Þjóðviljinn - 26.07.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. júlí 1853 'omstrcmda Víða liggja „vemdaranna“ brautir. Vart mun sagt un þá að þeir íiafi óttazt mennskar þrautir eða hvarflað frá, þótt þeim enga auðnu muni Iiyggja íslandströllin forn. Mér er sagt þeir ætli að endurbyggja Aðalvík og Horn. Við sem eitt sinn áttum þarna lieima imdrumst slíkaii dug. Qkkur þykir þægilegt að gleyma því sem skelfdi hug. Gleyma ísi cg úímánaðasveltu, angri, kotungsbrag. Muna gróðuriim og sjávarseltu, sól og júnídag. Hungurvofur, lirjóstgrbyggðir kaldar hegdeig flýðum við. Vitið samt: Þær eru eftir taldar ykkur, hetjuiið, vegna þess, hann áfi okltar hióð þar ofuriííinn bæ, vegna þess, að vaggan okkar stóð þar varin hungri og snæ. Láttu, fóstra, napurt um þá næða norðanélin þín, fjörudrauga og fomar vofur Iiræða. Feigum villtu sýn þeim, sem vilja virkjum morðsins níða vammlaust brjóstið þitt. Sýni þeim hver öriög böðuls bíða bernskuríkið mitt. Byltist, fóstra, brim i geði þungu. Bamio leitar þín. Legg mér hvessta orðsins egg á tungu, eld í kvæðin mín. L,ífsins mátt og orðsins afl þar kenni ármenn réttar þíns. Níðings iljar alla daga brenni eldur ljóðsins míns. Jakobína Sigurðardóttir. FramsoknaslkkkuHzm ætlar að kalda áfarm „á sama ©g Tíminn gerir í fyrradag að nmtalsefni sínu jafnvægið í byggð landsins. Er þar rætt um hver nauðsyn sé að dreifa byggðinni og hagnýta gæði landsins. Vitnáð er i hátíðlegar samþykktir síðasta flokksþings í þessu.efni, þar sem þetta er orðað rnjög fagurlega. í reyndinni er það þó svo, að menn og flokkar verða ekki dæmdir eftir orðum sínum, fögrum loforðum og yfirlýsing- um, heldur eftir verkum sinum. Og hver eru þá verk Fram- sóknarf-lokksins hvað þetta snertir? Verk flokksins eru þau, að undir hans stjórn og stjórnar- forustu hefur ekki einasta magnast flótt.inn úr sveitunum til bæjanna, heldur einnig frá bæjum úti á landi til Reykja- víkur og Suðurnesja. Tíminn segir, að á tímabili nýsköpunarstjómarinnar hafi stefnan miðast við það, „að nóg væri að byggja fá svæði á land- inu og Stór hluti sveitanna og mörg sveitarþorpanna gætu að skaðlausu lagst i eyði“. Þetta er hinn venjulegi Fram- sóknarsöngur. Allir, sem vita einhvern snefil af því, sem lief- ur verið að gerast á undanförn- um áruro vita, hinsvegar, að þessu var þveröfugt farið. Á iímabili nýsköpunarinnar var stefnan einmitt miðúð við það, að gera fólki sem viðast á land- , inu kleift, að lifa mannsæmandi lífi. í rauhinni má segja, að það sé eina markvissa átakið, sem gert Hefur verið í þessu efni. Hvað er .sem þarf að gera til að undirbyggja atvinnulíf bæja og þorpa úti á landi svo að fólk get; haldizt þar við? Og hvað ■ þarf að gera til þess 3ð lífvænlegt og arðvænlegt sé að búa í sveitunum? Undirstaðan undir ■ afkomu fólks eru atvinnutækin. Þess vegna þarf að koma upp sem fullkomnustum atvinnutækjum á hinum ýmsu stöðum, Það var þess vegna, sem Sósíalistaflokk- urinn beitti sér fyrir því í