Þjóðviljinn - 28.11.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1952, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Fö3tudagur 28. nóvember 1952 Föstudagur 28. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 þJÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Óiafsson, Guðmundur Vigfússon. Augiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 18 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. „Efnahagssamvinna“ Þegar íslendingar geröust aðilar aö marsjallkerfinu var það fyrst og fremst rökstutt af stjórnarvöldunum með því að þannig yrði komið á mikilvægri og ástríkri efnahagssamvinnu vestrænna þjóða og íslendingum yrðu tryggðir markaðir og góð kjör meðal vina sinna. Þetta var einnig eina röksemdin sem frambærileg var og eina ré.ttlæting þess að íslendingar tækju í mál að koma ná- lægt þessu kerfi, og var það mjög ýtarlega rakið af Einari Olgeirssyni þegar marsjallsamningurinn var rædd- ur á þingi í upphafi. Hins vegar kom fljótt í ljós að allar frásagnirnar um efnahagssamvinnu voru orða- gjálfrið eitt, og það reyndist þvert á móti eitt af mark- miðum marsjallkerfisins að eyðileggja möguleika íslend- inga í Vestur-Evrópu. Einn sérfræðingur marsjallstefn- unnar var meira að segja svo hreinskilinn að lýsa því yfir að eftir nokkur ár „hefði framlag íslendinga litla þýðingu“ á fiskimarkaði Vesturevrópu, og er það nú komið á daginn. Enda hafa Bretar og Bandaríkjamenn lagt á það ýtrasta kapp að gera út sem stærstan þýzkan ránsflota á íslandsmið og veita Vesturþjóðverjum öll hugsanleg forréttindi framyfir íslendinga. En við þetta hefur ekki verið látið sitja. Nýjasta dæmið um „efnahagssamvinnuna“ er löndunarbann það á íslénzkan togarafisk sem skipulagt er af Uniliver- hringnum í samstarfi við brezk stjórnarvöld. í annarri grein marsjallsamningins, 1. d., skuldbinda öll þátttöku- ríkin, þar á meðal Bretland sig til „að hafa samvinnu við önnur þátttökuríki um að auðvelda og efla vaxand'i skipti á vörum og þjónustu milli þátttökuríkjanna og við önnur ríki og að draga • úr hömlum af háifu einstaklinga og þess opinbera í viðskiptum milli rikjanna og gagnvart öðrum ríkj- um“. Þetta er sem sé samningsbundin skuldbinding, ein forsenda „efnahagssamvinnunnar“, og er nú eins þver- brotin af Bretum og nokkur kostur er. Ef allt væri með felldu hefði því mátt vænta þess að yfirstjórii marsjallstefnunnar tæki rösklega í taumana þegar hinar fögru skuldbindingar samningsins eru fótumtroðnar á jafn blygðunarlausan hátt og dæmin sanna. En þaðan heyrigt ekki hljóð úr horni, enda mála sannast að ef sú stofnun léti til sín taka yrðu viðbrögð hennar eflaust þau að styrkja Br-eta sem mest og veita þeim lán og gjafir til að bæta upp þann þorsk sem kann að leynast innan nýju landhelgislínunnar. En það er nauðsynlegt að íslendingar geri sér ljóst eðli hinnar margrómuðu „efnahagssamvinnu“ og hætti að vænta þaðan einhvers trausts. Enda eiga íslendingar mest traust hjá sjálfum sér í deilunni við brezka heims- veldið. Ef það tekst að skapa nægilega öflug samtök til að hindra allan innflutning á brezkum vörum til íslands, er það miklu meira tap fyrir Breta en þorskur sá sem þeir sakna af fiskimiðum íslendinga. Verði öllum brezkum togurum neitað um aðra fyrirgreiðslu en þá sem skyldugt er að láta í té samkvæmt alþjóðalögum yrði mjög torvelt og kostnaðarsamt fyrir brezka út- gerðarauðvaldio að stunda áfram veiðar á miðum kring- um landið. Hér- í blaðinu hefur margsinnis verið lögð rík áherzla á þessar