Þjóðviljinn - 18.11.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.11.1947, Blaðsíða 5
l>riðjudagur 18. nóv. 1947. Þ JÖÐVILJINN 5 €pIæsifiegBir lundnr þjóðvarnarmanna leimfar I einu hlfóði uppsögn : her tns ©| heiðarlega Þjóðvamarfélag íslendinga boðaði til almenns fundar um framkvæmd herstöðvasamningsins í Tjamarbíó s.l. sunnudag. Húsið var fullt útúr dyr- um og urðu mjög margir frá að hverfa. Er áætlaði að inn hafi komizt um 500 manns. Meðal ræðu- manna og fundarmanna vaf alger einhugur um að framkvæmd samningsins hefði verið smánar- leg og íslenzkum liagsmunum mjög í óhag og að segja bæri samningnum upp þegar er ákvæði hans leyfa. Var ályktun þess efnis samþykkt í einu hljóði og er hún birt á öðrum stað í blaðinu. Fundur þessi sannar ótvírætt að Reykvíkingar fylgjast vel með allri þróun herstöðvamálsins og hafa einsett sér að má af þjóðinni þann smánar- blett sem hún ber gegn vilja sínum eftir svik hinna þrjátíuogtveggja 5. okt. 1946. Samþykkt Þjóðvarnarfundarins „Almennur fundur í Tjamarbió í Keykjavík, haldinn að tilhlutan Þjóðvarnarfélags Islendinga, sunnudaginn 16. nóvember 1947, skorar á ríkisstjórnina að leggja sig fram um, að samningurinn um flugvöllinn á Reykjanesi verði þannig framkvæmdur, að réttar og hagsnuma íslendinga' verði gætt í hvívetna. Fundurinn mótmælir harðlega og eindregið þeirri á- gengni, sem Bandaríkjamenn hafa sýnt íslenzku þjóðinni með því að skýra og framkvæma, að vísu óljós og lítt hugsuð, ákvæði samningsins, einvörðungu sér í hag, og tehir slíkt með öllu ósamboðið virðingu Bandaríkjanna sem lýðræðisþjóðar. Beri því brýn nauðsyn til, að nú þegar verði sett reglugerð, er taki af allan vafa um þau efni, sem ágreiningi hafa valdið, svo sem um tolla, skatta o. fl. Fundurinn telur, að íslcnzk stjómarvöld hafi liingað til eigi sem skyldi, gætt íslenzkra Iiagsmuna í sambandi við framkvæmd sanmingsins og sé slíkt illa fárið og r.iinn- ir á, að samkvæmt 5. grein samningsins hefur lýðveldið ís- land óskoraðan fullveldisrétt og úrslita yfirráð varðandi umráð og rekstur flugvallarins, mannvirkjagerð og athafn- ir þar. Ennfremur skorar fundurinn á ríkisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir, er séu til þess fallnar að trjggja það, að ísland geti tekið að sér í vaxandi mæli rekstur flug- vallarins. Loks leggur fundurinn sérstaka áherzlu á, að neytt verði fyrsta tækifæris til þess að heimta flugvöllinn undir íslenzk yfirráð að fullu og öllu, enda er þá bezt unhið í sain- ræmi við íslenzkan þjóðarvilja.“ Eiríkur Pálsson bæjarstjóri í Hafnarfirði, varaformaður Þjóð varnarfélagsins, setti fmidinn og stjómaði honum. 1 ræðu sinni minnti hann á hvernig fs lendingar liefðu lagt sitt af mörkum til að brjóta. á bak aft- ur árásarstríð emræðisríkjanna með því að veita Bandaríkjun- um hemaðarafnot af íslandi 1941, í fullu trausti þess að Bandaríkin myndu efna heit sín um að hverfa af landi brott þeg ar að stríði loknu. Þessi heit voru sviidn. Bandaríkin tóku þess í stað að semja við íslenzk stjórnarvöld um áframhaldandi afnot af íslenzku landi. Þannig kom þakklæti þeirra fram. Fyrst í staö var þessum tilmæl um neitað, enda voru kosning- ar framundan sem betur fór. En þegar að kosningum loknum var Keflavíkursamningurinn lagður fram á Alþingi og samþykkt hans sótt af miklu kappi, þrátt fyrir eindregin mótmæli rnanna og kvenna úr öllum fiokkum. Samningurinn. var samþykktur af Alþingi nuíð 32 atkv. og stað festur af forseta íslands. Krafa f jölda manna um þjóðarat- kvæðagreiðslu var að engu virt. En baráttunni gegn samningn- u m er ekki lokið. Hún þarf að vara þangað til að þessi leiði blettur og aðrir slíkir verða þurrkaðir af þjóð