Þjóðviljinn - 14.11.1952, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.11.1952, Blaðsíða 5
4) ÞJÓÐVILJINN — Eöstudagur 14. nóvember 1952 - Föstudagur 14. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 JllÓOyiilINN ötgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritatjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskrlftarverð kr. 18 á mánuði I Reykjavik og nágrenni; kr. 16 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. etntakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. __________________________________________________✓ Fjárhagsráð og fiokkar þess Þao tókst óhönduglega er forsætisráðherra Framsókn- ar og Jóhann Hafstein tóku að sér vörn á Alþingi fyrir hneyksli fjárhagsráðs í smáíbúðamálinu. Það er skiljan- legt að þessir tveir þingmenn telji sér skylt að verja fjárhagsráð, að sjálfsögðu ber ríkistsjórnin og flokkar liennar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, alla og skil- yrðislausa ábyrgð á störfum fjárhagsráðs, ríkisstjórnin er ekki einungis samsek ráðinu um óhæfuverk þess held- ur á hún, og aðrar stjórnir þessara flokka undanfarið, frurnkvæðið að óþrifaverkum ráðsins. Eir.okunarfjötrar fjárhagsráðs eru orðnir svo hataðir af aimenningi á íslandi, að fólk er farið að telja lögbrot gegn þeim sjálfsagöan hlut, sagði Einar Olgeirsson, og þetta er sízt .ofmælt. Þegar Jóhann Hafstein var að burð- ast. við að þakka Sjálfstæðisflokknum að tekizt hefur meö smá’búðunum að losa nokkuð um einokunarfjötrana í byggingarmálum, var honum bent á að það sem unnizt hefur er fyrst og fremst að þakka baráttu Sósíalista- flokksins gegn einokunarkerfinu, það er sósialistum að þakka að þjóðin sér nú fjárhagsráð sem þá svívirðilegu einokunarstofnun sem það er. Steingrímur Steinþórs- son og aðrir úr innsta hring stjórnarflokkanna eru nú orðnir logandi hræddir um að þeim takist ekki að kenna fjárhagsráði klækina, að fólkiö sem orðið er svo sjáandi að það sér fjárhagsráð án blekkingarspjaranna, muni einnig sjá að ríkisstjórnin og flokkar hennar, Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur, eru heldur ekki í neinu nema nýju fötunum keisarans. Það eru þeir sem hafa komið á og viðhaldið einokunar- og haftafargani fjár- hagsráðs. Það eru þeir sem hafa innleitt betli- og ölmusu- stefnu í stað sjálfsbjargar-ognýsköpunarstefnu sósíalista. Og á þsim forsendum hlýtur þjóðin aö dæma þá. Glefs Morgunblaðsins Sú unga kynslóð sem um þessar mundir er að ganga út í h'fsbaráttuna og taka upp störf feðra sinna i' íslenzkri verkalýðshreyfingu þekkir af eölilegum ástæðum minna er skyldi til þeirrar miklu sögu sem liggur að baki þeim margvíslegu ávinningum sem verkalýðsstéttin hefur með þrautseigri og fórnfúsri baráttu aflað sér í margra ára og jafnvel áratuga harðvítugri baráttu við atvinnurek- endur og auðmannastétt landsins. En þessa sögu þarf verkalýðsæskan að þekkja sem bezt til þess að kunna skil á því hvað hún hefur að verja, og læra jafnframt tökin á því að skipuleggja og stjórna sókn verkalýðsstétt- arinnar til nýrra og stærri sigra í nútíð og framtíð. Þess- vegna er fræðslu- og uppeldisstarfið einn veigamesti þátt- urinn í því margþætta starfi sem verkalýðsfélögin þurfa að inna af hendi ef vel á að fara. Dagsbrún hefur gengizt fyrir fræðslu- og málfunda- starfí fyrir unga verkamenn í félaginu undanfarna vet- ur. Þetta hefur vakið nýjan áhuga hjá mörgum ungum verkamönnum sem sótt hafa