Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						ÞJÓÐVILJINN
Firnmtudagur  5.  maí 1349.
þJÓÐVILJlMN
OtgeíanaS: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn
íítitatjórai: Magnúa Kjartansson. SigurSur Guðmundsson (&b>,
Frétt&ritstjórl: Jón Bjarnason,
BlaOam.: Ari Kárason, Magnús Torfj Ólaíssoa, Jónas Áraasoa,
SUtstjóra,  aígreiBsla,  auglýsingar,  prentsmiSja.  SkóíavörSti>
•tíg VS — Síml 7500 (þrjar 15nn r)
AakrLTarvart!: kr. 12.00 & mánuSl. — LausasöiuvarS 60 aur. atat,
PrentsmiSja ÞjððvUJans b., t,
Böítailxtattokkaxtiw, Þórsgðtsi 1 — Sfnií 7310 (þrjár línur)
mú Benediktsson S&tegir!
Vörn Bjarna Benediktssonar fyrir stefnu sinni í mark-
aðsmálum Islendinga varð að þessu sinni aumleg.. Undan-
farin ár .hefur hann verið óþreytaniegur við að verja sjálfan
.sig, skrifað grein eftir grein, viku eftir vlku. I ár skrif-
aði hann aðeins tvær, þrjár greinar, og gafst síðan 'upp
sjálfur, en lét Morgunblaðið og Vísi skrifa um sig hól-
leiðara,  sem smávægilegar sárabætur.
Þessi uppgjöf Bjarna Benediktssonar er glöggur vott-
ur þess, hvernig markaðsmálum Islehdinga er nú komið,
því hvenær hefir það komið fyrir áður að hann treysti
sér ekki til að verja illan málstað? Eða er það ef til vill
hitt að hann finni að þjóðin öll þekki orðið þróun mál-
anna svo að vörnin sé tilgangslaus ?
Hvort sem er þá er mat Bjarna Benediktssonar
réttmætt. Vörnin er vonlaus. Þjóðin þekkir þær stór-
vægilegu sveiflur, sem orðið hafa eftir stríð, veit um
orsakir -þeirra og skilur hverjar afleiðingar þær hljóta að
hafa fyrir afkomu Islendinga.
Vorið 1945 voru Islendingar enn í klóm Breta og
verðlag var þá eftir því. Gengið var frá samningum í
marz, þegar fyrirsjáanlegt var að stríði var að y^rða
lokið og að möguleikar voru á að rjúfa einokun brezkra
auðhringa. Það voru auðmenn $jálfstæðisfIokksins, sam-
herjar Bjarna Benediktssonar, sem réðu þeim málalokúm,
gegn einbeittum mótmælum sósíalista, sem kröfðust þéss,
að sendinefndin yrði kvödd heim og greiddu atkvæði gegn
samningunum í utanríkismálanefnd. Einnig þá fékk Uni-
Iever-hringurinn lýsið fyrir smánarlegt verð, 37 sterlings-
pund.
1                       *   '
En árið eftir náðu sósíalistar árangri með stefnu sinni.
Einokun Breta var rofin og samningar teknir upp við
Sovétríkin. Afleiðingin- varð sú að lýsisvarð hækkaði' um
næs'tum því helming og hefði þó hækkað miklum mim meir
ef tekin hefou verið upp viðskipti ylö Tékka, eins og sósí-
alistar kröfðust. Það máttu auðmenn. $jálfstæðisflokksins
ekki heyra nefnt þá.
Stefna sósíalista í markaösmálum hefur fært þjóðinni
stórvægilegar gjaldeyristekjur, sem ekki hefðu fengizt að
öðrum kosti. Fiskverðið var hækkað um ea. 40%.
Lýsisverðið fór úr 37 pundum upp í ca. 130.
Mjölverðið fór upp í 44 pund. Þessar tölur fela í ser sögu
bættra kjara og aukinnar velmegunar íslenzku þjóðar-
ínnar.
íif' ¦•                                                      •  " ¦......."••"
:KI.I.4KI'0STIKI\,\
En stefna sósíalista fékk ekki að ráða. Bjarni Bene-
diktsson tók við markaðsmálunum og nú selur 'hann freo-
fisk rúmum 20%« undir ábyrgðarverði, lýsið á 90 pund og
síldarmjölið á 31 pund. íslendingar eru aftur komnir í ein-
okunarklær brezkra auðhringa og. fái þeir að ráða fer verð-
ið enn lækkandi á ókomnum árum. Þetta veit öll þjóðin
og hess vegna hefur Bjai'ni Benediktsson aldrei þessu
Jirant kosið &$ brsiða yfir sig feld þagnarinnar.
Minningarnar um hin
góðu vor.
Þegar eitthvað er í ólagi,
hverfur hugurinn gjarnan aft-
urí tímann á vit þeirra stunda
þegar þetta sama eitthvað var
í lagi. Nú er vorið í ólagi og
maður ornar sér við minningarn
ar um liðin vor sem voru í lagi.
