Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 8
 SðgusýMiisgiii Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Tónverk fyrir pí- anó og hljómsveit eftir d’lndy. 20.50 Hljómplötur: Söngvar úr frönskum óperum. 21.00 Erindi: Þjóðhátíðardagur Frakka (Eiríkur Sigurbergsson viðskiptaf ræðingur). 21.30 Hljómplötur: Septett eftir Saint-Saens, o. fl. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur). a) ,,Föðurlandið“, forleikur eftir Bizet. b) Symfónía í d-moll eftir Cesar Franck. Kvenréttindafélag Islands heldur fund í kvöld í Aðalstræti 12 (uppi. Sagðar fréttir frá landsfundi og sam bandslagafrv. borið upp til sam- þykktar. Æ.F.R.-£élagar! Sjálfboðavinna heldur áfram við Rauðhólaskálann um helg- ina. — Nú liggur mikið við að menn mæti, því mörg eru verk- efnin sem bíða. Farið verður frá Skólavörðustíg 19 kl. 3 á laug- ardag og kl. 9 á sunnudagsmorg un. Hafið með ykkur matarílát og hnífapör. Allsíierjarmótið Framh. af 1. síðu. 3. Finnbj. Þorvaldss í R 2343 st. 4. E. Þ. Guðjohns. K R 2334 st. 5. Brynj. Jónss. K R 2320 st. 0. Svavar Pálsson K.R. 1986 st. Flest stig á mótinu fékk Skúli Guðmundss. K.R. 26 st., en Oliver 25 og Finnbjörn 24 stig. Forseti í. S. 1. Ben. G. Waage sleit mótinu með snjallri ræðu og vítti þá menn sem ekki mættu til leika eftir að hafa látið skrá •sig. Landsbankakjðr Framh. af 5. síftu. bæði hjá Búnaðarbankanum og Útvegsbankanum, að því er ég bezt veit, að ráða engan nýjan starfsmann fyrir minna en 350 til 400 krónu byrjunarlaun á mánuði. í þessu sambandi er vert að minn- ast þess, að ekki alls fyrir löngu gekk maður frá Landsbankanum í þjónustu Útvegsbankans. Hann þótti einn af slyngari starfsmönn- um Landsbankans og hafði margra ára reynslu að baki sér. Vart munu honum liafa boðizt lakari kjör en hann hafði áður. — Annan mann þekki ég, sem gekk úr þjónustu Útvegsbankans. Hann hafði verið þar tiltölulega skamman tíma, en hvarf frá 525 króna mánaðarlaun- um. Þriðji maður, sem mér er kunn ugt um, gerðist starfsmaður Bún- aðarbankans með 400 króna mán- aðarlaunum. Hann mun nú hafa 550 króna mánaðarlaun og gerir sér vonir um að hækka bráðlega upp í 625 krónur. Eg fæ ekki skilizt svo við þetta mál, að ég minnist ekki að nokkru þess sérstaka ástands, sem nú rík- ir, vegna stóraukinna viðskipta af völdum verðbólgu og setuliðs. Það liggur í augum uppi, hver áhrif þau hafa haft á dagleg störf bank- ans, enda mun ekki ofsagt, að störf bankamanna hafi margfald- azt, miðað við það, sem áður var, án þess að starfsliðið væri aukið. Eðlilegt væri að bankastjórnin hefði umbunað starfsfólkinu að ein liverju leyti af þessum sökum. Ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að reikningar bankans sýna milljóna liagnað, en jafnframt á allra vitorði, að óbreytt starfslið hans hefur borið mjög skarðan hlut frá borði, einkum eftir að dýr- tíðin komst í algleyming. — Framh. af 2. síðu. Árið 1841 stofnaði svo foring- inn ógleymanlegi í frelsisbar- áttu þjóðarinnar, Jón Signrðs- son, nýtt tímarit: Ný félagsrit, og voru þau alla þá tíð sem þau komu út (1841—1873) aðal- málgagn sjálfstæðisbaráttunnar. í þessari deild sýningarinnar eru sýnishorn tímarita þeirra, er hér hafa verið nefnd og nokk urra annarra bóka, sem út komu á þessum tíma. HVE LENGI ENN? í þessari deild 'eru myndir af þeim brautryðjendum í frelsis- og menningarbaráttu íslend- inga, sem hér hafa verið nefnd- ir, auk nokkurra annarra, svo sem Björns Gunnlaugssonar, Bjarna Thorarensens, o. fl. o. fl., þar á meðal mynd er á að minna á Eggert Ólafsson og gerð er eftir gamalli kopar- stungu, rómantískri að vísu, en þar með virðast kostir hennar taldir. Það er vert að athuga það, að nú, þegar takmarkinu í frels- isbaráttunni, sem þessir menn fórnuðu kröftum sínum fyrir, og ísland er orðið sjálfstætt lýð- veldi á ný, þá á íslenzk alþýða ekki aðgang að ævisögum þess- ara manna né heildarútgáfum af verkum þeirra — fæstra. Að vísu hefur nokkuð verið gert t. d. endurprentun (ljósprentun) Fjölnis og Rit Jónasar Hall- grímssonar, en í heild „gengur það grátlega seint.“ Það var þó fyrir íslenzka al- þýðu sem þessir menn fórnuðu kröftum sínum, það var íslenzka alþýðan sem veitti þeim braut- argengi. Alþýðan hefur ekki ráð á að glata tengslunum við brautryðjendur þjóðfrelsisbar- áttu hennar. Það er ekki nóg að skrá fæðingardaga þeirra og dánardægur í bragðdaufar skóla bækur. íslenzka þjóðin á þá kröfu til menntamanna sinna aðsagaþess ara manna verði skráð og verk þeirra gefin út, ekki sem luxus- vara í skrautskápa stríðsgróða manna, heldur til gagns á heim- ilum alþýðu. Knattspyrnan í Akranesi Framh.af 3. síðu þátt í landskeppnum í öllum fl., a. m. k. I. II. og III. fl. Má gera fastlega ráð fyrir að þeir komi í þetta sinn með flokka á lands mótin og nái góðum árangri. Vera má að völlurinn hér valdi þeim nokkurum erfiðleikum til að byrja með þar sem hann er mun harðari en á Akranesi, en það gætu þeir lagað með því að- æfa fyrir mótin á harðan stað ef þeir hefðu hann. Þess má geta hér, að Axel Andrés- son var hjá þeim mánaðartíma í vor og hefur það haft sína þýðingu, auk þess sem hann hefur verið þar áður. Vafalaust verður sögusýning- in hvatning til framkvæmda á þessu sviði. ÆTTMOLD OG ÁSTJÖRÐ í þessari deild er allmargt fagurra landslagsmynda. — Það voru skáldin og þá fyrst og fremst Jónas Hallgrímsson, sem með ættjarðarkvæðum sínum vöktu þjóðina til meðvitundar um tign og fegurð lands síns og til virðingar fyrir og ástar á ættjörðinni. „Góður sonur getur ei séna göfga móður með köldu blóði viðjum reirða, meiðslum marða, marglega þjáða og fá ei bjarg- að.“ „LIFI ÞJÓÐFRELSIÐ!“ Eins og áður er áminnzt náðu öldur júlíbyltingarinnar frönsku 1830 alla leið hingað norður í yzta haf og vöktu beztu syni þjóðarinnar til frelsisbaráttu. Fyrir krafti þeirrar frelsis- hreyfingar riðaði einveldi Dana konungs, og stofnað var ráðgef- andi þing í Danmörku. Og þar kom, að Danakonungur treystist eigi lengur til þess að standa með öllu gegn frelsiskröfum ís- lendinga, stórt spor í frelsisbar- áttunni var stigið: Alþingi var endurreist 1843, en kom þó fyrst saman 1845. Febrúarbyltingin í París 