Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 16. september 1944.
ÞJÖDVILJINN
}O0
Máigagn
Æskulýðsfylkingaxinnar
(Sambands ungra sósíalista)
Greinar  og  annað  efni
sendist á skrifstofu félags-
< ins, Skólavörðust. 19, merkt
„Æskulýðssíðan".
Sæmíle
Útvðrpsymræðirnðr
um dýrtíððroiálin
Ungt fólk um land allt hlust-
aði með athygli á umræðurnar
frá Alþingi á mánudaginn var.
Ríkisstjórnin hafði beðið um
útvarpsumræður um nýtt og
„afarmerkilegt" frumvarp, sem
átti að ríða dýrtíðinni að fullu.
Sumir væntu merkilegra um-
ræðna og að þetta nýja stjórn-
arfrumvarp myndi hafa ein-
hverja nýja lausn dýrtíðarvanda
málsins inni að halda, einmitt
þessa lausn sem Coca-cola-
stjórnin hefur verið að hugsa
um í nær 3 ár. En hvað skeði?
„Nýja" frumvarpið hafði inni
að halda sömu gömlu tillögurn-
ar og afturhaldið hefur alltaf
haft á takteinum við öll hugs-
anleg tækifæri og ávallt hefur
átt að leysa öll vandamál allra
tíma, —; lækka kaupið — lækka
afurðaverð hjá smáframleiðend
um. Og íslenzkri alþýðuæsku
fannst lítið til koma um þær
ráðstafanir landsfeðranna, sem
áttu að tryggja henni atvinnu-
legt öryggi í framtíðinni.
En þrátt fyrir vonbrigðin yfir
hinu fjandsamlega skeyti ríkis-
stjórnarinnar til íslenzks verka-
lýðs, urðu hlustendur bjartsýnni
xim framtíðina eftir þessar um-
ræður en áður, þeir sannfærðust
um að innan þingsins er flokk-
ur, sem hefur fullan hug á að
vinna þjóð sinni allt það gagn'"
'er hann má, — menn, sem hafa
þegar myndað sér ákveðnar
skoðanir um hvað gera þurfi —
sósíalistar. Og í ræðu Einars 01-
geirssonar á mánudagskvöldið
voru tillögur þeirra birtar al-
menningi. Allir, sem sjá hvert
stefnir í atvinnu- og fjármálum
þjóðarinnar fyrir aðgerðir og
aðgerðaleysi valdhafanna, glödd
ust yfir þessari ræðu, hún var
töluð út úr hjörtum fólksins —
yfirgnæfandi meirihluti þjóðar-
innar er tillögum þessum sam-
þykkur. Stjórn sem gerði að
hlutverki sínu að framkyæma
slíka stefnuskrá hefði stuðning
þjóðarinnar. Öllum er ljóst að
atvinnutæki vor þarf að endur-
nýja og fjölda tækja við að
"bæta, til þess að, tryggja atvinnu
legt öryggi hinni uppvaxandi
kynslóð, við þurfum að byggja
upp nýtízku skipastól, stórfelld-
an iðnað, sem vinnur úr íslenzk
um hráefnum, svo sem fiski o. s.
írv. í slíku uppbyggingarstarfí
raunhæí greinargarð fyrir kostum sösíalismans'
Örðíð víð tílmælum ungs sjálfstæöísmanns
Eg held, að ég hafi gert nokkra
grein fyrir göllum auðvaldsskipu-
lagsins í síðustu æskulýðssíðu, or-
sökum þeirra og afleiðingum. Við
komum okkur þá saman um, að
þeir stöfuðu fyrst og fremst frá
því, að framleiðslan í auðvalds-
þjóðfélaginu er rekin skipulags-
laust, með hagnað eigenda at-
vinnutækjanna, atvinnurekend-
anna fyrir augum, en ekki hag og
velferð almennings. Við tókum þá.
dæmi, sem sýndi að sökum þess
hve almenningur hefur lítinn gjald
miðil milli handa, safnast saman
frá ári til árs vörubirgðir, sem
ekki seljast. Þessar óseljánlegu
vörubírgðir valda svo, þegar nokk-
ur ár líða, kreppu, þ. e. framleiðsl-
an hættir að borga sig frá sjónar-
miði atvinnurekendanna.
