Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 84. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						; Fimratudagur li./apríl  1949.
Þ JÓÐVILJINN
J B .   .•
©lorlr Marshall-ástlunarinnar ©g vöxt-
¦¦  £-;•
V Vaxandi mótsetningar
Marshalláætluninnar
Fyrsta ári Marshalláætlun-
innar hefur þá lokið með heilli
röð; af áföllum og bliknun þeirra
táljsýna, sem haldið var á lofti
í krafti „veglyndis" Bandaríkj-
aníia. í Austur-löndum magii-
ast nýlendukreppan og í Ev-
rópu hefur fjárhagskreppan
haldið innreið sína.
.Efnahagssamvinnustofnunin
hefur ekki reynzt þess megnug
að.; setja fram sameiginlega
framleiðsluáætlun fyrir Ev-
rópu. Þar sem áætlanir land-
anna, hvers fyrir sig, hafa all-
arVstangazt á, hefur efnahags-
samvinnustofnunin gefizt upp
viðv'að „samræma" þær og sent
„br.áðabirgða"-skýrslu til Was-
hington með tilmælum um að
„samræmingin" fari fram eft-
ir ákvörðunum þingsins.
Mistök Efnahagsstofnunar-
innar hafa gert deginum ljós-
ara ósamræmið milli þess tak-
marks, er stjórnardeildin þótt-
ist 'jhafa (jafnvægi verzlunar-
inn'ar og gildisfestingu (stabili-
sation) peninganna) og raun-
verulegrar stefnu hennar. Enda
þótí Bandaríkin mæli raunveru-
lega svo fyrir, að Evrópulönd-
in komi jafnvægi á verzlun
sína, selja þau miklu meiri vör-
ur -til þessara landa en þau
kaVjpa af þeim og koma þann-
ig í'veg fyrir allt jafnvægi.
. Marshall-lönd Evrópu eiga
ekki um nema eina leið að
velja, að kaupa eins lítið og
unnt er frá Bandaríkjunum,
eða,með öðrum orðum ganga í
berhögg við útflutningsstefnu
Ameríkumanna. Að þessu mið-
ar' fjögra ára áætlun Englend-
inga. England reynir að koma
á hjá sér verzlunarjafnvægi á
kostnað annarra Evrópulanda,
en það eykur enn á efna-
hagsörðugleika hinna síðar-
nefndu. Fyrir stríð fengu meg-
inlandsríkin hráefni sín frá
löndum Bretaveldis, því a.ð
verzlunarjöfnuður þeirra gagn-
vart Englandi var hagstæður.
Framvegis geta þau það ekki.
Áætlun Breta mætir því and-
stöðu Belga og Frakka, sem
eru rúðir dollurum vegna stjórn
arstefnu Ameríkumanna, og
sjá nú sterlingspundin gengin
sér úr greipum líka.
Stjórnmálastefna Ameríku-
maima og afleiðing hennar,
stjórnmálastefna Breta, leiðir
Evrópulöndin í úlfakreppu.,
ÞaU, verða annaðhvort að hætta
innflutningi sínum eða snúa sér
að hinum sósíalistískum lönd-
um."
Ekki er a.ð furða þótt felmtri
slái á amerísku auðhringana,
er þeir sjá hvert stefnir, enda
hafa þeir fordæmt hina „ein-
strehgingslegu" stefnu Cripps
og sjá aðeins eina lausn, en
hún er sú, að fjárþröngin hald-
ist og Evrópa haldi áfram að
gleýpa lán þsirra.
J.-J. Servan-Schreiber segir
í le Monde:
„Sannleikurinn er sá, að
Marshalláætluninni er ekki ætl-
að að bera árangur, heldur að
vera nauðsynleg."
Já, „nauðsynleg" til að Was-
hington geti haldið kverkataki
sínu á löndum þeim, sem verða
„blessunarinnar" aðnjótandi.
