Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 21. ágúst 1954 — ÞJÓDVILJINN — (7
Fleiri byggja ísland en
mennskar manneskjur
Eftir opinberum upplýsing-
um mun mannfólkið sem nú
byggir Island vera röskar 153
þúsundir að tölu, og ekki skal
þessi tala dregin í efa, enda
er með henni aðeins átt við
mennskar manneskjur, ekki
álfa eða huldufólk. Það er þó
sannast sagna að mörgum ís-
lendingi á umliðnum öldum
hefur tilvera huldufólks ekki
síður verið raunveruleg en
nábúa þeirra ofanjarðar, og
ýmsir trúa enn tilveru þess
þó fáir hafi orðið þess varir.
Ég ætla mér ekki hér að
leysa það verkefni hvernig
trúin á huldar verur er búi
neðanjarðar hafi skapazt, það
mundi vera nokkuð flókið efni
en hins vegar er það vel þess
virði að athuga hvaða hug-
myndir íslenzkur almenningur
á liðnum öldum hefur gert
sér um huldufólk eftir þeirri
reynslu sem fólk taldi sig —
í fyllstu einlægni og alvöru —
verða fyrir, og ekki er með
öllu frá að nútímamenn hafi
orðið fyrir einhverri þeirri
reynslu sem skapað hefur trú
á Ijúflinga eða huldufólk. Hitt
skal ég játa þegar í upphafi
að aldrei hef ég mér vitanlega
séð huldufólk og hef raunar
ekki heldur svo ég viti
rætt við neinn sjóiiarvott um
það. Það er því að vonum að
upplýsingar mínar um það
fólk séu gegnum nokkra milli-
liði, en ekki sakar það stór-
¦ lega, enda skapast ekki þjóð-
sögur  nema  orsök  sögunnar
• eða atburður sá er kom henni
af stað hafi gengizt í munni
manna um nokkurt skeið.
Beztu heimildir um þetta efni
eru þjóðsögur Jóns Árnason-
ar, sumar prentaðar í safni
hans, en sumar óprentaðar.
„Ærum og færum hinn
arma aí vegi"
Þá er fyrst til að taka að
þetta fólk er stundum kallað
huldufólk, stundum álfar eða
ljúflingar. Ekki fellur því
nafngiftin álfar að öllu vel
eftir því sem sagan segir af
konunni sem atyrti son sinn
og kallaði hann álf. Til þess-'
arar konú kom reiðuleg álf-
kona og sagði: „Við huldu-
fóíkið erum ekki meiri álfar
en þið mennirnir." Ög ekki er
það efa bundið að betra er að
hafa huldufólkið með sér en
móti. Flestir kannast við sög-
una um Tungustapa þar sem
mennskur maður hugðist taka
'prestvígslu 'meðál,- álfa, en
;hljóp frá vigslu og hlaut fyrir
það bana næst þegar hann sá
inn í ál'fakirkjuná, en bróðir
hans sem raskaði friði huldu-
fólksins var troðinn undir
hestafótum þess. Þá kvað
huldumannaf lokkurinn:
Ríffum  og  ríðum,
það rökkvar í hlíðu'm.
ærum  og færum
hinn arma af vegi
svo  að  hann  eigi
sjái sól á degi,
sól á næsta degi.
Fólkið undir eða í
jörðinni
FOL
eiíir Arnu
eand* mm§.
'uts&ou
fólki hafi gengið vel að tala
saman og málið hafi ekki
valdið neinum vandkvæðum,
þegar huldufólk sást. Nokkuð
hefur þetta breytzt síðan Al-
víssmál, eitt goðakvæðanna í
Eddu, voru ort, en þar segir
dvergurinn frá því hver séu
heiti ýmissa hluta meðal
guða, manna, vana, jötna,
dverga og álfa. Flest þau
heiti sem lögð eru álfum í
munn eru skáldleg og sýna
gleði yfir tilverunni. Hjá þeim
heitir jörðin gróandi, himinn-
inn fagraræfur, máninn ártaii,
sólin fagrahvel, skýin veður-
megin, vindurinn dynfari,
lognið  dagsefi,  sjórinn  laga-
Fyrri
hluti
Ekki  er  annars  getið  en
mennskum mönnum og huldu-
k**V
stafur, viðurinn fagurlimi, og
eftir Alvíssmálum heitir nótt-
in meðal álfa svefngaman.
Sum þessara orða eru sýni-
lega nýsmíð höfundar.