ráðstafanir, og þær hafa hlotið fyllsta stuðning almennings. Ýms samtök hafa þegar lýst yfir vjlja sín- um ti.1 að taka þátt í þessu samstarfi. — en frá stjórn- arvöldunum heyrist ekki orð um jafn sjálfsögð svör við br-ezku ofbeldi, aðeins almennar yfirlýsingar sem kunnar eru að versta haldleysi af sárri reynslu. Þess vegna verð- ur þjóðjn sjálf að treysta sem bezt samstöðu sína og ganga það tryggilega frá öllum hnútum að málstaður íslands verði ekki svikinn í þessu máli. Vígahnettir og fljúgandi diskar — Fleiri barna- leikvelli — Ýsa og kvenhylli ÞAÐ HEFUR orðið hjótt um „fljúgandi diska“ 1 borgara- blöðunum síðan þeir marsbú- ar Morgunblaðsins tóku að leggja leið sína til íslands. Nú er bara talað um vága- hnetti, sem hafa verið það vel þekktir á íslandi að orðið yfir þá er æði gamalt. Æsifregn- imar um undirskálar þessar eru gott dæmi um móðursjúk- an fréttaflutning hinnar vest- rænu pressu og heimildir ís- lenzku hægri blaðanna. Elíin er sá háttur á með mörgum fslendingum að vitleysan þyk- ir trúleg ef hún kemur utan úr heimi enda gjarnan vitn- að í merka vísindamenn og fyrixTnenn, sem enginn hefur þó heyrt getið, til -þess að gera rosafréttir sennilegri. En lesendur Morgunblaðsins eru FISKSAUAR eru heldur léttari þó ekki orðnir brjálaðri en á brúnina en endranær þessa anlega vanti bamaleikvöll í Vesturbæinn. Býr hún við Garðarstræti og eins og vitað er verður að sækja leikvöll alla Ieið upp að Hringbraut og börnum er það frágangs- sök. Þeir sem búa við fjöl- farnar götur eru sem von er í stöðugum ótta út af böm- um sínum sem hafa ekki ann- að en þessar götur að leik- velli. Bömin eru meiri auð- æfi en þorskur og þau má ekki afrækja. Allt kapp þarf að leggja á að búa sem bezt að þeim og vinda bráðan bug að því að fjölga Ieikvöllum, þar setn þau geta verið ör- ugg við leiki. svo að þeir missa áhugann jafnskjótt og efniviðurinn í fréttir af marsdraugum eða rússneskum leynivopnum fara um túngarðinn. ★ HÚSMÓÐIR hefur fært í tal við Bæjarpóstinn hve tilfinn- dagana. Það fæst stundum ýsa sem er orðin gullsígildi með Reykvíkinspim á borð við lax. Og vinkonurnar eru aftur farnar að segja „elsku Pétur minn“, að minsista kosti þangað til þær komast að raun um að engin ung feit ýsa leynist undir borðinu. Að morgni dags eru fisksalar þeir menn sem njóta -hvað mestrar kvenhylli, — þegar vel veiðist, og senn mun ástin ná hámarki því að bráðum fáum við hrogn, lifur og kút- maga. FRÆNDI skrifar; Heill og sæll frændi. Nú á dögunum kom til mín maður og hafði all- langa viðdvöl. Fór hann að lésa Morgunbl. oe svo Þjóð- viljann. Að loknum lestrinum spyr ég: Við hvorn þeirra líkar þér betur? Hann svar- aði samstundis: Mogginn breiðir ofaniá allar frillur sínar. Þjóðviljinn svo þrífur frá þessar dulur fínar. Þó að dökkt sé þar að sjá. þraukar eðlishvötin. Heldur vil ég horfa á holdið sjálft, en fötin. Mér þótti vel svaráð og tel vísumar prenthæfar þar sem þetta er aðeins einn maður sem segir fyrir sig en ekki aðra. Ég býst þó varia yið að Moggi vilji birta þær. Ég er nefnilega ekkert, sem tal- izt getur, skyldur Halldótí á Kirkjubóli. Sný ég mér því til þín, Bæjarpóstur góður. Með fyrirfram þökk fyrir góða fyrirgreiðslu. — Frændi. Um BÆKUH og annad Eluard, Maurras, Croce, Hedin, — allir nýlátnir. Paui FJuard Fj JÓRIR menn, sem skilið hafa eftir sig spor á ritveilinum, eru nýlátnir, einn sænskur, tveir franskir og fjórði ítalskur. Það eru þeir Sven Hedin, Benedetto Croce, Charles Mauri-as og Paul Eluai'd. Mjög voru