Þjóðviljinn - 14.04.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.04.1949, Blaðsíða 8
8 ÞJÓÐVILJINN frá FramkvœmdaráSi Al- jb/óðasambands *verkalýBs- félaga (W»FJ*UJ til alls verkalýSs Verkamenn og verkalionur: Alþjóðleg eining verkalýðs- ins er í hættu. Fulltrúar T.U.C. og C.I.O. hafa gert Fram- kvæmdaráðinu þá kosti að það geri eitt af' þrennu: Leggi niður starfsemi Al- þjóðasambandsins um eins árs skeið, leysi það upp, eða ef því fáist ekki framgengt þá segi sambönd þess sig úr því. Á þennan hátt hyggjast þeir að koma vilja sinum fram í trássi við hin 67 landssambönd- in er mynda Alþjóðasamband- ið. Meirihluti Framkvæmda- ráðsins vildi að leitað væri eft- ir ieiðum til samkomulags en fulltrúar T.U.C. og C.I.O. kröíð- ust þess að meirihíutinn beygði sig skilyrðislaust fyrir kröfum þeirra. Meirihlutinn gat ekki fallizt á slíka úrslitakosti. Meirihlutinn gat ekki fallizt á að Framkvæmdaráðið hefði vald til að leggja alþjóðasam- tök verkalýðsins í rúst. Slíka ákvörð’un gæti enginn aðili ann- ar en þing tekið og st'ungu upp á því að málinu væri vísað til Miðstjórnarinnar og síðan til þingsins, en minnihlutinn lét skoðun meirihlutans sig engu skipta og hélt fast við ákvörð- un sína. Herrarnir Deakin (T.U.C.), Carey (C.I.O.) og Kupers (N. V.V. Ilolland) gengu þá af fundi til að undirstrika klofn- ingsstarf sitt. Framkvæmda- ráðið hélt áfram störfum und- ir forsæti Di Vittorio. (Italíu). Verkamenn og verkakon'ur: Alþjóðasambandið er sam- eign alls verkalýðs, það er mál- svari í hagsmuna- og réttinda- málum hans. í lögum þess segir svo um stefnu þess og starf: — Afi skipujeggja baráttu ^verkalýðssamtakanna í öli- um löndum heims gegn á- rásum á lífskjör þeirra og 'lýðréttindi — að tryggja vinnu lianda öll- um — að berjast fyrir bættum launum og betri lífskjörum — að stytta vinnudaginn — að berjast fyrir auknum þjóðfélagstryggingum — að berjast gegn íasismanum í hvaða mynd . og undir hvaða nafni er hann birtist — að berjast gegn orsökum styrjalda og fyrir varan- legum friði — að vera fulltrúi og mál- svari verkalýðsins í öllum alþjóðlegum samtökum. í rúm þrjú ár hefur Alþjóða sambandið ótrautt uiuiið að þessum stefnumálum sínum. Fyrir baráttu þess hefur líi'i margra .bestji. spna verkalýðs- ins verið b^arga^. Er.n meira hefði því þó orðið ágengt ef sömú mennirnir sem nú stantía að klofningi þess, heffiu ekki verið hemill á starfi þess. Stjórnendur Brezka verka- lýðssamþandsiús . skilja ekki þroun vérkalýfSssamtakanna. Sá ' ' } ’i f X: , tími er liðinn að vcrkalýðssam- samtök eins lands geti í ltrafti meðlimatöíu siimarj setið y-fir hlut annarra smærri sambanda og gerzt einráð í alþjóöasam- tökum verkalýðsins. Þessi misskiíningur verour þess valdandi að fulitrúi T.U.C. klýfur sig út úr þegar vilji hans er ekki cinráður í alþjóða- samtökunum, í stafi þess að leita bróðurlegs samstarfs á jafnréttisgrundvelli. Klofningstilraunin er alger afneitun á venjulegum lýð- ræðisvenjum, þar sem klofnings fulltrúarnir neita að láta lög- legar stofnanir Alþjóðasam- bandsins fjalla um ágreining- inn. Eining verkalýðsins innan Alþjóðasambandsins byggist á frjálsu samstarfi verkalýðsfé- laganna. Þau eru ekki pólitísk samtök. Markmið þeirra er bar- áttan fyrir bætíum lífskjörum meðlima sinna án tillits til pólitískra eða trúarlegra skoð- ana þeirra. Framkvæmdaráðið lýsir því yfir að störfum Alþjóðasam- bandsins verður haldið áfram. Það heldur áfram starfi vegna þess að í öllum Jöndum heims eru verkamenn er þarfnast for- ystu og verndar. Tilraunir til að rjúfa samheldni verkalýðs- ins erú verknaður, sem sagan mun fordæma. Framkvæmdaráðið mun gera ráðstafanir til þess að þing sam bandsins verði kvatt saman siðari hluta júnímánaðar þ. á. Frá öllum löndum heims ber- ast nú þær fregnir er gera til- veru sterkra . og voldugra al- þjófiasamtaka verkalýðsins nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr. Verkamenn og verkakonur: Tilgangur Alþjóðasambands verkalýðsins er göfugur, bar- áttan fyrir hagsmunum alls vinnandi fólks. Til að ná þess'u markmiði verður að efla einingu verka- lýðsins um allan heim og heild Fimmtudagur 14. apríl .