vorri. Þjóð- vamarfélag íslendinga vill fús iega taka þátt í þeirri baráttu. Það vill vinna gegn ágengni annarra íikja á sjálfstæði og réttindi íslénzku þjóðarinnar og gegn hverskonar erlenari íhlut- un. Það vill styrkja grundvöll hins íslenzka lýðveldis, efla sjálfstæði þess og heill. Þess vegna hefur félagið boðað til þessa fundar eftir að ljóst er að framkværiid Keflavíkursamn- ingsins er sniðin að óskum og vilja Bandarikjanna, sem sýna furðulega ágengni í þessum efn um og ósamboðna vii'ðingu þéirra. Það er ljóst að íslenzk stjórnarvöld hafa ekki í fullu tré við liið erlenda ríki og mjög skortir á um festu og einbeitni af þeirra hálfu. Með fundi þess um viljum við mótmæla ágengni Bandaríkjanna á réttindi okkar íslendinga. Gylfi Þ. Gíslason prófessor tók næstur til máls, í upphafi máls síns rakti hann hversu hættulegur samningurinn væri þjóðinni. I honum felst skerðing á fullum og algerum yfirráðum íslendinga yfir landi sínu, með honum fær erlent ríki bækistöð á íslenzkri grund sem hefur stórkostlega hernaðarþýðingu og með honum fær erlent ríki víðtæk skatta- og tollafríðindi. Þessi sterku ítök hins erlenda stórveldis höggva svo nærri fullveldi okkar og sjálfstæði að að við höfum ekki fulla aðstöðu til að beita þessum réttindum. Það er kynlegt að þeir sömu menn sem réttilega töluðu það ó samrýmanlegt íslenzku sjálf- stæði og íslenzkum þjóðarmetn- aði að Danir færu með landhelg isgæzlu okkar á dönskum skip- um berjast nú fyrir því að er- lent stórveldi liafi bækistöð á stærsta flugvelli landsins stjórni honum algerlega og njóti í sambandi við það margs konar fríðinda. Þegar minnzt er á framkvæmd samningsins er rétt að hafa það hugfast að hann er svo varhugaverður að hversu góð og skelegg sem fram kvæmd hans væri, gæti hún aldrei hætt úr ágöllum samn- ingsins sjálfs. Ræðumaður rakti síðan hina hneykslanlegu fram kvæmd samningsins á þeim 13 mánuðum sem liðnir eru frá samþykkt hans og taldi í níu liðum þau atriði sem honum þótti varhugaverðust. 1) Banda ríkin reka stórum víðtækari starfsemi á vellinum en þau hafa heimild til, 2) Bandaríkin hafa svikizt um skatta- og tolla greiðslur. 3) Bandaríkin hafa svikizt um að þjálfa íslendinga ngað til í tækni flugvallarreksturs. 4) Bandaríkin hafa næstum helm- ingi fjölmennara lið á vellhium en þau töldu sig þurfa. 5) Bandaríkin hafa flutt inn lið án landvistar- eða dvalarleyfis. 6) Bandaríkin hafa engin gjöld greitt af bifreiðum og slíkum tækjum. 7) Bandaríkin flytja inn algera bannvöru svo sem áfengt öl. 8) Bandaríkin hafa nær engan gjaldeyri selt ís- lenzkum bönkum. 9) Bandaríkin sjá um lækningar og lyfjasölu án leyfis ísl. yfirvalda. Af þessu er ljóst að íslenzk stjórnarvöld hafa ekki sýnt þá árvekni sem nauðsynleg er og sjálfsögð. Ræðumaður henti á að það hefði verið talið samn- ingnum til gildis í fyrra að tryggilega væri gengið frá upp sagnarákvæðinu, en þegar hann bar fram þá fyrirspurn til stjórnarinnaB fyrir skömmu hvort hún vildi gefa yfirlýsingu um að hún vildi uppsögn á til- settum tíma treystist enginn ráðherranna til þess. Og fram- kvæmdir Bandaríkjamanna benda vissulega ekki til þess, að þeir hugsi sér að hverfa á brott eftir fimm ár. Þeir eru að byggja mörg stórhýsi og heilan bæ með skóla og kirkju og þvi umlíku. íslendingar verða því þegar að fara að undirbúa upp- sögn samningsins og þjálfa nægi legt lið til að taka algerlega við flugvellinum. Til þess má ekki koma að samningurinn verði endurnýjaður. Hákon Bjarnason skógræktar stjóri tók þá til máls. Hann benti á að öll þau varnaðarorð sem sögðu voru fyrir samþykkt samningsins hefðu nú rætzt. Og ekki nóg með það, efndirnar hafa reynzt langtum verri en nokkur gat látið sér