Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						'é
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur  29.  apríl  1M9.
DtsefandJ: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstafloklcurinn
Rit«tjórai: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson iáb>,
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Bl&Sam.: Art Karason, Magnús Tcríl Ólaísson, Jónas Árnasoa.
Ritctjórn,  afgreiSsla,  augiýsingar,  prentsmiðja.  Skólavörðu-
ctig 18 — Síroi 7600 (þrjár línu r)
Xskrlfvarrer8: kr. 12.00 á manuCi — LausasöJuverð 50 aur. eict.
Prentsmlo'.Ja í>j65rDjans h. f.
g«£st*iL*taflokkiolni), Þórsgötu 1 — Sííni 7510 (þrjár línur)
Ábyrgðín verður ekki fliín
Yfir. 20% verðlækkun á freðf iski í Bretlandi, yfir
7% verðlækkun á síldarlýsi í Bretlandi, um 30% lægri sala
á síldarmjöli í Bretlandi en í gildandi samningum við
Tékkóslóvakíu. Þetta eru staðreyndir brezku samninganna,
hneykslanlegustu afurðasöíusamninga sem gerðir hafa
verið eftir stríð.
Afleiðingar þessara samninga liggja einnig í augum
uppi: minni gjaldeyristekjur, minni innflutningur, aukinn
vöruskortur, aukinn svartur markaður, minni framkvæmd-
ir, minrti atvinna, verri lífskjör.
Slíkar staðreyndir ættu að vera til þess fallnar að
ráðamenn þjóðarinnar ræddu málin af alvöru og gerðu al-
menningi grein fyrir framtíðarhorfunum. Því fer þó viðs
fjarri að svo hafi verið gert. Ætlunin var að þegja um
smánarsamningana, láta þjóðina ekkert vita, láta engilsaxa
fremja rán sitt í skjóli þagna íslenzkra stjórnarvalda. Þeg-
ar Þjóðviljinn ljóstraði upp um hneykslið, varð fyrst alger
þögn í stjórnarblöðunum, en eftir rúma viku geystist Bjarni
Behediktsson fram á síður Morgunblaðsins í versta og ó-
geðslegasta ham, og hóf upp venjuleg skrif sín, útúrsnún-
inga og orðhengilshátt. En ekkert alvöruorð, engin tilraun
til að sýna þjóðinni fram á hvernig málum væri komið.
Táknrænt er m. a. að Bjarni Benediktsson hefur ekki þor-
að að birta samninginn, þrátt fyrir það þótt jafnvel Tím-
inn heimtaði það í blygðun yfir frammistöðu utanríkis-
ráðherrans.
1 síðustu orðhengilsgrein sinni á annarri síðu Morg-
unblaðsins í gær heldur Bjarni Benediktsson því fram að
Þjóðviljinn hafi orðið tvísaga og f jallar öll greinin um það.
Allt í lagi með smánarsamningana, hvað gerir það til þó
þjóðin sé svipt tugum milljóna króna í erlendum gjaldeýri,
Þjóðviljinn hefur orðið tvísaga, húrra! Og þetta á að heita
utanríkisráðherra Islands!
í því sambandi má það kallast aukatriði að Þjóðviljinn
hefur öldungis ekki orðið tvlsaga. Þau atriði sem Bjarni
hengir hatt sinn á eru að Þjóðviljinn hefur í fyrsta lagi
bent á að það er fáránlegt að bera saman verð tveggja
tímabila án tillits til aðstæðna, eins og Bjarni hefur reynt,
<og í öðrulagi að brezka verðið er ekkert heimsmarkaðs-
verð heldur var stjórninni í lófa lagið að halda sama verði
og í fyrra og hækka það. Þetta eru engar andstæður, held-
ur sjálfsagðir hlutir.
' Bjarni Benediktsson heldur eflaust áfram að ólmast,
knúinn af vanmetakennd sinni. Honum mun þó aldrei tak-
ast að blekkja þjóðina um þær staðreyndir sem öllum eru
Ijósar. Öll þjóðin veit:
að Bretar einokuðu viðskiptin við Islendinga til styrj-
aldarloka og greiddu þá smánarlegt v^rð fyrir afurð-
irnar, m. a. ekki meir en 37 pund fyrir Iýsið 1945;
að viðskiptin við Sovétríkin og Austurevrópu sem tek-
in voru upp eftir stríð fyrir atbeina.'L sósíalista gerðu
•það að verkum að verðlag íslenzkra afurða stórhækk-
aði, strax og einokun Breta lauk,
að Bjarni Benediktsson hefur komið á einokun engil-
saxa á ný, með þeim afleiðingum að verðfall er orðið
I á öllum afurðum okkar, þótt heimsmarkaðsverð sé í ár
\    síst lægra en í fyrra.
• Þetta eru þær einföldu en geigvænlegu staðreyndir sem
iþjóðinni allri eru nú 1 jósar og ábyrgð þeirra staðreynda
ivíiir á Bjarna Benediktssyni, hversu svo sem hann sprikl-
#r og beitir: orðhengilshætti og útúrsnúningum.