þeir ólikir, maður gæti freistazt til að segja að þeir hafi átt það eitt sameiginlegt, að dauða þeirra bar að um svipað leyti. Þeir fyrsttöldu voru allir orðnir gamlr menn, komnir á ní- ræðisaldur, Eluard var á sextugs- aldri. ast erfitt að finna eftirmanninn, í Svíþjóð virðast vera svo margir sem til greina gætu komið. ÖTENEDETTO Croce rit- aði um dagana á sjöunda tug bóka um sögu, listir og heim- speki. Hann var fulltrúi borgara- legrar hámenningar, frjálslyndis og mannúðar, — þó kaus hann að búa við fasismann, lifði alla stjórnartið Mússólínis á ítalíu og fékk að vera óáreittur. Hann var ljóst dæmi um það, hve lítils menntun, mannúð og frjálslyndi mega sín, ef þessir mannkostir eru ekki notaðir i. þjónustu þess þjóðfélagsafls, sem ber framtíðina í skauti sínu. Rússneska stúlkan í sögu Nordahls Griegs „Vor um alla veröld" hefði kallað hann gúmanista. AnNAR þeirrar franskra rithöfunda sem nú eru nýlátnir, Charles Maurras, svipaði um sumt til Hedins. Báðir gengu þeir á hönd nazismanum, Maurras var hvatamaður og ieiðtogi fasista- samtakanna frönskú „Actjon Francaise", og eftir stríðið var hann dæmdur fyrir þjóðsvik. Hann átti einn hvassasta penna Frakklands og beitti honum ó- spart í þágu þess glæpalýðs. sam um stund lá við að hefði stöðvað framþróun mannsins. ÞaÐ tíðkast í Frakklandi að rithöfundar skrifi undir öðr- um nöfnum en þeim voru gefin í skírninni. Paul Elúard hét réttu nafni Eugene Grindel. Hann var eitt ástsælasta ljóðskáld Frakka. Fæddur 1895, gaf út fyrstu ljóða- bók sína 26 ára að aldrii Þá var fyrri heimsstyrjöldinni nýlokið, — hann var af þeirri kynslóð, sem sagt hefur verið um að hún hafi hrasað þegar hún' lagði af stað útí lífið. Eluard varð súrreaiisti, einsog Aragon, einsog Tristan Tzara, —- og einsog þeir fann hann lausn á fánýtisgrufli súrre- alismans í baráttunni gegn mann- hatri fasismans, á stríðs- og her- námsárum tók hann sér stöðu í forystusveit þjóðar sinnar og þar var hann að finna alla tíð síðan. Myndun þjóðíylkingar er leið íslands út úr niðurlægingartímabilinu Ályklun flokkssfjórnar Þróun síðastliðins árs hef- ur að fullu staðfest þær á- lyktanir, sem gerðar voru í ávarpi 8. þings Sósialista- flokksins til islenzku þjóð- arinnar og í samþykkt þess um nauðsyn stefnubreyting- ar í atvinnumálum íslend- inga. Sítefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess, að enn meira hefur sigið á ógæfu- hlið. Enn fleiri íslenzkar fjölskyldur búa nú við fá- tækt og daglegan ,skort. Samdrátturinn í íslenzkri framleiðslu verður æ meiri, útflutningsafurðimar hrúg- ast upp óseldar og atvinnu- leyai fer sívaxandi. Hin skipulagða lánsfjárkreppa hvilir eins og mara á at- vinnulífinu. Sósíalistaflokkurinn hefur starfað á þeim grundvelli, sem lagður var á 8. þinginu og það hafa þegar náðst nokkrir mikilsverðir árangr- ar, sem gefa góðar vonir um að takast megi sú þjóðar- vakning, sem þingið taldi frumskilyrði þeirrar stefnu- breytingar, sem íslenzku l; þjóðinni er lífsnauðsyn. Má þar fyrst og fremst nefna undirskrift meira en 27 þús- und íslendinga um sakarupp- gjöf til handa þeim, sem dæmdir voru fyrir þátttöku sína í þjóðarmótmælunum gegn afsali íslenzks sjálf- stæðis 30. marz 1949, og samfylking allt að 60 verka- lýðsfélaga í baráttunni gegn kjararýrnun þeirri, sem orð- ið hefur af völdum núver- andi stjórnarstefnu. Urslit kosninganna til Alþýðusam- Sósíalísiailokksins bandsþings benda í sömu átt, Um allt land og ineðal allra starfsstétta er vaxandi and- staða gegn hinu