0
Nú komum við að því að
svara spurningu húis unga sjálf-
stæðismanns. Hann spurði okkur
unga «ósíalista, hvað við álitum
að mundi vinnast við hið sósíal-
iska skipulag. Þeirri spurningu
skal svarað í stuttu máli. Við sós-
íalistar álítum, að með sósíal-
isku skipulagi verði unnt að uti-
loka galla auðvaldsskipulagsins,
kreppur þess, og atvinnuleysi, ör-
birgð, misskiptingu gæðanna og
styrjaldir, sem eru óhjákvæmileg
afleiðing af hagkerfi auðvaldsþjóð-
i'élagsins. Svo það er þá nokkuð
sem vinnst, að okkar áliti.
0
En á hverju byggist þá hið sós-
íaliska skipulag? Það byggist fyrst
og frenist á þeirri meginreglu, að
atvinnutækin eru í höndum þeirra,
sem við þau vinna, eru rekin af
þeim, samkvæmt fyrir fram gerðri
áætlun með hag alls fólksins fyrir
augum. Hvað þýðir þetta þá? Það
þýðir að offramleiðslan er útilok-
uð, vegna þess að kaupgetan og
framleiðslumagnið stenzt á. Það
þýðir, að hagsmunir þjóðarheild-
arinnar eru látnir sitja fyrir hags-
munum einstaklinganna. Það þýð-
ir t. d. að ekki eru framleiddar
margar smálestir af ilmvötnum,
meðan ungbörnin vantar mjólk.
Með því að taka atvinnutækin í
þáguþeirra, sem við þau vinna, og
láta allan afrakstur þeirra þeim í
té, útilokum við það, að kaupget-
- .*.._*«4iWlétÍTx'V>-ÍK.*C.'WlHMWl-
er æskulýðurinn fús til að taka
þátt. Hann myndi leggja hart
að sér við að skapa varanleg
verðmæti, sem rriættu verða til
góðs fyrir komandi kynslóðir.
Hann heimtar að f á tækif æri til
að vinna að bættum þjóðarhag,
en ekki aðeins fyrir gróðafíkn
auðvaldsherra, sem senda meira
og minna af arðinum af vinnu
hans úr landi eða ráðstafa hon-
um  á  einhvern  annan  miður
an og framleiðslumagnið standist
ekki á og komum þannig í veg
fyrir kreppurnar og fylgifiska
þeirra, atvinnuleysið, örbirgðina
og misskiptingu gæðanna. Þetta
virðist einfalt, og það er það líka.
Hér er ekki leitazt við að fara út
í nánari fræðileg atriði, enda naum
ast staður cða rúm til þess hér.
Hin borgaralega hagfræði gerir sér
far um að hártoga og umsnúa
kenningum okkar sósíalista, en
reynslan hefur verið okkur hlið-
holl.
Hún hefur sýnt og sannað ljós-
legar en nokkrar röksemdir, að
kenningar  sósíalismans  um  auð-
þeirra eftir stríð. Hefur þú eða
flokksbræður þínir í Sambandi
ungra sjálfstæðismanna komið
auga á nokkra lausn? Ef svo
væri, þætti okkur sósíalistum
gaman að heyra hana. Og þú
tekur það vonandi þá með í
reikninginn að við erum hér að
ræða um hagskipulag heimsins
alls, en ekki einhver sérstök
vandamál í atvinnumálum ís-
lendinga, þótt okkur þætti auð-
vitað gaman að fræðast um
skoðanir ykkar á þeim líka. En
það mætti sem sagt vel bíða
betri tíma.
En nú get ég sagt þér eitt,
*   Sídairí greín   -&
þjóðnýtan hátt.