SÆJABPOSTlRli
Glæpamaður í gróðahug
Xy skrifar: „Hin seinni árin
hafa margir menn hér á landi
gengið inn á næsta óvenjulegar
brautir í von um veraldlegan
gróða . ... Þó mun síðasta dæm
ið um þetta vera óvenjulegast
allra hinna fyrri. Stórglæpa-
maður nokkur , sem í einu ná-
gr-annalandi okkar var sekur
fundinn um dauða fjölda
ungra frelsisvina og dæmdur
til þungrar refsingar samkvæmt
því, hyggst verða samtals 150
þús. krónum ríkari með því að
höfða skaðabótamál gegn, dag-
blaði sem hefur sagt sannleik-
ann um blóðferil hans! ....
Er hægt að benda á nokkuð það
sem öllu greinilegar gefur til
kynna hvert nú stefnir um rétt-
arfarið í þessu landi? Því það
megum við vera viss um, að
glæpamaður þessi hefur ekki
höfðað mál fyrr en að undan-
gengnum ítarlegum ráðfærslum
við sér andlega skylda lögfræð-
inga, og þéir hljóta að hafa gef-
ið honum góðar vonir  ......
Þetta  er  sannarlega  athyglis-
vert mál. —           Xy"
Fílósófískar varíasjónir
á tímatalinu.
Einn lesandinn sendir Vík-
verja kveðju guðs og sína, sér-
staklega í tilefni af hugleiðing-
um hans á sumardaginn fyrsta,
en þar stendur þessi gulllvæga
setning: „Frá og með deginum
í dag er sumar á Islandi, þang-
að til síðasta vetrardag í
haust." — Gaman verður að
vita hverskonar f jólur koma til
með að spretta á þeirri árstíð er
þá hefst og sem endist væntan-
lega fram á síðasta sumardag
næsta vor.
Ekki ofsagt af moð-
hausunum.
Alþýðukona skrifar: — „Mér
datt í hug að ekki væri ofsagt
af moðhausum Morgunblaðsins,
þegar ég las útleggingu þess
á tillögu Áka Jakobssonar um
rannsókn á óeirðunum 30. marz.
Áki talar um rannsókn óeirð-
anna og þátttöku lögrcglustjóra
og ríkisstjórnarinnar. — Eg
býst nú við að allir nema ef til
vill Moggaliðið, skilji ennþá ís-
lenzku og meiningu íslenzkra
orða, hafi skilið rétt orð Áka
Jakobssonar, þar sem hann tal-
ar um að rannsaka óeirðirnar
30. marz. En máske hefur Morg
unblaðið hlaupið á sig og í ó-
gáti viðurkennt það sem allir
Islendingar með óbrjálaða
sansa vita, að óeirðirnar 30.
marz voru fyrirfram ákveðnar
af ríkisstjórn og lögreglu-
stjóra.
„En hitt er svo annað mál
að alþýða manna var svo hrekk
laus að trúa því að ekki byggi
illtundir þegar hún er boðuð
með prentuðu plaggi frá ríkis-
stjórninni til að mæta á Aust-
urvelli sem friðsamir og góðir
íslendiiigar. Fólk hefur sannar-
lega ekki búizt við eða grunað,
að þarna ætti að berja það með
kylfum eða demba yfir það
táragasi  —    Alþýðukona."
Borðhald fnglanna.
Hrafn skrifar: „Góði bæjar-
póstur. — Eg sé að þú ert far-
inn að gera fuglana að umtals-
efni. Nú ætla ég að segja þér
smásögu af borðhaldi fuglanna:
Annan sumardag var tjörnin að
heita mátti alísa, aðeins smá-
vakir hér og hvar. Þennan morg
un (eins og raunar oftar) hafði
einhyer góðsamur Reykvíking-
ur stráð ríflegum skammti af
brauði á ísinn. Fyrst komu dúf-
urnar, síðan hettumáfar, sein-
ast komu þrestir þjótandi sunn-
an úr kirkjugarði hver á fætur
öðrum og settust að réttunum.
Allar þessar ólíku tegundir
neyttu matar síns í fullkominni
einingu eftir því er séð varð. Þó
virtist sem garg og skjrækir
hettumáfanna þættu hinum ó-
þarfa hávaði. Þetta var fjöl-
breytt og merkilegt borðhald.
— Gefið fuglunum að borða. —
Hrafn."
aOFNlN.
Fylkir kom frá útlöndum í gær.
Skallagrímur kom af veiðum í gær
morgun, og fór áleiðis til útlanda
í gær.
E I M S K I P :
Brúarfoss kom til Antwerpen i
gærmorgun frá Rotterdam. Detti-
foss var í Reykjavík, fór í morgun
til Keflavíkur, lestar frosinn fisk.
Fjallfoss er í Antwerpen. Goðafoss
fór væntanlega frá N. Y. í gær
til Rvíkur. Reykjafoss fór frá
Gautaborg í fyrradag til - Kaup-
mannahafnar. Selfoss fór frá
Leith 2. 4. til Rvíkur. Tröllafoss
kom til Rvíkur 2. 4. frá N. Y.