Eftir því, sem blaðið Walí
Street Journal segir 28. janúar
ÍÖ49, hefur ameríska. stjófiiiii
ákveðið að „halda stöðugt á-
í'ram hjálpinni við útlönd", og
hefðu menn ekki þorað að við-
urkenna það fyrir einu ári. Þá
burfa löndin, sem „blessunar-
innar" njóta að geta gleypt
endalaust oftramleiðslu Banda-
ríkjanna. En frá þeirri stundu,
er „offiamleiðslan" nær auð-
¦"aldslöndum Vestur-Evrópu",
leyfir efnahagsástand þessara
landa ekki, að þau gleypi meira
af f ramleiðslu Bandait'k janiia;
án þess að springa.
Jafnframt efnahagsöngþveit-
inu í Evrópu byrjar Marshall-
kreppan. Önnur hlið þessarar
kreppu er þörf þeirra, er
standa að áætluninni, til að
setja stríðsframleiðsluna 1
fyrstu röð og tvöfalda áætlun
sína um svokallaða efnahags-
aðstoð með tröllauknum yíg-
uúnaði. Hefur ekki Forrestal
landvarnaráðherra lýst því yf
ir, 29. desember 1948, að hern-
aðarleg hjálp Bandarikjauna til
nanda Marshall-löndunum sýni,
að þau ætli sé'r
„að framkvæma út í yzt'u œsar
áætlunina um viðreisn Ev-
rópu." (1)
U.S.A.  (30/12. '48).
Frá því á árinu 1947 hefur
það orðið æ ljósara, að hið
eina, sem heldur Marshallsam-
steypunni við, er andúðin á
Ráðstjórnarríkjunum og stétta
hátrið. Hoffmann forstöðumað-
ur Efnahagssamvinnustofnúh'-
arinnar veit þetta vel, enda hef
ur hann í ræðu um Marshallá-
ætlunina, er hann hélt í Dot-
roit 12. janúar, talið viðeig-
andi að blása að kolum haturs-
ins til Ráðstjórnarríkjanna,
Sama hugsunin hefur rekið
Truman til að taka sér stöðu
með andkommúnistum í ræðu
sinni 20. janúar. En nötrar
ekki þessi samsteypa af mót-
setningum yfirdrottnunarstefn-
unnar ?
5  Sundurþykkja heims-
valdasinnanna
Framsókn lýðræðisins
og sóíáali'smans
Sú hefur raun á orðið, eftir
eitt ár, að ekki hefur tekizt að
losna við neina áf mótsetning^
um þeim, er áætlunin hafði í
för með sér, og lýst hefur ver-
ið hér að fr.aman, heldur hafa
þær færazt í aukana.
Þróunin í Ráðstjórnarríkjun-
um og alþýðuríkjunum nýstofn
uðu hefur þrengt svið  heims-
valdastefnunnar og eftir lýð-
ræðisöflin í heiminum.
Samanburður á efnahagsá-
standinu í ríkjum sósíalismans
við ríki auðvaldsskipulagsins
leiðir æ ¦ betur í ljós yfirburði
hinna fyrrnefndu. Meðan stað-
festur er. árangur fjórðu fimm
ára áætlunarinnar hafa tilraun-
irnar til efnahagslegrar „áætl-
unar" í Evrópulöndunum orðið
til athiægis. Meðan Holland og
Belgía neyðast til að hætta
verzlunarviðskiptum     vegna
skorts a jafnvægi í viðskiptum
landanna, gera Ráðstjórnarrík-
in hvern viðskiptasamninginn
á fætur öðrum við ítalíu, Tékk-
óslóvaldu, Finnland, Noreg,
Pólland, þar sem um er að
ræða stórfeld viðskipti á jafn-
réttisgrundvelli og án stjórn-
inálalegra þvingana.
Stofnun ráðs, er á að sjá um
gagnkvæma aðstoð í efnahags-
máí'íum milli Ráðstjórnarj-íkj-
anna og hinna ungu lýðræðis-
ríkja, er nýtt spor í framfara-
átt.og mikill sigur fyrir sam-
vinnustefnu Ráðstjórnarríkj-
anna í efnahagsmálum. Öllum
þjóðum Evrópu, sem fallast á
stefnu ráðsins, er heimil þátt-
taka í því.