1848 skapaði nýjar frelsiskröfur um öll lönd með þeim afleiðingum að Danakonungur afsalaði sér einveldinu. — Frelsiskröfur ís- lendinga fá byr undir báða vængi. Árið eftir, 1849, gerist hin fræga Norðurreið Skagfirðinga, er þeir fara og skora á amtmann inn að segja af sér. Hún mun vera fyrstu fjölda- mótmælin hér á landi og var beint gegn æðstu stjórn lands- ins. Kjörorð þessarar ferðar voru: „Lifi þjóðfrelsið, lifi félagsskap- ur og samtök og drepizt kúg- unarvaldið.“ Árið 1850 er svo Þingvalla- fundurinn, (myndir af báðum þessum atburðum eru á sögu- sýningunni). í ályktun þessa fundar mun vera í fyrsta skipti talað um ís- lendinga sem þjóð með fullum þjóðarréttindum. Ályktunin var svóliljóðandi: „Fundurinn álítur að byggja þurfi stjórnarréglur á þessu: a) Eftir hinum forna sáttmála milli feðra vorra og Noregskon- ungs, er ísland þjóð sér í lagi með fullu þjóðerni og þjóðrétt- indum og frjálst sambandsland ÍDanmerkur, en ekki partur úr henni, hvorki nýlenda, né unnið með herskildi. b) ísland er bæði of fjarlægt og of ólíkt Danmörku til þess að geta átt þjóðstjórn saman við hana.“ — Dagur frelsisbaráttunnar var runninn upp. •TJARNARBIO Gif! fólk á glepstfgum (Let’s Face It’) Bráðskemmtilegur amerískurj gamanleikur. BOB HOPE, BETTY HUTTON. Sýning kl. 5, 7, og 9. NTJA BÍO I glaomi lífsins (Footlight Serenade) l'Skemmtileg dans og söngva- |mynd. Aðalhlutverk: BETTY GRABLE, VICTOR MATURE, JOHN PAYNE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vírkjimin mð Ljósafoss Framhald af 1. síðu. maí, og lauk henni í desember, | hálfum öðrum mánuði síðar en á- ætlað hafði verið. Stafaði ]>essi seinkun mestmégnis af því að und- irbúningur undir verkið varð lengri en áætlað var. Þetta kom þó eigi: að sök, þar sem komu vélanna seinkaði einnig. Almenna bygginga félagið vann verk sitt ágætlega, að því er séð verður, og virðist fara mjög myrídarlega af stað, þar sem steypuvinna af þessu tagi er talin með vandasömustu steypu- vinnu, sem gerð er. Það var núna fyrst þ. 11. þ. m., sem steypan var reynd með fullum vatnsþrýst- ingi. Þegar kom að þ ví; að vélar og tæki skyldu afhcnt, frá verksmiðju og flutningar útvegaðir til lands- ins, komu upp miklir erfiðleikar. Dráttur varð á afhendingu, er leiddi til tafar á flutningum, og cr hér ekki hægt að rekja alla þá fyrirhöfn og umstang margra manna, sem um þetta fjölluðu, en I árangurinn varð sá, að fyrstu flutn ingarnir komust í ágúst 1943, túr- bínan í sept.—okt. og rafvélin í októberlok, og jafnframt byrjuðu flutningar frá Reykjavík austur, en það var atriði. sem við álitum kvíðvænlegast, að fá þá í okt.