Þjóðviljinn - 19.11.1946, Blaðsíða 8
Eldsvoðinn í fyrradag:
Þrjú hús brunnu flS grunna og mörg
skemmdust verulega
Ægilegasíi stórbFíiiiI sem hér hefur oró-
ið uin tugi ára — Ffiildi fóiks vstró lnasvilli
Á sunnudagsmorguninn klukkan að ganga sex
kom upp eldur í húsinu Amtmannsstígur 4. Brann
það hús til grunna ásamt húsinu nr. 4A og litlu í-
búðarhúsi við sömu götu. Fólkið slapp með naum-
indum úr eldinum, sumt á nærklæðum einum.
Norðan rok var um morguninn og læsti eldurinn
sig í næstu hús. Skemmdust fimm hús, sum veru-
lega, en fyrir vasklega framgöngu slökkviliðsins
tókst að varna því að fleiri hús brynnu. 10 eða 12
hús voru þó í hættu.
Vatnsskortur og óhæg aðstaða, torvelduðu slökkvi
starfið.
19 manns bjuggu í húsunum sem brunnu, en sam-
tals 96 manns í þeim húsum, sem eldurinn náði til.
Frásögn slökkvi-
liðsstjóra
Þjóðviljinn snéri sér til Jóns
Sigurðssonar slökkviliðsstjóra
og leitaði upplýsinga um slökkvi
starfið.
Þegar klukkuna vantaði 4
mín. í sex, fékk slökkviliðið til-
kynningu um eldsvoðann. Þetta
var um vaktaskipti og voru því
tvær vaktir á stöðinni. Allt lið-
ið var kvatt út þegar í stað.
Húsið Amtmannsst. 4 mátti
heita alelda þegar slökkviliðið
kom á vettvang. Stóð eldurinn
út um glugga á báðum hæðum
hússins, sem var stórt timbur-
hús, tvær hæðir með risi og
kvistum, og hár kjallari undir.
Af fólki því, sem bjó í húsinu
var þá aðeins einn maður eftir
inni og komst hann út í björg-
unarstiga. Voru gerðar ráðstaf
anir til að komast inn í húsið
til að vita hvort nokkur væri
þar eftir, en það reyndist ekki
hægt vegna þess hvað eldurinn
var magnaður.
Norðan átt var og allhvasst.
Barst eldurine í Amtmannstíg
4A, næsta hús fyrir sunnan og
lítið hús sem stóð á lóð þess og
búið var í. Brunnu hús þessi öll
og varð engu bjargað af innan-
stokksmunum.
Næstu hús voru nú í mikilli
hættu, enda var neistaflug suð-
ur um allar götur. Slöngur voru
t'' gdar við vatnshana í Banka
stræti, Lækjargötu og Bók-
h’öðustíg, en vatnsþrýstingur
of lítill. Var slöngum þá komið
fjTÍr í Tjörninni, og vatni dælt
þaðan.
10—12 hús voru í hættu af
eldinum, og varð slökkviliðið
að vera á þönum frá einu húsi
til annars. I sumum húsunum
kviknaði oftar en einu sinni.
Eldur komst í stafninn á Amt
mannsstíg 2, gömlu timburhúsi,
vestan sundsins, sem. liggur
suður úr Amtmannsstígnum.
Bakdyrauppgangur þess branu
einnig mjög mikið. Efri hæðin
á Þingholtsstræti 12, sem er
timburhús, brann mikið að inn-
an, einuig komst eldur í efri
hæð hússins Amtmannsstígur
ur 6, en skemmdir urðu litlar,
Á níunda tímanum barst eldur-
inn í Bókhlöðustíg 11, tveggja
hæða timburhús, skemmdist
efri hæðin mikið en neðri hæð-
ina tókst að vcrja. Um svipað
leyti kviknaði í samkomuhúsi
K.F.U.M. fyrir sunnan Amt-
mannsstíg 2. Gat slökkviliðið
ekki athafnað sig þarna vegna
hitans og óhægrar aðstöðu fyrr
en kl. 10, að slökkviliðsmenn
komust upp á þakið. Stór fund-
arsalur í norðurenda efri hæð-
ar brann alveg og féll loftið
þar niður. Syðri hluta hússin:
sem er
verja.
