Þjóðviljinn - 14.06.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.06.1950, Blaðsíða 1
Hraðskákmót T.R ' Hraðskákmót verður að Þórs café kl. 8 í kvöld. Tefldar verca úndanrásir, en úrslitin verða síðar á sama stað. Efsta manni verða veitt verðlaun. 15. árgangur. Gjáin milli BreUs og lepnlands- ríkja Vestur-Evrópu breikkar Einangrunastefna Verkamannafiokksins vekur skelfingu i París og Bonn Brezki Verkamannaflokkurinn hefur afdráttarlaust hafnaö þátttöku í hverju því samstarfi Vestur-Evrópu- ríkja, sem kynni aö skerða fullveldi Bretlands. Yfirlýsingu um þetta er að finna i bæklingi, sem miðstjórn Verka.mannaflokksins gaf út í gær og nefnist „Evrópubanda lag“. Þar er hafnað öllum til- lögum stjórnmálamanna á meg inlandinu og í Bandar. um Bandaríki Vestur-Evrópu, Vest- ur-Evrópuþing með löggjafar- valdi eða önnur ráð til að sam- eina Vestur-Evrópu. Lýst er yfir að Schumanáætlun frönsku stjórnarinnar um samsteypu þungaiðnaðar Vestur-Evrópu sé forkastanleg, ef ætlunin sé að láta stál- og kolaiðnaðar- fyrirtæki í einstaklingseign hafa yfirtökin í samsteypunni. Brezki Verkamannaflokkurinn lýsir yfir, að munur á stjóm- arstefnu í meginlandsríkjunum og Bretlandi sé of mikill til að um nokkra sameiningu geti ver ið að ræða, ríkisstjórnimar á meginlandinu hafi svikizt um að sjá öllum fyrir vinnu og koma á jafnvægi í atvinnulífinu og ,,sósíalistiskt“ Bretland muni aldrei leggja mál sín á vald Vestur-Evrópubandalags, þar sem andsósíalistar yrðu í meirihluta. GtCur orðið frönsku stjórninni að falli. Fréttaritari brezka útvarps- ins í París segir að þar hafi yfirlýsing Verkamannaflokks- ins vakið skelfingu, Schuman utanríkisráðherra hafi ekki ætl að að trúa því, er honum var fyrst skýrt frá henni. Stjórn- málamenn í París telja yfirlýs- inguna bera vott um meiri ein angrunarstefnu af Breta hálfu en þeir gátu ímyndað sér. Tal- ið er að yfirlýsingin geti orðið til þess að franskir sósíaldemó kratar svipti ríkisstjóm Bid- aults stuðningi, en það er álitið myndi leiða til stjórnarkreppu í Frakklandi. Kann að gcra útaf við Schu- manáaCIunina. Fréttaritarar í Bonn segja, að yfirlýsing Verkamanna- flokksins hafi komið yfir stjóm málamenn í Vestur-Þýzkalandi einsog þruma úr heiðskíru lofti. Þeir telja, að hún geti riðið Schumanáætluninni að fullu. Attlee forsætisráðherra sl^rði brezka þinginu í gær frá því, að vegna hagsmuna Bretlands og skuldbindinga gagnvart heimsveldinu hefði ríkisstjómin ekki getað skuldbundið sig fyr- irfram til þátttöku í Schuman- áætluninni. I öðru orðinu hrós- aði Attlee þó áætluninni. Dagsbrúnarfundurinn í gærkvöldi: | KREFUR Alþýðusambandsstjornina tafarlaust um svar við því hverjar ráðstafanir bún hyggst gera til varnar verkalýðnnm „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 13. júní 1950, tel— ur að hinar miklu verðhækkanir sem o rðið hafa að undanförnu, og eru afleið- ing af gengislækkunarlögunum og öðrum ráðstöfunum ríkisvaldsins, rýri svo mjög hlut verkamanna að ekki verði við unað. Fundurinn telur að þær lítil- fjörlegu kaupbætur, sem greiddar hafa verið, séu mjög fjarri því að fylla J þau stóru skörð, sem höggvin hafa verið í kaupmátt launanna. Fundurinn leggur áherzlu á þá stefnu félagsins, er mörkuð var þegan bað sagði upp samningum sínum við at vinnurekendur í febrúar s.l. og fram' kom í tillögu á verkalýðsráðstefnunni, að í baráttunni gegn afleiðingum geng- islækkunnarlaganna á afkomu almennings verði að fylkja allri verkalýðs- hreyfingunni til sameiginlegra átaka. . Ennfremur vill fundurinn minna á einróma samþykkt verkalýðsráð- stefnu Alþýðusambandsins á s.l. vetri, er fól sambandsstjórn að „beita sér