erlenda her- námsliði og yfirgangi þess. Flokksstjórnin fagnar þess- um áröngriim og lýsir sam- þykki sínu við stefnu mið- stjómarinnar. Alveg sérstak- lega ber að fagna þvi hversu vel og giftusamlega hefur tekizt um undirbúning hinna miklu kjaradeiina, sem nú standa fyrir dyrum. Þá lýs- ir flokksstjómin samþykki sínu við ákvörðun og yfir- lýsingu miðstjórnarinnar í sambandi við forsetakjörið. Flokksstjórnin vill minna á þau höfúð verkefni, sem flokkurinn setti sér á 8. þingi sínu og fólgin vom í eftirfarandi: Að vinna að því að skapa samfylkingu allra þeirra Is- iendinga og allra þeirra sam- takaheilda, sem ekki eru ánetjaðar erlendu né inn- nokkru sinni, ekki sízt þar og ævarandi hlutleysi í ó- friði, fyrir því að á ný verði lekin upp stefna nýsköpun- ar í atvinnumálum og fyrir gernýtingu íslenzkra auð- linda og atvinnufyrirtækja, fyrir því að öllum verkfær- um Islendingum verði tryggð atvinna, fyrir bættum launa- kjörum, betra húsnæði og stefnu umbóta á sviði trygg- ingamála og annarra félags- mála. Ávarpi 8. flokksþingsins lauk með þessum orðum: „Sameining þjóðarinnar um þá stefnu, sem hér hefur veriá mörkuð, er fyrsta boð- o'rð líðandi stundar"...... , .Myndun slíkrar þjóðfyik- uigar og sigur hennar í frjálsum kosningum er það inikla takmark, sem hver góður íslendingur verður að keppa heils hugar að. Það er eina leiðin — leið Is- lands út úr þvi nýja niður- lægingartímabili í sögu þess, er nú stendur yfir og verð- nr að binda endi á“. Þau verkefni, sem hér hafa verið rakin, og felast í samþykktum 8. flokks- þingsins, eru nú brýnni en lendu auðkúgunarvaldi, v.erk- lýðsfélaga, samvinnufélaga, kvenfélaga, ungmennafélaga, stjórnmálafélaga osfrv. til þess að berjast fyrir þjóð- frelsi og lýðfrelsi Islend- irga, fyrir þvi að allur er- Jendur her verði fluttur burt af íslandi og að þjóðin end- urheimti sjálfsforræði sitt í stjórnarháttum og efnahags- rnálum, fyrir því að Island lýsi yfir friðarvilja sínum sem nú standa fyrir dyrum kosningar til Alþingis. Þau munu halda áfram að vera höfuðviðfangsefni Sósíalista- flokksins, allt starf flokksins verður að mótast af þeim. Flokksstjórnin felur mið- stjórninni að gera allt, sem i hennar valdi stendur til að skapa sem víðtækasta samfylkingu á þessum grundvelli í næstu Alþingis- kosningum. Snilldarverk um Kíkújúa Fréttir frá Alþingi Þyrilstillagan í nefnd Þingsályktunartillaga Lúð- víks Jósefssonar um að ríkis- stjórnin leggi fyrir Skipaút- gerð ríkisins að læk'ka nú þegar farmgjöld á olíu sem flutt er með Þyrli til innlendra aðila sem svarar lágmarksnauðsyn um hallalausan rekstur — var til fyrri umræðu á Alþingi í fyrradag. — 'Benti Lúðvík enn á það órétt- læti sem olíunotendur úti á landi yrðu að þola vegna verð- mismunar á þessari vöru, en ein orsök þess ranglætis væri hin háu farmgjöld Þyrils, sem rek- itin væri af ríkinu með mikl- um ágóða ár hvert. Mætti vissulega ekki minna vera en að sá ágóði yrði látinn koma til góða fólkinu úti á landi, en till. Lúðviks gerir einmitt ráð fyrir að lækkun farmgjalda komi olíunotendum til hagnað- ar í lækkuðu olíuverði. IðnaðarbankatiIIagan í nefnd Þingsályktunartillaga Áka Jakobssonar um að ríkisstjórnin greiði þegar allt hlutafjárfram- lag ríkissjóðs til Iðnaðarbank- ans kom til fyrri umræðu á Al- þiogi í fyrradag. — Sýndi Áki fram á hve mikil nauðsyn væri á því að bankinn geti tekið til starfa sem fyrst, en höfuð- skilyrðið til þess væri að ríkis- stjórnin legði þegar fram allt það hlutafé sem Alþingi hefði lofað að