Auk þcssara fimm húsa, sem
Bkemmdust vcrulcga í eldinum,
urðu minni háttar skemmdir á
húsunum . r. 14, 10 og 18 við
Þingholtsstræti og 5 og 5A við
Axntmannsstíg. Olíuport Hins
íslenzka steinolíuhlutafélags
milli Amtmannsstígs og Bók-
hlöoustígs var í hættu. Tókst
slökkviliðiru þó að verja það
með vatni, enda þótt kviknað
hefði í húsinu handan við það,
Bókhlöðustíg 11.
Unnið var þarna við slökkvi-
störf til kl. 12, af 60 slökkviliðs
mönnum og sjálfboðaliðum.
Leitað var hjálpar slökkviliðs-
ins á flugvelli'ium og veitti það
mjög mikla aðstoð. Slökkviliðs-
mennirnir urðu fljótt gegn-
drepa, en eftir kl. 9 gátu þeir
farið heim til skiptis, til að
hafa fataskipti og fá sér hress-
ingu. María Maack, forstöðu-
kona Farsóttahússins, veitti
slökkviliðsmönnum kaffi, og
kom það sér vel í þessari vos-
búð. Sjálf hafði hún sett slöngu
í samband við vatnskrana og
sprautaði vatni á veggi Far-
sóttahússins.
Aðalerfiðleikarnir við slökkvi
starfið voru þeir, að sífellt
þurfti að snúa sér frá einu húsi
til armars, en í sumum húsun-
um kviknaði tvisvar. Tjónið
varð minna en búast hefði
mátt við, miðað við þær aðstæð-
ur, að húsin standa þétt og eru
flest úr timbri.
Frásögn rannsóknarlög-
reglunnar um björgun
fólksins.
Hjá rannsóknarlögreglunni
fékk blaðið þær upplýsingar, að
það væri nokkurnvegin víst að
eldurinn hefði komið upp á efri
hæð hússins Amtmanusstíg 4,
en með hvaða hætti það hefði
orðið væri ekki kunnugt.
Á Amtmannsstíg 4 bjuggu 19
manns, flest á efri hæð og þak
hæð, Meiddust þrjár manneskj-
ur, einkum tvær, við að komast
út úr húsinu, sem mjög var
farið að brenna þegar vart
varð við eldinn. Ari Arnalds,
steinsteyptur, tókst aðifyrrv' bæ3arfógeti, sem bjó á
efri hæð ásamt Einari Blandon
Brunarústirnar af húsunum nr.
Amtmannsstígur 2 til vinstri.
Fimm menn bjuggu á Amt-
mannsstíg 4A og í skúmum við
það hús. Þeir björguðust allir
ómeiddir, en innanstokksmunir
brunnu.
★
I húsunum þremur,- sem
brunnu til grunna bjr-ggu 24
menn, þar af 19 manns i Amt-
mannsstíg 4, að þvi er mann-
talsskrifstofan tjáði blaðinu.
En í öllum húsxmum sem
brunnu eða skemmdust af eldi,
bjuggu samtals 96 manns.
Amtmannsstígur 4 var vá-
tryggður á 412,900 kr., en Amt
mannsstígur 4A á 21,500. Sam-
anlagt mat þeirra húsa sem
brunnu og skemmdust var 1
milljón 966 þús og 40 kr. Inn-
anstokksmunir voru vátryggð-
ir fyrir 453 þús. kr., þar af í
húsinu Amtmannsstíg 4 á 183
þús. kr.
Þetta er ægilegasti stórbruni,
sem hér hefur orðið síðan Hót-
el Island brann, og er þessi þó
viðtækari og tjónið meira.
4 og 4A við Amtmannsstíg.
(Ljósm.: Sig. Guðmundsson).
