Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Jólablaš Žjóšviljans 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						ÞJÓÐVJLJINN
Qamlir jólasiðir
,,Manstu nú hvað gerðist á jólunum?" spyr móðirin
lítinn dreng eða litla stúlku.
Það hefur gerzt ákaflega margt einkennilegt á jól-
unum. Sagnritarar og fræðimenn hafa leitazt við að
grafa upp margskonar heimildir fyrir því, hvernig
alþýða manna hélt þessa hátíð ársins og hvaða til-
finningar og hvatir leystust úr læðingi einmitt þá,
því að jólahelgina skildu menn svo, að þeir ættu að
vera — góðir.
Gleggsta dæmið er „jólafriðurinn". Það var eld-
gamall siður á Norðurlöndum, að bardagar og víg
skyldu niður falla um jólin. Ef til vill átti þetta rót
sína að rekja til heiðni. Menn máítu ekki ganga vopn-
aðir inn í hofið til blóta.
*
í Noregi var „jólafriðurinn" lögboðinn. Hann var í
gildi í þrjár vikur — frá 21. desember. Hvert ódæði,
sem framið var á þeim tíma verðskuldaði tvöfalda
hegningu. Þessi siður hélzt fram á 16. öld.
Réttarhöld og dómar skyldu ekki fram fara, meðan
„jólafriður" var.
Ekki var unnið á heimilum annað en nauðsynleg-
ustu störf. Sérstaklega höfðu menn beyg af öllum
verkfærum og áhöldum, sem snúið var í hring, svo
sem rokk, snældu og nafri. Það var sem sé álitið, að
sólin sjálf hvíldi sig, og þegar sólin væri hætt að
snúast, átti það ekki við að hringsnúa ómerkilegum,
jarðneskum hlutum. Það gat hefnt sín grimmilega.
Því er sagt, að kona ein hafi sagt við vinnukonu sína:
„í nafni guðs, sem fyrir okkur dó, snertu ekki rokk-
inn. Eg á bara eina kú, og hana má ég ekki missa".
Jafnvel dýrin nutu jólafriðar. Úlfar, birnir, rottur og
mýs voru svo hlutlaUs látin, að þau voru ekki einu
sinni nefnd réttum nöfnum. Það gat líka verið vara-
samt að drepa úlf. Sænski erkibiskupinn, Olaus Magn-
us, sagði að á jólanótt gætu menn stundum orðið að
úlfum og framið hin verstu ódæði. "i
Á jólunum var úlfurinn kallaður Gráfótur, björninn
Loðfeldur, rottan Langhala og músin „Sú litla gráa".
*
í Vestgautalandi í Svíþjóð var einkennilegur siður
sem hélzt fram á 19. öld. Daginn, sem jólafriður gekk
í gildi, 21. desember, gekk húsmóðirin um bæinn með
Ijós í hendi og vísaði rottunum út. Það var ekki vanda-
laust verk. Ekki mátti ávarpa rotturnar með ónotum
og skætingi. Þvert á móti varð að velja þeim prúð-
mannleg og hógvær orð. En einmitt þetta var talsverð
raun, því að öft voru rotturnar búnar að gera húsmóð-
urinni marga skapraun. Reynslan varð því oft sú, þeg-
ar þáð kom í ljós eftir jólin, að rotturnar höfðu ekki
tekið „uppsögnina" gilda, þá gat húsmóðirin sjálfri
sér um kennt: Húh hafði ekki vísað þeim burt með
nógu mikilli stillingu. Stundum var fenginn sérstak-
ur maður, til dæmis gamall uppgjafa hermaður, til
að fara bæ frá bæ og vísa út rottum.
*
Það var siður um Norðuiiönd að breiða hálm á
gólf á aðfangadagskvöld og var það kallaður jólahálm-
ur. Heimafólk hvíldist á hálminum um nóttina. Sæng-
urfötum yar aftur á móti safnað saman á einn st-að í
stofunni og búin breið og mjúk hvíla. Þar áttu engl-
arnir að sofa, ef þeir skyldu gista um nóttina.
Jólahálmurinn fékk dularfullan mátt. Hann var
bundinn í knippi og hengdur upp yfir húsdyrunum,
til heilla heimilisins,  gefinn skepnum til holda og
borinn á akra til að tryggja góða uppskeru.
.    Þetta tíðkaðist einkum í Svíþjóð.
Sumstaðar voru fléttuð tólf reipi úr jólahálmunum
og hengd upp í mæni. Þau áttu að vera búinu til bless-
unar alla mánuði ársins.
Á aðfangadagskvöld var svælt brennisteini inni í
stofunni, til að fæla burt allt óhreint. Krossmark var
málað með tjöru yfir hverjar dyr.
Öllum skepnum var gefið betra fóður á jólunum en
aðra daga ársins. Það var trú um öll Norðurlönd, að
kýrnar fengju mannamál á jólanótt (á íslandi var
það á nýársnótt) og margar sagnir eru til um það.hve
þeim hafi farnazt illa, sem voru viðstaddir af forvitni.
En í jótskri þjóðtrú var það tekið fram, að enginn
græddi á því, að heyra samtal kúnna á jólanótt, því
að þær töluðu hebresku.
í Holtsetalandi var það siður, að bændur gengu út á
aðfangadagskvöld. lögðu hönd á einhvern trjástofn og
sögðu:    i
„Gleðjist þið, tré, því að frelsarinn er f'æddur".
*
í Noregi var mjólk og öli hellt að rótum trjánna,
sem næst stóðu bænum. Gamalli eik á Þelamörk var
meira að segja gefinn jólagrautur. Og allstaðar þótti
sjálfsagt að skammta búálfinum. í Wárend í Svíþjóð
var það siður að láta út á bersvæði mat og öl handa
englum. Það var kallað „englaöl". Víða á Norðurlönd-
um var matur handa álfum borinn út um hæðir og
hóla.
Allur viðbúnaður jólanna va'rð að vera um garð
genginn þegar kirkjuklukkurnar hiingdu um sólsetur.
Þá létu allir verk niður falla og hátíðin gekk í garð.
Enn má minna á þann alkunna, íslenzka sið, að hús-
freyja gekk kringum bæinn á aðfangadagskvöld og
mælti þessi orð: „Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir,
sem vera vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mín-
um að meiaalausu".
Um jólin vildu menn vera sáttir við alla.
					
Fela smįmyndir
I
I
II
II
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
I
I
II
II