Tökum t. d. daginn góða fyrir
mörgum árum. Hann var ein-
mitt í by^un maí, og þrír strák-
ar sem áttu heima í vesturtaæn-
um og hefðu þarafleiðandi vilj-
að deyja fyi-ir K. R. (en það er
önnur saga), urðu alltíeinu
gripnir ómótstæðilegri löngun
til að hverfa á fjöll, nestuðu
sig normalbrauði, mjólk í sítrón
flöskum og héldu af stað uppí
Öskjuhlíð.
*
Glufa á girðingu
íþróttavallarins.
Þetta var löngu áðuren Mel-
arnir hættu að vera melar og
breyttust í, vísindalegar götur
með skrautnöfn úr ríki trjánna,
svo að strákarnir gátu króka-
laust komizt fyrsta áfangann í
fjallaleiðangri sínum. En þeim
áfanga lauk á íþróttavellinum,
náriar tiltekið hjá suðvestur-
horni hans. Strákarnir áttu
þarna nefnilega nokkurskonar
einkainngöngudyr að vellinum,
glufu sem gera mátti matulega
stóra með litlu átaki, vegna
þess að girðingarplatan ein var
ílla negld. Strákarnir vildu nota
tækifærið og fullvissa sig um
að hún héldi áfram að vera illa
negld. Spennandi kappleikur
milli K. R. og Vals átti að
standa innan. skamms. Og girð-
ingarplatan' hélt áfram að vera
illa negld.  -
•   -•
t/tsprunginn fífill og Ióu
rödd.
Þetta var líka löngu áður en
heimsveldin hröktu stokköndina
úr Vatnsraýrinni og steyptú þar
flugvöll. Strákamir gátu því
ennþá haldið hinni beinu stef nu
uppí Öskjuhlíð. Og ' þar hittu
þeir vorið.
Sunnanundir einum steini
var útsprunginn fífill. Á öðrum
steini stóð sólskríkja og söngl
Líka heyrðist lóurödd. Og veðrið
var svo gott. — Síðan hófst
yndislegasti útilegumannaleikur
sögunnar. Og honum Iauk með
því, að útilegumennirnir fengu
sér bað í Fossvoginum, til frek-
ari staðfestingar á hreysti sinni.
Og það var enginn sem kvefað-
ist.
En þess verður raunar ekki
krafizt, að öll vor séu fullkom-
in.
*
Vatiisbíianna saknað.
N. N. skrifar: — „.... Eru
vatnsbílarnir kannski komnir út
á öskuhauga? Þeir láta að
miunsta-kosti ekki sjá^ig á göt
unum. Og samt hefur sjaldan
verið eins mikil þörf fyrir þá
eins og núna, þessa síðustu
daga, þegar rykið ætlar að fylla
öll manns vit.......En ég er
samt þeirrar skoðunar, að hér
sé um að ræða gamla trassa-
skapinn í rekstri bæjarins ....
Og það er krafa bæjarbúa, að
vatnsbílarnir séu settir af
stað........"
Blandað smjör.
Það er ekki einleikið, þetta
með íslenzka smjörið. 1 gær sá
ég t. d. pakka sem kona nokkur
hafði keypt, og smjörið í honum
var með tveim litum, hvítum og
gulum. Það leyndi sér sem sé
ekki, að tveim tegundum hafði
verið blandað saman, og önnur
tegundin — að minnsta kosti —
súr. Hvað segja hlutaðeigandi
eftirlitsmenn um slíka fram-
leiðslu? Hvor tegundin, sú gula
eða hvíta, var íslenzkt smjör?
H Ö F N I N:
Þórólfur kom frá útlöndum
í fyrrinótt. Úranus kom frá útlönd
um'í gær. Skúli Maginússón fór á
veiðar í gærkvöld.
ÍSFISKSALAN:
Tryggvi gamli seldi 2454 kits fyr
ir 7540 pund 3. þ. m. í Hull Bel-
gaum "seldi-2941 kits< fyrir . 8039
pund, 3. þ. m. í Grimsby. Hauka-
nes seldi 3035 vættir fyrir 8118
pund,-2. þ. m. i Ataerdeen. Skalla-
grímur seldi 3468 vættir fyrir 8171
pund, 3. þ. m. í Fleetwood. K4ri
seldi 215,3 smál." 3. þ. m. í Cux-
haven.
Einarsson & Zoega:
Foldin er væntanleg til Hull á
fimmtudagskvöid,' fermir þar á
föstudag. Spaarnestroom er vænt-
anleg- tii Amsterdam á föstuda'g.
Lingestroom er í Færeyjum, vænt
o.nlegur- til Reykjavíkur um helg-
RÍKISSKIP:
Esja er í Reykjavík og á að
fara annað kvöld vestur um land
í hring-ferð. Hekla er á Austfjörð-"
iim á norðurjeið. Herðubreið er í
R.e,ykjavík, íestai'> i dag til Vest-
fjarða. Skjaldbreið var á Isafirði
í gær á norðurleið. Þyrill var í
Hvalfirði í gær. Oddur var væntan
legur til Reykjavikur síðdegis í
gær.
