Þjóðviljinn - 25.04.1946, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.04.1946, Blaðsíða 5
Fimtudagur 25. april 1946 ÞJÓÐVILJINN 13 Guðfmna Jónsdóttir frá Hömrum Minningarorð „Stjarna hrapar í heiðnætur friði, sem hrynji laufblað af ljóssins viði“. Þessi orð hinnar látnu skáldkonu komu mér í hug, þegar ég heyrði fregnina um andlát hennar. Hún andaðist í Kristnes- (hæli hinn 28. marz síðastl., eftir mjög þunga sjúkdóms- legu, talsvert á annað ár, og margra ára vanheilsu. Það var „hvíti dauðinn“, sem lagði hana að velli, síðasta af þrem gáfuðum og elsku- legum systrum. Guðfinna Jónsdóttir var fædd 27. febrúar 1899 að Arnarvatni í Mývatnssveit. Foreldrar hennar voru: Jón Kristinn Eyjólfsson og Jak- öbína Sigurðardóttir. Eyjólf- ur, faðir Jóns Kristins, bjó að Reykjum í Reykjahverfi. Faðir Eyjólfs var Brandur Eiríksson bóndi á Birnings- stöðum í Laxárdal. Kon» Brands og móðir Eyjólfs 'yar Jóhanna Eyjólfsdóttir frá Þverá í Laxárdal, hálfsystir Sigurðar í Hólum, föður Jó- hannesar Sigurðssonar, þess er stóð að stofnun fyrsta verkamannafélagsins á ís- landi, Verkamannafélags Ak- ureyrarkaupstaðar, sumar;ð 1894. Kona Eyjólfs á Reykj- um og móðir Jóns Kristins var Guðrún Árnadóttir frá Sveinsströnd, Arasonar frá Skútustöðum. Hún var föð- ursyst'r séra Árna Jónssonar á Skútustöðum, Sigurðar í Yztafelli og þeirra systkina. Jakobína, móðir Guðfinnu sál. er dóttir Sigurðar bónda Magnússonar að Arnarvatni. Magnús Jónsson faðir hans bjó á Jódísarstöðum í Skrlðu - hverfi. Kona Sigurðar Magn- j ússonar og móðir Jakobínu var Guðfinna dótt r Sigurðar bónda í Stafni í Reykjadal, Sigurðssonar bónda á Gríms- stöðum á Fjöllum. Kona Sig- urðar í Stafni og móðir Guð- finnu á Arnarvatni var Guð- rún Tómasdóttir frá Kálfa- strönd við Mývatn, en móðir hennar var Guðrún dóttir Jóns bónda á Mýri í Bárðar- dal, Halldórssonar á Lund- arbrekku, Ingjaldssonar á Kálfaströnd. Guðrún frá Mýri var systir Kristjáns í Krossdal, afa Kristjáns Fjallaskálds. Annar bróðir hennar var Sigurður á Gaut- löndum faðir Jóns alþingis- manns. Afkomendur Jóns Halldórssonar á Mýri eru hin svonefnda Mýrarætt, sem er orðlögð fyrir fjölbreyttar gáfur, sönghneigð og skáld- gáfu. Guðfinna ólst upp að Am- arvatni og á Grím-sstöðum við Mývatn, þar tll hún var 7 ára. Á Grímssföðum mun hún hafa prðið jfyrir hinum fyrstu-áihrifum. af fegurð nátt úrunnar, en þar er eitt hið | fegursta -bæjarstæði á ís- landi, og á sumrin eitthvert fjörugasta fuglalíf, sem þekkist á þessu landi. — Frá Grímsstöðum fluttist hún með foreldrum sínum að Hömrum í Reykjadal og við þann bæ kenndi hún s g jafnan. Hamrar eru lítil jörð. — Hjónin voru fátækir einyrkj- ar, en heimili þeirra var þó fyrirmynd að hreinlæti, snyrtimennsku og prúð- mennsku allri, og heimkynni sannrar lífsgleði og ham- ingju. Þeim tókst að veita -börnum sínum, sem voru þrjár dæt-ur, hið bezta upp- eldi. Guðfinna sál. var elzt þeirra og varð hún snemma að hjálpa til við heimilis- verk n, eins og títt er um íslenzk sveita-börn. Hún var ekki gömul, þegar hún gætti -búsmala á sumrin, og mun það hafa átt alldrjúgan þátt í að móta skapgerð hennar. Náttúrufegurð er þama mikil, gróðursæl heiði með fögrum brekkum, og hamra- belti uppi undir heiðarbrún- inni, og miklð víðsýni af brún um og heiðarásum. Guðfinna litla tók svo miklu ástfóstri við heiðina s'na, að það nálg- aðist tilbeiðslu. og má víða finna þess merki í