G.
valdsskipulagið, eru í öllum atrið-
um réttar.
Hagfræðinefnd ein, sem skipuð
var af bandarísku stjórninni fyrir
styrjöldina, til að gera tillögur til
umbóta á þjóðarbúskap Bandaríkj
anna, komst að þeirri niðurstöðu,
að ef öll framleiðsla Bandaríkj-
anna væri starfrækt, hinum at-
vinnulausa mannafla þar í landi
fengin vinna við þau, og þau rekin
samkvæmt fyrir fram gerðri áætl-
un um þarfir borgaranna, væri
hægt að skapa hverjum einasta
borgara í Bandaríkjunum, að með-
töldum hinum 10 milljónum at-
vinnuleysingja, ágæt kjör. Til-
lögur nefndarinnar voru auðvitað
ekki framkvæmdar af auðvaldinu
í Bandaríkjunum, því að það, sem
hagfræðingarnir lögðu til, var ekk-
ert annað en hreinn sósíalismi. En
þær sýndu vanmátt hinnar borg-
aralegu hagfræði til að bæta úr
göllum auðvaldsskipulagsins, nema
með því að miða í áttina til sósíal-
ismans.
Þú, ungi sjálfstæðismaður,
sem þessu máli er aðallega
beint til, heldur því fram, að
við sósíalistar þykjumst einir
hafa höndlað allan sannleikann,
um framtíðarskipun þjóðfélags-
ins. Það er rétt hjá þér að
nokkru leyti. Það er rétt hjá
þér, að því leyti, að við
vitum' bókstaflega að við
höfum bent á einu leiðina,
sem fær er úr ógöngum
þeim, auðvaldsskipulagið hefur
leitt alltN mannkynið í. Við vit-
um það vegna þess að kenn-
ingar okkar eru byggðar á raun
hæfri, vísindalegri gagnrýni á
núverandi þjóðskipulagi, upp-
runa þess, eðli og þróun, vegna
þess að reynslan hefur jafnan
sýnt fram á og sannprófað raun
gildi kenninga okkar. En þú
segir jafnframt, að menn séu
að leita sér fyrir um láusnir á
þeim  vandamálum  sem  bíða
ungi sjálfstæðismaður. Þú hef-
ur rétt fyrir þér, þegar þú seg-
ir, að menn séu nú um allan
heim að velta fyrir sér, hvernig
megi bezt takazt að skapa þá
nýju veröld, sem við viljum ef-
laust allir að rísi upp að stríð-
inu loknu. Hinar þjáðu þjóðir
Evrópu munu vafalaust ekki
kjósa sér að ganga aftur þá
píslargöngu sem auðvaldsskipu-
lagið lagði á þær. Ein þeirra hef
ur þegar gert ákveðnar tillögur
um framtíðarskipun atvinnu-
mála sinna. Það eru Frakkar.
Þær tillögur hafa áður birzt hér
í blaðinu. En ég ætla að leyfa
mér að prenta þær upp, til frek
ari glöggvunar fyrir þig og aðra,
sem lahgar til að fræðast um
framtíðarlausn þeirra vanda-
mála, sem okkar bíða í stríðs-
lok.