fræðslu og kunnáttu í fé- lagsslarfi til málfunda- og fræöslufélags síns. En svo undarlegaf ?) bregöur við, að þegar þstta félagsstarf ungra verkamanna er að hefjast 1 byrjun yfirstandandi vetrar rýkur blaö atvinnurekenda, Morgunblaðið, upp meö stóryrðum og offorsi og varar unga Dagsbrúnar- menn ákaft við að taka þátt í þessu starfi. Menntandi félagslíf og aukin þekking ungra verka- manna á viöfangsefnum og sögu verkalýðsbaráttunnar er að sjálfsögðu eitur í beinum þeirrar yfirstéttar sem Morgunblaðið þjónar. Hugsjón hennar er að verkalýður- inn sc óupplýstur cg fákunnand! í félagslegum efnum. Með því móti telur Morgunblaðsliðið sig geta vænzt þess að verkamenn og annað alþýöufólk verði auðginnt her- fang sundrungariðju auðvaldsagentanna og þeirrar hlekkingastarfsemi ssm þeim er falið að inna af hendi. Það er ástæðan til þess að þessi varðhundur atvinnurek- enda og afturhalds trylltist og glefsaði til ungra Dags- brúrarmanna um leið og þeir hófu félagsstarfið í vetur. En ungir Dagsbrúnarmenn láta ekki glefs og illyrði Morgunblaðsins á sig fá. Þeir vita hverjum það hefur þjónað frá upphafi og að það mun aldrei bregðast þsim trúneöi sem því er sýndur af arðránsstétt þjóðfélagsins. Útvarpsrabb BM skrifar: Þann vetur, sem Helgi Hjörvar las skáldsög- una Bör Börson í útvarpið, var sagt að mjög hefði úr að- sókn að kvikmyndahúsum og kaffihúsum dregið þau kvöld sem sagan var lesin. Unga fólkið kaus fremur að sitja heima og hlusta á söguna; var horttveggja að sagan var sprenghlægileg, þó bókmennta gildi hennar væri lítið, og Helgi flutti hana ágætlega. Ef útvarpsráði tækist að finna útvarpsefni, sem héldi ung- lingum heima á kvöldin, frem- ur en nú er væri það mjög mikilsvert. Miklir peningar myndu sparast sem annars fara, í kaffihúsasetur, bíla og lélegar kvikmyndir, amerísk- ar, sem skipa öndvegi í kvik- myndahúsunum hér. Flestum ber saman um, að þær séu nauðaómerkilegar og margar siðspillandi unglingum. og hættulegar EKIH er ég hrifinn af út- varpssögunni „Mannraun“ enn sem komið er, má vera að seinni hlutinn verði betri. — Flutningurinn er mjög skýr, enda er Ragnar skólastjóri vinsæll útyarpsmaður. — Frú Ragnheiður Hafstein hefur mjög fagra rödd og flutning- ur hennar á sögunni „Désirée" skemmtilegur. Væri það ávinn- ingur að hún læsi fleiri sög- ur, eða aðrar konur henni jafnsnjaliar. TJtvarpsögurnar þyrfti mjög að vanda, enda ætti að vera úr nógu að velja úr heims- bókmenntunum, taka ætti fremur íslenzkar sögur en lé- legar útlendar. Mörg perlan er í hinum auðugu söfnum íslenzkra þjóðsagna; færi vel á því að þjóðsögurnar væru lesnar við og við. ÞÁ vildi ég að aftur væri tek- inn upp lestur fornsagna, sem illu heilli var hætt. Útvarps- dagskráin 4. nóv. var ágæt. Er þar fyrst að telja útvarp frá Þjóðleikhúsinu þar sem sinfóníuhljómsveitin lék undir stjórn Róberts Ottósonar með einleik hins unga sellósnillings Erlings Blöndal Bengtson. Á útvarpsráð skilið þökk fyrir að gefa þeim, sem heima sátu völ á að hlýða á svo göfuga tónlist. Upplestur Finnborgar Örnólfsdóttur úr ljóðum Magnúsar Stefánssonar (höf- undarnafn Örn Arnar), var einkar hugnæmur. Hún hefur fallega rödd og mjög skýra. Þátturinn „Undir ljúfum lög- um“ undir stjórn Carls Billich var mjög góður. Austurlenzku lögin voru fögur og sérkenni- leg. AÐ meaningu okkar steðjar nú mikil hætta. Langvinn her- Framh. á 2. síðu Um og annaS Bókmenntalegt eiliheimili mifflungsmanna