Þjóðviljinn - 28.12.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.12.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. Finuntudagur 28. des.- 1950. 291. tölublað. Baitdaríkjastjórii ekki eztxt af boki dott- in með „takmarkað stríð" gegn Kína YfÍFvegar aé reyia acf lnýja ofl fylggiríki sívi tfl að setja Eiina í algerf viðskfpiafiann Fréttaiiíari Reuters í W&shington skýrði frá því í gær, að Bandaríkiastjórn væri ekki enn fallin fiá íyrirætlunum sínum um „takmarkað stríð^' flota cg flughers gegn Kína. Á fundi Trumans og Attlees í Washington snemma í þess- um mánuði reyndi Bandaríkja- stjórn árangurslaust að fá brezka forsætisráðherrann til að fallast á þessa hugmynd sina um „takmarkað stríð“ gegn Kína. Nú mun vera ætlun Banda- ríkjastjórnar að reyna ekki að draga fylgiríki sín svo langt í einu stökkj heldur í áföngum. Segir fréttaritari Reuters, að Bandaríkjastjórn sé að ganga frá tillögum um algert við- skiptabann við Kína, sem hún ætlar að reyna að sameina fylgir.'ki sín um. Þegar tillög- urnar verða fuilbúnar ætlar Bandaríkjastjórn að leggja þær fyrir þing SÞ til að reyna að fá löggildingu alþjóðasamtak- anna á þær einsog Kóreustríð- ið. r er vel Ijóst að hervæðing V.- ÞýzkaL getur valdið sprengingunni hefnr „New York Times" effir „háfisettum, bandarískum embættismanni" Ráðamenn Bandaríkjanna eru þeirra skoðunar, að scgn stórblaðsins „New York Times“, aö hervæðing Vest- ur-Þýzkalands geti vel leitt til styrjaldar, en láta þaö engin áhrif hafa á framkvæmd fyrirætlana sinna. Kyrrt í Kóreu Bandaríska herstjórnin tiÞ kynnir, að engin meiriháttaí viðureign hafi verið háð í Kcr-i eu í gær. Eftir brottflotning liðs frá Hungnam hefur banda ríski hershöfðinginn í Kóreií 220.000 manna lið til umráða: og fullju"ðir MacArthur að með því megi halda um óákveðinii tíma brúarsporði þeim við Taegu og Fusan, sem Banda- ríkjamönnum tókst að halda x sumar. Truman forseti skipaði í gær Griffith fyrrv. sendiherra í Kairo, bandarískan sendiherra hjá fasistastjórn Francos í Madrid, hinn fyrsta síðan 1945. Skýrt er frá því í London, að brezka sósíaldemókratastjórnin muni eftir nokkra daga skipa sendiherra til Francos. Hafa Skotar endurheimt krýningar- stein sinn úr hönduin Englendinga? Öll brezka íögreglan leitar að 400 punda sandsteinhnullungi, sem hvarf úr krýningarhásætinu í Westminster Abbey á jólanótt Taliö er aö krýningarsteinn Skotakonunga, sem veriö héfur í enskum höndum í 654 ár, sé nú loks aftur á valdi Skota. Var steinninn tekinn úr krýningarhásæti Breta- konungs í Westminster Abbey á jólanóttina. 1 „Nev/ York Times“ segir 18. þ. m. „Bandaríkin eggja Ve#tur-Evrópu Iögeggjan að gera í stjórnmálum og milli- ríkjamálum einmitt þær ráð- stafanir, sem sovétstjórnin hef nr lýst yfir, að hún muni ekki „þoIa“. Þessvegna er Iitið á fumlina í Brussel núna í vik- ranni, fyrst utanríkisráðherra hinna „þriggja stóru“ og síðan utanríkismála- og landvarna- ráfherra A-bandalagsríkjanna. sem úrslitaatb'úrð. Maður í hárri stöðu í Bandaríkjunum lýsti yfir í síðustu viku: „f sannleika sagt höfum við ekki m'nnstu hugmvnd nm, livaða Brusselfundurim dregur á eftir sér llvað framHð Þýzka- lards varðar ernm vH knmnir á krossgötur. Þýzka'ar l er úr slft rvef tvan rnirinn f.vrir rcin- (} rálti n r| miHi kommúnistiv,f° heirusins og þe«s ekki-kor',nú"> Við höklnm nfram :>* fpmkvwm# áæflanir okkar »m eð rnili’ni Þióðverin í Ves<m- c** o.UT'iir c*r I íóc/- r ‘ r*-»«? ITCf Ur ^T?hT. jð - sprergingumji". Hörð sókn gegn Frökkum í Indó Kína Her sjálfstæðishreyfingarinn ar Viet Min í Indó Kína undir forystn Hó Sji Min hefur gert hörðustu sókn sína síðan í októ ber gegn stöðvum franska ný- lenduhersins um 75 km norður af Han oi. Frakkar hafa neyðst til að yfirgefa ýmis öflugustu virki sín á þess um sióðum. Segist franska herstj. hafa sent liðsauka á vettvang. Einnig er skýrt frá atlögum hers Viet Min gegn virkjum Frakka útvið ströndina náiægt landamærum Kína. HÓ SJI MIN Urðu kirkjuverðir í þjóðar- helgidómi Englendinga þess varir á jóladagsmorgun, að steinninn