Þjóðviljinn - 12.03.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.03.1950, Blaðsíða 3
• íx Þann 3. þ. m. lézt hér í bæn- um Leonhard Sæmundsson, pöðlasmiðs, frá Stokkseyri. Leonhard var fæddur að pietti í Villingaholtshreppi 15. feept. 1866. Foreídrar hans voru hjónin Guðrún Leonhardsdótt- jr og Sæmundur Guðmundsson, er þár bjuggu. En þau fluttu síðar að Rauðarhól í Stokks- eyrarhreppi, og þar ólst Leon- hard upp ásamt systkinum sín- um, en þau voru fjögur. í uppvexti Leonhards voru uppeldis- og lifsskilyrði með allt öðrum hætti en nú tíðkasl. Möguleikar til góðrar lífsaf- komu voru þá fáir og mikil fá- tækt ríkjandi hjá allri alþýðu. Fóreldrar Leonhards voru fá- tæk, enda kjörin erfið og fátt ■um möguleika til að breyta þeim. En þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst þeim hjónum Guðrúnu og Sæmundi að veita börnum sínum það veganesu er síðar kom þeim að góðu haldi í lífsbaráttunni. Leonhard varð snemma at- orkusamur og nýtti til fulls þau tækifæri sem samtíðin hafði upp á að bjóða og að gagni gátu komið. Hann lærði söðiasmíði ungur hjá Haraldi á Hrafnkelsstöðum, enda var þann lagvirkur og vel hag- sýnn í öllum störfum. Tókst hin bezta vinátta með þeim Haraldi og entist meðan báðir lifðu. Þegar Leonhard liafði lokið námi hóf hann scðlasmíði a Stokkseyri og eignaðist brátt fjölmennan hóp ágætra við- skiptamanna og vina, bæði í Árnessýslu og Rangárvalla- sýslu, og jafnvel víðar. Hann var með afbrigðum áreiðanleg- ur og hreinn í öllum viðskipt- um og öðlaðist því óskert traust allra sem höfðu af hon- um kynni. Auk sinnar handiðnar stund- .aði Leonhard sjóinn á vertíð- 'um, eins og þá tiðkaðist al- mennt. Var hann formaður um fjölda ára, bæði á opnum bát- 0101 og vélbátum, eftir að þeir tkomu til sögunnar. I þá daga ýar Stokkseyri. eihs og ráunar jenn, mjög erfið veiðistöð, lend- — Minaingaroxð ingin hættuleg og bnmasöm. Leonhard var heppinn og afla- sæll formaðtir, djaffur ‘■þþ, en gætinn, enda tókst honurn jafn- an að sigla skipi sínu heilu 1 höfn. Með sÖðlasmíðinni og sjó- sókninni stundaði Leonhard bú- skap, eins og flestra var hátt- ur í þá daga. Má nærri geta, að oft hefur vinnudagurinn verið langur, þegar svo mörgu varð að sinna samtímis, en ekki þýddi um- það að fást, enda var Leonhard gæddur miklu kappi og óvenjulegu vinnuþreki. Frá Stokkseyri fluttist hann til Reykjavíkur árið 1930 og bjó hér síðan, lengst af í sama húsi og synir hans þrír, . sem á lífi eru, en þeir eru: Sæmund ur, verkamaður, Valdimar, bif- vélavirki, fofm. Fél. bifvéla- virkja og Haraldur, verzlunar- maður. Fósturdóttir hans, Ásta, er búsett í Vestmanna- eyjum. Hann var alla tíð heilsu hraustur með afbrigðum, þar til hann var lagður veikur fyr- ir mánuði síðan inn á sjúkra- hús Hvítabandsins og andað- ist þar, eins og fyrr getur, hinn 3. þ. m. 83 ára að aldri. Leonhard var kvæntur Krist- björgu Gísladóttur frá Borgar- arholti í Stokkseyrarhreppi, hinni beztu og duglegustu konu sem var manni sínum samhent- ur og ómetanlegur lífsförunaut- ur. Var hjónaband þeirra hið farsælasta á allan hátt og þau samtaka í að vinna að hag og heill heimilisins og barnanna. Lifir hún mann sinn. Með Leonard Sæmundssyni er fallinn í valinn einn bezti og traustasti fulltrúi þeirrar kyn- slóðar, sem nú er yfirleitt að kveðja. Hún mótaðist í skóla harðrar lífsbaráttu, bjó við fábreytt og örðug kjör og varð að tileinka sér mikla vinnusemi, sparneytni og fyrirhyggju, til að bjargast af. Þetta varð hlut skipti Leonards Sæmundssonar. Hann var mjög lieilsteyptur í lund, traustur méð afbrigðum og hjálpsamur svo að orð var á gert. Vita þeir það bezt er til þekktu hve oft hann hljóp undir bagga með