úthlutar verðíaunum a lANS KIRK skrifaði á sunnudaginn grein í Land og Folk um úthlutun bókmenntaverðlauna Nóbels. Hann kemst m.a. svo að orði: De Aderton, sænsku ö.’d- ungunum átján hefur verið tyllt í bakháa hægindastólana, gráum fyrir myglu og mosavöxnum í fullum einkennisklæðum og með korða við hlið, þótt hækjur og heyrnartól hefðu átt betur við þá. Og enn einu sinni hafa þeir muldrað sig saman um hver skyldi hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels, og einsog við mátti búast, varð einnig í ár afturhaldsskriffinni fyrir valinu, Francois Mauriac. u, #M ritverk Mauriacs er aðeins það eitt að segja, að þau bera með sér alla þá bölsýni og lífshatur, sem hægt er að krefj- ast. Maðurinn er óhrein skepna, öll fjölskyldubönd eru viðbjóður, hjónaband og ástin yfirleitt brunn- ur illsku og spillingar. Manni fannst þegar André Gide voru veitt verðlaunin fyrir nokkrum árum, að De Aderton mundi ekki heppnast að finna rithöfund, sem væri afturhaldssamari og sjúk- legri en hann. En það var sem- sagt hægt. Með Mauriac er skerf- ið stigið út í fúlustu katólsku. W ERK þeirra dæma þá. Hið mikla skáld Svíþjóðar August Strindberg fékk aldrei nóbelsverð- launin, af því að öldungunum þótti líferni hans og skoðanir ósiðlegar. Gorkís hafði sænska aka- demían ekki heyrt getið meðan tími var til, heldur tók þann kost að veita hálfgleymdum rúss- neskum flóttahöfundi Búnín verð- launin. Lítilfjörlegt ítalskt ljóð- skáld Grazia Deiedda fékk þau, svo komizt væri hjá að móðga Mússólíni, sem þá var mikill stjórnmáiaskörungur. Og svo komu öldungarnir sér í mjúkinn hjá Bandarikjunum með því að veita Peari S. Buck verðlaunin 1938. s AGT er að i ár hafi orustan staðið milli Mauriacs ogí Churchijls, sem ætlunin var að verðlauna fyrir æviminningar hans, sennilega út frá því sjón- armiði, að þær séu meiri skáld- skapur en sagnfræði. Það virð- ist sem á síðustu stundu hafi verið reynt að komast hjá að afhjúpa stjórnmálaeðli verðlaun- anna. Þess vegna var munka- kuflinn valinn i stað stríðsmanns- rAÐ væri engin ástæða til að gera veður útaf þessu bók- menntalega elliheimili eða þeim mönnum sem öldungarnir vilja heiðra, ef því væri ekki þannig háttað, að De Aderton hefur af einhverri óráð- inni ástæðu tekizt að vinna sér töluverða frægð. 1 mörg- um löndum | ■'Jrf hafa menn ekki aðstæðu til að gruna, að þess- ir átján menn eru yfirleitt a’- gerir miðlungs- menn, sem ekk ert matk er r Nexo takandi hverj- um um sig og sænska aka demían er aðeins litilfjörleg eft- irlíking á þeirri frönsku, stofit: uð til dýrðar sænsku kon ungsættinni á tíma, þegar smá- furstar Evrópu fengu bæði hár- koilutízku sína og bókmennta uppátæki frá Versailles. Þessir átján menn eiga enga meiri stoð i andlegu lífi nútímans en ti!- viljunarkenndur hópur umferðar- salá á járnbrautarstöðinni í Imngá. Poi.ITIKEN þótti „und- arlegt (árið 1950), að hvorki Mar- tin Andersen Nexo eða Halldór Laxness virðist álitinn verðugur". Það er sennilegt, að biaðið skilji í dag, hvers vegna þessir miklu Norðurlandahöfundar eiga ekki upp á pallborð- ið hjá De Ad- grton. Martin Andersen Nexa er sennilega einn af þeim sárafáu rithöf- undum, . sem lesinn er um gervailan heim, og varla er hægt að deiia um bókmennta- legt gildi verka Nexo er vinur meira að segja gamall og tryggur vinur, sem hefur ekki einsog sumir aðrir — ekki sízt á ritstjórn Politikens —• látið bylgjugang stjórnmálanna hafa