leggja bankanum. Tillögunni var vísað til fjár- hagsnefndar. Rikisbílatillagan í nefnd Þingsályktunartillaga Jónas- ar Ámasonar um að bifreiðar ríkisins verði merktar sérstak- lega kom til fyrri umræðu á Framhald á 7. síðu. r AÐ þykir ekki hliSa afi taJa il'a um fó!k, sem er dá:ð — „de mortuis" c-tc, —, og því skal það eitt sagt um Hadin, að þegar hann var á bezta aldri. ferð- aðist hann urn ókunna stigv í Asíu og skrifaði har.n um þau ferðalög merkar og skemmtileg- ar bækur. — Hann gat sér’ mikið orð fyrir vísindamennsku og við dauða hans losnar sæti í sænsku akademíunni. Ekki skal getum að því leitt, hvaða mann gamalmennin sautján sem eftir eru telja nógu aftur- haldssaman til aS taka sæti hans, — sannast sagna. mun- þeirrt veit- Karen Blixen Er vatnsberinn hafði fengið sinn pening iivarf hann í myrkrið, en hundrað skref- um framar mætti hann þeim enn. Okrar- inn b.’ikhaði: Hússéin Húslía, sagði hann aumingjaiega, þetta er alltaf sami mað- urinn. Þú gefur hverjum einasta manni sem þú mætir sinn gullpening, sagði Hodsja Nas- reddjn strangur. Okrarinn opnaði pyngju sína, fleygði peningnum til vatnsberans og Stundi hátt í kýrrðinni. Og þannig gekk þetta a'la leiðina. Með 60 til 100 skrefa miliibili kom vatnsber- inn á móti þeim, blásandi móður og kóf- sveittur. Jafnskjótt og hánn hafði fengið peninginn þaut hann af stað. Okrarinn tók að hraða sér til að spara peninga, en sökum heltinnar gat hann elrki hlaupið eins hratt og vatnsberinn, sem tókst að mæta þeim alls 15 sinnum áður en þeir kojnu heim til okrarans. Karen Blixen: Jörð í Afríku. Gísli Ásmundsson íslenzkaði. Heimskrlngla, Rvík MCMLII. 1. bókaflokkur Máls og menn- ingar, 9. bók. Svo vill til að einmitt sömu daga og blöð og útvarp eru full af fregnum um Kíkújú ættflokkinn, leynifélagið Mó mó, fjöldahandtökur, refsileið- angra og önnur stórtíðindi frá brezku nýlendunni Kenya í Austur-Afríku, landi sem lengst af áður hefur verið hljótt um á vettvangi heimsmálanna, birt- ist á íslenzku eina, víðfræga bókin, sem skrifuð hefur verið um þetta land og þá fyrst og fremst um Kíkújú þjóðina, Jörð í Afrtíku eftir dönsku skáld- konuna Karen Blixen. Blixen barónessa reisti bú við rætur Ngongf jalla í hálönd- um Kenya fyrir heimsstyrjöld- ina fyrri. Þar ræktaði hún kaffi með fólki sínu þangað til hún neyddist til að selja jörðina í kreppunni eftir styrjöldina. — Karen Blixen er auðsjáanlega mikil búkona, umhyggjan fyv- ir nýgræðingn- um og gleð- in yfir upp skerunni 1 jóma af blaðsíðum bókar henlíar. En það er fleira en brauðstritið, sem tekur hug hennar fang- inn. Stórfeng- leg náttúra Afríku hefur heillað hana og skáldgáfa hennar er svo rík að töfrar frumskógarins, fjall- anna, og þess fjölskrúðuga lífs, sem þar dafnaði, fá svo á les- andann að honum finnst hann hafa fylgzt með frú Blixen á veiðiferðum hennar og fjall- göngum og ekki sízt tekið þátt í þeim ótrúlegu ævintýrum, sem hún rataði í þegar hún fór með vagna sína og 24 Afríku- menn í flutninga fyrir brezka herinn, sem barðist við Þjóð- verja, en þeir áttu land að Kenya fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Sá leiðangur lýsir því ekki sízt, hvílíkur töggur er í þess- ari dönsku aðalskonu. Það er enginn aukvisi, sem stjórnar stóreflis búgarði með hundr- uðum landseta í gegnum engi- sprettuplágur, þurrka og önn- ur áföll. Og fágætt er víðsýni Karenar Blixen og hl'eypidóma- leysi gagnvart þeirri nýstárlegu þjóðmenningu, sem hún kynnt- ist í Kenya. Raunar voru það margar þjóðmenningar, kaup- manna- og sæfaraþjóðin Sóm- alíar eru ólíkir bændaþjóð Kí- lcújúa og frábrugðin þeim báð- um er menning hinna herskáu Masaía, sem hættu að tímgast þegar þeir voru reknir af lönd- um sínum og bannað að stríða.