þeim, er erf- itt áttu og höfðu fáa kosti til bjargar. Að eðlisfari var hann fáskiptinn og hlédrægur, enda ekki mikið um félagsskap eða félagsstarfsemi á uppvaxtarár um hans. Þó kunni hann vel að meta félagsskap og samveru- stundir með vinum sínum og kunningjum. Bein afskipti hafði hann ekki af opinberum mál- um, en fylgdist þó jafnan vel með. Var hann frjálslyndur í skoðunum, alla tíð, og eindreg- inn verkalýðssinnj síðari ár æv- innar. Leonard verður jarðsettur á morgun i kirkjugarðinum á Stokkseyri. Blessuð sé minning hans. G. o r a g ó u Tónleikar sinfóniuhljóm- sveitarinnar Stundum ber svo við á g;óu ] Pudelski og Andrés Kolbeins- á Islandi, einmitt um það leyti 1 son. Klarinett: Egill Jónsso.i á ■ kolasifis Þar sem eldri kolabirgö’ii' hjá kolaverzlunum í Reykjavík eru aö’ þrotum kornnar, en möguleika brestur enn til veröákvörðunar á kolafarmi þeim sem nú er veriö aö afferma, hefur veriö ákveöiö í samráöi viö Skömmtunarskrifstdfu Ríkisfns áð takmarka söluna á eldri birgðum, meöan þær endast, við 250 kg. á heimili, þar til útsöluverö fæst ákveöið a nýjum birgðum. KOLAVERZLANIR í REYKJAVÍK árs, þegar sízt hvarflar að nokkrum manni að Sóley væri nú eiginlega meira réttnefni á þvíliku landi, svo langstætt er skammdegið orðið og svo mik- ið lifir enn vetrar, ef að vanda lætur — þá ber það stundum við að hörpuþeyrinn er allt i einu svifinn sunnan liingað með strengjaþyt í ' samfylgd söngfugla, boðinn velkominn, leysingarómi, af lækjum og ám, blóm spretta úr mold og brum á lyngi, en mannsbarnið trúir varla eigin eyrum, gleði þesg er blandin ugg, enn má vænta frosta og hríða — og þó er þetta víst svo sannarlega sjálf hljóm- kviða vorsins ? Það bregður nú varla til þvílíks bata í ríki náttúrunnar þessa góudagá, ef rétt er það sem mælt er, að aldarfar og veðurfar sé hvort öðru háð með svipuðum hætti og orsök og af- leiðing. Þó höfum við nú fagn- að vori og hlýtt hinni ófull- gerðu hljómkviðu þess í því ríki í ríkinu, þar sem veturinn het- ur átt hvað mesta þaulsetu hingað til — ríki tónlistarinn- ar í þessu landi Hér er skemmst frá að segja: Fullskipuð smfóníu- hljómsveit hélt hér sína fyrstu tónleika síðastliðið fimmtudags- kvöld í kvikmyndahúsi Austur- bæjar og enda þótt það rún.i allmikinn mannfjölda innan veggja, urðu þó allt of marg- ir utan dyra, er þangað fýsti. Dr. Páll ísólfsson flutti gest- um ávarpsorð og lýsti því, hve mikilsverðum áfanga hér vævi náð og hver tildrög lægi að því, að þessi óskadraumur væri orðinn að veruleika — að minnsta kosti í bili. Lék hljóm- sveitin því næst þjóðsönginn undir stjórn hans, og hófust svo tónleikarnir. Það er ekki úr vegi að gera sér grein fyrir hvernig þessi hljómsveit ér skipuð, sem nú er þess umkomin að láta undur Dísarhallar gerast í kvikmynda- sal í Reykjavík. Alls eru í hljómsveitinni 41 maður og léku 39 á þessum fyrstu tónleik- um. Á 1. fiðlu leika: Bjctrn Ól- afsson, Katrín Dalhoff, Jói Sen, Þorvaldur Steingrímsson, Þórir Jónsson og Óskar.Cortez. Á 2. fiðlu: Jósef Felzman, Er- ika Schwiebert, Jónas Dagbjarts son, Skafti Sigþórsson, Ingvar Jónasson og Snorri Þorvalds- son. Brats: Hans Stephanek, Sveinn Ólafsson, Indriði Boga- son, Ólafur Markússon. Celló: Heinz Edelstein, Einar. Vigfús- son, Jóhannes EggertsSon, Þór- hallur Árnason. Kontrabassi: Einar Waage„ Erwin Köpþen, Bjarni Böðvarsson, Axel Kristj- ánsson. Flauta: Willy Bohring og Árni Björnsson. Óbó: Paul og Vilhjálmur Guðjónsson. Fagott: Adolf Kem og Jan Moravek. Horn: W. Lanzky- Otto, Alois Spach og Jón Sig- urðsson. Trompet: Paul Pam- pichler og Karl O. Runólfssoi. Básúna: Björn R. Einarsson, Þórarinn Óskarsson og Halldór Einarsson. Páka: Albert Klahn. Stjórnandi