^1949- Sænsknr vmimzáðimautur segi? állt sitt á leykjal« og lelagsþroskinn og arangnnnn' syna rétta leiðin leínr verii farin“ Síðustu vikurnar liefur Áke Widlund, vinnuráðunautur frá Stokkhólmi dvalið hér og kynnt sér framkvæmd félagsmálalög- gjafarinnar og ýmsar heilbrigð- isstofnanir. Hann er einn hinna fremstu sérfræðinga Svía á sviði vinnuverndar og stjórnar aðgerðum Stokkhólmsborgar í þeim málum auk þess, sem hann er forstöðumaður tveggja vinnustofnana fyrir berklasjúk- linga. Félagsmálaráðuneytið hefur stutt að þvi, að hann fengi tækifæri til að skoða sjúkrahús, barnaheimíli, dag-. heimili, skóla og aðrar svipað- ar stofnanir og ræða við ýmsa færustu sérfræðinga á sviði heilbrigðis og félagsmála. Sér- staklega hefur hann lagt á- herzlu á að kynna sér allt, er snertir S.Í.B.S. og vinnuheim- ilið að Rej7kjalundi. Við höfum snúið okkur til herra Widlunds til að fá um það hugmynd, hvernig litið er á aðgerðir okkar á þessu sviði frá sænskum sjónarhóli. Widlund getur þess fyrst, að ýmsir Svíar, sem hingað hafi komið á undan honum og kynnt sér þessi málefni, hafi rætt í sænskum blöðum um vinnu- heimilið að Reykjalundi og starfsemi þess. Ummæli þeirra hafa orðið þess valdandi, að sænska berklavarnafélagið og borgarstjórnin í Stokkhólmi fólu honum að takast ferð á hendur til að kynna sér þessa starfsemi nánar, sem og annað, á sviði íslenzkra félagsmála, er að gagni mætti verða í Svíþjóð. Eftir að hafa kynnt sér þessi mál telur Widlund sig geta full- yrt, að lýsingarnar hafi á eng- an hátt verið orðum auknar. arsamtaka lians, Alþjóðasam-j bands verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir hvers konar póli-j tísk vélabrögð gegn Alþjóða- samhandinu, mun það lialda velli og aukast að áhrifum. Saga áranna fyrir stríðið kenndi verkalýðnum þau sann- indi að sundrung í röðum hans ryður fasismanum braut, skap- ar skilyrði fyrir stríði og fær- ir verkalýðnum fátækt og hörm ungar. Ef þið eruð á móti fasisma og stríði þá treystið raðir ykk ar, berjist fyrir einingu verka- Iýfisins um heim allan, sú bar- átta gefur ykkur vonina um frið, frelsi og framfarir. Trúið ekki rógburðinum um Alþjóðasambands verkalýðsins. Verkalýður um heim allan haldið við sambandi yðar og Alþjóðasambandsins og takið undir kröfur þess. Lengi lifi eining verkalýðs- .ins. Lengi- lifi Alþjóðasamband verkaJýðsfélaga. Á vinnuheimilinu að Reykja- lundi kynnti Widlund sér ræki- lega allar aðstæður, fór yfir reikninga, kynnti sér launakjör, tækni, húsaskipan og heilsu- fræðileg og lxagfræðileg vanda- mál, er snerta vinnuheimilið. Widlund vinnuráðunautur hef ur skoðað, svipaðar stofnanir víða um lönd en hann telur Reykjalund fremstan í sinni röð hvað skipulag snertir, rekstur og aðbúnað auk alls annars. Telur hann þjóðina standa í þakklætisskuld við alla þá, er að byggingu Reykja- lunds hafa staðið, og reist hánn af trú á málefnið, bjart- sýni og mikilli þekkingu. Hann kveðst hafa orðið var við, að öll þjóðin hafi sýnt mikinn 'skilning á að hjálpa berkla- sjúklingum til að ná aftur fullri heilsu. Iíinn mikli árangur af fjársöfnunum sambandsins sýn ir þetta glöggt og S.