•
24. júlí s.l. samþykkti franska
þingið í Algier, en í því eru full-
trúar allra franskra stjórnmála-
flókka, einróma ályktun, sem
hljóðar þannig:
„Ráðgjafarþingið álítur, eftir að
hafa kynnt sér skýrslu framleiðslu-
málaráðherrans viðvíkjandi þeim
ráðstöfunum í atvinnumálum, sem
brýnust nauðsyn er að gera, þeg-
ar snúið' er aftur til Frakklands,
að þær ráðstafanir, sem hafðar eru
í hyggju, geti ekki borið fullan ár-
angur, nema þær miði að því að
setja á stofn atvinnuíegt lýðræðis-
skipulag, sem frönsku þjóðinni
verði látið eftir að móta til fulln-
ustu; það álítur þannig, að til þess
að frönsku þjóðinni reynist unnt
að koma á fót fullkomnu atvinnu-
legu lýðræði, sé nauðsynlegt að
tryggja það, að þ*eir menn eða fé-
lög, sem kalla sig máttarstólpa
iðnaðarins, en hafa hagsmuna að
gæta, sem eru andstæðir hagsmun-
um allrar þjóðarinnar, og hafa því
oft gerzt berir að svikum við hana,
séu gerðir óskaðlegir. Það krefst
því af stjórninni:
1.  að hún lögsæki með nauð-
synlegri festu alla þá, sem haft
hafa viðskipfi við óvinina, meðan
á hernáminu stóð, og feli forystu-
stöðurnar í atvinnulífi landsins að-
eins mönnum, sem hafa sannað sig
að því að vera óháðir hringunum,
að föðurlandsást og hollustu við
hagsmuni almennings;
2.  að gera bráðabirgðaráðstaf-
anir til þéss að undirbúa það, að
þjóðin taki í sínar hendur öll
helztu atvinnutæki, í samræmi við
kröfur þær, sem miðstjórn and-
stöðuhreyfingarinnar hefur sett
fram og franska þjóðin mun taka
nánari ákvarðanir um; að þegar
Prakkland hefur verið frelsað úr
höndum Þjóðverja, setji stofnanir,
sem túlka skoðanir allrar þjóðar-
innar aðra menn í stað allra
helztu atvinnurckenda hinna mik-
ilvægustu framleiðslugreina, sér-
staklega kola-, járn-, aluminium-,
og fosfat-iðnaðarins, járnbraut-
ar-, flugvéla-, og skipafélaga; lán-
stofnana og vátryggingarfélaga; og
fyrirtækja, sem vinna að efnafram-
leiðslu og málma;       ^
3.  að veita verkalýðshreyfing-
unni í fullu samræmi við sjálfræði
hennar og virðingu, sinn þátt í
stjórn framleiðslunnar, eins og
nauðsynlegt er, ef atvinnulegt lýð-
ræði á að þróast;
4.  að leggja drög að stefnu í
landbúnaðarmálum, sem byggist á
því, að fá frönsku bændastéttinni
í hendur vélar og nýtízku ræktun-
artæki, sérstaklega gegnum sölu-
og framleiðslusamvinnufélög, til
þess að sambærilegur afrakstur fá-
ist við afrakstur hmna miklu fram-
leiðslulanda, en hafa þó í huga
þjóðfélagslega ', aðstöðu frönsku
bændastéttarinnar.
Þingið lætur í ljós þá trú sína,
að stjórnin framkvæmi þessa
stefnuskrá".
Hvað er það, sem felst í þessum
tillögum? í stuttu máli er það,
að franska þjóðin ætlar að taka
allar höfuðatvinnugreinar í sina
eigin þjónustu, þ. e. þjóðnýta þær
og tryggja með því atvinnulegt
lýðræði. Frönsku þjóðinni hefur
nú skilizt það, sem hinn ungi sjálf-
stæðismaður og skoðanabræður
hans hafa ekki skilið enn, að það
er skipulag sósíalismans eitt, sem
getur ráðið fram úr þeim vanda-
málum, sem okkar bíða í stríðs-
lok.
Ég ætla ekki að hafa þetta mál
mitt lengra. Ég þykist hafa gefið
þeim, sem fræðast vildu eitthvað
um stefnu okkar sósíalista, nokkr-
ar upplýsingar, sem gætu beint
þeim á rétta leið. En ég er hins
vegar reiðubúinn, hvenær sem er
að taka upp þráðinn að nýju, ef
þess gerist þörf.         Á. S.
G-rein um skólamálin, sesa Mrtast
átti í dag, verðnr að bíða næstu
æskulýðssíðu vegna rúmleysis.
'.^Ij^^W
i  '  ¦        -VV"
«b  &$$^8&í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
4-5
4-5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8