detta í hug. Samningurinn er byggður á því að Bandaríkin neituðu að standa við herverndarsamning- inn frá 1941, og íslenzk stjórn- arvöld viðurkenndu þessa neit- un. Það er varla nokkrum hulið að flugvallarsamningurinn er samningur um dulbúna herstöð rnesta stórveldis lieims í landi minnstu og fátækustu þjóðar veraldar. Það er því fullvíst, að Bandaríkjastjórn mun ekki sleppa vellinum af fúsum og frjálsum vilja, enda sannar sá mikli kostnaður sem hún legg- ur í völlinn það ótvírætt. Þess vegnæ skiptir það öllu máli að íslendingar leggi allt kapp á heiðarlega framkvæmd samn- ingsins. En Bandaríkin hafa lagt kapp á að teygja samn- inginn þrotlaust sér í vil það sem af er. Ástæðan er kanski sú að í fyrra komust þau langtum lengra en þau bjuggust við. Þau líta á samninginn sem her- stöðvarsamning og því miður virðist ríkisstjórnin vera alveg á sömu skoðun. En þessi samn ingur er í raun og veru nauð- ungarsamningur af hálfu Is- lendinga, honum var prakkað upp á okkur fyrir harðfylgi fárra forustumanna pólitískra flokka meðan erlent herlið dvaldist enn í landinu. Nýlega hafa komið fram mjög skýr dæmi þess að forvígismenn samningsins hafa gefizt upp við að verja hann. Þeir þorðu ekki að vísa þingályktun Aka Jakobssonar til nefndar þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar og þeir bægð'u Jónasi Árnasyni frá hljóðnemanum fyrir að lýsa Keflavíkurflugv. svo að ill samvizka er farin að elta þá líka. Mörg dæmi eru þess að jafnvel háttsettir embættismenn hafa ekki fengið greinar birtar í flokksblöðum sínum ef þeir túlkuðu málstað Islands í her- stöðvamálinu. Hvernig er ástatt með þingræði á íslandi, hvar er málfrelsið og hvar er ritfrelsið ? Islendingum er hætt um þess- ar mundir, en huggun okkar er sú að við vitum um mikinn fjölda flokksbundinna manna sem eru á sama máli og við og munu sýna það við næstu kosn ingar, þótt þeir þori ekki sakir strits síns fyrir daglegu brauði að liafa hátt um þetta máli og jafnvel ekki koma liingað á fund. Svo mjög eru þeir hrædd ir við refsiaðgerðir valdhaf- anna. Frú Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona tók næst til máls. Hún benti á hver «éhrif sambúðin við setuliðið hefði haft á siðgæði og siðferði ís- lendinga, þegar heilir bílfarmar af stúlkum voru keyrðar til her mannanna kvöld eftir kvöld. Og enn er stundað samsk. hátt - arlag. Ungar telpur sem auglýst er eftir í útvarpi finnast suður á Keflavíkurflugvelli. Og nú flytja þingmenn frumvarp um sterkan bjór og rökstyðja með því a.ð þar með sé hægt að taka fyrir ólöglega bjórinnflutning- inn til Keflavíkurflugvallarins! Sigríður tætti síðan sundur „röksemdir“ bjórmanna um sjúkrahúsaþörf landsins. Dr. Broddi Jóhannesson tók næst til máls. Hann hélt snjalla ræðu um hið sameiginlega einka, mál allra íslendinga, ástina til ættjarðarinnar, og hvatti menn til að láta ekki ímyndaða hræðslu, sem reynt væri að ala á af ásettu ráði, móta afstöðu sína í neinu, Benedikt Gíslason frá Hof- teigi beindi þeirri áskorun til Þjóðvarnarfélagsins að það bindist samtökum með Alþýðu sambandinu, B.S.R.B. og fl. fjöldasamtökum um að knýja fram nýjar kosningar. Kvað þá við lófatak um allan saiinn. Tillaga stjórnar Þjóðvarnarfé lagsins var síðan samþykkt í einu hljóði með handaupprétt- ingu og lófataki, en enginn blak aði tungu eða hreyfði hönd til andmæla. Ölbruggið Framhald af 8. síðu. áhættu, ef um hefði verið að ræða búfé, en ekki börn, eða aðrar eiturtegundir en alkóhól. Lagði Katrín þunga áherzlu á að frumvarpið sé í andstöðu við vilja mikils meirihluta þjóð- arinnar, og skoraði á þingmenn að fella það. Umræðunni varð enn ekki lok ið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.