var horfinn undan setunni í krýningarhásætinu, sem stendur bakvið háaltarið í Westminster Abbey, hafði ver- ið dreginn í gegnum kirkjuna og útum uppbrotnar dyr á Po- ets’ Corner, þar sem þjóðskáld Englands eru grafin. Karl og kona sáust aka frá Westminst- er Abbey í litlum bíl á jólanótt. Þegar fyrst fara áreiðanleg- ar sagnir af krýningarsteinin- um, sem einnig er nefndur Ör- iagasteinninn, var hann í há- sæti Skotlandskonunga í Scone Abbey í Perthshire. Þótti eng- inn rétt krýndur Skotakonung- ur nema hann sæti á steininum og því rændi Játvar’ður I Engla konungur honum frá Scone og lét setja hann í krýningarhá- sæti það, sem hann lét smíða og 27 konungar hafa síðan ver- ið krýndir í. Skotar gerðu hverja tilraun- ina eftir aðra til að heimta ráns fenginn úr höndum Englend- inga, því mikill átrúnaður var og virðist enn vera á steinin- um, sem er venjulegur sand- steinshnnllungur yfir 200 kíló á þyngd. Strax eftir hvarfið hölluðust menn að því, að skozkir þjóðernissinnar hefðu verið að verki og standa hundr- uð lögregluþ.ióna vörð við alla vegi frá Englandi til Skotlands og leita í þúsundum bíia að steininum. Ölj lögregla Bret- isnds tekur þátt í leitinni, vörð ur er við alla flugvelli og í öllum höfnum. Helzt hallast Scotland Yard að því, að steinn inn sé faiinn nærri London. Úr og k.úbein fundnst við krýningarhásætið og er búi'ð að senda, öllum úrsmiðum í Bret landi lýsingu á úrinu. Skozkir þjóðernissinnar eru Jiinir glöð- ustu yfir hvarfi steinsins. Dr. Donne dómprófastur í Westminster Abbey flutti á- varp í tvær heimadagskrár brezka útvarpsins í gærkvöld. Kvað hann engan fyrr hafa dirfst að fremja slík helgispjöll sem steintökuna, steinninn væri helgur dómur, er milljónir um allt brezka samveldið bæru lotn irgu fyrir. Hann sagf '.st vita, að Georg konungur væri mskl- um hamri lostinn yfir stein- hvarfinu og bauðst dómprófast urinti loks til að ganga á heims enda eftir steininum ef með þyrfti. Miklar sagnir eru um hvérn- ig seinhnulhmgurinn á að hafa komizt til Seone. Segja þær, að hann sé einmitt sá steinn, er Jakob ættfaðir Israelsmanna hafði í kodda stað er hann dreymdi stiga til himins og englaskara á gangi upp hann og ofan. Einnig eigna munn- mælin steininn Faraó þeim, sem, drukknað hafi í Rauða hafinu, Gatharus stofnanda Aþenu- borgar, Compostella helgistaðn um á Spáni og írska dýrlingn- um Colomba. Hvað sem því líður sýnir skelfingin, sem hvarf steinsins hefur valdið í Englandi, að trúin á töframátt hans er þar enn ekki óstyrkari en svonefndra villiþjóða á stokka þeirra og steina. Frönsku stjórninni gengur illa að koma frumvarpi sinu um 65% hækkun hervæðingar útgjalda í gegnum franska þingið. Umræðu var frestað gegn vilja stjórnarinnar og fjár veitinganefnd lagði til lækkun. Ba'ð þá stjómin um frest til að ræða við fjárveitinganefnd. % Harðbakur komisn til Akureyrar Fyrsti togarinn af þeim 10 sem saniið var um smíði á i Bretlandi kom til landsins á annan dag jóla. Var það Harðbakur, eign Útgerðarfélags Akureyrar. Var hann 2 sólarhringa og 18 klst. frá Aberdeen til Akureyrar. Harðbakur er 700 lestir og 183 fet á lengd, eða nokkru lengri en nýsköpunartogararn- ir, 30 fet á breidd, en borð- stokkur töluvert hærri en á nýsk’öpunartogurunum. Útbún- aður er sami og á nýsköpunar- togurunum að öðru leyti en því, að um borð eru fiskimjöls vólar er geta unnið 25 tonn af mjöli úr beinum og úrgangi á sólarhring. Ganghraði er 16 mílur. Skipstjóri á Harðbak er afla maðurinn Sæmundur Auðuns- son, er áður var skipstjóri á Kaldbak, en við skipstjcin á Kaldbak hefur tekið Gunna? Auðunsson, bróðir Sæmundar. Fyrsti stýrimaður á Harðbak et Alfreð Finnbögason. 1. véls stjóri er Hallur Helgason. Á- höfn mun vera 32 menn, en. vegna mjölvinnsluvélanna þarf áhöfnin að vera tveim fleiri en á nýsköpunartogurunum. —- Eigandi Harðbalts er Útgerð- arfélag Akureyrar. Verð tagar- ans mun verða um 8 millj. kr. Harðbakur mun fara á veiðar um nýárið. Hinir Akureyrar- togararnir eru allir á ísfisk- veiðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.