ljóðum hennar. Eg kynntist Guðfinnu sál. fyrst, þegar hún var 11—-12 ára. Þá var ég um tíma heimiliskennari að Hömrum. Eg veitti því fljótt eftirtekt, hvað litla, kyrrláta og feimna stúlkan átti óvenjulega létt með allt nám, einkum móð^ urmálið- Eg minnist þess, hversu mikið yndi hún hafði af ljóðum, og ég man það, eins og það hefði verið í gær, -hvernig þetta feimna barn ljómaði af hrifningu, þegar hún flutti kvæðin, sem hún hafði lært: Fljótshlíð eftir Bjarna T-horarensen, Gunn- arshólma eftir Jónas Hall- gnimsson, Systkinin á berja- mó eftir Steingrím T-hor- steinsson, Gullfoss eftir Hann es Hafstein, Sumarmorgun í Ásbyrgi og í Slútnesi eftir Einar Benediktsson. Og ég man eftir tárunum, sem læddust fram á hvarma henn ar, þegar hún flutti kvæðið Seinasta nóttin eftir Þorstein Erlingsson. En ekki var mér það ljóst þá, að ég stæði frammi fyrir skáldi, sem gefa myndi þjóð sinni ódauð leg kvæði. Eg sklldi þó, að Guðfinna litla var undrabarn. Faðir hennar var maður mjög söngelskur og lék dálítið á orgel. Hann átti lítið stofu- orgel, og hafði hann kennt Guðfinnu að lei-ka á það. — Allir, sem heyrðu -hana leika, féllu í stafi yfir leik hennar. Það var ekki aðeins að hún hefði af mikilli alúð -og viljafestu náð óvenjulegri leikni, þegar tekið er tillit til aldurs og allra aðstæðna, heldu.r lagði hún svo mikla tilfinningu og svo óvenju- lega skapsmuni í hljóðfæra- leiklnn, að það vakti bæði undrun og aðdáun. — Þessi hægláta og pi'úða stúlka, sem sjaldan eða aldrei sást skipta skapi og ógjarnan lét til- finningar sínar í ljós með orðum, gaf þeim útrás, þeg- ar hún var setzt við hljóð- færið. Hún var farin að leika lög eftir Grieg, Beethoven, M-ozart, Sohubert, Mendels- s-ohn, Copin og jafnvel Bach af undraverðum skilningi. Tónlistin var sú grein, sem Guðfinna þráði frá upphafi að stunda. En efni voru lít- il, og heilsa föður hennar. eigi sterk, þegar fram í sótti. Hún gat þó nokkrum árum síðar komizt til Reykjavíkur. Þar stundaði hún tónlistar- nám hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi og tók miklum framförum. 1923—24 stund- aði hún tónlistarnám á Ak- ureyri hjá þeim Otto Busch og Kurt Haeser, sem störf- uðu þar á vegum Músíkfé- lags Akureyrar, og ári síðar hjá Páli. ísólfssyni. dóm- kirkjuorganleikara í Reykja- vík. Mun hún þá hafa verið orðin einhver- snjallasti. org- anleikari á íslandi utan Reykjavíkur. Þeir, sem heyrðu hana þá leika t. d. lögin úr Ein deutsches Reqiúem- eftir J. Brahms, hina stórkostlegu' kórfúgu úr Requiem Mozarts eða prelú- díur og fúgur eftir- J. S. Bach, munu seint gleyma því. Mér er kunnugt um það, að Kurt Haeser , sem var afburða-snjall kennari og listamaður, hafði hið mesta álit- a Guðfinnu og hvatti hana eindregið til að halda áfram námi erlendis. Bauðst hann til að. kenna henni ó- keypis, ef hún gæti komizt til -Dortmund, þar sem, hann var ráðinn kennari við tón- listarskólann. En fararefnin GLEÐILEGT SUMAR! Matstofan GUL.IPOSS GLEÐILEGT SUMAR! Raftækjaverzlun Lúðvíks Guðntdsrssonar GLEÐILEGT SUMAR! Þorsteinn Finnbjarnarson, gvllsmiðuí GLEÐILEGT SUMAR! Máninn h. f. GLEÐILEGT SUMAR! Ó V. Jóhannssen & Go. GLEÐILEGT SUMAR! Klæðskerasveinafélagið SkjaMborg GLEÐILEGT SUMAR! Kaffisalan, HaínarsGasti 16 GLEÐILEGT SUMAR! Búðir Halla Þó'rairins h.L GLEÐILEGT SUMARl ( ' Ásbjöm Ólafsson, heíl:1 terzlim ~ . v • ',»rv '•»*•»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.