ný- sköpunarstjórninni að bæjum og stærri þorpum úti á landi væri gert kleift að fá til sín . tógarana, sem veri'ð var að kaupa tíl landsins. Bleð stofnun Stofnlánadeildar sjávarútvegs- ins og þeim hagkvæmu kjör- um, sem hún bauð, var þetta gert kleift. Með smíði íuga nýrra fiskibáta og byggingum nýrra hraðfrystihúsa í stærri og smærri þorpum var atvinnu- líf þeirra eflt. Væri nú áreiðan- lega dauflegt um að litast. úti um land, ef hinir ýmsu 'staðir byggju ekki að þvi, sem gert var á nýsköpunarárunum. Til þess að búskapúrjnn í sveitunum geti verið arðvæn- legur, þarf að ríkja velmegun við sjávarsíðuna. Þar er.bcsti og öruggasti markaðurinn fyrir afurðir landbúnaðarins Á ný_ sköpunarárunum v.ar einmitt verið að leggja og treysta þenn- an grundvöll, auk þess sem miklu fé var varið beint til uppbyggingar landbúnaðarins. En hver var afstaða Fram- sóknar? Þá var afstaða Framsóknar sú, að hún beitti sér af alefli gegn allri nýsköpun. Hún beitti sér gegn kaupum togaranna og einn helsti fjármálaspekingúí flokksins hélt því fram, að Framh. á 11. síðu. SKÁK Ritstjóri: GuSmundur Arnlaugsson. ungnnga 4. limferS 1953 F. Schafarelli - Jonathan Penrose ar hafði svartur eigi tima til að 1 Bgl—f3 Bg8—f6 léika c7—c6. Dxb7 er tvieggjað- 2 c2—c,4 g7—g8 ur leikur, en hvítur hefui átt að 3 b2—b3 Bf8—g’í reyna hann. Eftir þann leik sem 4 Bcl—b2 0—0 hvítur velur nær svartur undir- 5 g2—g3 . d7—d6 tökunum á snjalian hátt. 6 d2—d4 Rb8—d7 16 Df3—f4 h5—Ii4! 7 Bfl—g2 e7—e5 Þetta er meira'en strandhögg, það Þetía er engfin peðsfórn, svartur á er upphaf innrásar! Snotur er Rg4 í handraðanum. drottningarveiðin 17 Dxh4 g5! Og 8 0—0 Hf8—e8 eftir 16 g4 nær svartur snarpri 9 e2—e3 e5—e4 sókn með mannfórn. 18 g4 Bxg4 10 Bf3—d2 P.d7—fS 17 hxg4 Rxglt 18 Khl Bh6 19 11 Bbl—c3 Bc8—f5 Df3 Hxe3 20 Dxb7 Hae8. 12 h2—h3 h7—h5 17 g3xh4 BfG—h5 13 Í2—f3 e4xf3 18 Df4—f2 Bg7—h6 14 Ddlxf3 Dd8—d7 19 Hal—el c7—c6 15 Kgt—h2 Rf8—li7 20 d4—d5 He8—e7 Það er ólga í taflinu þótt það 21 Df2—f3 Ha8—e8 sýnist slétt á yfirborðinu. Ridd- Hvitur er aðeins of seinn, dxc6, arinn kemur í tæka tið til að bxo6, Dxc6 kostar skiptamun: BfU og nú Khl, Rg3t eða Kgl BxeSf. Hann verður þvi að valda e3 og þá lokar svartur hornalín-i unni. 22 Rc3—dl Bh6—f4t 23 Kh2—gl c6—c5 24 Bb2—c3 Bf4—g3 Nú er ctaðan orðin þröng hjá hvítl 25 Bdl—f2 Bg3xh4 26 e3—c" Bh7—g5 2,7 Df3—dl Bf5xh3 Sigurinn er unninn, svartur getur valið um leiðir. 28 Hel—e3 Bh3xg2 2D KKlxg2 Bh4xf2 30 Hflxf2 Bg5xe4 31 Ed2xe4 He7xe4 32 He3—h3 Öd7—g4f 33 Ddlxg4 He4xg4f 34 Kg2—h2 f7—f5 og Schafarelli gafst upp. Penrose hefur teflt ská.kina á- gæta vel. Hann er efnilegastur af ungum skákmönnum Breta, til- þrifamikilí og skemmtilegur taf1- maður. Á síðasta Hastingsmóti varð hann efstur ásamt Golombek, Yanofsky og Medina. Skagarnenn bíða ósigur í knaítspyrnu. — £g er óánægður OG SVO einn góðan veður- dag fer maður að horfa á knattspyrnukappleik. Það eru Skagamenn gegn Dönum. En bá vantar Ríkarð og