Þjóðhagslegar  framkvæmdir
ekki einungis , nýjum kafla við
sögu Kína. Þeir' bæta " einni'g
nýjum kafla við sögu hinna
austrænu þjóða og allra ný-
lenduþjóða héimsins. Þeir eru
tákn þess, að nýlenduskipu-
lagið er að renna skeið sitt á
enda. Fyrst nýlenduveldin hafa
til þessa ekki getað brotið á
bak aftur sjálfstæðisbaráttuna
í Indónesíu, Viet-Nam, Burma,
munu þau sízt eftir hið glæsi-
lega fordæmi Kína- geta stöðv-
að þá öldu, sem flæðir yfir og'
mun sópa þeim burt. Þetta
neyðast afturhaldsblaðamenn-
irnir til að viðurkenna.
„Hin tvö fornu segulskaut",
segir J.-J. Servan-Schreiber,
„Japan og Kína, eru framvegis
andstæð hvort öðru, og allt
mun verða gert til að auka á-
hrif hvors um sig. Liggur þá
ekki í augum uppi, að í þessari
baráttu muni Japan, ánauðugt,
hersetið og skipulagt af hinum
fyrirlitnu vesturlandamönnum,
'.verða að lúta í lægra haldi fyr-
ir Kína, sem brátt mun verða
tákn sigursællar frelsisbáráttu
og gefa fordæmi í þjóðlegri end
urreisn?"
í öðrum hluta Asíu er sjálf-
stæðisbaráttan að komast á
hástig, því að svartasta aftur-
Effir Henri C!dnde
Selnni grein
eru reknar af fullum krafti í
löndum sósíalismans en drag-
ast hinsvegar saman á ný í auð
váldslöndunum. En mikilvæg-
ast er það, að andstæður þess-
ara tveggja heima verða nú
svo skýrar að þær geta ekki far
ið fram hjá almenningi í auð-
valdslöndunum.     Upplausn,
glundroði, eymd og afturför á
aðra hlið^ öryggi, regla og
framfarir á hina.
Ástandið er að þessu leyti
mjög frábrugðið því, sem það
var 1929. Þá voru Ráðstjórn-
arríkin nýbyrjuð á framkvæmd
sósíalismans og heimsvalda-
sinnarnir gátu ennþá haldið því
fram í áróðri sínum, að þessi
„vitfirringslega" tilraun væri
dæmd til að mistakast. í þetta
skipti munu menn geta dæmt
þessi tvö kerfi eftir þvi hvern-
ig þau eru í reynd. Ráðamenn-
irnir í Ameríku hafa líka kom-
ið auga á þetta.
„Við megum ekki láta okkur
henda þau mistök", sagði Hoff-
mann 12. janúar 1949, ,,að
láta efnahagsmál okkar innan-
lands hrynja í  rústir . . . ."
Því miður fyrir forstöðu-
.mann efnahagssamvinnustofnr
unarinnar (og forseta Stude-
baker) þyrfti auðvaldið að af-
nema sjálft sig til að koma í
veg fyrir þessi  „mistök."
Sigrar Mao Tse Tungs bæta
hald borgarastéttarinnar inn-
anlands er neytt til að hafa op-
inbera samvinnu við erlendu
heimsvaldasinnana og varpa
þannig af sér grímunni, ef hún
vill ¦ halda aðstöðu sinni sem
ríkjandi stétt.
Það, að jafnmikilvægt svæði
og Kína lokast fyrir útþenslu
auðmagnsins,' aðþrenging lírepp
unnar víðsvegar í heiminum og
þróun lýðræðisins, hefur þau
áhrif, að heift og fjandskapur
magnast meðal heimsvaldasinn
anna og samkomulagsmögu-
leikarnir, sem til þessa voru
fyrir hendi, þjóta um kóll.
Amerísku auðhringarnir, sem
útilokast frá Kína, munu hörfa
til Japana, Indónesíu, Indlands
eyja, og þannig auka áhrif sín
á svæðum, sem eru undir yfir-
ráðum ensku, frönsku og holl-
ensku nýlendudrottnanna.