áhrif á sig. Og á mjög svip- aðah hátt víkUV þe'sáu við með Haildór Laxness. Hann hefur ekki heldur farið í felur með skoðanir sínar, maður veit hvar hann stendur. Báðir þessir rithöfundar mundu ef þeir byggju í Banda- rikjunum hafa verið ákærðir fyrir óameriska starfsemi, og þessir sænsku bókmenntakramarar eru varir um sig og vilja ekki eiga áminningu á hættu. Korðar þeirra ei-u aðeins stáss, og ekki ætlazt til að með þeim sé barizt. Halldor Laxness hans; — En Sovétríkjanna, ÁrniPáIsson prófessor 13. sept. 1878 — 7. nóv. 1952 IN MEMORIAM ÚR HÚSAFELLSSKÓGI, MÁLVERK EFTIR ÁSGRÍM JÓNSSON SNORRI HJARTARSON: ca!n Isgríms ■ Hver er sá - er gat af göfuglyndum æðri gjöf —? 11. nóvember 1952. Skammur dagur og dimmt í lofti, útlit- ið sérkennasnautt að morgni og ólíklegt að nokkum hafi dreymt fyrir stórum tíðindum og þó sízt góðum. En í dag hefur gerzt ævintýr, okkur er gefin gjöf, við erum einum helgum dómi ríkari en við vorum í gær. Og íslenzk þjóð mui minnast þessa dags, bjarmann af hon- um mun leggja fram um aldir. Svo dýr er þessi gjöf, svo stór er gefandinn. Við vissum það reyndar allt- af að við áttum Ásgrím Jóns- son, enginn listamaður er tengdur sterkari böndum landi sínu og þjóð. Frá upphafi veg- ar hefur landið sjálft og fólk- ið í landinu, saga þess, þjóðtrú og lífsbarátta verið efniviður- inn í verkum hans, á þeim trausta grunni hefur hann reist þá höll íslenzkrar snilldar og fegurðar sem er ævistarf hans, hver steinn er bi’otinn úr þvi litríka bergi. Hvað það starf hefur kostað af viljaþreki, sjálfsfóm og þrotlausri önn, því getur okkur ekki nema ór- að fyrir sem nú njótum verk- anna, þökkum meistaranum. I meir en hálfa öld höfum við alizt upp við myndir hans, komizt í snertingu við þær á einhvern hátt þrátt fyrir erf- iðar aðstæður, og þó fæstir geri sér það eins Ijóst og skyldi þá hefur hann mótað fegurðar- skynjun okkar, sem augu höf- um að sjá, í ríkara mæ!i en nokkur listamaður annar, auðg- að hana og skýrt og sýnt okk- ur heiminn í kringum okkur í nýju og glöðu ljósi. List lians er löngu orðin sterkur þáttur og frjór í íslenzkri menningu, orðin hlnti af okkur sjálfum, samrunnin því sem fegurst er og bezt í vitund manns, eitt með landinu eins og hann kenndi okkur að sjá það og unna því, í gróanda vorsins, í litskrúði haustsins. Og nú hefur hann hniginn á efri ár, en þó ungur og starfsglaður sem fyrr þrátt fyrir löng og þung- bær veikindi, gefið okkur eftir sinn dag allt sem hann á og er þar á meðal meginið af beztu myndum hans, sem hann hefur safnað áratugum saman í þessum tilgangi einum. Nú er bað tryggt að þessi verk verða ekki reidd á torg að honum látnum, verða ekki möngurum að bráð eins og svo fjölmörg ómetanleg verðmæti önnur fyrr og síðar, heldur komið fyrir á einum stað þar sem aldir og óbornir geta leit að þeirra og notið, ævarandi eign íslenzkrar þjóðar. Þetta stórbrotna örlæti er rökrétt framhald af starfi og lífi Ás- gríms, alla tið hefur hann gefið á báðar hendur og ,ekkí hirt um önnur laun en þau, að fá að helga list sinni hverja vinnubjarta stund. Fegurri gjöf höfum við ekki hlotið og held- ur enga sem gefin var af skírri drenglund né heilli hug. En nú er eftir okkar hlutur. Það fylgir því mikil ábyrgð og ströng skyldukvöð að taka við slíkri gjöf. Af hálfu Ás- gríms er hún engum skilyrð- um bundin, engri kvöð í þá átt að reist verði yfir myndir hans sérstakt hús, Ásgríms- safn, sem þó gæti virzt hin