var að þessu sinni Róbert Abraham. Fyrstur á efnisskránni var Egmont-forleikur Beethovens og þá Sjö rúmenskir þjóðdans- ar eftir Béla Bartók, hrífandi í fjölbreytni sinni og frumlegri og skýrri hljómsetningu. Þá léku, ásamt Agli Jónssyni (klarinett), fjórir þeirra fimm nýju liðsmanna, sem Björn Jónsson, framkvæmdastj. Tón- listarfélagsins, réð hingað ný- lega frá Þýzkalandi, Diverti- mento í B-dur fyrir fimm blást- urshljóðfæri eftir Haydn — Willy Bohring (flauta), Paul Pudelsky (óbó), Adolf Kern (fagott), Alois Spach (horn). Þetta létta og glaðlega kamm- ermúsíkverk þar sem Beethov- en gæti verið höfundur að fyrsta þættinum, var prýðilega flutt og þó ef til vill af full- mikilli hlédrægni; þessir menn hafa fullkomið vald hver á sínu hljóðfæri, og mun erfitt að gera þar upp á milli, en mikið gaman var að fagottinu hans Kerns. — Að lokum flutti hljómsveitin „Ófullgerðu hljóm- kviðuna" eftir Schubert, þettai -fagætlega -fagra verk sönglaga- skáldsins, sem ekki átti orð til að lýsa angist s'mni yfir þvt, að hahn næði ekki valdi -á sinfonísku formi! Fáir munu hafa gert sér hærri vonir um afrek hinnar nýstofnuðu hljómsveitar á þessum fyrstu tónleikum en þær sem þar rættust, og þá með litlum rétti. Undir agandi og ðruggri handleiðslu Róberts Abraham hefur hún þegar náð ótrúlegri samstillingu, enda gengur þar stjórnandi til verks, sem er vaxinn öllum vanda þeirrar vegsemdar. Allir þeír sem renna grun í það erfiði og önn, sem ligg- ur að baki sigrum eins og þeim sem hér hefur, unnizt til menn- ingar- og vegsauka fyrir land og þjóð, samfagna brautryðj- endunum og þakþa starf þeirra og stórhug. Það er Ríkisútvarp- ið, sem um sinn hefur hlaupið Isvo undir bagga með þessa fyrirtæki fjárhagslega, að því er borgið, unz bær og ríki hafa léð því það lið, sem nauðsyn er á innan tíðar og vonir stan'da til að veitt verði. Fyrir þann atbeina stendur nú hinn Ijósi lundur gróinn — og fyrr en hægt var að búast við eftir almanakinu. Þau örlög hafa löngum beðið góugróðursins að visna í vetr- arhörkum. Um þennan lund hinnar æðstu listar, þar sem við höfum nú fagnað vori og horft fram á enn sælla sumar, kynni að eiga eftir að næða svo, að hann yrði kalviðir éinir. En að óreyndu trúir því enginn að svo fari — og veðrabrigði aldarfarsins að minnsta kosti eru okkur í sjálfsvald sett. Þ. Vald. Austurbæjarbío: SIÐASTI BÆRINN I eftir Óskar Gislason Þetta er önnur íslenzka kvik- myndin í venjulegri merkingu orðsins, en Loftur í Nýjabíó reið fyrstur á vaðið eins og allir muna. Þvi miður verður tæplega sagt að um áuðsæja 'framför sé að ræða, mynd Ósk- ars er einnig næsta frumrtæð og af miklum vanefnum gerð, enda áttu þsir félagar við marg- víslega örðugleika að stríða eftir ávarpi leikstjórans að dæma á undan sýningu: óblíða veðráttu og ónóga og ófull- komna tækni. Litirnir njóta sín betur en í mynd Löfts, en annars er margt líkt með skyldum: myndatökunni sjálfri talsverðra bóta vant, en tal leikenda svo ógreinilegt að vart skilst annað hvort 'orð, og hefur alls ekki tekizt að samræma það til fulte látbragði og hreyfingum; frásögn þul- unnar verður jafnvel ekki ' o.-’ ■ ■ greind nema á stundum. Oft er myndin óhæfílega tilþrifalítil og langdregin, og þó sagan eigi að gerast „endur fyrir löngu“ er margt með litlum fortíðarbrag eins og hjá Lofti áður; og það ætti að vera hægt að finna hrikalegri hamra og myndfegurri álfaborg ir á íslandi en þær sem hér cru sýndar. Þannig mætti eflaust lengi telja, en aðstæður höf- undarins er auðvitað skylt að muna, og virða áhuga hans og áræði. Margir eru við mynd þessa riðnir auk Öskars GÞIasonar, Framhald á 6. síðv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.