En við skulum ekki dvelj-
ast lengur við þetta^ heldur
leggja leið okkar út um hóla.
og klappir, en á slíkum stöð-
um er helzt von huldufólks-
byggða. Ólafur Sveinsson í
Purkey á Breiðafirði, einn sá
rtiaður sem fróðastur hefur
verið um huldufólk, inpi á f.
hl. 19. aldar trúði líka fortaks
laust á tilveru þess, segir til
dæmis frá því að sakamaður
slapp undan eftirleitarmönn-
um sínum í hrauni á Snæ-
felisnesi þegar huldumaður
kom og brá hendi yfir hann
svo að hann varð ósýnilegur.
Þennan huldumann spurði
sakamaðurinn hvort hann
ætti heima í hrauni þessu, en
hinn svaraði: „Eigi búa Ijúfl-
ingar í brenndu grjóti, heldur
eru þar ill landvætti og
dauðra manna verur er grill-
ur gjöra lifandi mönnum." Og
sjálfur kvaðst Ólafur í Purk-
ey hafa víða orðið var við
huldufólk í óbrunnum klett-
um.
Vistleg eru heimkynni
huldufólks niðri í jörðinni,
öllum sögnum ber saman um
það. Hins vegar er fólk þar
misjafniega efnað, auðugt
sumt og fátækt sumt eins
og mennskar manneskjur of-
anjarðar. En eftir sumum
sögnum byggir fleira fólk
niðri í jörðinni en huldufólk
eitt ¦— dvergar eru þó ekki
algengir í íslenzkum þjóðsög-
um, varla nema í ævintýrum
—. Til dæmis segir í einni
sögunni frá því að maður
nokkur komst undir jörðina
— óviljandi raunar — og
hitti ,þar fyrir gott fólk, en
þögult. Það er eins og þetta
hafi ekki verið venjulegt
huldufólk, heldur einhverjar
aðrar verur enda er það í
sögunni kallað fólkið undir
jörðinni. Þetta fólk sagði
manninum að það hefði flúið
niqur í jörðina undan vonzku
mannanna. Það leit aldrei
dagsins ljós, heldur vann allt
við vaxljós, og uppgönguleið-
ar þess upp á jörðina gætti
dreki einn mikill sem lá á
gulli og sofnaði ekki nema
tvisvar á' ári. Þá voru einu
tækifærin að komast á milli.
,,Það sem á að vera
hulið íyrir mér skal
verða hulið íyrir
mönnum"
Anr.ars eru sagnir ýmsar
um .uppruna huldufólks. Ein
þeirra er þessi: Eva var að
þvo börnum sínum þegar guð
almáttugur kom í heimsókn
án þess ad' gera boð á undan
'sér. Þetta kom sér hálfilla
fyrir húsmóðuritra Evu, og
hún faldi þau óþvegnu. En
þegar guð spyr þau hiónin,
Adam og hana, hvort þau
eigi ekki fleiri börn en þau
sem þau sýndu honum — það
voru ekki önnur en þau sem
Eva var búin að þvo — segist
hún ekki eiga fleiri. Þessu
reiðist guð og segír: „Það
sem á að vera hulið f\*rir mér
skal verða hulið fyrir mönn-
um." Þá urðu óþvegnu börnin
ósýnileg mönnum og einnig
afkomendur þeirra.
Önnur sögn er sú að huldu-
fólk sé afkomendur þeirra
engla úr himnaríki sem voru
hlutlausir þegar Lúsífer gerði
uppreisn gegn guði, og fyrir
það var þeim og afkomendum
þeirra  refsað að eilífu.  Þeir
eru líka eftir þessari sögn
líkamalausir andar, og svo
virtist manninum huldustúlk-
an vera sem hann hvíldi hjá;
því að hann fann engan lík-
ama þegar hann ætlaði að
þreifa á henni. — Loks er svo
þriðja sögnin sú að huldu-
fólk séu eingetnir afkomend-r
ur Adams.
„Lint og mjúkt hold
viðkomu"
Að útliti til eru álfar ekki
mjög frábrugðnir mönnum.
Þeir eru þó að sumra sögn
miðsneslausir, það er með
eina nös, ekki tvær, og enn-
fremur eru þeir með hæð
frá nefi niður á efri vör þar
sem laut er á mennskum
mönnum. Ólafur i Purkey seg-
ir um líkamsskapnað ljúf-
linga: Það er minn þanki að
þeirra líkamar séu yeikara
byggðir en vorir líkamar og
það þeir hafi lint ög mjúkt
hold viðkomu, þar með mjórri
bein en vér." — Huldukonur
fæða af sér börn sín á sama
hátt og mennskar konur og
stundum gengur þeim erfið-
lega fæðingin. Þá er þeim
næstum óbrigðult ráð að
mennsk manneskja, karl eða
kona eða jafnvel barn, fari
höndum um þær og verða þær
þá léttari. Það er hið mesta
gæfumerki ef huldufólki eru
veittar nauðleitarbænir þess
og ólánsmerki ef því er synj-
að þeirra.