sjálfsagða lausn málsins; nei, hann lætur aðeins í ljós þá ósk að gjöf hans megi verða til að hraða framkvæmd þess mikla menningarmáls, að reist verði hér almennt listasafn, eg verði þá myndum hans búinn þar staður. Ekkert lýsir mann- inum betur, hógværð hans og veglyndi. Ef við getum ekki orðið við þessari ósk hans og gert það sem við erum umkom- in til að slíkt hús megi rísa eins iljótt og vel og frekast er Linnt, þá erum við ekki verðug slíkrar gjafar, ekki verðug þess að eiga slíkan mann. Og því ljúfari ætti okk- ur að vera að vinna að þessu marki sem við vitum að bað er í þágu íslenzkrar menningar í nútíð og framtíð. List Ás- gríms hefur þegar unnið hlut- verk sem ekki verður metið en áhrif hennar munu enn magn- ast með nýjum kynslóðum, sem eiga greiðari aðgang að mynd- unum en við sem nú lifum höf- Framhald á 2. síðu. Þegar mér barst andláts- fregn Árna Pálssonar prófess- ors, datt mér í hug lítið, löngu liðið atvik. Það var á Jóns- messukvöld fyrir 15 árum. að við Árni vorum báðir staddir í Kaupmannahöfn. Borgin var klædd sinni björtustu hásum- arsdýrð, að eyrum okkar barst ljóð Draclimanns um dýrling dagsins, er ungir menn renndu bátum sínum eftir síkjunum. Ég lief nú með öllu gleymt út af hverju það spannst, en ég sagði við Árna: Ég skal segja frá því í erfimælunum um þig! Mér er það líka úr minni liðið, hvað það var, sem ég þóttist ætla að .geta í erfiminningunni um hann. Árni Pálsson leit snöggt til mín. og svaraði: Ég á nú eftir að skrifa erfimælin um þig og alla þína jafnaldra ! Satt að segja þótti mér þá ekki ólíklegt, að Árni Pálsson yrði sannspár, því að á þeirri stundu var hann með slíku yfir- bragði, að ekkert virtist honiim fjær en feigðin, og trúlegast, að hann mumdi standa kvikur og heill yfir moldum mínum og minnar kynslóðar. En hann fékk ekki efnt þetta heit — og ég raunar ekki heldur loforð mitt. Áfhi Pálsson varð rúmlega 74 ára gamall. Hann var úr flokki hinnar oftnefndu alda- mótakynslóðar, er Tagði fram viðinn og telgdi stoðirnar í ís- land nútímans. Hann lifði undratíma Islandssögunnar, er þjóðin flutti úr kaldri sveita- baðstofu 19. aldar í hVerahituð og raflýst híbýli hinnar 20. Oft minntist Árni þessara um- skipta, þessarar byltingar, sem gerzt hafði í lífsháttum Islend- inga um ævidaga hans. En þó skipaði Ámi Pálsson sérstæðan sess á bekkjum þessarar kyn- slóðar. Hann varð stúdent árið 1897, þá ekki fullra 19 vetra, og sigldi samsumars til Kaupmanna- hafnar og lagði stund á sögu við háskólann. Þegar Islending- ar líta um öxl tii aldamótanna, minnast hinna björtu vona og stóru drauma, er þjóðina dreymdi, þá gleymist þeim oft, að þeir voru nálega einir um þessa vonglöðu bjartsýni. I Ev- rópu voru aldarlokin mörkuð En þrátt fyrir Brandesar- dýrkun sína lenti Árni Pálsson í úfgogi þeirrar hreyfingar, er meistarinn hafði vakið. Hið ev- rópska bölsýni aldamótanna náði föstum tökum á hon- um og markaði hann alla ævi síðan. Viðburðir 20. aldar urðu enn til að auka þessa svart- sýni, því meir sem syrti að, því skyggnari varð Árni á bresti mannlífsins, því sannfærðari varð hann um, að vantrúin á þau verðmæti, er 19 öldin hafði undir lokin sagt upp trú og hollustu, væri veruleikanum ÁRNI PÁLSSON samkvæm. „Ég trúi ekki á mannkyTiið!