Þjóðviljinn - 24.02.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.02.1950, Blaðsíða 8
ýð&saidb. nndírbýr rá Þjóðviljinn íékk í gærkveldi þær upplýsingar hjá íorseta Alþýðusambands íslands, Helga Hannessyni, að stjórn Alþýðusambandsins heíði samþykkt að rannsaka möguleika á því að kalla saman ráðstefnu verkalýðsfélaganna í Alþýðusambandi íslands, áð- ur en mjög langt líður. Nú krefjast rafvirkjar ráðstefnu Á aðalfundi Félags íslenzkra rafvirkja, sem haldinn var 19. þ. m., var eftirfarandi samþykkt gerð með sam- hljóða atkvaeðum: „Aðalfundur F. I. R. heidinn 19. febrúar, áiítur að mikil hætta steðji nú að iaunþegunum vegna yfirvofandi gengisskerðingar eða annarra ráðstafna hins opinbera sem rýra muni lífskjör þeirra. I Með tilliti tii þessa, skorar l'undurinn á A.S.Í. að hraða því að haldin verði ráðstefna allra sambandsfé- laga, til þess að ræða hvernig mæta skuli þeim auknu álögum sem fyrirhugaðar eru.“ Minningarsjóður stud. ökoiu Olavs Brunborgs TJr „Stud. ökon. Olavs Brun- borg Minnefond“ verður næsta vetur veittur styrkur einum stúdent eða ungum kandídat (karlmanni, helzt innan við þrítugt). Styrkurinn nemur 2000 norskum krónum. Styrkur þessi er veittur ís- lenzkum og norskum stúdent- um til skiptis, — næsta vetur íslenzkum stúdent til náms við háskólann í Osló eða Björgvin. Umsókn um styrkinn, ásamt prófskírteinum og upplýsingum um nám, skal senda skrifstofu Háskóla Islands í síðasta lagi 15. marz. forsetann Óhagstæðan samningar en í Hafnarfsrði! Bæjarstjórakosning fór fram í Keflavík. í fyrradag. Alþýðuflokkurinn hefur 3 fulltrúa en' Framsókn 1, eða meirihluta. samanlagt. Alþýðu- flokksmaðurinn Ragnar Guð- leifsson var kosinn bæjarstjón, en hinn eini fulltrúi Framsókn- ar í bæjarstjórninni, Valtýr Guðjónsson, var kosinn forseti bæjarstjórnar. Enda þótt Valtýr hlyti for- setastarfið verður þó ekki ann- að sagt en Framsókn fari aftur í viðskiptunum, því hjá Al- þýðuflokknum í Hafnarfirði fékk hún oddamann í útgerðar- ráð fyrir sín fáu, ótryggu at- kvæði — og auk þes's formann „sellu“ sinnar í Hafnarfirði inn í framfærslunefnd! Kvikmyndin „Tjöld í skógi“ sýnd á fundi Ferðafélagsins í kvöld — Byggist á samnefndn sögu Aðalsteins heitins Sigmundssonar Á fundi Ferðafélags Islands í Listamannaskálanum í kvöld verður sýnd í fyrsta sinni kvikmynd eftir Ösvald Knudsen, er nefnist „Tjöld í skógi“. Fyrir nokkrum árum slcrifaði Aðalsteinn heitinn Sigmunds- son ágæta drengjabók er hann nefndi „Tjöld í skógi“ og er kvikmyndin efnislega byggð á þessari bók. Myndin segir frá sumardvöl tveggja drengja úti í skógi — Þrastaskógi. Þeir búa í tjaldi, stunda veiðar í vatninu, læra að þekkja jurtalífið í umhverfinu og hlú að því og kynna sér dýralífið. — Þannig líður sum- arið. Að því loknu halda þeir nábúum sínum skilnaðarveizlu við varðeldinn sinn. — Sumarið er liðið. Mynd þessi á erindi til allra, en þó fyrst og fremst unglinga. '— Ef að vanda lætur þurfa þeir sem ætla sér að komast á Ferðafélagsfundinn í kvöld að bregða fljótt við til að ná sér í miða. Þegar Morgunblaðið gefst upp við að ver.ja Bjarna Benediktsson og afrek hans í