*•
20.20 -Utvarpshljóm
sveitin (Þórarinn
Guðmundss. stj.):
a) „Die Falzen-
miihle," forleikur
eftir Reissiger, b)
„Hyde Park," svita eftir Jalovicz.
c) „Sphinx," vals eftir Popy. 20.45
Dagskrá Kvenfélagasambands Is-
lands. — Erindi: Tizkan og mann-
fólkið (frú Sigríður Ingimundar-
dóttir). 21.10 Tónleikar. 21.15 Út-
varpsþáttur. 21.35 Tónleikar. 21.45
Á innlendum vettvangi (Emil
Björnsson fréttamaður). 22.05 Sym
fóniskir tónleikar. a) Fiðlukonsert
í d-moll eftir Tartini. b) Symfónía
nr. 4 í G-dúr eftir Mahler (nýjar
plötur). 23.05 Dagskrárlok.
Norður-Múlasvslu
Næturvör5ur er í Lyfjabúðinni
Iðunni, sími 7911.
Næturlæknir er í Læknavarðstof
unni, simi 8030.
Gullfaxi fór til
Kph. kl. 3 i gær
með 23 farþega.
Meðal þeirra var
skipshöfnin á nýja
Lagarfoss. Gullfaxi kemur við í
Osló á heimleið. Hekla kom frá
Kaupmannahöfn kl. 6.30 í gær meS
35 farþega. Geysir er í Reykjavik.
Flogið var í gær til Keflavíkur.
/ ,,    Hjónunum   Gretu
ro '   Magnúsdóttur   og
/3  >^ Jóni Júlíussyni, bú
V   stjóra   Kollafirði,
fæddist  8  marka
dóttir í gær, 4. maí.
Söfnin: Landsbókasafnið er opið
kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka
daga nema laugardaga, þá kl. 10—
12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 1
—7 alla virka daga. Þjóðminjasafn-
ið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga
og sunnudaga. Listasafn Einars
Jönssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu-
dögum. Bæjarbókasafnið verður í
sumar aðeins opið kl. 1—4 á laug-
ardögum og lokað á sunnudögum.
Nýlega voru
gefin saman í
hjónaband, ung
frú Rósa Eiriks
dóttir frá Egils-
seli i Fellum,
og Davíð Guð-
mundsson, bóndi í Miðdal í Kjós.
Sklpað í embætti.
Á ríkisráðsfundi 3. maí var Pétur
Benediktsson, sendiherra, skipaður
sendiherra Islands í Sviss, Erlendi
Konráðssyni veitt héraðslæknis-
embættið í Kópaskershéraði frá 1.
april að telja og Guðmundur Arn-
laugsson skipaður kennari við
Menntaskólann í Reykjavik, frá 1.
maí að telja.
Jassblaðið, 2. og
3. tbl. þessa árs,
er komið út.
Efni     þessa
blaðs m. a.: Is-
lenzkir ] hljóð-
færaleikarar. Úr ýmsum áttum.
Jass-hljómleikar Kristjáns Krist-
jánss. Duke Ellington fimmtugr
ur. íslenzkir danslagatextar.
Auroro heldur fund kl. 9 í kvöld
í Aðalstræti 12, uppi.
^^         Það  er  alvarlegt, -
sB^Aj þetta sem kom fyr-
^T-sJ^^^'   ir  hann  Valtý  á
T\T**\\    Mogganum l.-nuti.
\g3^'     Ásamt   rindlinum
frá Vigur stó3
hann á gægjum hjá kröfugöngu
alþýðunnar þann dag. Og Sigurður
Guðnason hló að honuni. Við þetta
fipaðist Valtý svo talningin að
hanu sá ekkl nema 1300 manns í
kröfugöngunni — „ekki hótinu
fleiri"!  Þetta birti  hann  svo  í
Morgunbláðinu í fyrradag ----- og
öll Reykjavík h!ó. Það þoldi Valtýr
ekki, endurtók töluna 1300 í Mbl.
í giBr og gaf sjálfum sér og rindl-
inum   frá  /Vigur   einkunnina:
„GLÖGGIR  MENN"!------Með
þeirrl afleiðingu að Reykvíkingar
hlógu enn hærra. Aumingja Val-
týr. Bliklö hefur Slgurður Guðna-
son á samvizkunni að hann skyldi
byrja híáturinn að homtin I. maí.
Nýlega hafa opin-
1 berað trúlofun sína
ungfrú Svava Ey-
vindsdóttir frá Út-
ey, Laugardal og
Böðvar Stefánsson,
kennari, Minni-Borg, Grimsnesi.
— Nýlega opinberuðu trúlofun
sína, urigfrú Sigríður Sigurjóns-
dóttir, Seljalandi, Reykjavík og
Bjó'rn Önundarson, stúdent, frá
Raufarhöf n.
Staðfest lög.
Á  ríkisráðsfundi  höldnum  3.
maí staðfesti forseti Islands eftir-
talin lög: Lög um breyting 'á fram
færslulögum nr. 80/1947. Lög um
Framhaldt" 71 síðiu

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8