— nóv., austur yfir Hellisheiði, en yfir Þingvelli var ekki hægt að fara vegna þess að brýr og veg- beygjur lcyfðu það ekki. Þegar vélaflutningarnir fúru fram 1936, við fyrsta virkjunarstig ið, var þeim lokið 24. okt., og tveim dögum síðar varð Ilellis- heiði ófær til þungaflutninga, og stóð svo allan veturinn til vors. Þá voru þyngstu stykkin 13 tonn, nú 19. En það rættist úr þe^u. Verk , fræðingadeild amerísk? hersins hér veitti okkur alla aðstoð, er reyndist mjög mikilsverð, og reyndust þessir flutningar þó full erfiðir. í einni ferðinni fengu sumir bílstjóranna og að- stoðarmanna þeirra, ekki svefn eða hvíld í 35 klst. samfleytt, því haldið var áfram 2 daga, og nótt í milli frá Reykjavík, og þangað til fram var komið að Ljósafossi. í nóv. byrjaði uppsetning á túrbínU og var lokið á aðal- stykkjunum skömmu eftir ára- mót, þannig að hægt var að koma við uppsetningu rafvélar- innar þar ofan á. Uppsetning hennar byrjaði fyrst í desember, í stað þess að í upphaflegu á- ætluninni, vorið 1942, var tal- inn möguleiki á að hún gæti hafizt í byrjun sept. Voru þá taldar líkur fyrir því, að upp- setningartíminn þyrfti ekki að vera nema 3 mánuðir, svo að í lok nóv. 1943, gæti vélin orðið tilbúin. Eftír því sem nú var komið, í des., mátti því telja að vélin gæti orðið tilbúin í Iok febrúar, eða í byrjun marz. Þetta hefur þó farið á annan veg, svo sem kunnugt er. Verk- ið vannst allt miklu seinna en ráð hafði verið fyrir gert. Orsakirnar til þess eru ýms- ar. Þótt aðalvélarhlutarnir kæmu að haustinu, voru ýmsir hlutar og vírar og tæki, sem komu ekki fyrr en eftir áramót, hið síðasta ekki fyrr en í miðj- um apríl. Ekkert hefur misfar- ist í flutningum þessum, og get- um við verið þakklátir fyrir það. Þegar blöðin voru í vetur að spyrja hvernig gengi, með uppsetninguna, var aldrei hægt að skýra frá flutningunum, um þá mátti ekkert segja. En auk flutninganna má segja að gerð rafmagnsvélarinnar, eða rafals- ins, hafi valdið okkur talsverð- um töfum. Rafall hefur tvo hluti: vélarsátrið og segulpóla- hjólið. Sátrið kom í 2 pörtum aðeins, er vógu um 15 t’onn hvor. En segulhjólið kom í rúmlega 2200 pörtum. Liggur það í því, að hjólahringurinn er samsettur úr þetta mörgum stálplötum. sem raða þarf saman svo þær komi í réttan hring. Nú er þver- mál hringsins 5 metrar, en frá- vik frá réttum hring má hvergi vera meira en hálfur millimetri. Var það tafsamt verk, þar sem auk þessa hringmáls, þurfti að gæta þess, að hringurinn yrði jafnþungur á alla vegu. Þegar hringnum var raðað saman, og segulpólarnir settir á hann ut- an, vegur hann rúm 50 tonn. Segulpólarnir eru 44 talsins. Til samanburðar þessu má geta þess, að í sænsku vélunum kom hjólið í minna en 50 pörtum, og voru þar af segulpólarnir 40 talsins. Eftir að lokið var við sam- setningu segulhjólsins í lok apríl, hafa einnig orðið tafir við samsetninguna, sem stafar að miklu leyti af þeim erfiðleikum, sem eru á að framkvæma slík verk á þessum tímum, og virðist það ekki eingöngu vera hér hjá okkur, þar sem erfitt er að ná hlutina, heldur einnig virðast verksmiðjur í' Ameríku eiga erf- itt með að ganga svo frá smíði sinni til fullnustu, sem á friðar- tíma væri. Hinir amerísku menn, sem staðið hafa fyrir uppsetningunni hér, haf unnið verk sitt af mik- illi samvizkusemi og með mik- illi þrautseigju, við hinar erf- iðu kringumstæður. Megum við vera þakklátir fyrir vandvirkni þeirra, sem einmitt við slík verk er svo mikils um vert.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.