Í.B.S. hef- ur ávaxtað það fé, sem áunn- izt hefur við merkjasölur, liapp drætti og gjafir frá almenningi þannig að sómi er að. S.Í.B.S. og vinnuheimilið bera því glæsi lega vott, hvað lítil samtaka þjóð getur áorkað. Félög berklasjúklinga og ann arra öryrkja erlendis hljóta að hrífast af þeim árangri, er ís- lenzku brautryðjendurnir hafa náð og reyna að feta í fótspor þeirra — þótt fæstir þeirra muni ná jafn langt. Ein aðalorsök þess, hve ár- angurinn hefur orðið góður hér, er sennilega sú, að það er fé- lagsskapur berklasjúklinga, sem hefur tekið að scr að vinna þetta verk með aðstoð ríkis, bæja og einstaklinga undir kjör orðinu hjálp til sjálfsbjargar. Athafnaþráin, félagsþroskinn og árangurinn sýna glöggt að rétta leiðin hefur verið farin. Hér hafa allir aðilar í samein- ingu lagst á eitt með þeim ár- angri, að allmargir hafa kom- izt aftur til eðlilegra starfa, en sjúklingar með ólæknandi sjúk- dóm og aðrir öryrkjar fá þrátt fyrir allt aðstæður til að stunda nýtileg störf. Þær f járhagsástæður, sem nú ríkja í flestum löndum heims, krefjast sem mestrar vinnu og aukinna afkasta. Þessvegna ríð ur á, að allir þegnarnir fái að- stæður til að vinna í hlutfalli við getu sína. Á okkar dögum hefur engin þjóð ráð á að láta nokkurn mann sitja auðum höndum. Hin auknu afköst sem frá Reykjalundi koma, hljóta að vera hagnaður fyrir íslenzku þjóðina í heild. Sú stefna að framleiða vörur sem annars þyrfti að flytja inn, hlýtur að vera mjög jákvæð frá þjóðhag- fræðilegu sjónarmiði eins og á- statt er á gjaldeyrismarkaðn- um. En, heldur Widlund vinnu- ráðunautur áfram,' ég hef líka fengið aðstöðu til að kynna mér félagsmálalöggjöf ykkar. Á því sviði er sterkur svipur með hin- um norrænu þjóðum. Þó virðist mér hér vera betur hugsað um sjúka og öryrkja og fjölskyld- ur þeirra cn í Svíþjóð. Eg hef fengið að skoða ýms sjúkrahús og heilsuverndar- stöðvar og hlýt að viðurkenna, að hin íslenzka gagnrýni hefur á réttu að standa, þegar hún telur húsin oft vera gamaldags. En hvar er ekki hægt að koma við gagnrýni ? Þróunin er stund um of hröð til að ríkis og bæj- aryfirvöld geti fylgst með. Þó vegur það töluvert upp á móti hinum gömlu húsum að öll á- hölá eru prýðileg. Hvað skólun um hér í Reykjavík viðkemur Framhald á 9. síðu. Ætíð ber asS hafa það er sannara rayuist Bæjarfulltrúar sósíalista á Akranesi hafa sent eftirfar- andi: I málgögnum ríkisstjórnar- innar hefur afstaða -okkar vegna tillögunnar um ávítur á hendur vissum aðilum vegna atburðanna við Alþingíshúsið 30. marz s.l., verið gerð mjög að umtalsefni. Vegna þess að blaðaskrif þessi bera það með sér að tilgangurinn hefur ekki verið sá að skýra hlutdrægnis- laust frá staðreyndum óskum við að taka fram eftirfarandi: Á bæjarstjórnarfundi þar sem nefnd tillaga ' var til af- greiðslu lagði Ingólfur Runólfs son fram rökstudda dagskrár- tillögu svohljóðandi: „Með því að mál þetta liggúr eigi nógu ljóst fyrir um orsak- ir þeirra óheilla atburða sem gerðust við Alþingishúsið 30. marz 1949, tekur funduriim fyrir næsía mál á dagskrá.“ Benti flutningsmaður á að engar sannanir lægju fyrir í málinu, enda stæðu yfir víðtæk- ar réttarrannsóknir. Væri væg- ast sagt ótilhlýðilegt að gera samþykktir um harðar ávítur meðan engar staðreyndir um aðild ákveðinna aðila lægju fyrir. Dagskrártillagan var felld með 7:2, tillaga bæjarstjóra samþykkt með 7 samhljóða atkv., og létum við bóka eftir- farandi: „Með tilvísun til dagskrár- tillögu þeirrar sem flutt var af Ingólfi Runólfssyni greiðum við ekki atkvæði." Ingólfur Runólísson. Árni Ingimumlarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.