Atvinnuhættir ljúílinga
Með ýmsum hætti öðrum er
huldufólk komið upp á náðir
mannanna og líkir eftir sið-
um þeirra, hefur kaupstaði á
svipuðum slóðum og mennskt
fólk, þing eins og Islendingar
ekki  það huldufólk  sem  við
þekkjum úr þjóðsögunum.
Enga   forvitni   mennskra
manna kærir huidufólkið gj&ettlt!
um,  og því  til  sönnunar e8[í  fl
sagan af Borghildi álfkonu í   '**
Þjóðsögum Jóns Árnasonar L
8, Hér er önnur gerð sögunn-
ar,  sem  ekki  er prentuð í   n
safni Jóns Árnasonár.   -i**-   2-
„Fjalgerður heiti ég,
forvitna mín"       j
„Það var á bæ þeim sem
Kleif heitir áustur í Fljóts-
dal að fólk fór til kirkju á
jólanótt, en ein stúlka var
heima sem átti að gæta bæj-
arins. Þegar fólkið var farið
fyrir tímakorni á stað, við
það að vera komið til kirkj-
unnar, sér stúlkan að framau
úr dalsbotninum kemur mikiil
fjöldi fólks ríðandi, en bær
þessi var fremstur bæja í
dalnum svo þaðan vóru öngv-
ar mannavonir því land þetta
lá til öræfa sem fólkið korai
að úr. Ríður svo fólk þetta
með mikilli fart og stefnir
heim að bænum. Stúlka
stendur úti og horfir á þetta
og þykir undarlegt; svo ríður
þetta og heim. Hún sér að
á undan ríður kona heldur
stórmannleg að sjá. Þegar
fólk þetta er komið heim stíg-
ur konan af baki og heilsar
heimastúlku; hún tekur
kveðju hennar. Biður konan
svo stúlkuna að gefa sér að
drekka. Stúlkan fer inn og
kemur út aftur með mjólk í
könnu og réttir konunni; hún
tekur v'ið og drekkur, en úm
leið réttir hún hendina inn í
barm sinn eins og hún sé að
taka eitthvað til sem hún ætli
að gefa stúlkunni fyrir drukk-,
inn, en stúlkan spyr hana í
Ásgrímur Jónsson: Tungustapi
fyrrum, og huldumenn þurfa
í kaupstað á lestum eins og
aSrir. Oft hefur orðið vart
við skipaferðir þeirra, og
menn þótzt sjá kjalsog eftir
báta á sæ og vötnum.
Oft hefur heyrzt strokk-
hljóð og búsáhaldaglamur í
hólum og er eignað huldu-
fólki. Þeir eru forsjálli og
verklagnari en menn, og er
hver-jum hið mesta happ sem
getur hegðað sér eftir háttum
þeirra, til dæmis við hey-
þurrk, fiskróðra og þess
háttar. Og eftir þeim heim-
ildum sem við höfum um lifn-
aðarhætti huldufólks fyrr á
öldum mætti ætla að það
væri búið að 'taka bæði bif-
reiðar og flugtækni í þjón-
ustu sína nú. En það er þá
ákefð  eftii:  hvað  hún  heiti,  Sm
meðan  huh  er  'að  drekka
þangao til hún er búin. Réttir
hún könnuna aftur að stúlk-
unni og segir alvarleg og lítur
fráman  í  hana  um  ieið:
„Fjalgerður heiti ég, forvitna
mín"  — og stingur þvi inn
aftur sem  hún  var að  taka
til  handa  henni,  og  sýndist
stúiku  eins  og  hún  sjá  á
eitthvað  rautt  út- úr  barmi
konunnar. Stígur svo konan á
bak  aftur,  því  hitt  sat allt
á hestbökum á meðan á þessu
stóð.  og reið  svo  fólk  þetta
út eftir dalnum og vissi hún
ekkert um það meira og eitfirriai
inn. Og endar svo þessi til-.
burður.  (Saga þessi. er „frá,,
sr.  Jóni  Kristjánssyni"   á. ,
Yztafelli).
SWL
«****.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12