynd þaðan. Stæling Norömanna, langæ tryggð eða þykkja, óðalshyggjan nafntogaöa og ýmsar varö- veizludyggðir mega vel vaxa okkur marglyndum, reikulum íslendingum í augum. En ekki þurfa allir duttlungar skáldsögu þessarar að vaxa okkur í augum. Hin vesala mynd, sem höf. dregur upp af almúga þjóöar sinnar, má ekki skoöast sem landkynning, þótt misvitrirís- lenzkir ritfregnahöfundar leggi nú áherzlu á, aö slík sé vor ágæta frændþjóð. Almúg- inn, héraösbúar, öfundar og hatar menn, sem eru háir vexti og vaskir, óttalausir og bjargvættir hinna mörgu þrek lausu. í hinum breiöu byggð- um er enginn, sem skotið get- ur björninn, þann djöful- magnaða, né talaö án kvik- indisundirgefni við hégómlega prestinn sinn, þann guðmagn- aöa, en þegar heilum söfnuði gefst færi á syni bjarnarban- ans sem látið hafði fyrir þá lífið, brýzt út öfund þeirra „eins og fjúkandi foss“. Hrak- yrði og högg af höndum og fótum og síðan morðtilraun við piltinn eru þarna það, sem auglýst er, að sé útrás norskrar þjóðarsálar. Hin önn ur útrás hennar er í reiði þessa pilts við það tækifæri: „Nú varð allt rautt, — eins og fjúkandi eldslogar fyrir augum hans. Hann gerði á sg eldsnögga hringsveiflu, svo að hópurinn fór undan á hæli, og hendur hans gripu harðar sem stáltengur, þann fyrsta, sem hann gat fest þær á, hóf hann á loft og lamdi með honum að gólfi alla, sem fyrir uröu. — Loks þeytti hann þeim, er hann hélt í höndum, eins og þvættu aö gólfi. — og þaut til dyra, hár og hnarreistur. — Allir viku undan ......... Nú datt engum að nálgast hann“. Reyfarasögur tekur enginn alvarlega til lofs né lasts um þ.ióð, og saga Gulbranssens er reyfarí á köflum. Ýkiur bess- ar eiga að varpa lióma á Dag og bá frændur, skugga á hér- aðsmenn. Hver skilur tilgang- i# Iðnaðarmannafélagið í Reykja vík hefur gefið út bók þessa í tveim bindum. Bókin er 824 blaðsíður í stóru broti auk for- mála og fjölda mynda. Ritstjóri bókarinnar er dr. Guðmundur Finnbogason og skrifar hann mikinn hluta hennar, en auk hans skrifa hana fjöldi annarra þekktra fræðimanna og rithöf- unda. Bók þessa gefur Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík út til minja um sjötíu og fimm ára af- mæli þeás, sem var 3. febrúar 1942. Er þetta vegleg og myndar leg afmælisgjöf, sem afmæiis- barnið gefur þjóð sinni. Ekki mun það ólíklegt, oð ýmsir muni ætla eftir nafni bók arinnar að dæma, að hér sé # um að ræða eins konar hand- bók fyrir iðnaðarmenn, og að þessi bók ætti aðeins erindi tli þeirra. En slíkt er mesti mis- skilningur. Þessi bók á brýnt erindi til allra þeirra íslendinga, sem vilja þekkja sögu þjóðar sinnar. Hér er rakin saga henn- ar allt frá landnámstíð til vorra daga á skýran og skemmtileg- an hátt. Eg las þessa bók eins og skemmtileg;i skáldsögu. Þetta er þó ekki skáldsaga, neldur blá kaldur raunveruleiki úr menn- ingar- og þrounarsögu þjóðar- innar í baráttu hennar fyrir til- veru sinni. En ævintýralegur er hann, þessi menningarþáttur sögu vorrar, þegar þess er gætt við hvaða skilyrði hann gerist; þar sem þjóðin þjáist „undir fargi fátæktar“ öldum saman og hefur ekki nema mjög ónóg an og einhæfan efnivið, og ó- fullkomin verkfæri til iðju sinn ar. En hagleikur og snilli hug- ar og handa lifa með þjóðinni gegnum allar þrengingar fá- tæktar og fábreytni. Og þegar efnahagur rýmkast og sambönd við aðrar þjóðir aukast, á þjóð- in heilum her á að skipa, sem vill neyta hagleiks síns á fjöl- breyttara efni og með fullkomn- ari verkfæri en áður þekktust, og hefja tómstundaföndur for- feðra og mæðra í æðra veldi, svo íslenzkum iðnaði megi bráð- Framh. á 5. síðu. inn? Hver botnar í stíma- braki höfundarins viö að gera fínustu hofróður borgarinnar, hverja eftir aðra, að ofur- mennamæðrum uppi í Bjarn- ardal? Hvaðd nauðsynjaerindi átti auður Teresu s.órkaup- mannsdóttur þangað til að gera Dag enn göfugri auð- mann en hann var? Er þetta broddborgaraumstang höfund arins undirbúningur þess, aö spá Önnu gömlu fái að ræt- azt, að ættin skuli „komast svo hátt sem komizt veröur“? — Sú er víst eina aðferö borg- arastéttar að búa til 'sannar- legan þjóðarfrelsara. En vér óguðlegir segjum: Gef oss heldur Barrabas. Einhverjir gætu jafnvel lagzt svo lágt að segja: Gef oss heldur Sturlu í Vogum. Björn Sigfússon.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.