afurðasölumálum og telur þögnina bezta úrlausn, tekur Tíminn venjulega við og hampar stefnu Bjarna af heitri ástríðu. Kjörorð Tímans í afurðasölumálum er eitt og aðeins eitt: verðið verður að Iækka! Það er sá fagnaðarboðskapur sem þetta blað færir íslenzkri alþýðu; minna end'urgjald fyrir útflutn- ingsverðmætin, minni gjaldeyri, minni neyzlu, minni framkvæmdir —- meiri fátækt. (Hir.svegar láist blaðinu ævinlega að heimta lægra verð á kjöti og mjólk; t.d. að þær afurðir verði samkeppnisfærar vlð samsvarandi varning erlendan hvað verí sncrtir!). Sá boðskapur Tímans að nauðsynlegt sé að verð- mæti þeirrar vinnu sem íslenzk alþýða lætur í té lækki að miklum mun er aðeins órökstudd fullyrðing. Eigi að ræða það atriði af nokkurri skynsemi verður Tíminn að birta nánari vitneskju, t.d. um eftirtalin atriði: Hvaða verð fá Norðmenn fyrir samsvarandi afurðir og Islendingar hafa á boðstólum? Með hvaða kjörum hafa þeir t.d. gert við- skiptasamning við Sovétríkin ? Hvert er það verð sem íslendingar eiga. að setja á helztu afurðir sínar til að gera þær „sam- keppnishæfar“ ? Þessi atriði hljóta að vera sjálf undirstaðan að þeim linnulausa boðskap Tímans að verðið verði að lækka, og því er ekki að efa að Tímamenn hafi I fórum sinnm allar staðreyndir um þetta efni. En til þess að hægt sé að ræfta málin af skynsemi þurfa þær staðreyndir að verða opinberar. Rannséknir á bik- Verðii? þaragróðnrinit hortlagður og mældnr næsta snmar? Á vegum Rannsóknarráðs rík- isins rannsakaði Tómas Tryggvason jarðfræoingur bik- steinsnámur í Loðmundarfirði, og Pálmi Hannesson rektor hrafntmnu í grennd við Mývatn og einnig við Torfajökul. I Loðmundarfirði reyndist mikið af biksteini, en vegna hafnleysis í Loðmundarfirði er talið óvíst hvort biksteinsnám muni borga Sig til útflutnings þaðan. — Biksteinn er notaður til einangrunar húsa. Bóndinn í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, Stefán Baldursson styrkti rann sóknirnar. Mikið er af hrafntinnu í grennd við Torfajökul, í grennd við Mývatn er hægt að fá stór- ar hrafntinnuhellur, allt að 1 m. í þvermál, en ýmissa hluta vegna er ekki hægt að flytja grjótið þaðan nema að sumar- lagi. Á næsta sumri er ráðgert að rannsaka þaragróður í kringum landið, en í þara eru ýmls verð- mæt efni eins og bætiefni, nær- Framhald á 7. síðu. Clam dreglð til Bretlands? Olíuskipið Clam náðist út á flóðinu í fyrrakvöld. Stýri þess hafði laskazt og verðúr það flutt til Bretlands til viðgerðar. ÞJÓÐVILIINN Skésmiðir orðnir efnislausir Skora á gjaldeyris- og innílutningsyfirvöldin að sjá til þess að hægt verði að gera við skó landsmanna Þjóðviljanum bárust i gær eftirfarandi áskoranir er sam- þykktar voru á fundi í Skósmiðafélagi Reykjavíkur: i,Þar sem upplýst er að allmargir sltósmiðir í Reykjavík og úti á landi eru nú efnislausir til skóviðgerða og að hjá öðrum eru efnisbirgðir alveg á þrotum, en vitað er að- nokkrar birgðir af sólaleðri og fl. tilheyrandi skóviðgerðum liggja hér í af- greiðsluhúsum, skorar fjölmennur fundur Skósmiðafélags Reykjavíkur, haldinn 21. þ.m. á gjaldeyrisdeildir Landsbankans og IJtvegsbankans að veita leðurverzlunum bæjarins nú þegar gjaldeyrisyfirfærslur fyrir þessum vörum.