Hljómleikar 'Nils
Larson í kvöld
Gítarsnillingurinn Nils Lar-
son hefur nú haldið hér þrjá
hljómleika, eingöngu með kiass
ískum tónverknm.
I kvöld mun hann svo halda
miðnæturhljómleika í Tjarnar-
bíó, fyrst og fremst tileinkaða
unga fólkinu. Leikur hann þá
á rafmagnsgítar dægurlög,
danslög og jazz. Á efnisskránni
eru 18 lög eða lagasyrpur, með-
al annars: Tiger Rag, Rytmisk
Studie, Smoke get’s in your
eyes, Bellmannslög, La Paloma
og fleiri lög, sem hvert manns-
barn kannast við.
Nils Larson hefur víða hald-
ið slíka ,,populer“ hljómleika
og allsstaðar fengið mjög góða
dóma.
Franski senáikennarínn kominn
Mnn halda námsheiö á vegum Álliance Francaise eg
einnig kenna við Háskólann.
Brunarústirnar við Amtmannsstíg. Samkomuhús K.F.U.M. er
á mlðri myndinni. (Ljósm.: Sig. Guðmundsson). I
þingvcrði, o. fl., renndi sér nið-
ur úr glugga á kaðli, en missti
af honum áður en hann var
kominn alveg niður og meiddist
á fótum, en óvíst hvað mikið.
Einar Blandon, er ætlaði niður
i sama kaðli, var bjargað af
siökkviliðinu. Steinunn Krist-
jánsöóttir, 84 ára að aldri, sem
bjó á sömu hæð, kastaði sér út
um glugga. Tók maður á móti
henni, en hún mciddist samt
bæði á fótum og hendi. Fötluð
stúlka, sem bjó á þakhæðinni,
meiddist í fæti. Renndi hún sér
niður stigahandrið, rak fótinn
í og snérist hann við það. Þau
þrjú, sem urðu fyrir meiðslun-
um, liggja rúmföst. Aðrir, sem
í húsinu bjuggu, meiddust ekki
svo orð væri á gerandi.
Á 1. hæð var Samvinnumötu-
neytið til húsa, og var dans-
leikur þar um nóttina.
standa þó eldsupptökin neitt í
sambandi við hann, enda mun
eldurinn hafa komið upp á hæð
inni fyrir ofan.
F,yrir skemmstu kom hingað
franskur sendikennari, André
Roussean, Hann mun halda hér
frönskunámskeið á veguin AIli-
ance Francaise og einnig kenna
við B.A.-deild Háskólans.
Rousseau hefur Iokið kennara-
prófi í frönsku, latínu og
grísku. I för með honum er
kona hans, sem hlotið hefur
sömu menntun og liann. Ekki
heíur enn verið ákveðið, á
hvaða tímum Rousseau mun |
vera við kennsluna.
Rousseau er 32 ára. Hann
stundaði nám sitt við Sorbonne-
háskólann í París og útskrifað-
ist þaoan. Meðan á stríðinu stóð
‘sat hann um skeið í fangelsi
hjá nazistum. I stríðslok fór
hann ásamt konu sinni til
Portúgal, dvaldist eitt ár í
Lissabon, þar sem hann kenndi
við franskan menntaskóla.
Kona hans stofnaði þarna í
borginni deild af Alliance
Francaise og starfaði á vegum
Ekki I hennar, meðan þau hjónin
dvöldust í Lissabon.
Þegar Rousseau fékk tilboð
um að koma hingað sem sendi-
kennari var hann í fyrstu hik-
André Roussean.
andi, en er hann hafði rætt mál
ið við Blancpain, aðalritara A.
F., hvarf honum allt hik. Blanc-
pain fullvissaði hann nefnilega
um að óvíða í heiminum væri
hægt að safna eins miklum
skilningi og ást á franskri menn
ingu og hér á landi. — Þeir
franskir sendikennarar, sem
hér hafa dvalizt hefðu allir
verið í sjöunda himni yfir dvöl-
inni.