Fyrir þessu er ráð gert í
„fjórða atriði" áætlunarinnar,
sem Truman forseti hefur gert
grein fj'rir í ræðu sinni um
festing auðmagnsins. „Okkur
ber, segir hann ,,að stuðla að
festingu auðmagnsins (l'invest-
issement de capitaux) á þeim
svæðum, sem þarfnast viðreisn-
ar."
Fjandskapurinn milli Ame-
ríku og Englands mun einkum
vaxa í Austurlöndxun og Ev-
rópu,  eftir  því sem íðnáðar-
framleiðsla Japana og Þjóð-
verja kemur á markaðinn und-
ir yfirumsjón Ameríkumanna.
Allfróðleg er sú barátta, sem
þegar er hafin milli vefnaðar-
frámleiðslu Englendinga og
stjórnarstefnu Ameríkumanna,
Hinn 5. janúar 1949 fór forseti
brezka baðmullarsambandsins
til Bandaríkjanna
„til að ræða við ameríska
sérfræðinga um þá leyndu
hættu, er aukin samkeppni af
hálfu japanska iðnaðarins fel-
ur í sér fyrir iðnaðarframleiðslu
Breta."
Williams, forstöðumaður vefn-
aðardeildar amerísku setuliðs-
stjórnarinnar í Japan, gerði
þessa yfirlýsingu. í Tokíó 10.
janúar:
,,Við munum ekki taka til
greina mótmæli ensku fram-
leiðendanna."
Og þetta er aðeins byrjunin,
því að í öllum hlutum auðvalds-
heimsins verður samkeppniu
um markaði og hráefni æ-
grimmilegri.
Amerískir verzlunarmenn
munu keppa við stéttarbræður
sína í Evrópu af enn meira
ráðríki en áður.
Þannig hafa amerísku út-
geroarfélögin nýlega hindrað að
einkaróttindi þeirra til útflutn-
ings á vörum E.R.P. yrði skert.
Því er það, að verzlunarhalli
Evrópulandanna eykst,, ev-
rópsku auðmennirnir komast i
meiri og meiri vandræði, glund-
roðinn vex, togstreitan magn-
ast. Takmarkið, sem ameríska
heimsvaldastefnan hefur ekki
náð í Evrópu — efnahagssam-
eíning og stjórnmálalegt banda
lag — f jarlægist meir og meir.
Eftir því sem stéttabaráttan
vex f jarlægist það.
í hverju landi er auðvaldið
neytt til að ganga í berhögg
við millistéttirnar og þó eink-
um bændun:a, er það eykur
arðrán sitt á verkalýðnum og
reynir að velta byrðum kom-
andi kreppu og þeirrar styrjald
ar, er það undirbýr, yfir á aðr-
ar stéttir þjóðfélagsins.
Á sama tíma og verð land-
búnaðarafurða lækkar, hækkar
verð iðnaðarframleiðslunnar. I
Bandaríkjunum hefur verð-
vísitala landbúnaðarframleiffsl
unnar fallið úr 196,4, 20. des.
1947, í 174, hinn 18. desember
1948 á sama tíma og önnur
framleiðsla steig úr 145,1 í
153,1. I Frakklandi hefur verð
ýmissa     landbúnaðarafurða
hrunið niður á sama tíma og
hin opinbera verðvísitala iðix-
aðarvara stígur úr 853 í októ-
ber 1947 upp í 2.115 í desem-
ber 1948. Öflugri lýðræðisbar-
átta, auknir efnahagsörðug-
leikar, vaxandi eymd f jöldans,
slíkar eru horfurnar fyrir ev-
rópska auðvaldið.
„Hagsskipulag Evrópu mun.
gliðna í sundur og efnahags-
og stjórnarkreppur skella yfir
hver af annarri, ef áætlunum
efnahagssamvinnu-landanna er
ekki breytt frá því, sem nú er",
sagði Marjolin, aðalritari efna-
hagssamvinnustofnunarinnar, í
síðastliðnum mánuði. En það er,
Framhald á 9. síöu     i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12