“ „Fjölmennur fundur Skósmíðafélags Reykjavíkur heldinn 21. þ. m. skorar á Innflutnings- og gjaídeyrisdeild Fjárhagsráðs að veita, leðurverzlunum bæjarins og Pöntunárdeild skósmiða, nú þegar innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir sólaleðri og öðr- um nauðsynleg'um vörum til skóggerðar og skóviðgerða.“ Á fundi Skósmiðafélags Reýkjavíkur þann 21. þ.m. kom í ljós að margir skósmiðir bæj- arins eru sólaleðurslausir og yfirleitt allir svo fátækir af efni til skóviðgerða að þeir geta ekki hjálpað öðrum. Skó- verzlanir eru efnislausar og hafa verið það um nokkurn tíma. Hins vegar er vitað að nokkrar birgðir af sólaleðri og ýmsum smávörum eru löngu íkomnar til landsins en gjaldeyr isyfirfærszlur fyrir þeim hafa ekki fengizt ennþá. Þar sem mjög erfitt er að fá nýtt skó- tau, sökum strangrar skömmt- Guðjón M. Sig- urðsson efstur Eftir 7. umferð skákþingsins er Guðjón M. Sigurðsson efstur með 5y2 vinning. Næstir eru Árui Snævarr, Eggert Gilfer og Sveinn Kristjánsson með 5 vinninga hvor. Lárus Benóný og Guðm. S. eru hver með áy2. 7. umferð í skákþingi Reykja víkur var tefld á þriðjudags- kvöldið. Úrslit urðu þau að Friðrik vann Björn, Guðmund- ur S. vann Þóri, Sveinn vann Guðmund Ág., Óli vann Gunn- ar, Baldur vann Ingvar, Kári vann Þórð. Jafntefli gerðu Guð jón og Gilfer, Árni Snævarr og Lárus. Biðskákir voru tefldar i gær kvöldi. Bjarni vann Hauk, Benó ný vann Árna Stef. Jafntefli gerðu Jón og Steingrímur. unar og mjcg takmarkaðra birgða hjá skóverzlunum, horfir fljótt til vandræða ef fólk get- ur ekki fengið gert við skó- tau sitt. Væntir Skósmiðafélag Reykja víkur að þeir aðilar, sem hér er skorað á bregðist vel við þörfum og beiðnum félagsins og allra bæjarbúa. Vesturveldin beðin að fækka fulltráum í Ungverjalandsstjórn hefur sent stjórnum Bretlands og Bandaríkjanna orðsendingar og beðið þær að fækka starfsliði sendiráða sinna i Búdapest. Er bent á það í orðsendingunum að komið hafi í ljós við réttar- höldin yfir Vesturveldanjósnur- unum Saunders og Vogeler, að þessi sendiráð hafi haft hönd í bagga með njósnastarfsemi þeirra. I orðsendingunni til brezku stjórnarinnar er bent á, að starfslið sendiráðs hennar í Framhald á 7. síðu. Beðið um 2950 millj. áollara tii Marshall- áætlunar Hoffman, yfirstjórnandi Marshalláætlunarinnar hefur beðið Bandaríkjaþing að veita 29,50 millj. dollara til áætlun arinnar á næsta, f járhagsári. Er þetta 150 millj. lægri upphæð en Truman forseti fór framá í fjárlagaræðu sinni. Fiskaflim belmmgi miimi en á sama tíma í fyrra Samkvæmt úpplýsingum frá Fiskifélagi íslands varð heild- araflinn í janúarmánuði nú helmingi minni cn í fyrra, eða að- eins 7597 smálestir nú, en 15 287 smáiestir í fyrra. Togaraaflinn, útfiuttur af l>eim sjálfum, er nú ekki nema um þriðjungur þess sem hann var á sama tíma í fyrra, þá var hann 11 þús. 631 smál., en nú aðeins 3 þús. 569 smálestir. Saltaðar hafa verið nú 2 þús.108 smáiestir en aðeins 635 smál. á sama tíma í fyrra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.