Vatnajökull er í Vestmannaeyjum.
Laura Dan fór frá Antwerpen 25.
4. til Reykjavíkur.
Einarsson & Zoéga:
Foldin er á Vestfjörðum, lestar
frosinn fisk. Spaarestroom er í
Rvík. Lingestroom fermir í Amst-
erdam 5. n. m.
RIKISSKIP:
Esja er í Reykjavík. Hekla er
væntanleg til Rvííkur um hádegi
í dag að austan úr hringferð.
Herðubreið er á Austfjörðum. á
suðurleið. Skjaldbreið fór frá Rvík
kl. 21 í gærkvöld til Snæfellsness-
og Breiðafjarðarhafna. Þyrill er
í Keflavík. Baldur fór frá Reykja-
vík í gærkvöld til Búðardals.
Geysir fer til Lon-
don á laugardag-
inn. Hekla er í
Reykjavik. 1 gær
var flogið frá
Loftleiðum til Ak-
ureyrar. Gullfaxi fór til London
kl. 8 i morguri. I gær var fJogið
frá Flugfélagi íslands til Akureyr-
ar, Isafjarðar, Patreksfjarðar,
Hólmayíkur  og Vestmannaeyja.
, í gær voru gef-
ín saman í
hjónaband     í
Eapellu Háskól
aris, , ungfrú
A.nna Jónsdótt-
ir, Grenimel 23 og Guðmundur
Karlsson, brunavörður, Bjarkar-
götu 14.
Nýlega opinberuSu
trúlofun      sína,
„ Anna    Frímanns-
^ dóttir,   símastúllca
og     Guðmundur
Magnússon Reyðar
firði. — Nýlega
opinberuðu trúlofun sína, ungfrú
Sigurbjörg Ólafsdóttiir, Njarðar-
götu 15, Vestmannaeyjum og
Magnús Kristjánsson frá Tindum.
Edward Joseph Garlalnd var 9.
apríl veitt viðurkenning sem
sendiherra Kanada á Islandi meS
búsetu í Oslo.
jfé     18.30      Islenzku-
kennsla. — 19.00
Þýzkukennsla.
19.30 Þingfréttir.
20.20 Skíðaþáttur:
20.30 Útvarpssag-
an: „Catalína" eftir Somerset
Maugham; II. . lestur (Andrés
Björnsson). 21.00 Strokkvartett út
varpsins: Kvartétt í B-dúr eftir
Mozart. 21.15 Frá útlöndum (Ivar
Guðmundsson ritstjóri). 21.30 Er-
indi: Vanræktir sjúklingar (Árni
Óla ritstjóri). 22.05 Útyarp frá 50
ára afmælishátíð KFÚK.
Hallgrímskirkja. Kvöldbænir og
Passíusálmasöngur  kl. 8  í  kvöld.
Bólusetning gegn barnaveiki
heldur áfram og er fólk minnt á
að láta cndurbólusetja börn sín.
Pöntunum er veitt móttaka kl. 11
—12, árdegis á þriðjudögum.
SjómannabalðiiS
Víkiiigur 4. tbl.
1949, er komiS
út. Efni m.:
Réttlætismál;
Eftir togaradeil
una (forustu-
grein); Eyjar á
Breiðafirði, eftir Odd Valdimars-
:son, hafnsögumann; Hallveig
Fróðadóttir; Aflaleysi; Rannsókn-
ir sjávarbotnsins í Hvalfirði eftir
Árna Friðriksson fiskifræðing;
Guðbj>rtur Ólafsson sextugur; Bar
áttan við órégluna; Jock, smá-
saga; Fréttir í stuttu máli og fram
haldssaga.
I      Hjónunum    Frið-
,-s ¦>  mey  Eyjólfsdóttur
^  og  Ástgeir  Ölafs-
syni  (Ása  í  Bæ)
fæddist  16  marka
sonur 23. apríl.
Húsmæ3rafél. Reykjavíkur held-
ur sumarfagnað í Tjarnarcafé
þriðjudagskvöldið 3. maí n. k.
Félag ísl. hljóðfæraleikara heldur
áríðandi félagsfund í skrifstofu
Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna •
dag kl. 4,30
mmm/F
Ferðafélag
fslands
ráðgerir að fara skemmtiferð
suður með sjó n. k. sunnudag.
Ekið út á Garðskaga og Stafn-
nes, en gengið þaðan í Hafnir.
Komið við í Keflavík og Sand-
gerði. Lagt af stað kl. 9 árd.
frá Austurvelli. Farmiðar seld-
ir í skrifstofu Kr. 'Ó. Skag-
fjörðs, Túngötu 5 til kl. 4 á
laugardag.
Glímnæfiit;
í kyöld kl. 8,30 í Miðbæjar-
skólanum.
GIíDaudeild K.R.
i;-í ¦ .- -¦- •

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8