fyr- ir nauðsynlegum gagnráðstöfunum, ef veruleg röskun verður á hlutfalli dýr- tíðar og launa í landinu.” Fundurinn skorar því á stjórn Alþýðusambandsins að gera sambands- félögunum tafarlaust grein fyrir á hvern hátt hún hyggst að hrinda þessaii) samþykkt ráðstefnunnar í framkvæmd og hafa samráð um allt er að væntan' legri kaupgjaldsbaráttu lýtur við þau félög, sem eru með samninga sínai lausa”. I Dagsbrúnarfundur, haldinn í Iðnó í gærkveldi samþykkti framangreinda sam- þykkt með atkvæðum nær allra fundarmanna gegn 2. Fundurinn samþykkti einnigt ályktun í atvinnumálum og verður hún bi rt á morgun. i Vormót 4. flokks 4. fl. mótið heldur áfram í kvöld kl. 6.30 á Grímsstaða- hoitsvellinum og hefst með leik KR — Víkings og strax á eftir Þróttar og Vals. Friðaröflunum vex stöð- ugt ásmegin, segir Maó Grundvallarbreyting til batnaðar í atvínnulífi j Kína mun taka tvö til þrjú ár Hundrai milljónir hafa undirritað Stokkhólmsávarplð Baráttan fyrir frtði er mál dagsins, segir séra Martin Niemöller Eitt hundrað milljónir manna í tugum landa hafa þegar undirritað friðarávarpið um að banna kjarnorkuvopn og lýsa þá ríkisstjórii> sem beitir þeim, seka um stríðsglæp. Ávarpið var samþykkt á fundi Heimsfriðarnefndarinnar í Stokkhólmi í vetur. Brczki visindamaðurinn Bem1 ál skýrði frá þessum árangri undirskriftasöfnunarinnar und-1 ir Stokkhólmsávarpið á fundi stjómar heimsfriðarhreyfingar- innar í London nýlega. Stjómin kom saman til að fá yfirlit um árangur hreyfingarinnar og undirbúa næsta heimsfriðar- þing, sem haldið verður í Gen- úá á Italíu í októberlok í haust. Undirskriftasöfnun undir Stokk hólmsávarpið heldur áfram jafnt og þétt víðsvegar um heim. Kirkjunni ber að standa i fylk- ingarbroddi. I ræðu í Mannbeim í Veetur- Þýzkalandi I fyrradag gerði séra Martin Niemöller sem heimsfrægur varð fyrir forystu sína í baráttu þýzkra mótmæl- enda gegn nazistum að umtals- efni hlutverk kirkjunnar í bar- áttunni fyrir friði. Hann sagði þá baráttu nú vera kröfu dags- ins, fyrir henni yrði allur á- greiningur að víkja og kirkj- unni bæri að standa i fylkingar broddi í þeirri baráttu. Nie- möller gagnrýndi harðlega þá klerka í Vestur-Þýzkalandi, sem hafa fordæmt söfnun und- irskrifta undir Stokkhólms- ávarpið. Niemöller sat árum saman i fangabúðum nazista fyrir að prédika gegn þeim. Maó Tsetúng, forseti alþýðustjórnar Kína, hélt í gær, fyrstu opinberu ræðuna síðan hann kom, frá að undir- rita vináttusáttmála Kína og Sovétrikjanna. Óðurinn til ársins 1944 ÖHum Islendingum er enn í fersku minni þegar Eggert Stefánsson söngvari flutti í út- varpið óð sinn til lýðveldisstofn unarinnar, Öðinn til ársins 1944 Óðurinn var síðan gefin út í bók og var mikið keyptur og lesinn, en nokkur eintök eru enn tií af honum. Bókabúð Helgafells mun nú í tilefni af afmæli lýðveldis- stofnunarinnar hafa scrstaka útstillingu á Óðnum. Boðskapur Óðsins er Islend- ingum áreiðanlega hollur lest- ur nú, engu siður en þegar hann birtist fyrst. Maó sagði, að ástandið í al* þjóðamálum nú væri Kína hagt stætt vegna þess að friðarfylk-t ingin undir forystu Sovétríkj-< anna væri öflugrj nú en fyrxfl ári síðan. Þótt hælta á þriðjul heimsstyrjöld sé ekki enn út! sögunni vaxi friðaröflunum stöð| ugt ásmegin. Maó sagði, að grundvallar-< breyting til hins betra í at- vinnu og fjármálum Kínal myndi taka tvö til þrjú ár« Þótt Kuomintangklíkan á For--t mósa væri ekki yfirunnin ennl að fullu yrði f jöldi manna leysti ur úr berþjónustu í alþýðuhemí um. . I KR — Akranes 1:1 Á Islandsmótinu í gærkvöld! keppti KR við Akumesinga ogj varð jafntefli 1 :1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.