Þórð. Nú er eftir að vita livað þeir geta, þegar aðalkappana vantar. Donni leikur mið- framherja í stað Þórðar. Hann er fimur í fótunum, þó að hann sé dálítið letilegur á stundum. Hver veit nema •þetta gangi að óskum. Þarna er múgur og margmenni sam- ankominn til að horfa á. Alhr eru að vona að þeir spjari sig. Þeir eru að vísu dugleg- ir og þarna er lítill naggur alveg nýr á nálinm, fylginn sér og mjög efnilegur, én það dugar ekki. Þeír liafa fengið tvö mörk á sig áður en varir. Kunningi minn seg- ir ‘við mig: Hvernig lizt þér á Skagamenn núna? Allt í ?ági segi ég. Þeir spjara sig. ’J'ður vf>r'5ur að hafa trú a þeim segi ég. En hann er eitthvað daufur í dálkinn. Og svo hefst síðari hálfleikur. Ég er alltaf að bíða eftir að þeir spjari sig, en það fer á annan veg. Danirnir leika af mikilli prýði og Skagamenn fá fleiri mörk á sig. Samt gefast Skagamenn ekki upp. Þeir sparka heil ósköp og virðast leggja sig alla fram, en það kemur upp úr kafinu að það er ekki sama hvernig sparkað er. Það þarf ná- kvæmni. Annars fer allt í vitleysu. Danirnir liafa meiri nákvæmni. Ég fer að verða vondaufur. Skagamenn halda áfram að fá mörk á sig. Ég er hættur að geta talið. Þeg- ar búið er að setja ég veit ekki hvað mörg mörk skipta þeir um markmann. Nú er eftir að vita hvort hann get- ur bjargað þessu við. Allir vonast til þess. Hann ver eitt þrumuskot. Síðan mistekst honum herfilega, og boltinn er í netinu. Eftir það getur hann ekki neitt. Hann snýr sér hingað þegar hann á að snúa sér þangað og þangað þégar hann á að snúa sér hingað. Jæja þetta er kannski of mikið sagt. En það er eins og taugarnar séu komnar í eiaa óúrgreiðanlega dræsu. Hann getur ekkert varið. Knötturinn liggur í markinu æ ofan í æ. Það vantar Rík- arð og Þórð. Svei mér þá. En stundum ná Skagamenn þó að gera góð upphlaup, og það er þó alltaf skemmti- legra 'að horfa á þá en Reyk- víkinga sem alltaf sparka beint af augUtn, og maður heldur áfram að vona að þeir geti að minnsta kosti sett eitt mark. ÍEa því miður. Það gengur ekki að óskum. Og löks er leiknum lckið með ó- sigri Skagamanna. Tíu mörk gegn engu. Það voru ljótu vonbrigðin. Mér finnst eðli- legt að ég sé óánægður. Það fylgir því ábyrgð að hafa gott orð á sér. Þið verðið að at- liuga það, strákar mínir, að þegar menn hafa verið álitn- ir beztu iknattspyrnumenn landsins þá mega þeir ekki láta setja tíu mörk hjá sér og setja ekkert sjáiíir. Þáð dugar ekki. Vörnin er veik, bakverðirnir og markvörður- inn. Þetta vitið þið. Þá er að æfa þá sérsta'klega. Þjáífa þá hvern um sig svo að þeir bregðist ekki. Og ég skal ekki hætta að hafa trú á ykk- ur. Þið hafið þó • alltaf skilið það að menn verða að lcika saman í lcnattspyrnu ef hún á að heíta knattspyrna. Ég vona bara að þio vaamctið ekki andstæðingana framveg- is eins hrapalega eins og þið hafið gert í þessum leik. £n gaman verður að sjá þá af cur á leikvelli Þórð og Ríkarð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.