- Þa'ð sem fyrst og fremst hefur unnið Jörð í Afríku heimsfrægð er það næma innsæi í hugar- heim Afríkumannanna, sem frú Blixen öðlaðist. Skýrasta mynd gefur hún af Kíkújúunum, land- setum sínum. Henni er Ijóst að engin þjóðmenning verður að fullu skiljanleg fólki af ann- arri rót. Sambúðin getur þá fyrst orðið heitlavænleg þegar hvorir virða annarra lífsvenjur. Blixen varð vinur og átrúnað- argoá landseta sinna-, málsvari þeirra gagnvart skilningslítilli nýlendustjórn, þátttakandi í hátíðum þeirra (sem nýlendu- stjórnin hefur reynt að banna að undirlagi kristniboíanna), læknir þeirra og dómari. Átak- anleg er myndin úr húsi Kíkú- júhöfðingjans Kínasjúí, sem rotinn upp að mjöðm og hel- sjúkur bað hana um húsaskjól á banastundinni, svo að hann yrði ekki fluttur á trúboðs- stöðina til að deyja. Að garði Karenar Blixen bar líka heimshornamenn, sem ekki gátu fest rætur í Evrópu 20. aldarinnar en leituðu víðari sjóndeildarhrings. Sögurnar af landa hennar, Knudsen Gamla, og Ehglendingnum Denys Fineh Hatton verða í höndum hennar þrungnar stórnm örlögum. Þessi bók ólgar af lifi. Kar- en Blixen kann þann urmul af sögum* hlægilegum, grátbros- legum, eða sorglegum, og hún segir þær svo vel og raðar þeim svo haglega að sundur- lausir þættir, sem hún byggir bók sína af, orka á lesandann sem sterk, samslungin heild. Ömögulegt er að gera upp á milli hváð hugþekkara er, fólk Afríku, sem stígur ljóslifandi fram úr penna frúarinnar eða hún sjálf, yfirlætislaus og æðrulaus, fulltrúi evrópskrar hámenningar eins og hún gerð- ist bezt. Ekkert er hemii fjær en hroki smáborgarans gagn- vart því fólki, sem er frá- b'rugðið honum sjálfum í siðum og háttum. Karen Blixen hlýtur að falla þungt það sem nú er að ger- ast í Kenya. Þegar hún fór þaðan var þegar farið að síga á ógæfuhlið, til landsins streymdu innflytjendur frá Evrópu, sem hugsuðu um það eitt að græða á landinu og íbú- um þess, og aldafornt ætt- flokkaskipulag var tekið að riðlast fyrir áhrifum skiinings- sljórra yfirvalda og hrokafullra trúboða. Frii Blixen var und- antekningin en ekki reglan í hópi evrópskra landnema í Kenya. Þess vegna eru nú háð hjaðningavíg í landi Kíkújúa, hinna friðsömu bænda, sem. meta kýrnar sínar um alla hluti fram. Þýðingarleikni Gísla Ás- mundssonar er vel kimn af Tóníó Kröger og víðast er þýð- ing Jarðar í Afríku með ágæt- um. Þó verður þess vart að hún hefur ekki verið fáguð sem skyldi, talaö er um Griseldu, sem á íslenzku heitir Gríshildur góða, karlantílópan er ýmist kölluð hjörtur eða haí'ur, elsk- endur er notað þar sem rétta orðið væri elskliugar og svo framvegis. — Sumstaðar eru tilvitnanir í skáldskap á ann- arlegum tungum þýddar (og ekki alltaf rétt), en sumstað- ar ekki. En verst er að á ein- um stað er Ijóst áð annað- hvort er smálmfli óskiljan’egur frá hönd frú Blixen (og þ;ví trúi ég ekki fyrr en ég tek á því) eða að fallið hafa niður með öllu nokkrar ljóðlínur,- Væri hér um að ræða reyfara, sem einhver braskarinn hefði gefi'ð út í gróc-askyni, þæ-tti þetta ekki tiltö^imál en til Máls og menningar eru gerðar hærri kröfur en flestra ann- arra útgefenda. Jörð í Afríkii er svo ágæt bók, að erfitt er að sætta sig við hin minnstu lýti á búnaði hennar. M. T.Ö«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.