“ varð honum oft á orði á síðari árum, og stund- um titlaði hann þetta æðsta sköpunarverk jarðarinnar „nmnnpakkið“, ef þannig lá á honum. Ég hygg, að þetta böl- sýni á- manninn og framtíð hans, vantrúin á siðgæðismátt mannanna ,hafi verið einn rík- asti þátturinn í lífsskoðun Árna Pálssonar og mótað mest lund hans. Að þessu leyti beið Árni Pálsson sögulegt skipbrot með allri stéitt sinni — hinni borg- aralegu menntamannastétt. En hölsýni Árna Pálssonar varð aldrei að andlegum kveif- arskap, ekkert var honum fjær en volið. Aldrei fékkst hann til að lúta hinum ódýru skurðgoð- um sem reist voru ölturu við þjóðveg 20. aldar. Hann gat orðið bölsýnn að lífsskoðun, en í honum bjó frumefldur lífs- þorsti renesansemannsins, stoltur, heiðinn húmanismi, sem aldrei sleppti frumburðarrétti 1 bræði sinni og til að afhjúpa fáfræði Hodsja Nasreddíns talaði Hússein Húslía lengi um stöður stjarnanna. Hodsja Nas- reddín hiýddi á hann með eftirtekt og reyndi að leggja sér sem f’est á minnið til að geta talað af því meiri myndugieika við emírinn í návist vitringsins, Ó, þú fáfræðingur, þú sonur, sonarsonur, sonarsonarsonur fáfræðinnar! hélt sá gamii áfram. Þú veizt ekki einusinni að nú er 19. stig tunglsins, nefnt Asjúala og hefst í merki bogmannsins. Örlög manna ráð- ast einungis i þesau merkt og hvergi ann- arstaðar.... .... það stendur útþrykkilega í bók vitr- ingsins Síhabaidinmamúdibnkaradsa. Hod- sja Nasreddín 'agði á sig hið erfiða nafn: Á morgun Skal ég standa vitringana að því að þekkja ekki þessa bók og láta þá •þannig skjálfa af ótta fyrir vizku minni. ándlegri hnignun. Hin ferska bláeygða bjartsýni aldarinnar var sem óðast að víkja fyrir vaxandi bölsýni. 1 Danmörku hafði jafnvel hinn mikli for- ystumaður í heimi andans, Georg Brandes, kastað sjálfur þeirri trú, er hann hafði boðað af mestum funa þremur ára- tugum áður: trúnni á hinar endalausu framfarir, trúnni á „sigur sannleikans”. Hann var einmana og liðfár í ættlandi síru — hershöfðingi með her sinn tvístráðan, fiúinn eða fall- inn. Brandes játaði sjálfur, að hann ætti fáa vini aðra en ís- lenzka stúdenta, og Árni Páls- ’son var einn í hópi þeirra að- dáenda, sem mátu hann mest. Hann sagði mér að ungur stúdent hefði hann elt Brandes 1 húsi okrarans Tsjafars stóðu 12 inn- ^ götu. Hinir akademísku ÍS- sig’aðar krukkur fullar af gulli, en hann lenzku sveitapiltar yoru enn var áíjaður að eignast 20. En honum varð ,, .. ekki svo velktir í koldum sio æ erfiðara að na tokum a nyjum fornar- 1 , , , lömbum, enda höfðu öriögin hagað. því Ufsins, að þeir mættu ekkl þannig að þorparaskapurinn skein út úr kenna ylinn af hinum gamla honum. lifsjátandi boðakap Brandesar. lífsþreytu og að sumu leyti mannsxns: að maðurinn er mælikvarði allra hluta. Það mun vera. margra mál, að lífsverk Árna Pálssonar hafi ekki verið í réttu hlutfalli við hæfileika hans. Satt er það, að rit hans, mæld í álnum og pund- um, eru ekki mikil að vöxtum. Til mun vera margt óprentað eftir hann, sem hann fékk ekki unnið úr að fullu, en vantífýsi hans var svo mikil, að hann mátti ekki til þess hugsa, að neitt kæmi á prent eftir hann, er honum þætti ekki fuilunnið. Virðing hans fyrir rituðu máli var nálega takmarkalaus. Feg- urðartilfinning hans var ákaf- lega næm, en hvergi var hún oæmari en frammi fyrir orðlist- inni. Þar gerði hann hinar ströngustu kröfur og við engan var hann strangari en sjálfan sig. Islenzkan var honum svo hjartfólgin, áð svo var sem haan kenndi líkamlegs síots- auka, er henni var misboðið. Framhald á 7. síðu . -jj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.